Morgunblaðið - 23.09.1962, Síða 8
8
MORGUNBLAÐIÐ
Sunnudagur 23. seþt. 1962
Sumarheimsdkn
til Eskifjarðar
NOKKRU af sumarleyfi mínu
eyddi ég á Eskifirði. Fimm ér
eru liðin siðan ég kom þangað
SÍðast og tuttugu ár síðan bú-
setu minni lauk þar.
Mikið hefur breytzt þar á
þessum tíma, þótt fjörðurinn sé
hinn sami og Hólmatindurinn í
allri sinni tign gnæfi og haldi
vörð um staðinn. Auðvitað byrg-
ir hann oft sólina fyrir Eskfirð-
ingum, en þrátt fyrir það er
hann svo vinalegur að enginn
Vildi af honum sjá.
' Hin gráa og gamla Austfjarð-
arþoka var til staðar þegar ég
kom á Hólmahálsinn og deyfði
Sýn til staðarins. Undarleg til-
finning greip um sig þegar ekið
var inn í kaupstaðinn.
Já, mikið hefur breytzt þarna.
Sérstaklega tekur maður eftir
hversu margar nýbyggingar
prýða staðinn. En það sem ég
saknaði einna mest voru hinar
mörgu bryggjur og bólverk, sem
voru á mínum árum þarna með-
fram allri strandlengjunni. Allri
segi ég! Víst er hún ekki löng,
því svæði það sem Eskifjörður
stendur á og tilheyrir honum er
ekki stórt. Það er frá Mjóeyri og
inn að Bleiksá. Um aldamótin
var einn hreppur, Reyðarfjarð-
arhreppur þar sem nú eru þrír
hreppar, Helgustaða-, Eskifjarð-
ar- og Reyðarfjarðarhreppar. —
Skiptingin virðist hafa verið
harla einkennileg þegar hreppn-
um var skipt og oft hef ég brot-
ið um það heilann hvernig hafi
Staðið ’ því að þessir fáu bæir,
sem eru fyrir innan Eskifjörð,
skyldu ekki tilheyra honum
heldur Reyðarfjarðarhreppi. En
Svona var það samt. Undir slíkt
urðu þeir I „Eskifjarðarkálkin-
um“ að beygja sig. Kom það oft
gremju í hug þeirra er þeir
urðu að leita atvinnu út á Eski-
fjörð þegar hún var af skornum
skammti og hreppapólitíkin þá í
algleymingi. Staðarmenn skyldu
sitja fyrir.
Það var ánægjulegt að sjá hið
glæsilega félagsheimili Valhöll
í hjarta bæjarins og ekki ó-
prýddi hið ágæta stórhýsi pósts
og síma nýreist þarna. Þá voru
í byggingu prestseturshús og
fleiri byggingar.
En ánægjulegast var auðvitað
að sjá hina starfandi hönd. Allir
sem vettlingi gátu valdið höfðu
nóg að gera. Eg var staddur
þarna við síldarsöltun og var
gaman að horfa á hversu ungl-
ingarnir stóðu sig vel. Jafnvel
8 ára börn unnu þannig að verk-
stjórinn taldi það óaðfinnanlegt.
Og auðvitað var mikið í aðra
hönd.
Það var líflegt fyrir austan,
alls staðar líflegt á atvinnusvið-
inu. Eskfirðingar hafa nú 7 báta,
sem gerðir eru út á síldveiðar
auk báta sem róa daglega það-
an. f hraðfrystihúsinu var nóg
að gera að taka á móti fiski og
síld til frystingar og allir sem
gátu voru í starfi.
Það er ánægjulegt að vita til
þess, þegar ungir og dugandi
menn geta drifið atvinnurekstur
af krafti til heilla fyrir sitt
byggðarlag. óneitanlega koma
margar hugsanir til mín þegar
mér hljóma nöfn eins og Jón
Kjartansson, Guðrún Þorkels-
dóttir o.s.frv. og vita svo syni
þessara heiðurshjóna hafa drifið
sig vel og eru stoðir atvinnulífs-
ins heima. Þrír bræðurnir eru
aðalstjórnarmenn hraðfrystihúss
ins, sem auk þess að reka mikla
fiskvinnslu hefir bátana Vattar-
nes og Hólmanes og gerir þá út.
Auk þess reka tveir þessara
bræðra, Aðalsteinn og Kristinn,
síldarverkun og eru eigendur að
m.b. Guðrúnu Þorkelsdóttur, og
einn þeirra Kristmann á m.b.
Seley en allir framangreindir
bátar eru stðrvirkir í síldveið-
unum í sumar og hafa áður ver-
ið það. Marga fleiri mætti nefna
sem gera sitt til að setja svip á
Eskifjörð en það er of langt mál
í lítilli grein að nefna fleiri.
Eitt er það þó sem maður á
erfitt að fella sig við í fljótu
bragði en það er að síldarverk-
smiðjan ásamt þróm skuli vera í
hjarta bæjarins. Ekki er það
beint til prýði er maður ber svo
saman að sjá alla hina fögru
blóma- og trjágarða, sem eru
fyrir framan húsin á staðnum.
Þetta venst kannski og er það
ekki oft svo að andstæðurnar
eiga vel saman. Minnsta kosti
varð mörgum ferðamanninum
hér áður fyrr starsýnt á nýtt og
gamalt er þeir komu af skips-
fjöl og sáu „Gamla Bauk“, sem
var með elztu húsum og hýsti
eina fyrstu prentsmiðju Austur-
lands í tíð Jóns ritstjóra ólafs-
sonar og svo Bakaríið, glæsilegt
hús þá. Voru myndavélar óspart
teknar upp við þessa sýn.
Verzlunin er í blóma á Eski-
firði að mér fannst. Þar reka
Kaupfélagið og Pöntunarfél.
stórar og smekklegar verzlanir.
Einnig eru smávöruverzlanir,
vönduð vefnaðarvöruverzlun og
raftækja- og húsgagnaverzlun.
Er þetta í nýjum og góðum húsa
kynnum. Útibú frá Landsbanka
íslands er á staðnum og hefir
það mikla þjónustu á hendi og
nær hún um allt Austurland.
Þegar ég um 1920 var að kom-
ast til vits og ára, voru 5 stórir
atvinnurekendur á Eskifirði, sem
um leið og þeir voru það, ráku
umsvifamikla verzlun og var
verzlunarsvæði þeirra mjög
stórt. Þessi fyrirtæki keyptu svo
fisk af togurum til verkunar og
atvinnubóta fyrir staðinn.
Söluerfiðleikar afurða til út-
landa voru miklir og stopult að
treysta verðlagi, enda hver aðili
samningsmaður fyrir sig í utan-
ríkisviðskiptum þeirra ára. Eitt
verðfallsár gerði það að verkum
að lánstraustið þvair og var
gengið að þessum atvinnufyrir-
tækjum. Það var mikil blóðtaka
fyrir lítinn bæ og erfiðleikaár
fóru í hönd.
Þeim mun meiri ánægja er
nú að vita framfarir þær sem
eiga sér stað fyrir austan nú á
þessum ágætu árum.
Ljósmyndastofu rekur Vilberg
Guðnason í glæsilegum húsa-
kynnum og hefir hann allt Aust-
urland sem athafnasvæði. Er
hann hinn ötulasti og smekk-
maður mikill í iðn sinni. Var
ánægjulegt að koma í vinnusali
hans og fylgjast með störfum.
Vélaverkstæði er gott á staðn-
um undir stjórn eiganda þess,
Karls Símonarsonar og svo rek-
ur Lúther Guðnason umfangs-
mikla rörsteypu.
Netaverkstæði er þarna nýris-
ið á vegum Jóhanns Klausen
og voru þar margir menn við
bætingar nóta þegar ég kom þar
að. Enda ekki vanþörf þjónust-
unnar meðan síldveiðin er í al-
gleymingi.
Málarameistarinn Guðmundur
Auðbjörnsson hafði nóg fyrir
stafni ásamt liði sínu. Hann var
vel birgur af málaravörum og
enginn vandi fyrir viðskiptavin-
ina að fá þá liti sem þeim var
að geði.
Fjölda margt annað mætti
tglja en þessi upptalning nægir
í bili.
Það tók því eðlilega sinn tíma
að ganga milli vina og kunn-
ingja, hitta þá að máli og heim-
sækja; og alls staðar voru fagn-
andi hendur. Margar minningar
voru rifjaðar upp frá félagslíf-
inu meðan ég var þar ásamt
mörgum öðrum í eldinum. Ekki
var spurt að hvað klukkan væri
og engin takmörk fyrir úthaldi.
Svavar Gests kom til Eski-
fjarðar meðan ég dvaldi þarna
með hljómsveit sína og á sunnu-
dag kl. 3 bauð hann öllum börn-
um staðarins til gleðskapar í
Valhöll endurgjaldslaust. Var
það vel þegið og það voru bros-
mild börn sem komu út úr sam-
komuhúsinu að leikslokum.
Ég minntist á trjágarðana á
Eskifirði. Vissulega má ekki
gleyma þeim, því þeir eru marg
ir fallegir.
Ein ötulasta garðyrkjukonan
„heima“ er óefað frú Guðrún
Sigurðardóttir, sem nú er kom-
in á efri ár og var unaðslegt
að koma í garðinn til hennar og
sjá handaverkin þar. Er þetta
margra ára tómstundavinna Guð
rúnar, en hún hefir gert meira,
staðið oft framarlega í félags-
og menningarmálum staðarins,
og fyrir kirkjuna, að öðrum ó-
löstuðum unnið mikið starf. Þau
eru orðin mörg árin sem hún
— Stóðhross
Framhald af bls. 6.
og þar með afmá verulegan tekju
stofn bænda í Húnavatns- oig
Skagafjarðarsýslum. Því er
einnig haldið fram að stjórn
sambandsins taki á engan hátt
tillit til aðstöðu þessara manna
og vilji ganga á þeirra hagsmni,
því sé óhugsandi annað en eitt-
hvert hagsmunastríð þurfi að
ríkja milli þeirra bænda og
hinna sem stunda vilja kjötfram-
leiðsluna.
Stefna stjórnar Hrossaræ'ktar-
sambandsins í þessu efni hefur
kpmið skýrt fram í umræðum
um þessi miál. Því var strax
lýst yfir að af hennar hálfu
myndi ekkert verða amast við
því þótt stóðhestar væru ekiki í
vörzlu yfir aðal fengitíma hryss-
anna, eða nánar til tekið frá 20.
maí til 10. júlí. Yfir þann tíma
telur stjórnin kleift að menn
geti passað þær hryssur sem
þeir ekki vilja láta fyljast, og
þær hryssur sem halda á undir
á'kveðna kynbótahesta, þá í hólf-
um hjá þeim. Þá er komið að
spurningunni: Hagsmunum
hverra þjónar það að láta hest-
ana ganga lausa, á öðrum tím-
um og það jafnvel marga frá
sama bænum? Þvi er fljótsvarað.
Bkki hagsmunum hrossaræktar-
manna og ekki heldur hagsimun-
um kjötframleiðenda. Sem sagt
það þjónar ekki hagsmunum
neinna hrosseigenda að hryss-
urnar séu að fá fang og kasta
á öllum tímum árs, en séu stóð-
hefir slaðið þar á söngpalli. og
látið sína góðu söngrödd hljóma
um kirkjuna á helgum og hátíð-
um.
Fyrir nokkrum árum hitti ég
erlendan ferðamann. Barst talið
að ýmsu hér á landi og meðal
annars sagði hann: — Það má
marka menningarástand mjög af
því hvernig umhorfs er í kirkju-
görðunum. Ef þetta er rétt, sem
ég get vel sætt mig við, mega
Eskfirðingar vel við una, því
kirkjugarðurinn, sem liggur á
þurrum mel fyrir innan kaup-
túnið, er bæði vel hirtur og
skipulagður, auk þess sem hann
vekur athygli vegfarandans
strax og hann mætir auganu.
Margt fleira mætti minnast á
en það skal geymt þar til síðar
því ég veit strax að þeir sem
lesa munu sjá að mikið vantar
á sem kannski ekki á að liggja
í þögn. Ég var heppinn með veð-
ur og við hjónin og börnin höfð-
um mikla ánægju af ferðinni og
því skulu það vera lokaorð fá-
tæklegrar greinar að biðja fyrir
kæra kveðju heim og þökk til
vina og kunningja.
Við erum auðugri góðra minn
inga eftir þessa ferð austur á
land.
Stykkishólmi, 15. ágúst 1962
Árni Helgason.
hestarnir látnig ganga lausir allt
árið, á þetta sér stað í stórum
stíl, öllum til tjóns. Það er því
staðreynd hvort sem mönnum
líkar betur eða ver, að það er
sameiginlegt hagsmunamál allra
hrossaeigenda að stóðhestarnir
gangi ekki lausir, og auik þess
mannúðarmál ekki svo lítið.
Af hálfu Hrossaræiktarsam-
bandsins er þvi tekið fullt tillit
til þeirra sem stunda vilja kjöt-
framleiðsluna en óskað eftir að
þeir fari þá leið sem þeirn sjálf-
um er hagkvæmust og eyðileggi
ekki ræiktunarstörfin fyrir þeim
sem sýna vilja hestinum ein-
hvern sóma og stunda ræktun
hans.
Að endingu vill stjórnin benda
á þrjú atriði sem eru óvefengjan
legar staðreyndir:
1. Það að hafa vald á stóð-
hestahaldinu er undirstaða undir
hrossaræktinni.
2. Það er hreint hagsmiunamól
allra hrossaeigenda.
3. Hér er um mannúðarmál að
ræða, og það ekki svo lítið.
Sauðárkróki, 14 ágúst 1962.
Stjórn Hrossaræktarsambandð
Norðurlands.
Belgrad, 19. sept. NTB.
NÝTT lagafrumvarp verður
verður lagt fyrir þingið í Júgó
slavíu á morgun og skv. þeirn
getur Tító ekki bæði genigt
embætti forseta og forsætis-
ráðherra. Hann mun eftir sem
áður verða æðsti maður lands
ins, og gegna forsetaemibætt-
inu.