Morgunblaðið - 04.11.1962, Page 1
24 slítar og Lesbók
49. árgangur
247. tbl. — Sunnudagur 4. nóvember 1962
Prentsmiðja Morgunblaðsins
„ Loftleiöir hverfi frá
lagum fargjöldum “
— talsmenn bandarísku stjórnarinnar telja,
að annars verði loftferðasamningum sagt upp
Einkaskeyti til Morgunblaðsins
i Washington, 3. nóvember.
Frá Endre Merton.
TALSMENN bandarísku
stjórnarinnar segja, að hún
vonist til þess, að íslenzka
flugfélagið „LoftIeiðir“ muni
hverfa frá lágum fargjöldum,
þannig, að Bandaríkin neyð-
ist ekki til að segja upp loft-
ferðasamningnum frá 1945.
Bráðabirðastjórn
1 N-Rhodesíu
London Lusaka,
3. nóvember — AP.
SIR Edgar Whitehead, forsætis-
ráðherra S-Rhodesíu, lýsti }>ví
yfir í London í dag, á leið frá
Allsherjarþingi S.Þ., að hanni
myndi aldrei fallast á tillögu SÞ
um að fella stjórnarskrá landsins
úr gihli.
í fréttum frá Luskaka í N-
Rhodesíu segir, að þar hafi nú
verið sett á laggirnar bráða-
’birgðastjórn opinberra starfs-
manna, þar til deilan um stjórnar
skrána leysist. Stjórnin kom til
sögunnar eftir fyrstu kosningar,
sem fram hafa farið.
Samningurinn rennur ekki
út á neinum tilteknum tíma,
en honum er hægt að segja
upp af hálfu ríkisstjórna
beggja landanna með 12 mán-
aða fyrirvara.
Viðræðum fulltrúa fslands og
Bandaríkjanna um loftferðasamn
inginn lauk á föstudag, án þess
að nokkur ákvörðun hefði verið
tekin. Utanríkisráðuneytið banda
ríska sagði viðræður hafa farið
fram á mjög vinsamlegan hátt.
Fram kom, að á fundinum voru
gerðar tillögur, sem lagðar verða
afl fyrir börn og unglinga borgarinnar.
Það kemur þó bezt í ljós i fyrstu frostunum, þegar
Tjörnina leggur, og hægt er að fara þar á skauta eða renna
sér á sleða.
Myndin var tekin klukkan 3.30 í gærdag af Sveini Þor-
móðssyni. Sólin var að setjast í suðvestri og aragrúi barna
og unglinga naut útiverunnar á Tjörninni við ærsl og
skautahlaup.
fyrir ríkisstjórnir beggja land-
anna. Talið er víst, að síðar verði
aðrar umræður um málið.
Thor Thors, ambassador, lýsti
því yfir, að viðræðunum loknum,
að lagðar hefðu verið fram sér-
stakar tillögur, auk þess, sem báð
L aðilar hefðu gert grein fyrir af
stöðu sinni.
Ljóst þykir, af ummælum tals-
manna stjórnarinnar, að tillögurn
ar feli í sér, að „Loftleiðir" hætti
við núverandi fargjöld, annars
muni bandaríska stjórnin segja
samningum og fara fram á
endurskoðun hans.
L
Adenauer settir
drslitakostir
„ Spiegel-málið" hefur valdið alvarlegri
deilu stjórnarflokkanna
Bonn, 3. nóvember — AP.
SVO virtist í morgun, sem v-
þýzka stjórnán stæði höllum fæti,
eftir yfirlýsingu Frjálsa demo-
krataflokksins, vegna „Spiegel-
málsins“.
Flokkurinn, sem er í minni-
hluta í stjórn landsins, hefur
sett kanzlaranum úrslitakosti. Er
þess krafizt, að næst æðstu mönn
um varnar- og dómsmálaráðu-
Þing- og ríkisstjdrakosn-
ingar í USA á þriðjudaginn
\ Fregnum ber ekki saman um, hver áhrií
I Kúbumálið muni hafa á afstöðu kjósenda
S\
Rússar
sprengja
TILKYNNT var hér í morg-
un, að Rússar hefðu gert nýja
tilraun með kjarnorkuvopn á
tilraunasvæðinu við Novaya
Zemlja.
Jarðskjálftamælar sýndu,
að utm kl. 9,30, eftir ísl. tíma,
var sprengd 4 megatonna
sprengja. Þetta er 18. tilraun
Riússa, síðan þeir hófu að
sprengja á ný á þessu hausti
New York, 3. nóvember.
— NTB-Reuter —
NÆSTKOMANDI þriðjudag, 6.
nóvember, verður gengið tii
kosninga í Bandaríkjunum. Um
50 milljónir manna eru á kjör-
skrá, og verður nú kosið um
sæti 39 öldungadeildarþing-
manna, 435 fulltrúadeildarþing-
manna, 35 ríkisstjóra, auk þess,
sem kjörnir verða margir aðrir
opinberir embættismenn.
Hvert ríki á tvo fulltrúa í
Oldungadeildinni. Þar sem ríki-
in eru nú 50, vegjja- öldunga-
deildarþingmennirnhlfe^OO tals-
ins. Þeir eru kosnlrtn 6 ára í
senn, þannig, að um þriðjungur
er kosinn á tveggja ára fresti.
Til Fulltrúadeildarinnar er
kosið á tveggja ára fresti, allir
fulltrúar í senn. Kjördæmaskipu
lagið fer eftir manntali, sem
tekið er 10. hvert ár. Fjölmenn-
asta ríkið, New York, sem hef-
ur 17 milljónir íbúa, á 41 full-
trúa á þingi, en nokkur minni
ríkjanna, s.s. Alaska, Delaware,
Nevada, Vermont og Wyoming
eiga aðeins einn fulltrúa hvert.
Kosning hefst kl. 7 á þriðju-
dagsmorgun og lýkur á tíman-
um frá kl. 19 til kl. 21. úrslit
verða fyrst kunn í austurríkjun-
um, en þar er klukkan 5 tímum
á undan klukkunni á vestur-
ströndinni.
í Öldungadeildinni hafa demó-
kratar nú meirihluta, 64 á móti
36. Af þeim 39, sem nú víkja úr
deildinni, eru 21 demókratar og
19 repúblikanar. Af þeim 61,
sem sitja áfram eru demókratar
43 og repúblikanar 18.
í Fulltrúadeildinni sitja nú
261 demókratar og 174 repúblik-
anar. Þrjú sæti eru • auð. Sam-
kvæmt manntalinu frá 1960
verða nú kjörnir 435 fulltrúar í
þá deild.
Auk þess, sem nú verður kos-
ið til þings, þá verða kjörnir 35
ríkisstjórar, bæjarstjórnarmeð-
limir, dómarar o. fl.
Nær allir fullorðnir hafa kosn-
ingarétt, bæði í þingkosningun-
Framih. á bls. 2.
neytisins verði vikið frá starfi,
og gerð verði fuli grein fyrir því,
hvað leiddi til handtöku útgef-
anda og 4 ritstjóra „Der Spiegel“.
Frjálsi demokrataflokkurinn
heldur því fram, að gengið hafi
verið fram hjá dómsmálaráð-
herranum, Wolfgang Stammberg-
er, er ákvörðun var tekin í mál-
inu. Til að undirstrika kröfu
sína, hefur Stammberger sagt af
sér.
Frekari handtökur áttu sér stað
í gærkvöld. Detlev Becker, fram-
kvæmdastjóri tímaritsins, var tek
inn fastur, grunaður um landráð.
Þá var einnig tekinn höndum
herforingi i landhernum, en
hann hefur enn ekki fengizt
nafngreindur. Saksóknári ríkis-
ins, Joachim Loesdau, hefur neit-
að að gefa frekari upplýsingar
um málið.
Það sem stjórnarkreppa kann
nú að vera yfirvofandi, er talið •
að Adenauer hafi ákveðið að'
fresta för sinni vestur um
haf. Upphaflega var gert ráð
fyrir, að kanzlarinn færi til
viðræðna við Kennedy, forseta,
næstkomandi þriðjudag. Fregnir
frá Washington herma þó, að
frestunin eigi rót sína að rekja
til atburða í aiþjóðamálum und-
anfarið, og annríkis forsetans.
Hins vegar er talið í V-Þýzka-
landi, að Adenauer muni ekki
vilja fara úr landi, fyrr en útséð
er um, hvern endi „Spiegel-mál-
ið“ fær.
Borgarstjóri V-Berlínar, Willy
Brandt, leiðtogi Sósíal-demokrata
flokksins, hefur lýst því yfir, að
hann telji það vafasamt, að
stjórnin falii.
„Það leikur enginn vafi á því,
að stjórnmálaaðstaðan er mjög
erfið, en samt held ég að það
leiði ekki til stjórnarskipta",
sagði Brandt.
,»