Morgunblaðið - 04.11.1962, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 04.11.1962, Qupperneq 10
10 MORCVNBL AÐIÐ Sunnudagur 4. nóvember 196? Ma 1 „Gdöur oröstír er manninum auði tryggari“ Skafinn mosi af gömlum legsteinum og skyggnzt í sögu Mosfellsstaðar með sveitaklerkinum, Bjarna Sigurðssyni I i FYRSTU snjókorn vetrar- ins féllu daginn sem við brugðum okkur upp að Mosfelli í Mosfellsdal, til þess að heimsækja séra Bjarna Sigurðsson, skoða nýju og sérkennilegu kirkj una þar, sem er í smíðum, glugga í gamlar skræðjur, er segja frá merkisatburð- um bundnum við þennan stað, skafa mosann af göml um legsteinum og sauma saman ofurlitla flík úr gömlum og nýjum tíma. Úti á kirkjuhólnum virðum við fyrir okkur * þetta glæsi- lega guðshús, sem eitt út af fyrir sig á sér merkilega sögu. Kirkjan er byggð fyrir erfða fé Stefáns heitins Þorláksson ar, hreppstjóra í Reykjadal, sem fæddur var 18. ágúst 1895 dáinn. 11. júlí 1959. Nú í haust munu liðin rétt 74 ár frá því að gamla kirkj an að Mosfelli var rifin. Það verk vakti á sínum tíma deil ur og fyllti Mosfellsdalsbúa slíkum harmi, að seint fyrnt ist að fullu. Dæmi eru um, hve mikið tilfinningamál þetta var á sínum tíma. Þá bjó á Hraðastöðum, skammt suð- austur frá Mosfelli, Bjarni Eiríksson, afi bræðranna, sem búa þar nú. Er Bjarni heyrði hamarshöggin frá kirkjurifr ildinu og skynjaði hvað þar var um að vera, kastaði hann sér niður við vinnu sína og lá sem lamaður af harmi. Aðrir tóku málið af meiri hörku, eins og t.d. bóndinn á Hrís- brú, sem reið inn að Mosfelli, tók kirkjuklukkuna og sagði að hún skyldi þó alltaf verða eftir í Mosfellsdal, hélt síðan heim með kluikkuna, sem hef ur verið varðveitt á Hrísbrú allt fram á þennan dag. Stefánskirkja. Stefán heitinn Þorláksson eða Stefi í Reykjadal, eins og hann var almennt nefndur heima í sveit sinni, ólst upp í Hrísbrú hjá Ólafi Ma-gnús- syni bónda þar, og konu hans. Stefán kynntist því strax í æsku þeim söknuði, er rfkti meðal dalbúa og búenda á Inn-Kjalarnesi, yfir þvi að kirkjan á Mosfelli skyldi rif- in og niður lögð. Ólafur á Hrísbrú var einn harðasti and ófsmaður þess að kirkjan væri rifin og flutt að Lágafelli, eins og sjá má af því að hann skyldi taka kirkjuklukkuna í sína vörzlu. Stefán dó bam- latts og ókvæntur, 'en hann hafði komizt í mikil efni og ánafnaði Mosfellskirkju þorra þeirra. Efalaust mun sú rækt arsemi við kirkjuna hafa staf að af áhrifum frá fóstra hans, þar sem hann sjálfur hafði aldrei lifað að sjé kirkju á Mosfelli. Eitthvað á þessa leið fórust sr. Bjarna Sigurðssyni orð, þá við stóðurn á kirkjulhólnum og virtum fyrir okkur nýbygg inguna. Hin nýja Mósfellskirkja er einstæð hér á landi, hvað bygg ingarstíl snertir. Hún myndar öll þrí'hyrninga, hvar sem á hana er litið. Sæjum við hana úr lofti, myndar hún þrihyrn ing, þar sem gunnlínan er vesturstafn kirkjunnar, síðan mjókkar hún inn og mynd ar topphorn þríhyrningsins aftan við kórinn. Sé litið á kirkjuna á hlið, myndar hún tvo þríhyrninga, sem leggja grunnlínur sínar að glugga- röð sem nær frá gólfi við stafn inn 3g upp undir þak við turn inn. Turninn er á sama hátt þrífhyrningur, sem myndar topphorn sitt rétt ofan við klukknaportið. Þessa sérkenni legu kirkju hefur Ragnar Emilsson, arkitekt, teiknað. Stíllinn er nýr hér á landi, en fyrirfinnst erlendis. Þessi nýja kirkja er rúmir 100 fermetr- ar að grunnfleti og á að taka 110—115 manns í sæti og í henni er forkirkja og söng- loft. - Gamla kirkjan, sem rifin var 1888, var byggð 1852 0g var um 45 ferm. að stærð. Þegar við reikum þama um kirkjuhólinn og kirkjugarð- inn, rekumst, við á ýmislegt, sem minnir á gamla tíma og gamla sögu. Við legstein þjóðsagnasafnarans — Hérna er legsteinn Magn úsar Grímssonar, prests og þjóðsagnasafnara, segir sr. Bjarni og bendir okkur á of- urlítið mosavaxinn stein, sem grassvörðurinn umlykur og færir í kaf með tímanum, ef ekki er að gert. Við krjúpum niður við steininn og reynum að lesa það sem á hann er letrað. Við komumst fram úr nafni og föðurnafni, en þá erum við strand. Bjaini bregð ur sér þá inn, sækir beitt vatn þvottaduft og bursta og með an hann er í þeirri ferð, rifj- ast það upp fyrir okkur að þeir, sr. Bjarni og sr. Magnús hafa ýmislegt átt sameigin- legt. Báðir bafa beir fyrir prestskap stundað blaða- mennsku, báðir haft g'.eði af Séra Bjarni Sigurðsson stendur fyrir framan horn kirkju- byggingarinnar á Mosfelli. gömlum fræðum og báðir ver ið vígðir prestar að Mosfelli. — Eg hef alltaf haft miklar msetur á sr. Magnúsi Gríms- syni, segir si Bjarni, þegar hann kemur með heita vatnið og við tökum að bursta og skafa upp legstein þessa fyrir rennara hans og kollega í tvennum skilningi. Eftir langt þóf og nokkurt erfiði tekst okkur að ráða letur þessa gamla legsteins. Á honum stendur: „Magnús Grímsson, prestur að Mosfelli í fimm ár, dáinn 1860. Har var guð rsekinn, hógvær, hugvitsmað ur, góðmenni, rart, í gáfum mjög lipur. Til minningar settu mætum bróðir elskuð sys kin og einkadóttir R“. (fyrir Ragnheiður.) Undir kemur skammstöfunin St. Gr. þar undir þessi latneska setning: „Bona fama homine tutior est pecunia". Þessa latnesku setningu þýddi séra Bjarni fyrir okkur jafnóðum og hún kom í ljós upp úr mosanum: „Góður orðs tír er manninum auði trygg- ari.“ Og nú skulur’. við fletta upp í Úrvalsritum Magnúsar Grímssonar, sem gefin eru út í aldarminningu hans árið Mosfellskirkja í byggingu. 1925. Ágrip af ævisögu Magn úsar ritar Hallgrímur Hall- grimsson, sem einnig bjó Úr valsritin undir prentun Hall- grímur segir svo i um Magnús: „Meðal íslenz...ia fræðimanna um miðja 19 öld eru fóir einkennilegri en Magn ús Grímsson' prestur á Mos- felli. Auik prestskaparins, sem ekki má telja aðalstarf hans, fékkst hann við margar og sundurleitar greinar vísinda og bókmennta, svo varla mun fjölhæfari maður verið hafa á landi hér á hans dögum, Hann orti fjölda kvæða, samdi leikrit og skáldsögur, skrifaði og þýddi ritgerðir um nátt- úrufræði, fornfræði og landa fræði, fékkst við stjórnmál og blaðamennsku, og svo síðast en ekki sízt safnaði ísl^nzk- um þjóðsögum." Mesta skáld samtíðar sinnar Séra Magnús var einnig skáld gott, ef miðað er við samtíð hans, eitt hið bezta er íslendingar þá áttu. Ekki munu mörg Ijóð hans fleyg í dag, þó munu menn þekkja kvæðin „Bára blá“ og „Lóan í flokkum flýgur", sem allir íslendingnr hafa raulað og sungið, geti þeir á annað borð sönglað lagstúf. Þá má ekiki gleyma hinum mikla þætti sr. Magnúsar í söfnun íslenzkra sagna. Öll þekkjum við „íslenzkar þjóð sögur og ævintýri“, sem kennd eru við Jón Árnason. Færri munu þess minnugir, að sr. Magnús Grímsson á mjög stór an þátt í þessu merkilega þjóð sagnasafni. 1 formála er Jón skrifar að þjóðsögunum, en sem aldrei hefur verið prent aður, kemst hann svo að orði um sr. Magnús: „Tveir atburðir eru það, sem hafa haft mikil áhrif á safn þetta. Það er fráfall sr. Magn- úsar aáluga Grímssonar og útgáfa Dr. Maurers af „íslenzkú alþýðusögunum“ sem nýlega var getið. Svo var sem sé til ætlazt, að við sr. Magnús yrðum báðir út- gefendur safns þessa, en þeg ar hann var búinn að skrifa upp rúmlega það, sem hann hafði safnað sjálfur, kvaddist hann héðan 18. janúar 1860 og má nærri geta, hvað það hefur bæði tafið og bagað safnið, að missa þess manns, sem svo margt var vel gefið, ástfólginn skólabróður og auk þess sem ég missti þar kæran vin.“ Harmleikurinn á Mosfellsheiði. Margt fleira mætti drepa á til minningar um sr. fj^gn, ús Grimsson, en til þess er ekki rúm né tími að þessu sinni. Ekki má þó gleyma af skiptum hans af einni rauna legustu hrakningasögu. hér á landi á síðustu öld, þegar 14 vermenn lágu úti á Mosfells heiði 1857 í ofsalegum hríð- arbyl, þar sem sex kól til bana á heiðinni, en átta björguðust við illan leik að efsta bæ í Mosfellsdal. í suðaustur horni kirkju- garðsins á Mosfelli, rétt inn- an við sáluhliðið, sjóum við móta fyrir sex leiðum, en þar undir hvíla mennirnir, sem kól til bana á Mosfellslheiði, nóttina milli 7. og 8. marz 1857. Bréf sr Magnúsar Gríms sonar til kollega síns, sr. Guð mundar Torfasonar í Miðdal í Laugardal, svo og minningar ræða sr. Magnúsar, sem einn ig hefur varðveitzt, eru ein- hverjar skýrustu og beztu heimildir um þennan hörmu lega atburð, sem við eigum aðgang að nú í dag. Þar kem ur glöggt fram einstæður skýrleiki sr. Magnúsar, ná- kvæmni í allri frásögn, og W'i

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.