Morgunblaðið - 04.11.1962, Qupperneq 6
6
MORCUNBLAÐIÐ
Sunnudagur 4. nóvémber 1962
Úr síðasta þætti: Steindór Hjörl eifsson (Peer Bille) og Elín Arn-
oldsdóttir (Agda Kjerulf). Fyrir aftan til vinstri: Gunnar Guð-
mundsson (meðdómari).
Leikfélag Selfoss:
Hokuspokus
Skopleikur eftir Curt Goetz
Þýðing og leikstjórn: Gísli Alíreðsson •
SL. fimmtudagskvöld hróf Leik
félag Selfoss sitt 5. leikár með
frumisýningu á leikritinu „Hok-
uspokus“ eftir þýzka rithöfund-
inn og leikarann Curt Goetz.
Þýðingu og leikstjórn annast
Gísli Alfreðsson með aðstoð konu
sinnar Juliane, sem er þýzk að
sett og leikkona að mennt. Ritar
hún um höfund og verk hans
í leikskrá. '
Höfundur leikritsins mun lítt
þekktur hér á landi, þótt verk
hans muni hafa verið flutt í flest
um löndum Evrópu, enda er þetta
fyrsta lei,krit hans, sem flutt er
á íslenzku sviði. Hins vegar hafa
tveir einþáttungar eftir hann
verið fluttir hér í útvarpi, sá síð
ari „Erfingjar í vanda“ ekki alls
fyrir löngu. Curt Curt Goetz er
fæddur árið 1888 í Saxlandi og
lézt fyrir tveim árum í Berlín.
Han hóf nám í læknisfræði, en
hvarf frá því og sneri sér að
leiklist, fyrst sem leikari og síð-
an sem leikritahöfundur og varð
fljótlega þekktur í leiklistar-
heimi Þýzkalands. Verulega at-
hygli vakti hann með leikritinu
„Ingeborg“ (1921). Síðan fylgdi
fjöldi einþáttunga, sem ein-
kenndust af sérstæðum stíl og
andríkum samtölum. Hátt rís
stjarna Curts Goetz með lei'krit-
inu „Dr. med. Hiob Praorius"
(1932), sem fjallar um söguj
frægs, en mannlegs kvenlækn-
is, sem leitar að vírus mannlegr-
ar heimsku (sem hann álítur
smitbera mikinn).
Næstum öll leikrit Curt Goetz
hafa á árunum eftir stríð verið
kvikmynduð, og hefur hánn sjálf
ur og kona hans Valerie von
Martens leikið aðalhlutveik í
flestum myndanna (m.a. í Hok-
uspokus").
Leikritið „Hokuspokus" er
fyrst og fremst goðlátleg ádeila
á réttarfarið og réttarhaldið, en
jafnframt á ýmsa aðra höfuð-
þætti í hinum borgaralega heimi
þar sem skriffinnska og bókstaf-
ur laga og reglna er látinn sitja
í fyrirrúmi í trássi við mannlega
skynsemi.
Fyrsti þáttur fer fram í „villu“
dómforsetans, Ferdinands Ard-
ens, en hinir þrír í dómsal stór-
borgar. Þegar í fyrsta þætti skap
ast spenningur, sem síðan fer
vaxandi, þar til yfir lýkur og
málin skýrast. Spenningurinn er
kryddaður sérstæðri kímni höf-
undar, einföld og fyndin tilsvör,
stundum dálítið eitruð, og stund-
um. laumar hann að meinfýsnileg
um athugasemdum þegar enginn
á von á. Höfundur leggur áherzlu
á hið mannlega í fari þeirra per-
sóna, sem hann annars er að af-
hjúpa og tekst þannig að skapa
samúð og velviljaðan skilning
hjá áhorfendum, ekki fyrirlitn-
ingu eða fordóma.
Gísli Alfreðsson er ungur að
árum, 29 ára. Hann stundaði
leiklistar- og leikstjórnarnám í
Þýzkalandi og lék um skeið í
þýzkum leikhúsum. Hingað kom
hann í fyrrahaust og hefur leik-
ið mörg hlutverk í útvarpinu og
Þjóðleikhúsinu. Fyrsta leikrit-
ið, sem hann setti á svið var
„Herakles og Agíasarfjósið", sem
„Leifchús æskunnar" sýndi í
Tjarnarbæ. Á námsárum sínum
kynntist hann konu sini Juliane
sem stundaði nám við sama skóla
og hann, en móðir hennar er
kunn leikkona í Þýzkalaridi.
Uppfærsla þessa leikrits hlýt-
ur að teljast mikill sigur fyrir
leikstjórana, sigur, sem fyrst og
fremst byggist á skilningi á verk
inu og nákvæmri undirbúnings-
vinnu. Heildarsvipur leiksins
var góður, hraðinn mátulegur
til að ekki slaknaði á spennurini
og sviðtæknin, staðsetningar og
hreyfingar frjálslegar og í anda
leikritsins án þess að um of væri
slakað á taumunum og sýning-
in fengi á sig revíubrag.
Af einstökum leikurum mæddi
mest á Steindóri Hjörleifssyni,
sem lék Peer Bille. Hlutverkið
er eríitt og krefst öryggis og
hraða hins vana leikara, þótt
ekki sé hægt að segja, að Stein-
dór sé neinn nýliði á sviði (hann
befur komið fram í a.m.k. fjór-
um leikritum á Selfossi áður,
og síðast í fyrra lék hann Arnes
í Fjalla-Eyvindi), þá er frammi-
staða hans í hlutverki þessu frá-
bær, 'leikur hans öruggur og
sannfærandi ekki sízt í síðasta
þæti, er það kemur að mestu
í hans hlut að greiða úr flækj-
unum, og er það vandasamt, svo
að vel fari og ekki skapist „anti-
klimax.“ — Hlutverk dómfor-
setans leikur Axel Magnússon
á geðþekkan og skemmtilegan
hátt. Sérstaklega tekst honum
vel í 1. þætti að túlka hið mann-
lega í fari þessa háæruverðuga
manns án þess að hann tapi
virðingu sinni. — Hinn ákæfða
Agda Kjerulf, er leikin af Elínu
Amoldsdóttur. Hlutverkið gef-
ur etoki tilefni til mikilla til-
þrifa eða átaka, en er engu að
síður mikilvægt, þar sem hún
er hin dularfulla gáta, sem rétt-
urinn á að leysa. Gerir ungfrúin
hlutverkinu góð skil og tekst að
halda áhorfendum í þeirri óvissu
sem til er ætlast, þangað tii gát-
an leysist. — Saksóknara ríkis-
ins leikur Sigurður Símon Sig-
urðsson af miiklum myndugleik.
Sérstaklega naut hann sín vel í
ákæruræðunni eftir vitnaleiðsl-
urnar. — Vin dómforsetans, Arth
ur Graham, leikur Halldór Magn
ússon. Hann var dálítið óstyrkur
í byrjun, en náði sér vel upp
og samleikur þeirra vinanna var
með ágætum. — Ólafi Ólafssyni
tótost mjög vel upp í hlutverki
vitnisins Eunano, gervi og til-
burðir voru hinir skoplegustu.
Sömuleiðis lifði frú Lovísa Þórð-
ardóttir sig skemmtilega inn í
hlutverk sitt, vitnið Vorweten.
Vitnið Sedal yar snoturlega leik-
ið af ungfrú Guðrúnu Erlings-
dóttur og sömuleiðis þjónninn
af Ólafi Jóhannssyni. Frú Eng-
strand er skemmtileg „týpa“ af
höfundarins hálfu og í túlkun
frú Kristínar Helgadóttur. önn-
ur hlutverk eru minni, eri alls
leika 16 leikendur í leikritinu.
Leiktjöld gerði Carl Gránz,
leiksviðsstjóri er Ilalldór Magn-
úson og ljósameistari Magnús
Hákonarson. Búninga lánaði
Þjóðleikhúsið.
Áhorfendur kunnu vel áð meta
góða sýningu og fögnuðu leikend
um og leikstjórum ákaft í leiks
lok (Innan sviga má benda á
það, að það er skortur á hátt-
vísi að koma í duggarapeysu á
leiksýningu sem þessa).
Þess skal að lokum getið, að
án efa á Haraldur Björnsson,
leikari, sinn þátt í góðri frammi-
stöðu einstakra leikara á Sel-
fossi, en hann hefur stjórnað
leikritum fyrir Leikfélag Selfoss
síðustu fjögur ár, þótt hin vel-
heppnaða sýning á ,Hokuspok-
Framhald á hls. 11.
Úr fyrsta þætti: Axel Magnússon (Dómforseti Ferdinand Arden)
og t.h. Halldór Magnússon (vinur hans Arthur Graham).
MOTMÆLI GEGN
BRÉFI „KENNARA". .
Eins og gera mátti ráð fyrir
vakti bréf konunnar, sem kallar
sig „móður“ og „kennara", og
birtist hér í dálkunum sl. föstu
dag, mikla athygli og hafa marg
ir haft samband við Velvakanda
og mótmælt harðlega þeim ó-
mannlega hugsunarhætti og
skoðunum, sem fram koma í
þessu bréfi. Það skal enn fram
tekið að Velvakandi vill á eng
an hátt mæla bót þeirri hegðun
stráka að kasta snjó í bíla eða
vinna önnur strákapör. Vanda-
málið er hins vegar að ala þessa
unglina upp svo þeir verði nýt
ir borgarar, því oft verður góð
ur hestur úr göldum fola. Hitt
er ekki líklegt að það verði góð
ur maður sem nýtur hand-
leiðslu „kennarans" okkar. Vel
vakandi hefir sem sé verið þrá
sinnis beðinn að andmæla þess
um kennara. .Við birtum hér
bréf frá móður, sem sýnishorn
þessara andmæla:
„Kæri Velvakandi.
Ég get ekki látið hjá líða
að taka mér penna í hönd til að
andmæla bréfi er birtist í Vel-
vakanda í dag 2. nóvember og
er ritað af móður og kennara.
Mér varð vægast sagt ónotalegt
vi ðnð lesa það. En ég trúi ekki
að þessi skrif hafi komið frá
hjarta konunnar, heldur að
henni sé mál þetta eitthvað
skylt, og afsaka ég hana með
því. Ef svo væri ekki, mundi ég
vorkenna innilega börnum henn
ar og nemendum. Það gætir svo
mikils skilningsleysis og hörku
í þessu bréfi auk ádeilunnar á
foreldrana. Má vera að sú á-
deila á okkur sé réttmæt að ein
hverju leyti. En mér finnst hver
þjóðfélagsþegn sé skyldur að
vernda smælingjann og leið-
rétta þann sem er á villigötum,
en ekki trúi ég, að framkoma
umrædds bílstjóra, eða skoðanir
(og ætla ég þá framkomu eftir
því!) þessarar móður og kenn
ara, sé rétta leiðin til úrbóta
og til þess fallin að ala upp
prúðan og skynsaman æskulýð.
Ég vildi skora á einhvern barna
kennaranna okkar að láta í
ljósi álit sitt á þessu máli.
Móðir í Kópavogi“.
ANNAR TÓNN.
En sem ég er að skrifa þessar
'nur berzt mér annað bréf. Þar
kveður nokkuð við annan tón
bréfritari skorar á mig að
birta bréfið.. Skal það vissulega
gert:
„Kæri Velvakandi.
Ég var að lesa einn af þínum
ágætu nöldurpistlum núna um
mánaðamótin. Þar var leið móð
ir, sem skrifaði þér út af með-
ferð á 7 ára gömlu bafni. Það
hafði verið að kasta snjó í bíla
sem fóru fram hjá meðan það
beið eftir strætisvagni. Góð tóm
stundaiðja að tarna! En gerir
þessi ágæta móðir sér ekki
grein fyrir því að þessi leikur
er það HÆTTULEGUR að það _
verður aldrei fullhegnt fyrir
hann. BHstjórinn gerði alveg
nárrétt m:. sinni aðferð við
krakkann, því nú má ganga út
frá því sem vísu að krakkinn
iðkar ekki þennan leiða leik
framvegis. Hann er áreiðan-
lega vel hræddur nu að annar
bílstjóri kunni að taka upp á
því sama. Eg vil enda bréf
mitt á því að þakka bílstjóra
þessum fyrir refsinguna við
krakkann og skora á alla bíl-
stjóra að nota sömu aðferð við
þessa pottorma, að einu við-
I ^ f
^ _____ ^ Æ
J)
bættu. ÞAÐ ER AÐ FÁ HJÁ
ÞESSUM ÓKNYTTARKRÖKK
UM HEIMILISFANG EÐA
SÍMÁNÚMER OG LÁTA VITA
HEIMA HJÁ ÞEIM, HVAR
ÞEIR HEFÐU VERIÐ SKILD-
IR EFTIR og eins lesa þessu
fólki pistilinn fyrir að ala börn
sín ekki betur upp og leiða
því fyrir sjónir að líf margra bíl
stjóra, sem eru taugaveiklaðir,
geti legið við; ef t.d. þeir eru
að aka í hálku geta þeir alveg
misst stjórn á bílnum og farið
út af. Hverjum er þá um að
kenna?
Finnur Jónsson".
MANNLEGAR
TILFINNIN JAR.
Þetta var bara nokkuð gott
hjá þér F-.inur minn. Kjarni
málsin. er að bíútjórinn á að
sýna þá mannlegu tilfinningu
að láta vita hvar drengurinn
er niðr.r kominn. En ékkí íiénda
-onur.i vegalausum fyrir utan
bæ. Þótt 1 ætlir þér að vera
l.aidur og harður þá kemur þó
I essi mannlega tilfinninö — m
hjá þér. Þér finnst það c- mik
ið að kilja aienginn eft .■ án
þess að tilkynna foreldrunum
það. Þú gel-ir aennilega ímynd
að þér að móðirin sé hrædd um
barnið sem tefst í meira en tvn
tíma og skólalélagi þ ir
að drengurinn hafi verið tekinn
u.pp í bíl. en veit þó ekki hvort
verið geti að hann hafi orðið
fyrir bílnum.
Það hefir enginn sagt að það
hafi ekki verið rétt hegning a*
taka d: jngl.-n upp í bílinn og
—;sa yfir honum. En það átti
bara að aka honum hei: ., eins
og þú leggur til, eða á lögreglu
stöðina, eins og sjálf móðir
drengsins lagði til. Þar með
hefði drengurinn fengið sína
hegningu, sem hann hefði ræki
lega munað eftir. Hitt er níðings
verk og væri óskandi að hægt
væri að ná í þennan ökumann
og hegna honum eins og lög
standa til og lesa honum eftir-
minnilegan pistil. Hann liefir
sannarlega Verið skrítilega al-
inn upp. Hann skyldi þó ekki
eiga xnóður sem er „kennari"?