Morgunblaðið - 01.11.1962, Blaðsíða 12
12
MORCVNBLAÐ1Ð
Fimmtu'dagur 1. nóvemÍDer 1962
tJtgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavlk.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Áskriftargjald kr. 65.00 á mánuði innanlands.
í lausasölu kr. 4.00 eintakið.
HLUTVERK SAM-
EINUÐU ÞJÓÐANNA
Cameinuðu þjóðirnar hafa^
^ gegnt mikilvægu sátta-
starfi í sambandi við hin
miklu átök, sem staðið hafa
yfir í alþjóðamálum undan-
farna daga. Það hefur enn
einu sinni sannazt, að þessi
víðtækustu alþjóðasamtök
sögunnar geta gegnt ómetan-
legu hlutverki í þjónustu
friðarins. För U Thants til
Kúbu með ráðgjöfum sínum
og sérfræðingum er ein hin
merkasta för, sem nokkur
starfsmaður Sameinuðu þjóð-
anna hefur farið. En eins og
kunnugt er, er gert ráð fyrir,
að samtökin hafi eftirlit með
brottflutningi hinna rúss-
nesku eldflaugastöðva frá
Kúbu. Er það vissulega þýð-
ingarmikið trúnaðarstarf og
mikilvægt að það verði fram-
kvæmt af festu og ábyrgðar-
tilfinningu.
Ef til vill er það merkileg-
asta atriðið í fyrirheiti Krús-
jeffs um að flytja burtu árás-
arstöðvarnar á Kúbu, að
hann fellst á að það starf sé
unnið undir eftirliti Samein-
uðu þjóðanna. í framhaldi af
því má gera sér í hugarlund,
að Sovétríkin kunni á næst-
unni að fallast á alþjóðlegt
eftirlit í einhverju formi með
afvopnun og öðrum ráðstöf-
unum til eflingar heimsfriðn-
um. Um það verður að sjálf-
sögðu engu spáð. En ef það
reynist mögulégt að koma á
alþjóðlegu eftirliti með af-
vopnun eða t.d. banni við
kjarnorkusprengingum, væri
stórum áfanga náð í hinni
löngu baráttu fyrir takmörk-
un vígbúnaðar í heiminum.
Sameinuðu þjóðimar hafa
sína galla, en reynslan hefur
þó sýnt, að heimurinn getur
ekki án þeirra verið.
ANNAÐ HLJÓÐ
í STROKKNUM
|7ramsóknarmenn keppast
*• nú við að flytja allskon-
ar frumvörp og tillögur um
afnám innflutningsgjalda af
heimilisvélum, landbúnaðar-
vélum og ýmis konar nauð-
synlegum tækjum. Það er
annað hljóð í strokk þeirra
nú en á dögum vinstri stjórn-
arinnar sálugu. Þá voru
hvorki fluttar tillögur af
hálfu Framsóknarflokksins
um lækkun né afnám tolla af
heimilisvélum eða öðrum vél-
\un. Þvert á móti voru tollar
og skáttar þá stórhækkaðir,
þannig að verð á þessum
tækjum hækkaði að miklum
mun. Er óhætt að fuUyrða að
engar ráðstafanir hafi bitnað
jafn harkalega, t.d. á bænd-
um, og „bjargráð“ vinstri
stjórnarinnar vorið 1958. En
þau voru nærri eingöngu
fólgin í stórkostlegri hækkun
skatta og tolla.
Vefðbólguflóðið og aukn-
ing dýrtíðarinnar á valda-
dögum vinstri stjórnarinnar
skapaði að sjálfsögðu öllum
landsmönnum margvísleg
vandkvæði. Er það margsögð
saga, að allt atvinnulíf og
framleiðsla í landinu var að
þrotum komin, þegar vinstri
stjómin að lokum gerði sér
ljóst, að hún var ófær um að
stjórna landinu og sagði af
sér.
Þingmenn Framsóknar-
flokksins háfa einnig á þessu
þingi og á undanförnum þing-
um flútt frumvörþ um stór-
kommúnistaher j anna.
felldar lántökur vegna vega-
gerða í einstökum landshlut-
um. Vitanlega ber brýna
nauðsyn til þess að hraða
vegagerðum í þeim lands-
hlutum, sem verst eru á vegi
staddir í þeim efnum. En á
það má einnig benda, að þeg-
ar Framsóknarmenn hafa átt
sæti í ríkisstjóm á undan-
förnum árum hafa þeir ekki
hreyft legg né lið til þess að
taka lán vegna vegafram-
kvæmda fyrir vestan eða
austan. Þá hefur vegafram-
kvæmdunum í þessum lands-
hlutum ekkert legið á!
Það er fyrst þegar Fram-
sóknarmenn eru komnir í
stjómarandstöðu að áhugi
þeirra vaknar skyndilega á
vegabótum til handa Aust-
firðingum og Vestfirðingum.
Það fer ekki hjá því að
mönnum verði ljós yfirborðs-
hátturinn, sem allar þessar
tillögur Framsóknarmanna
mótast af.
VONBRIGÐI
KRISHNA MENON
lVrishna Menon, landvama-
“ ráðherra Indlands, hlýt-
ur um þessar mundir að vera
vonsvikinn maður. Hann hef-
ur undanfarin ár lagt áherzlu
á að skynsamlegasta leiðin til
þess að tryggja öryggi Ind-
lands, sérstaklega gagnvart
Kína, hinum volduga ná-
granna í austri, væri hlut-
leysi og jafnvel varnarleysi.
i
Steinbeck og
Ndbelsverðlaunin
Á Blaðamannafundi, sem hald-
inn var í skrifstofum Vikirug
Press útgáfufélagsins í New
York í síðustu viku, sagði banda
ríski rithöfundurinn John Stein
beck að hann hafi varla triað
sínum eigin eyrum þegar honum
var tilkynnt að hann hafi hlotið
bókmenntaverðlaun Nóbels í ár.
Einn fréttamannanna hafði það
eftir konu Steinbecks að hann
hafi orðið yfir sig hrifinn og orð
laus við fréttina. „Ég býst við
því,“ sagði Steinbeok. „Yrðuð
þér það ekiki líka?“ Og hvað
gerði hann eftir að hann hafði
jafnað sig? „Fétok mér annan
bolla af kaffi.“
Uppáhaldsbók Steinbecks er
„sú sem ég er að skrifa." Hvað
er hann að skrifa? „Ef ég skýrði
frá því, skrifaði ég það aldrei."
Og helzta hlutrverk rithöfundar?
„Að gagnrýna.“
„Það er hlutverk rithöfundar-
ins að gagnrýna, og að ga>gn-
rýna er að vera ósaimmála. Það
er réttur höfundar að vera ó-
sammála gagnrýnendum, sér-
staklega þegar hann hefur vissu
fyrir því að þeir hafa ekki lesið
það, sem þeir eru að gagnrýna,“
sagði Steinbeok.
FORSENDUR AKADEMÍ-
UNNAR.
Anders Osterling, talsmaður
sænsku bókmenntaakademíunn-
ar, sem úthlutar Nóbelisverð-
laununum, sagði í útvarpsræðu
um verðlaunaveitinguna að
þessu sinni, að Steinbecfc hafi
fyrst og fremst orðið fyrir val-
inu vegna nýjustu bókar hans
„The Winter of Our Discont-
ent,“ sem fjallar um freistingar
þær, er verða á vegi heiðarlegs
manns. Er bókar þessarar sér-
staklega getið í forsendum aka-
demíunnar, og sagt að Stein-
bepk hafi m.a. verið veitt verð-
launin 1962 „sökum þess raun-
sæis og ríka ímyndunarafls, sem
sameinast í verkum hans, er jafn
framt einkennast af geðfelldri
kímni og félagslegri djúp-
hyggju.“
Og þar segir ennfremur: „Stein
beck hefur áunnið sér sæti á
bekk með þeim meisturum amer
ískra nútímabókmennta, sem
þegar hafa hlotið verðlaunin,
allt frá Sinclair Lewis til Ernest
Hemingways. Staða hans sem rit
höfundar, og bókmenntaafrek
eru samt með öllú sjálfstæð og
öðrum óháð.“
„í verkum hans má finna
kímnistón, er að nokkru leyti
bætir upp það sem annars mætti
oft telja hrjúft og harðýðgislegt
yrkisefni. Hann hefur ávallt
djúpa samúð með þeim, sem er
kúgaður, eða bágstaddur eða
ekki getur functið sér samileið
með öðrum samiborgurum sín-
um“.
„Hann hefur ánægju af því að
sýna einfalda lífsgleði, sem and-
stöðu við grimmdarlega og blygð
unarlsfusa fégræðgi. En í fari
hans finnum vér einnig hið am-
eríska lunderni, er lýsir sér í
djúpri tilfinningu fyrir náttúr-
unni, hinni ræktuðu jörð, auðn-
inni og öræfunum, fjöllunum og
sjávarströndinni, sem allt er
Steinbeck ótæmandi brunnur
ríkrar andagiftar, er hrærist
mitt á meðal vor en nær þó langt
út fyrir hinn hversdagslega heim
mannsins.“
„í þessu stutta yfirliti er eng-
in leið að gera neina viðhlýtandi
grein fyrir einstökum verkum,
sem Steinbeok hefur látið frá
sér fara á undan-förnum árum.“
„Ef gagnrýnendur hafa á
stundum þótzt sjá nokfcur merki
þess að mátturinn og orkan í
penna hans væri farin að minnka
eða að farið vœri að gæta nokk-
urrar endurtekningasemi í verk-
um hans, er gæti bennt til
þess að draga tæki úr lífs-
fjörinu og þrekinu í list hans,
þá rud-di hann síðar öllum slík-
um ótta eftirminnilega úr vegi
með skáldsögu sinni „The Wint-
er of Our Discontent," sem út
bom árið 1961.“
„í þessu verki kemst list hans
á sama stig og í skéldsögu hans
„Þrúgur reiðinnar,“ og jafnframt
skapar hann sér nýjan leifc sjálf-
stæða stöðu sem útskýrandi sann
leikans, er hefur til að bera óvil-
halt eðlisskyn fyrir því, sem er
í sanmleika sagt amerískt í eðli
sínu, hvort heldur það er gott
eða illt.“
ERFIÐ BYRJUN.
John Ernest Steinbeck var um
þrítugt er hann ákvað að helga
sig ritstörfum eingöngu. En áð-
ur hafði hann starfað sem mál-
arasveinn, húsvörður, blaðamað-
ur og verkamaður. Ekki blés byr
lega í fyrstu, en þó fékk hann
útgáfufélag eitt í Bandaríkjun-
um til að kaupa af sér smásagna
safn, sem gefið var út undir
nafninu „Pastures of Heaven.“
Bókin átti að kosta tvo og hálfan
dollar, en seldist mjög illa.
Svo var það eitt sinn að bóka-
útgefandinn Pascal Covici átti
leið frá Ohicago til New York,
en vantaði eitthvað að lesa í lest-
John Steinbeck
inni. Hann keypti þá bók Stein-
becks og líkaði hún svo vel að
við komuna til New York hringdi
hann til útgefandans til að fá
frekari upplýsingar um höfund-
inn. Útgefandinn vissi lítið ann-
að en það að Steinbeck væri bú-
settur í Los Gatos, Kaliforníu,
og að sjö útgáfufélög hefðu
þegar neitað að kaupa nýjustu
bók hans.
Pascal Covici bað um að fé að
sjá handritið, og líkaði bókin vel.
Hann gaf hana út undir nafninu
„Tortilla Flat“ („Kátir voru
karlar“), og hélt seinna til Kali-
forníu til að hitta höfundinn.
— Ég bað hann að hitta mig
í hótelanddyri í San Francisco,
segir Covici, og þótt ég vissi
ekki hivernig hann leit út, þekkti
ég John Steinbeck um leið oig
hann kom inn úr dyrunum.
ÁRATUGA VINÁTTA.
Tókst með þeim Covici og
Steinbeck vinátta, sem haldizt
hefur í þrjá áratugi. Frá útgáfu-
fyrirtækinu Covicis, sem nefnd-
ist Covici-Friede, komiu þrjár
bækur Steinbecks til viðbótar,
þeirra á meðal „Mýs og menn“,
og var öllum frábærlega tekið.
En svo var Covici-Friede félag-
inu slitið, og kepptust þá út-
gefendur um að fá útgáfuréttinn
að bókum Steinbeoks. Steinbeck
símaði þá umiboðsmanni sínum,
og sagði: Neitaðu öllum tiiboð-
um. Við höldum okkur að Covici.
Covici gerðist svo meðeigandi
í Viking Press, sem hefur gefið
út allar bækur Steinbecks und-
anfarin 23 ár. Fyrsta bók Stein-
beoks á vegum Viking Press var
„Þrúgur reiðinnar, sem kom út
1939, og hefur selzt bezt allra
bóka hans. Fyrir þá bók hlaut
Steinbeck Pulitzer verðlaunin
bandarisiku 1940.
----------7------------
Köln, 31. okt. (NTB)í
í ársskýrslu vestur-þýzka flug-
félagsins Lufthansa fyrir 196il,
kemur fram að félagið tapaði um
1200 milljónum króna á árinu.
Jafnvel þótt afskriftir séu ekki
reiknaðar með nemur tapið um
850 milljónum.
«
Hann hefur einskis látið ó-
freistað til þess að blíðka
kínversku kommúnistastjóm
ina í Peking. Krishna Men-
on hefur barizt fyrir inntöku
Kína í Sameinuðu þjóðimar
á hverju allsherjarþingi sam-
takanna á fætur öðru.
Þannig hefur Menon sáð.
En hvað er það svo sem hann
uppsker fyrir hlutleysi sitt og
blíðmæli gagnvart kínversku
kommúnistunum?
Kínverjar hafa gert innrás
í Indland. Kommúnistar hafa
sent heri sína á hendur Ind-
verjum, sem eru mjög óvið-
búnir að mæta þeim. Ind-i
verska stjómin hefur á und-
anförnum árum lagt megin-
áherzlu á efnahagslega upp-
byggingu landsins og ýmsar
ráðstafanir til þess að koma
þar á félagslegu öryggi, út-
rýma hinni botnlausu fátækt
og eymd, sem ríkir víðs veg-
ar í landinu. — Kínversku
kommúnistarnir hafa hins
vegar lagt miklu meiri á-
herzlu á hervæðingu sína. —
Kínverjarnir em vanir að
svelta. Pekingsstjórninni
finnst hún því auðveldlega
geta lagt meiri áherzlu á her-
væðingu en aukna matvæla-
i framleiðslu eða mannúðar-
ráðstafanir í þágu kínversku
þjóðarinnar.
Krishna Menon horfist nú
í augu við þá staðreynd, að
hvorki hlutleysisstefna hans
né blíðmæli og undirlægju-
háttur gagnvart Kínverjum
hafa dugað honum. Hann
stendur frammi fyrir kín-
versku stáli og blýi. Það er
hinn kaldi raunvemleiki. —
Þegar svo er komið hikar
hann og Nehm forsætisráð-
herra ekki við að snúa sér til
hinna vestrænu lýðræðis-
þjóða, Bretlands og Banda-
ríkjanna, og biðja um vopn
til þess að geta varizt ásókn
I