Morgunblaðið - 04.11.1962, Side 15

Morgunblaðið - 04.11.1962, Side 15
Sunnudagur 4. nóvem'fter 1962 MORGV1SBLAÐ1Ð 15 Björn Pálsson við eins-hreyfils sjúkraflugvél. VOR-iö er komið, segja Rætt við Bförn Pálsson, flugmann SENNILEGA er ekki til sá íslendingur, sem víðar hefur farið um land vort, en Björn Pálsson, flug- maður. Er Björn fór fyrst að stunda sjúkraflug voru ekki margir flugvellir hér á landi. Þeir voru reyndar svo fáir, að hægt var að telja þá á fingrum sér. Það er ekki hægt lengur, því að nú eru flugvellirnir sennilega tuttugu sinnum fleiri en þá var. Ástæðan fyrir því, hve margir flugvellirriir eru nú orðnir, víðs vegar úti um byggðina, er kannski öðrum fremur ein: Björn Pálsson. Upp úr sjúkraflugi Bjöms óx nýr þáttur í samgöngulífinu, leiguflug- ið. Sjúkraflugið krafðist lendingarstaða, og er þeim fór að fjölga, þá varð það eðlileg afleiðing, að þeir yrðu nýttir til farþega- flugs. Sá þáttur hefði þó aldiei getað orðið í formi áætlunarflugs. Um þetta, farkosti Björns, öryggistæki og ýmislegt annað ræddi ’ fréttamaður Mbl. við hánn nú í vikunni. — Segðu mér Björn, eru ekki allar þínar aðstæður til flugs gerbreyttar, eftir að þú fékkst tveggja hreyfla flug- vél? Yfir skýjum nú — undir áður „Jú. í einshreyfla flugvél er yfirleitt ekki hægt að komast hjá því að fljúga undir skýj- um. þ. e. að fljúga sem mest sjónflug. Það gildir næstum því einu þótt slík flugvél sé 'búin góðum tækjum, eins- hreyfla vél hefur aðeins einn hreyfil, og þvi verður að sjá fil jarðar allan tímann, ef vel á að vera. Nú, eftir að ég fékk stærri vélina, þá get ég flogið þvert yfir landið, t. d. frá Kagur- hólsmýri til Reykjavíkur, þótf blindþoka sé alla leiðina, og ekki sjáist til jarðar“. — Hvað heitir nýja vélin þín? TF-VOR „Beechsraft Twin Bonanza". Annars kalla ég hana VOR, það eru einkennisstafirnir hennar. Hverja flugvél verður að einkenna með þremur stöf- um, og mér fannst skemmti- legra að velja eitthvert orð, sem til er og hefur merk- ingu“. — Ég hef séð það á fréttum undanfarin ár, að þú flýgur ekki síður á nóttu en degi. Hvaða tæki hefurðu þér til leiðbciningar og aðstoðar, t.d. í kolamyrkri, ofar skýjum, þegar ekki er hægt að miða við nein kennileiti á jörðu? Drepið á tæknihliðina „Það er t. d fjölstefnumið- stöð. Hún tekur við sending- um frá sérstökum, vitum. Reyndar er nú aðeins eínn slíkur til hér a landi, á Kefla- víkurflugvelli. Með því að stilla tækið inn á sendingar frá vitanum má fá afstöðuna til Keflavíkur í gráðum, og öfugt. Síðan er hægt að fljúga í ákveðna stefnu. Einn mesti kosturinn við slíkt tæki er, að með því er hægt að reikna út hliðarvind, þ. e. tækið sýn- ir, hvort vélina ber til einnar eða annarrar hliðarinnar, og þá hve mikið. Nú, svo hef ég radíókompás, hann tekur miðanir á radíó- vita, sem eru þó nokkuð marg ir hér. Annað tæki, Marker, gefur til kynna, þegar flogið er yfir radíóvita. Um leið og flogið er yfir þá, — þeir senda geisla beint upp — þá kvikn- ar ljós. Þannig er hægt að fá mjög nákvæma staðarákvörð- un og ganga úr skugga um, hvort rétt leið hefur verið flogin. Slíkur viti er t. d. á Seltjarnarnesi. Ýmis fleiri tæki hef ég, t. d. svokallað ILS-tæki, sem notað er við lendingar í litlu eða engu skyggni. Það kemur þó aðeins að gagni við lend- ingar á Keflavíkurflugvelli, þar eð sérstakan útbúnað þarf á jörðu niðri, og hann er ekki fyrir hendi á öðrum flugvöll- um. Svo má nefna „autopilot", það er sjálfstjórnartæki, sem heldur vélinni á réttri stefnu og í réttu jafnvægi. Svo auð- vitað talstöðvar, tvær, ein er tii vara.“ — Svo við víkjum nú að öðru atriði, flugvöllunum Hvað voru þeir margir, þégar þú hófst sjúkraflug? Flugvöllum fjölgar — eru nú yfir 100 „Þeir voru fáir. Það var flugvöllur við Akureyri, , í Reykjavík, lélegur völlur á Egilsstöðum, veliir við Horna- fjörð og á Klaustri af náttúr-u gerðir, og örfáir aðrir, sjálf- gerðir. Þetta hefur hins vegar breytzt mikii', síðan. Nú eru komnir um 100 flugvellir sém merktir eru, flestir eðlilega litlir“. — Þú hefur komið til þeirra allra' „Já, ég hef prófað þá alla, verið með í ráðum við að merkja þá og staðsetja". — Margir af þessum llug- völlum hafa verið gerðir vegna sj úkraf lugsins, senni- lega flestir. Hefur sjúkraflug- ið þá ekki beinlínis orðið til að lyfta undir flugsamgöngur almennt? Sjúkraflugið urdirstaða annars flugs „Við skulum segja, að flug- vellirnir hefðu aldrei orðið til með öðrum hætti. Hitt er svo annað mál, að það er enginn fjárhagslegur grundvöllur fyr- ir áætlunarflugi til lang flestra þessara staða. Það eru t. d. nokkrir flugvellir, sem Douglas-vélar geta lent á, s. s. í Búðardal, Hellissandi og á Klaustri, þótt reglulegum áætlunarferðum sé ekki hald- ið uppi þangað. Ég held að það sé óhætt að fullyrða, að leiguflug verði mikill þáttur í samgöngulíf- inu. og ég tel, að það sé mjög heppilegt að samræma leigu- flug sjúkraflugi. Hins vegar verður sjúkraflugið að ganga fyrir, ef svo ber undir, en það er önnur saga. Sjúkraflugið hefur þannig gert annað flug mögulegt". — Hvernig er með öryggis- útbúnað á mir.ni flugvöllunum — skortir þar ekki mikið á sums staðar? Víða vantar lýsingu „Það eru tiltölulega fáir flugvellir, sem hafa lýsingu. Þeir eru ekki nema 5—6; Reykjavíkurflugvöllur, Kefla- víkurflugvöllur, við Akureyri, á Egiisstöðum, Sauðárkróki, í Vestmannaeyjum og ein braut á Hellu hefur lýsingu. Nokkrir aðrir vellir hafa olíulugtir, sem hægt er að taka fram, ef þörf er á, en þeir eru ekki margir. Oft verð ur að notast við bílljós eða aðra lýsingu, ef lenda verður á öðrum flugvöllum í myrkri. Hitt er annað mál, að það er í mörg horn að líta með það fé, sem veitt er til slíkra fram kvæmda, og því sækist kann- ske ekki eins hratt og skyldi í þessum efnum. Þó hefur margt áunnizt. T. d. er nú verið að vinna að því að fá nýtt radartæki á Reykjavíkurflugvöll, af sömu gerð og það, sem verið hefur á Akureyri, og gefið hefur mjög góða raun. Svo má t. d. nefna vitann á öskjuhlíð, sem sést mjög langt að, t. d. norðan af Breiðafirði í góðu skyggni að næturlagi". Hefurðu ekki kynnzt mörg- um við starfið? „Jú, það eru fjölmargir. Ég er i nánu sambandi við far- þegana. Þeir sitja hjá mér í klefanum ög því kynnist ég þeim, sem annars myndi ekki verða.“ Áður en við ljúkum spjall- inu, þá langar mig að spyrja: Ertu ekki orðinn geysifróður um landafræði íslands? Myndataka og landafræði „Ég kannast við mig víðast hvar, þótt ekki geti ég nefnt allt með nöfnum, Hins vegar hef ég tekið mikið af mynd- um, flest litmyndir, sem ég sýni vinum og kunningjum. Ég var lengi vel iðinn við ljósmyndun, og fór áður fyrr aldrei svo af stað, að ég hefði ekki með myndavél. Heldur hefur þó dregið úr áhuganum upp á síðkastið". ■ — Hefurðu ekki lent í nein um erfiðleikum eða söguleg-, um ferðum í seinni tíð? „Nei, það get ég ekki sagt. Hins vegar hefur tíðin verið erfið til flugs undanfarna tvo mánuði. Það væri miklu frekar að segja þér einhvern tíma frá einbverju einstöiku flugi, og því fólki, öðru en mér, sem þar leggur hönd á plóginn, vakir kannske oft heilar næt- ur, til að gefa manni kaffi á áfangastað. En látum það bíða betri tíma“. — Þú ert ánægður með við- tökurnar? „Já, blessaður vertu, meir en það. Þegar ég er á ferðinni stundum. þá segja börnin: VOR-ið er komið“. á.i. 1 „Höfnum styrjöld sem lausn ágreiningsmála" — segir Krúséff í viðtali við belgiskan þingmann — viðtalið birtist í Brússel • í gær Briissel, 3. nóvember — AP KRÚSÉFF, forsætisráðherra Sovétríkjanna, hefur lýst því yf ir í viðtali við belgiskan þing- mann, Raymond Scheyven, aðl hagkerfi komraúnismans og kap italismans eiga að reyna að styðja hvort við annað. Hins vegar sagði forsætisráð- herrann.að baráttan milli verka manna og atvinnurekenda myndi halda áfram, þar til henni lyki með sigri kommúnimans. Viðtalið birtist í fyrsta skipti í dag í Briisselblaðinu „Le Soir“. Þingmaðurinn hafði áður ákveð ið, að það skyldi ekki birt, fyrr en Krúséff hefði sjálfur fengið tækifæri til að lesa það. M.a. er þar haft eftir Krúséff: „Við styðjum friðsamlega sam- búð og samkeppni. Þegar ég lýsti því yfir í New York á sínum tíma, að kommúnisminn myndi sigra kapitalismann. þá var æpt að mér. Hins vegar sagði ég, að ég myndi ekki sjálfur grafa gröf kapitalismans. Það verða banda rískir verkamenn, sem það gera Við erum vissir um sigur komm únismans, en það verða verka- menn í kapitalisku löndunum, sem vinna þann sigur .... Við munum hagnýta bað bezta í hagkerfi kapítalismans“, sagði Krúséff ennfremur, „og því ættu kapitalisiku löndin einnig að taka það upp, sem gott er í okkar kerfi, þannig að kapitalismi j þeirra verði ekki eins fráhrind- andi... Sambúð okkar við ítalíu og Japan hefur gengið vel á grundvelli friðsamlegrar sam- búðar. Þess vegna þarf enginn kapitalisti, sonur hans eða aðrir afkomendur að óttast það, að hann verði grafinn af Sovétrííkj unurn. Við munum aldrei verða fyrri til að draga sverð okkar úr slíðr um. Þvert á móti viljum við fara í samkeppni á friðsamlegum grundvelli og stunda viðskipti, sem hagkvæm eru fyrir báða aðila. \ Það er ekki hægt að leysa hug sjóna-. eða stjórnmálaerfiðleika með styrjöld milli þeirra ríikja, sem aðhyllast mismunandi kerfi Því viljum við auka viðskipti og efnahagslega samvinnu. Hvor um sig á að leita til hins eftir því, sem betra kann að vera. Við munum fagna slíkri samvinnu." Þá sagði Krúséff ennfremur: „Við eru sammála í bví, að land búnaður okkar er ekki eins full kominn og ykkar. Við þekkjum samt ástæðuna fyrir því .... innan 5-10 ára munum við hafa aukið afköst okíkar á því sviði, þannig að þau svari til krafa okkar. það er ekkert leyndarmál að við verðum að auka fjárfest- ingu -í landbúnaði. In n an ríik isrá ðher r a Bandaríkj anna, Udaíl, lýsti því yfir, að háspennulínur okkar væru með þeim fullkomnustu í heimi“. sagði Krúséff. „Bandaríkjamenn eru reiðuibúnir að koma til okk ar og læra .... Augljóslega eru margir atfhygl isverðir hlutir í kiapítaliskum löndum. í Bandaríkjunum hafa orðið athyglisverðar framfarir á sviði efnahagsmála, tækni, vís- indum og rannsóknum. Fyrir þvi höfum við áhuga. Því ættum við að geta skipzt á upplýsingum um það, sem gagn legt er á sviði efnahagsmála, vis inda og tækni. Því segjum við, að við séum reiðubúnir til frið samlegar samvinnu og höfnum því sem lausn, að hafin verði verði styrjöld."

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.