Morgunblaðið - 23.09.1962, Síða 9

Morgunblaðið - 23.09.1962, Síða 9
Sunnudagur 23. sept. 1962 MORCTINBLAÐlh Þeir eiga þakkir f'ULLTRÚAÞING Sambands ís- lenzkra bariiakennara sat á rök- stólum s.l. vor. Margar ályktan- ir munu hata verið gerðar á þessu þingi. svo sem títt er yfir- leitt á stéttaþingum. Vafalaust hafa þær yfirleitt verið skynsam- legar og vonandi allar skynsam- legri en sú, er hér verður gerð líullega að umræðuefni: Mótmælt var að réttindalausir menn séu íáðnir í kennarastöður. Þannig hljóðaði boðskapur í blaðafréttum og er engin ástæða til að ætla að þar sé rangt með farið. Réttindalausir eru þarna nefnd ir þeir menn er stunda barna- kennslu, en hafa ekki Iokið kennaraprófi. Þeim hefur fjölg- að hlutfallslega síðustu árin, samanborið Við hina. Þetta hefur átt sér stað vegna þess að menn með kennarapróf sækja hvergi nærri um allar þær kennarastöð ur, sem boðnar eru ár hvert. Á fuiltrúaþingi S. í. B. 1960 létu ýmsir fulltrúar hörð orð falla í garð fræðslumálastjórnar og skólanefnda fyrir það að ráða réttindalausa menn í kennarastöð ur. Ennfremur fengu þessir menn (próflausir kennarar) ákærur fyrir það að taka að sér kennslu störf. Búast má við að slíkt hið sama hafi skeð á fulltrúaþingi S. f. B. s.l. vor þegar nefnd sam þykkt er höfð í huga. Virðist þessi afstaða kennarasamtak- anna, vægast sagt, dálítið tor- skilin. Það sem gerst hefur og gerist á hverju ári er þetta: Kennarastöður eru ' auglýstar til umsóknar hvarvetna um land. Enginn maður með kennaraprófi sækir um margar þeirra. Minnsta kosti telst það til nýlundu ef lærð ur kennari lítur við barna- kennslu í sveit. Ef boði kenn- arasamtakanna væri hlýtt mundi enginn kennari vera starfandi í mjög mörgum sveitahéruðum og í ýmsum smærri þorpum. Enn- fremur mundi skerðast fylking barnakennara í sumum kaupstöð unum, því að nú er svo komið að ráðnir hafa verið réttinda- lausir menn síðustu árin til að fylla þar í skörð vegna þess að barnakennara með prófi hefur vantað. Dæmi um þetta eru til- tæk, en verður sleppt að sinni. Auðvitað væri æskilegast að maður með kennarapróf skipaði hverja barnakennarastöðu í land inu. En það er ekki sök hinna réttindaiausu manna að á annan veg hefur farið. Ef kennarasamtökin ábyrgjast að öll skólahéruð landsins gætu fengið kennara með prófi þegar auglýst er eftir þeim, gætu þau gilt úr flokki talað. En hingað til hefur helztu ráðamönnum í kennarastétt varla komið það til hugar, og enn síður að tilraun hafi verið gerð af þeim til að framfylgja þvi. Úr minni sveit er þá sögu að segja að fyrir 10 — 12 árum var auglýst til umsóknar staða barna kennara í Aðaldal. Enginn mað- ur með kennaraprófi sótti um starfið. Auðvitað gerði fræðslu- stjóri og skólanefnd Aðaldæla það eitt, sem skylt var að gera og rétt: Ráðinn var próflaus maður til kennslunnar, maður sem treyst var. Og hann hefur starfað að barnakennslu i Aðal- dal síðan með góðum árangri. Pulltrúaþing S. í. B. mótmælir þessu og öðru hliðstæðu, sem ger ist og hefur gerst hér og þar. Þó er ekki kunnugt um að ráðamenn i stétt barnakennara hafi gert tilraun til þess að koma þeim skólahéruðum til hjálpar, sem vantar kennaralærða menn. Þeir hafa ekki gert tilraun til þess að útvegM þeim kennara með prófi — ekki einu sinni þeir, sem bæst hóa. Ef breytt hefði verið sam- kvæmt boðandi háttvirts fulltrúa þings S. í. B. hefðu sum böm í Aðaldal engrar kennslu notið um til á þessa leið: 566 X 15/4 Rayon kr. 826,00 825 X 20/14 Nylon — 4.079,00 Öllum bei að þakka, er leyst 566 X 15/4 RHvít — 852,60 825 X 20/14 Rayon — 3.832,00 hafa vandræði með því að taka að sér barnakennslu, þegar menn 67« X 15/6 Rayon — 1.643,6« 960 X 26/14 Rayon — 4.776,00 með kennaraprófi hafa ekki feng- 600 X 16/6 Rayoii — 1.150,00 1000 X 20/14 Nylon — 5.713,00 ist til kennslustarfa. Þeir eiga vissulega þakkir, en ekki aðk-ist. þakkir allra þeirra, sem ábyrgð bera á uppeldismál- 825 X 20/14 Nylon kr. 4.003,0« 1100 X 20/14 Nylon — 6.150,00 um og áhuga hafa á þeim. S E N D U M U M A L L T L AND. árabil, önnur alltaf lítillega fræðslu. Að vísu var þar og er einn kennari „með réttindum“. En hann hefði hvergi nærri ann að að kenna öllum börnum í Aðal dal þessi ár. Svipuð saga hefði átt sér stað víðs vegar, ef réttindalausir menn hefðu verið útilokaðir frá kennslu. Hvers áttu börn í Aðaldal og víðar að gjalda, ef kennarasam- tökin hefðu fengið þessu fram- gengt? Átti að brjóta á þeim rétt, skýlausan rétt, sem þeim bar samkvæmt landslögum, einnig foreldrum þeirra og for- ráðamönnum. og færa því til réttlætingar tylliástæður einar? Nei, margir kennarar með rétt- indum myndu ekki vera því með mæltir að svo væri að farið, ef til kastanna kæraL Kennarastéttinni og fulltrúa- þingi S. í. B. hefði verið sómi að því að gera samþykkt að efni Margir þeirra hafa leyst störf sín prýðilega af hendi. 5. ágúst 1962 Þórgnýr Guðmundsson keunari í Aðaldal. NITTO Údýru japönsku hjólbarðarnir Gúmmívinnustofan hf. Skipholti 35, Reykjavík. Sími 18955. Stórauknir flutníngar Flugfélags íslands í SUMAR hafa flugvélar Flug- félags íslands flutt fleiri farþega innan lands og milli landa en notokru sinni fyrr. Fluigvélar félagsins fljúga tólf sinnum á viku áætlunarflug frá íslandi til Bretlands, Noregs, Danmerkur og Þýzkalands og hafa viðkomur á sex stöðum í þessuim löndum. Innan lands er flogið regiu- bundið áætlunarfl-ug milli fjórt- án staða. Innanlandsflug Síðastliðið vor leigði Flugfélag íslands flugvél af Skymaster gerð af bandarísku fyrirtæki, til innanlandsflugs sérstaklega. Jafnframt voru sett á sérstök sumarfargjöld milli þeirra staða, sem Skymasterflugvélin ,^næ- faxi“ flýgur til. Þé setti Flug- félag íslands upp svonefnd fram- haldsfargjöld milli staða innan- lands, sem ekki hafa beinar flug samgöngur sín á milli eins og t.d. ef farþegi þarf að ferðast frá Vestmannaeyjum til Þórshafnar eða frá ísafirði til Hornafjarðar. Aukning á fa rþega f 1 utningum innanlands frá 1. apríl til 31. júlí í ár hefir orðið mjög góð, eða rúmlega 84% miðað við sama tkna í fyrra. Þess ber þó að geta, að sökum verkfalls, lá innanlandsflug að mestu niðri í júní 1961. Farþegar fluttir með flugvél- um félagsins innanlands frá 1. apríl til 31. júlí voru 30.663, en voru 16,639 á sarna tíma árið áð- ur. Vöruflutningar nárrtu 372 lest- ura 1962 en voru 256.5 árið 1961, og er aukning 45%. Innanlandsflugið hefir, eins og þessar tölur bena með sér gengið mjög vel það sem af er sumri. Flugtök og lendingar á viku hverri í innanlandeflugj eru 240. Millilandaflug. Með tilkomu sumaráætlunar millilandaflugsins s.I. vor bætt- ist nýr viðkomustaður, Björgvin í Noregi við áningarstaði „Fax- anna“ erlendis. Sú breyting var einnig ákveðin að í stað tíu ferða á viku yfir sumarið, skyldu nú flognar tólf ferðir. Á tímabilinu frá 1. aprfl til 31. júlí hafa flutningar aukizt um nær 16%. f samanburði við innanlandsflugið ber þess að geta, að enda þótt nokikrar trufl- anir yrðu á millilandaflugi vegna verkfalla í júní 1961, lagð- ist flugið ekki niður og er pró- senttala millilandaflugs því ekki eins há og innanlandsflugs. Á tímabilinu frá 1. apríl til 31. júlí 1962 voru fluttir í áætl- unarflugi milli landa 12.004 far- þegar en 10.389 á sama tíma í fyrra. Vöruflutningar námu 97 lest- um nú, en 78.5 lestum árið áður og er aukning þeirra 23.5%. Eins og undanfarin sumur annast hinar vinsælu Viscount skrúfuþotur áætlunarflugið milli landa að mestu leyti, en ein- stakar ferðir eru flognar með Cloudmaster, sem að öðru leyti er notuð til leigufiugferða. Leiguflug. í sumar hafa verið farnar all- margar leiguflugferðir og fleiri standa fyrir dyrum. Á tímabil- inu 1. apríl til 31. júlí voru flutt- ir 3680 farþegar í leiguferðum en 2043 á sama tima í fyrra, aukning er rúml. 80%. Vöru- flutningar á þessu tímabili námu 186 lestum, en 176 lestum á sama tima í fyrra cg er aukning 5,3%. Heildarflutningar farþega í áætlunarflugi og leiguflugi á of- angreindu tímabili hafa aukizt um 59.3% en heildarflutningar á vörum ura 28%. Bridge HIÐ svonefnda Flint-sagnkerfi hefur að undanförnu rutt sér til rúms meðal bridgespilara víða um Evrópu. Spilið sem hér fer á eftir sýnir hvernig kerfi þetta er notað, en kerfið byggist fyrst og fremst á því að ná réttu loka- sögninni eftir að opnað hefur verið á 2 gröndum. A Á K G 4 V Á K 6 3 ♦ Á 6 ♦ Ð 8 6 A D 9 8 7 «5 V G V D 9 4 K 9 5 4 ♦ G 10 8 3 ♦ K 9 6 2 * Á G 10 7 5 3 ♦ 10 6 3 2 ♦ 10 8 7 5 4 2 ♦ D 7 2 ♦ — Sagnir gengu þannig: Norður Austur Suður Vestur 2 Grönd Pass 3 Tíglar Pass 3 Grönd Pass 5 Lauf Pass 6 Hjörtu Pass 6 Spaðar Allir pass Svar Suðurs er Flint-sagnkerf- ið og þegar Norður segir 3 grönd þýðir það að hann á bæði spaða og hjaria. 5 Lauf hjá suður segja frá eyðu í litnum og norður segir 6 Hjörtu til að suður geti valið og ráðið hvort betra sé að spila slemmuna í spaða eða hjarta. Suður valdi spaðann sökum þess að hann áleit að betra væri að eiga lengri iitinn til að kasta niður í, ef með þyrfti. Til gamans skal þess getið, að sagnhafi vann spilið með mjög einföldu öryggisúrspili. Vestur lét í byrjun út laufa 2, sem sagn hafi trompaði heima. Sagnhafi lét þvínæst út spaða 10 og Vest- ur drap með drottningi, en sagn- hafi gaf í borði. Nú er sama hvað varnarspilarair gera, sögnin Vinnst alltaf. igrún Tobías- dóttir dóttir 85 ára HINN 26. ágúst s.l. var Sigrún Tobíasdóttir húsfreyja í Geld- ingaholti, Skagaf. 85 ára. Fyrir fullum 65 árum, eða nánar til- tekið 12. febrúar 1897, giftist Sig- rún Sigurjóni Helgasyni. Byrjuðu þau búskap næsta vor. Fremur munu efni þeirra hafa verið lítil í fyrstu, en brátt blómgaðist bú þeirra, enda skorti hvorugt þeirra hjóna dugnað og hyggindi. — Varð búskapur þeirra meðal þeirra blómlegustu í hreppnum. Sex börn eignuðust þau 5 syni og I dóttur, sem öll eru á lííi og mjög mætir þjóðfélagsþegnar. Sigurjón andaðist 16. febr. 1952, nær 85 ára. Eftir lát manns síns hefir Sig- rún haft umsjón innanbæjar fyrir son sinn Þórð, þar til á síðastliðnu vori, að hún þurfti að leita sér læknishjálpar. Það mun fátítt að konur séu í hús- freyjustöðu í 65 ár, eins.og Sig- rún. Má telja að húsfreyjustörf hennar væru ætíð í fremstú röð, bæði að dugnaði og öllum mynd- arskap. Sigrún er mjög vel gefin, baeði andlega og likamlega, sem er ættarfylgja, langt í ættir fram. Hún hefir verið fremur heilsu- hraust alla ævi, þar til síðasta missiri, að þrekið er tekið að þverra, enda langur starfsdagur að baki. Eigi hefir hún þurft sjúkrahúsvista, en dvelur í sum- ar hjá dóttur sinni á Sauðárkróki, og hefur alltaf fótavist. Ég óska þér, kæra frænka mín, allrar blessunar á ævikvöldinu! 28. 8. 1962 Hjörtur Kr. Benediksson. Elizabethville, 19. sept. NTB. STJÓRNIN í Katanga sakaði í dag her Kongó fyrir að hafa hertekið bæinn Kitola í N- Katanga. Er því jafnframt haldið fram, að 1 undirbún- ingi sé stórárás á Katanga.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.