Morgunblaðið - 11.11.1962, Blaðsíða 1
24 siður og lesbók'
49. árgangur
253. tbl. — Sunnudagur 11. nóvember 1962
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Kínverjar undirbúa
stórsókn í Ladakh
Ný átök á norð-austur vígstöðvunum
Nehru segir breytingu d afstöðu Rússa Indverjum í.vil
Fær rússneskar orustuþotur í næsta mdnuði
Nýju Dehli, 10. nóv. — (AP) —
KÍNVERJAR hófu nýjai árásir á norð-austur vígstöðv-
unum á Indlandi í dag, en Indverjar hafa eflt mjög varn-
ir sínar á þessu svæði. Á vesturvígstöðvunum, í Ladakh
héraði, er einnig búizt við nýjum átökum, en þar hafa
Kínverjar safnað að sér skriðdrekum í nánd við Chushul
flugvöllinn, sem nú er eini flugvöllur Indverja á þessum
slóðum. —
Nehru forsætisráðherra átti í dag fund með utanríkis-
nefnd indverska þingsins. Sagði hann fundarmönnum að
breyting hefði orðið á afstöðu Sovétríkjanna gagnvart
styrjöldinni á Indlandi, og væri sú breyting Indverjum
f vil. Forsætisráðherrann lýsti því yfir að honum hefði
borizt tilkynning frá Moskvu um að Rússar muni senda
Indverjum þær MIG-21 orustuþotur, sem Indverjar hafa
samið um kaup á, um miðjan næsta mánuð.
er um aðflutninga til varnar-
stöðva Indverja, og verða þeir
allir að fara fram með flugvél-
um. Indverjar hafa aðeins einn
flugvöll á þessum slóðum, þ. e.
flugvöllinn í Chushul, sem er í
nærri 5.000 metra hæð yfir sjáv-
armál. Þegar fréttist um skrið-
drekasöfnun Kínverja, hófu Ind-
verjar flutning léttra skriðdreka
með flugvélum til Chushul. Frá
Chushul til landamæra Tíbet er
nokkuð flöt háslétta, svo auðvelt
er að beita skriðdrekunum.
Þetta er fyrsta opinbera stað-
festingin, sem fæst frá Indlands-
stjórn á því að Rússar muni
standa við samninga um sölu
orustuvélanna. Ekki hefur verið
látið neitt uppi um það hve
margar orustuþotur Indverjar fá
frá Rússum, en talið að sex
þeirra eigi að afhendast í des-
ember og fleiri seinna.
Varnarmálaráðuneytið ind-
verska sagði í dag að vonir stæðu
til þess að varnarlína indverska
hersins á norð-austur vígstöðv-
unum héldi. Kínverjar hafa und-
anfarna tvo daga þreifað fyrir sér
með áhláupum á varnarstöðv-
arnar, en öllum áhlaupum var
hrundið án mannfalls í liði Ind-
verja. Aðalátökin hafa verið
austast í Norður Indlandi, og
héldu Kínverjar uppi stórskota
hríð á stöðvar Indverja við Wal-
ong, skammt frá landamærum
Indlands og Burma. Árás þessi
bar engan árangur, að sögn ind-
verska varnarmálaráðuneytisins.
Vestar á þessu svæði við Jang,
skammt frá landamærum Bhutan,
áttu Kínve'rjar í vök að verjast
gegn stórskotaliði Indverja.
SKRIBDREKAR
f Ladakh héraði norð-vestast
í Indlandi, er búizt við stórsókn
Kínverja á næstunni. Hafa Kín-
verjar þegar lagt mikinn hluta
héraðsins undir sig, og í gær var
tilkynnt í Nýju Delhi að þeir
væru að safna að sér skriðdrek-
um skammt frá víglínunni. Erfitt
Nýjar tillögur ríkisstjórnarínnar
til lausnar læknadeilunni
MORGUNBLAÐINU barst í gær fréttatilkynning frá
ríkisstjórninni um fund heilbrigðismálaráðherra með
fulltrúum lækna og Bandalags starfsmanna ríkis og
bæja í gær (laugardag). Fer tilkynningin í heild
hér á eftir:
„1 dag hélt heilbrigðismála-
ráðherra fund með formömv
urn Læknafélags fslands,
Læknafélags Reykjavíkur og
Bandalags starfsmanna ríkis
og bæja og nokkrum forystu-
mönnum heilbrigðismála.
Ráðherra skýrði frá því, að
ríkisstjórnán væri reiðubúin
að beita sér fyrir lausn lækna
deilunnar svokölluðu á þeim
grundvelli, að læknum þeim,
sem hlut eiga að máli, reiknist
nú þegar þau kjör, sem um
kann að semjast milli ríkis-
stjórnarintnar og Bandalags
starfsmanna ríkis og bæja eða
ákveðin verða af kjaradómi
samkvæmt 1. nr. 55 38. apríl
1963 í stað þess, sem aðrir
starfsmenn verða vaontanlegra
breytinga ekki aðnjótandi
fyrr en 1. júlí 1963, enida lýsi
Bandalag starfsmanna riikis og
bæja því yfir, að það sé sam-
þykkt þessari sérmeðferð um-
ræddra lækna og muni ekki
byggja kröfur til annarra
starfshópa á hen>ni. Læknarn
ir taki þegar í stað upp sína
fyrri vinnu og fái þær hækk-
anir, sem um kann að semj-
ast eða kjaradómur ákveða
greiddar eftir á jafnskjótt og
samningar hafa tekizt eða
ákvörðun kjaradóms liggur
fyrir.
Formenin læknafélaganna
og Bandalags starfsmanna
rikis og bæja tóku að sér að
koma þessum boðum áleiðis.
Mikill mannfjöldi safnaðist saman fyrir framan þinghúsið í
Nýju Dehli á þriðjudag til að krefjast þess að engar samninga-
viðræður yrðu teknar upp við Kínverja fyrr en þeir hefðu
verið hraktir út fyrir landamæri Indlands.
Neðri myndin er tekin af útifundi í Tezpur á Indlandi, þar sem
ræðumaður er að hvetja borgarana til að gefa. ríkinu skart-
gripi sína til vopnakaupa. A myndinni má sjá marga áhorf-
endur rétta fram armbönd og aðra skartgripi.
Frú Vandeput sýknuð
Liege, Belgíu, 10. nóv. (AP).
FRÚ Suzanne Vandeput, eigin-
maður hennar, móðir og bróðir
voru í dag sýknuð af ákæru um
að hafa myrt átta daga gamalt
vanskapað stúlkubarn Vandeput
hjónanna. Ákæran var í 11 liðum,
og var kviðdómurinn einhuga
um algjöra sýknun. Verður úr-
skurðinum því ekki áfrýjað.
Suzanne Vandeput, sem tók
thalidomid lyf á meðgöngutím-
anum, gaf vanskapaðri dóttur
sinni stóran skammt af svefnlyfi
átta dögum eftir fæðinguna, og
Í stytti henni þannig aldur í maí
s.l. Var hún sökuð um morð, en
eiginmaður hennar, móðir, og
bróðir og fjölskyldulæknirinn dr.
Jaques Casters ákærð fyrir að
hafa verið í vitorði með henni.
Saksóknari krafðist þess að frú
Vandeput yrði dæmd fyrir morð
og sagði að 7.000 mæður víða um
heim hefðu eignast vansköpuð
börn veg*ia töku thalidomide
lyfja, en þær hefðu haft hug-
rekki til að taka örlögum sínum.
Verjandinn sagði hinsvegar að
frú Vandeput og fjölskylda henn
ar hefðu þegar tekið út næga refs
ingu, og fór fram á sýknun.