Morgunblaðið - 04.11.1962, Page 13

Morgunblaðið - 04.11.1962, Page 13
Sunnudagur 4. növemfeer 1962 MORGVNBLAÐlÐ 13 Óvenju skýr stjórn málasigur Fæstir munu hafa búizt við því, að Kennedy mundi vinna jafn skjótan og ótvíræðan sigur í deilunni við Sovétríkin um eldflaugastöðvar á Kúbu og nú er að sjá. Eftir því, sem við blasir, hafa Sovétríkin ekki ein- ungis játað, að ásakanir Kenne- dys væru réttar, heldur og í öllu, sem máli skiptir, orðið við kröfum hans um eyðingu eld- flaugastöðvanna, undir eftirliti Sameinuðu þjóðanna. Segja má, að það nálgist einsdæmi, að stórveldi láti svo gersamlega og umbúðalítið undan kröfu gagn- aðila síns í mikilvægu máli. Þessu breytir ekki heldu/ sýnir vinnubrögð hennar, að svo virð- ist sem Sovétstjórninni hafi láðst að fá samþykki Castros til sam- komulagsins við Bandaríkja- stjórn. Auðvitað fer því fjarri, að enn sé komið í ljós allt það, sem gerzt hefur í þessu á bak við tjöldin. Ein ljósmyndanna, sem sýnir vel herbúnað Rússa á Kúbu. REYKJAVÍKUR3RÉF Laugard. 3. nóv. Þó er vitað, að Krúsjeff og Kennedy skiptust á einkaorð- sendingum um síðustu helgi. Sumt það, sem Sovétstjórnin lét þá opinberlega frá sér fara, eink- anlega krafan um eyðingu eld- flaugastöðva í Tyrklandi, braut mjög á móti því, sem nú hefur verið skýrt frá, að Krúsjeff hafi áður sent Kennedy orð um. En úrslitin urðu sem sagt þau, að Krúsjeff lét, að því er séð verð- ur, í einu og öllu undan megin- krÖfum Kénnedys. f>eir, sem þetta véfengja, eins og Gísli Halldórsson hér í blaðinu í morg un, eru í rauninni að ræða um annað, þ.e. þeir halda því fram, að Kennedy hefði átt að gera aðrar kröfur eða láta sjálfur eyða stöðvunum umsvifalaust. Orsakir undan- halds Krúsjeffs Enn verða orsakirnar til und- anhalds Krúsjeffs ekki skýrðar til hlítar, né raunar heldur af hverju hann í upphafi lagði út í þetta ævintýri. Víst er, að þeg- ar áður en til þessara átaka kom, höfðu menn, sem tal höfðu haft af Krúsjeff, eftir honum þá skoðun, að Bandaríkjamenn mundu aldrei láta hart mæta hörðu. Þeir mundu láta undan síga, ef stórstyrjöld, e.t.v. með kjarnorkuvopnum, blasti við. Eftir Krúsjeff var haft ekki allt fyrir löngu, að hann hefði skilið það, ef Kennedy hefði tek- ið Kúbu í innrásinni í apríl 1961, eins hefði hann skilið, ef Kenne- dy hefði komið í veg fyrir inn- rásina. En sér væri óskiljanlegt, að Kennedy hefði hleypt innrás- inni áf stað, án þess að tryggja, að hún tækist. Þá er einnig ðruggt, að fundur þeirra Kennedys og Krúsjeffs í Vín, vorið 1961, varð sízt til að draga úr ofmóði hins síðar- nefnda. Kennedy varð svo mikið um samtal þeirra þá, að hin gamla meinsemd hans í baki tók sig upp, svo að hann varð um sinn trauðla sjálfbjarga. Krús- jeff var hinsvegar svo fullur lífs- þróttar og yfirlætis að fundinum loknum, að hann dansaði ein- dahs á fyrstu samkomu Sovét- höfðingjanna þar á eftir. Nú er hinsvegar svo að sjá sem Krúsjeff hafi sannfærzt um, að meiri töggur séu í Kennedy og Bandaríkjamönnum en hann hafði ætlað, og því skoðað ráð sitt að nýju. Lof syrði Kennedys Ekki var furða, þó að Kenne- dy færi lofsyrðum um þroska og i ríkjamenn sínu fram, létu banda- stjórnmálahæfileika Krúsjeffs, | menn sína að vísu fylgjast með eftir að Sovétstjórnin hafði svo vendilega látið undan kröfum Bandaríkjamanna. Margur hefur fengið lof fyrir minna en þá sjálfsafneitun, sem Krúsjeff sýndi að þessu sihni. Enginn veit þó enn hvað í huga hans býr. Ein af meginkenningum kommúnista er sú, að þeir verði að kunna að láta undan og draga sig í hlé, ef í ljós kemur, að of langt hefur verið farið. Undan- slátturinn er þá ætlaður til að afla sér frests til framsóknar að nýju, hvar og hvenær sem byr- legar blæs. Þá er og ekki fyrir það að synja, sem sumir ætla og styðja við hin mismunandi skilaboð, sem bárust frá Moskvu um síð- ustu helgi, að mikill ágreiningur hafi ríkt í röðum Sovétleiðtog- anna, um það, hvernig við skyldi bregðast. Ségir það sig raunar sjálft, að svo skyndilegt og al- gert undanhald, sem hér er um að ræða, hefur trauðla verið á- kveðið með glöðu geði eða fúsu samþykki allra. • • Oruggar varnir eina tryggingin Þó að margt sé enn á huldu um framvindu þessara atburða, þá hefur enn sannazt, að örugg- ar varnir eru bezta og raunar eina tryggingin enn sem komið er fyrir viðhaldi friðarins. Það var styrkleiki Bandaríkjanna og reunhæf sönnun fyrir einbeitni Kennedys um að beita honum, sem nú bjargaði frá ófarnaði. Án áhættu verður engu náð. Ef stöðugt er látið undan árásar- öflunum og flotið sofancli að feigðarósi, sogast menn óhjá- kvaémilega ofan í djúpið. Mörg orð eru nú sögð um nyt- semi Sameinuðu þjóðanna og möguleika á samningum um bann við kjarnorkusprengjum og allsherjarafvopnun. Vonandi ræt- ist allt þetta. Á meðan menn enn talast við, er opin leið til þess, að vitið fái að ráða, jafn- vel hjá peim, sem eins og komm- únistar þykjast til þess kjörnir að fá heimsyfirráð. En hér réðu Sameinuðu þjóðirnar engum úr- slitum. Þær hafa engar sam- þykktir gert í málinu, hvað þá heldur meira. Framkvæmda- stjóri þeirra hefur einungis tek- ið að sér verkefni, sem Banda- ríkjastjórn og Sovétstjórnin feiigu honum, að kröfu Kenne- dys. Að þessu sinni fóru Banda- en tóku sjálfir allar ákvarðanir. ÞeSs vegna er viðbúið, að sigur þeirra verði til þess í senn, að þjóð þeirra verði ákveðnari í forystu sinni héðan í frá en stundum áður, og að þeir for- ystumenn vestra, sem liðu und- ir óförum sínum í apríl 1961, en stjórnuðu nú þessum aðgerð um, fái aukið sjálfstraust. Svipaður léttir o<r 1938 Ekki fer hjá því, að þeir, sem muna það, sem gerðist haustið 1938, beri það saman við atburða- rásina nú. Allri heimsbyggðinni létti með svipuðum hætti eftir Miinchenfundinn í september þá og nú. Því miður reyndist Miinchen-samningurinn einungis svikasátt. Neville Chamberlain er nú talinn ímynd uppgjafar og undanhalds. Sú mynd er að vísu að nokkru röng. ógæfan þá var ekki sízt sú, að Vesturveldin höfðu vanrækt viðbúnað sinn og voru því á úrslitastund vanbúin að láta hart mæla hörðu. Á þeirri vanrækslu báru aðrir en Chamberlain meiri ábyrgð. En á daginn er komið, að naz- istastjórnin var þá engan veg inn eins sterk og ætlað var. Hin ir vitibornari menn, bæði í hópi stjórnmálamanna og herforingja Þjóðverja, höfðu þá uppi ráða gerðir um að steypa Hitler af stóli, ef í odda skærist. Svo varð ekki. Af því leiddi þá ósegjan legu ógæfu, sem síðan hefur gengið yfir heiminn. Verður þó að játa, að enginn veit hvort tekizt hefði að fella Hitler haust- ið 1938, ef Vesturveldin hefðu þá ekki látið undan síga. Hugsan- legt er, að stríðið hefðj hafizt engu að síður, aðeins ári fyrr og við verri aðstæður en síðar urðu. Úr þessu verður aldrei skorið. Meinið var, að Vesturveldin voru óviðbúin. f því felst gæfu- munurinn milli þess, sem þá varð og nú er. Hitt er óséð, hver eftirleikurinn verður nú. Við lýðræðisþjóðunum blasir ein ungis* einn lærdómur, sá, að vera nógu samhentar og sterkar. Óvissara er, hverjar afleiðingar kommúnistar draga af óförum sínum. Ekki er ólíklegt, að inn- byrðis valdabaráttan harðni, þó að vel megi . era að reynt verði nú sem fyrr að dylja hana lengstu lög. Niðurlæging Krishna Menons Afsetning Krishna Menons sem varnarmálaráðherra Indlands kemur af því, að hann er öðrum fremur talinn bera ábyrgð stjórnmálastefnu, sem misheppn azt hefur. Krishna Menon er mikill per sónuleiki, maður, sem festist í minni þeirra, er hann hafa séð. Að minnsta kosti áður fyrri sátu Indverjar og íslendingar hlið við hlið á fundum Sameinuðu þjóð anna. Á fyrsta þinginu, sem ís lendingar tóku þátt í, bar það við, að íslenzku fulltrúarnir greiddu atkvæði með Indverj um í deilumáli þeirra við Suður Afríkumenn. fslendingar greiddu einna síðast atkvæði og réði at kvæði þeirra úrslitum um, að tillaga Indverja náði löglegum meirihluta. Indverjarnir urðu harla glaðir yfir sigri sínum og þökkuðu hann ekki sízt íslend ingum, sem þeir höfðu ekki átt von á stuðningi frá. Krishna Menon var þá í hópi Indverj anna og vék sér að einum ís lenzka fulltrúanum, þakkaði hon um stuðninginn og bætti við: „Við litlu þjóðirnar eigum að standa saman“. fslendingurinn kunni að meta vinsemdina en vissi gjörla um stærðarmuninn á Indverjum og íslendingum. Og því miður hef- ur Indverja og íslendinga oft greint á síðan, ekki sízt fyrir tilverknað Krishna Menons Hann hefur verið helzti forystu maður hlutleysisstefnu Indverj og mestu ráðið um, að hún hef ur hneigzt til andúðar við hinar vestrænu lýðræðisþjóðir. Á vett vangi Sameinuðu þjóðanna hef ur hann oftast lagt kommúnist um lið og reynt að gera málstað hinna tortryggilegan. Nú fær hann að reyna afleiðingar þess að hafa treyst faguryrðum xín verskra kommúnista. Allt fram að þessu var hann talinn líkleg astur eftirmaður Nehrus. í þess stað er hann lítillækkaður innan stjórnarinnar og þar með í allra augum lögð á hann ábyrgð á ó- förum Indverja fyrir hans kín- versku vinum. Bezt að trúa þeim vart f fljótu bragði kann að virð- ast, að eldflaugastöðvarnar á Kúbu og ráðherraskiptin í Ind- landi varði okkur íslendinga' ekki miklu. Sem betur fer eru þeir fáir, sem lengur líta svo' á. Allur þorri þjóðarinnar skilur, að einangrunin er úr sögunni, og atburðir á hinum fjarlægustu stöðum kunna að hafa úrslita- þýðingu fyrir velferð og jafnvel tilveru okkar þótt á úthjara heims búum. Sömu öflin eigM* hvarvetna við. Allir þeir, sem gengið hafa kommúnistum 4 hönd, verða fyrir áföllum og því meiri sem þeir hafa verið hinum illu öflum handgengnari. Flestir átta sig nú orðið á þessu, að minnsta kosti þegar um aðra ræðir en þé sjálfa. Enn eru of margir, sem ætla að þeim takist að leika á kommúnista, telja að meinlaust sé að beita þeim fyrir vagn sinn vegna sam- eiginlegra hagsmuna í bili. Svo er t.d. um marga launþega hér landi. Raunar hafa kommún- istar ekki rangindalaust ráð yfir ýkja mörgum launþegafélögum. Á skortir einbeitt átak til að hrista ófögnuðinn af sér. Ýmsir hugsa sem svo, að kommúnistar — af hvaða hvötum sem vera kann — haldi þó vörð um hag launþega og með afli þeirra skapist nokkurt jafnvægi, er tryggi, að ekki sé á rétt laun- þeganna gengið. Þá er þess ekki gáð, að hinar stöðugu kröfur kommúnista um launahækanir, án tillits til gjaldgetu atvinnu- vega og þjóðarheildar, horfa fyrst og fremst launþegum sjálf- um til ills. Kommúnistar ásaka nú aðra fyrir hækkandi verð- lag. Þeir gátu þó sjálfir vitað og vissu fyrirfram, að verðlags- breytingar voru og eru óhjá- kvæmileg afleiðing hækkandi kaupgjalds. Þetta er reiknings- dæmi, sem liggur ljóst fyrir öll- um, sem það vilja reikna, svo sem kommúnistar að sjálfsögðu hafa gert. Þeir stefna ekki. að velfarnaði heldur upplausn og óreiðu. Brögðóttir sam- starfsmenn í sjálfu sér tjáir ekki að sak- ast við kommúnista um þetta. Þeir mega eiga, að þeir hafa sjálfir margoft lýst yfir því, hvað fyrir þeim vakir. Það er sök hinna, sem þrátt fyrir marg- fengna reynslu láta viðgangast. að þeir misfari með mJl almenn- ings, að þeim skuli enn takast það. f þeim efnum hafa margir misstigið sig, en þó engir frekar en Framsóknarmenn. Um þær ávirðingar þeirra þarf ekki að fjölyrða, þær blasa við öllum. Framsóknarmenn finna þetta sjálfir og reyna þess vegna að færa sig undan sökum. Þessvegna tók Tíminn því fegins hendi, þegar á það var drepið í Reykja- víkurbréfi á dögunum, að komm únistar kvörtuðu nú undan því í sinn hóp, að Framsóknarmenn reyndu að koma á þá bragði, hvenær, sem þeir gætu. Út af fyrir sig lýsir það Framsóknar- broddunum harla vel, að þeir skuli hælast um yfir að sam- starfsmenn þeirra kvarti undan bragðvísi, sem þeir séu beittir. Segja má, að kommúnistar eigi ekki betra skilið; þar sem Fram- sókn og þeir eigist við, hitti skrattir.n ömmu sína. En bragð- vísin er einkenni samstarfs Framsóknar við hvern sem er. Forystumenn hennar telja, að allt samstarf sé fólgið í því að beita samstarfsmenn sem mest- um brögðum. Það er af þeim sökum, sem Framsókn verður æ einangraðri í íslenzkum stjórn- málum. CASTRO: HÆRRA LAUSN- ARGJALD Miami, Florida 1. nóv. (NTB-AP) FORSÆTISRÁÐHERRA Kúbn, Fidel Castro, krefst nú hærri upphæðar en áður í lausnargjald fyrir þá, sem teknir voru tiU fanga þegar innrásartilraunin 4 Kúbu var gerð í apríl s.l. ár. Krefst Castro nú 100 milljóna dollara (4,8 milljarða ísl. króna) af Bandaríkjunuim, en áður krafð ist hann, 62 milljóna dollara.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.