Morgunblaðið - 11.11.1962, Blaðsíða 13
Sunnudagur 11. nóvember 1962
MORGVNBLAÐIÐ
13
„Getum við selt
ykkur fisk?4i
Á leið sinni vestur um haf til
Kúbu kom Mikoyan varautanrík
isráðherra Sovétríkjanna á dög-
unum við í Nýfundnalandi. Þar
hittust þeir, harm og Joseph
Smallwood, forsætisráðherra Ný
fundnalandsmanna, sem búa við
ein beztu fiskimið veraldar.
1 viðtali þeirra gat Smallwood
þess, að Nýfundnalandsmenn
stunduðu fiskveiðar. „Við fisk-
um líka“, svaraði Mikoyan,
„getum við selt ykkur fisk?“
Mikoyan hefur a.m.k. tvisvar
staldrað við hér á landi og kann-
ast lesendur Mbl. síðan við, að
hann hefur það til að gera að
gamni sínu. Öllu gamni fylgir
nokkur alvara. Staðreynd er, að
Rússar auka stöðugt fiskveiðar
sínar og má vel vera, að þess
sé ekki langt að bíða, að þeir
þurfi ekki að kaupa fisk af öðr-
Síldveiðiflotinn í höfn
REYKJAVÍKURBRÉF
um, hvað sem líður söluþörf
þeirra á fiski til Nýfundnalands.
Annars má með sanni segja, að
það hafi komið sér vel fyrir
Mikoyan síðustu dagana, - að
hann er léttur í skapi. För hans
á fund Castros til þess að fá
hann til þess að una samkomu-
lagi Krúsjeffs og Kennedys gat
aldrei orðið nein skemmtiferð.
tJt yfir tók, að Mikoyan skyldi
missa konu sína í miðjum klið-
um. Sá, sem við hvorugt gugn-
ar, er bersýnilega kempukarl,
eiida hefur Mikoyan öllum öðr-
um lengur haldið sér ofan á í
valdabaráttunni í Kreml.
Aftur kominn á
grafhýsið
Leppar Sovétstjórnarinnar i
löndunum austan járntjalds hafa
verið kallaðir hVer á fætur öðr-
um til Moskvu eftir uppgjöf
Krúsjeffs í Kúbumálinu. Vald-
hafarnir hafa talið þörf, á að
skýra hina síðustu atburði fyrir
þjónum sínum og telja þá á sitt
mál. Nokkuð sýnist það hafa
gengið misjafnlega, því að ekki
er ólíklegt, að hreinsunin á æðstu
mönnum í Búlgaríu einmitt nú
eigi rætur sínar að rekja til
þess, að þeir hafi ekki^ þótt nógu
auðsveipir, þegar mest á ríður.
Enn fer því þó fjarri, að allt,
sem gerzt hefur, sé komið í dags-
dns ljós. Mikið hefur þótt við
liggja, þegar Voroshilov var fjör-
gamall dreginn úr skammar-
króknum, látinn skrifa mikla
grein til dýrðar Krúsjeff og síð-
an tyllt upp á þak grafhýsisins,
þaðan sem hann var leiddur
burtu fyrir réttu ári.
Hershöfðingjatign VoroshiloVs
bendir til þess, að á honum hafi
þurft að halda til að friða her-
inn, enda var hann nú látinn
standa milli tveggja herforingja.
Allt á þetta eftir að skýrast bet-
ur. Að sjálfsögðu beitir Krús-
jeff öllum brögðum til að telja
áhangendum sínum trú um, að
hann hafi með undanhaldinu
unnið frægan sigur. Allt hafi
verið með ráðum gert og sanni
enn einstaka stjórnvizku hans.
r .
„Oþarfi að kaupa
greinar úr erlend-
um blöðum
Við íslendingar þurftum ekki
lengi að bíða skýringa Krúsjeffs
á því, að uppgjöf væri í rauninni
stórsigur. Þjóðviljinn var fljótur
á sér að hafa þau endaskipti á
hlutunum. óþarft var að taka
Iram hvaðan honum kom sú
vizka, og hefur blaðið nú þó gef-
Laugard. 10. nóv. -
ið skemmtilega staðfestoingu á
uppruna hennar. Á þriðjudaginn
var birtist hér í blaðinu þýðing
á grein eftir fregnritara enska
blaðsins Observer, dagsett í
Moskvu 29. okt. sl. Þar er gerð
grein fyrir hinum rússnesku
skýririgum á þessum atburðum,
gagnstætt hinum „eðlilegu“ við-
horfum er menn hafi vestan
járntjalds. Þjóðviljinn tekur
Moskvugreininni í Morgunblað-
inu með miklum fögnuði hinn
7. nóv. og segir:
„Það er óþarfi fyrir aðalmál-
gagn Sjálfstæðisflokksins að
kaupa greinar úr erlendum blöð
um og þýða þær. Það er bæði
kostnaðarsöm aðferð og tíma-
frek. Morgunblaðinu er hér með
heimilað að endurprenta skýr-
ingar Þjóðviljans endurgjalds-
laust.“
Sjálfsagt er að þakka gott boð,
sem staðfestir fyrri skoðanir
flestra. Morgunblaðið hefur ár-
um saman haldið því fram, að
„skýringar Þjóðviljans" á atferli
Sovétstjórnarinnar væru upp-
runnar í Moskvu. Það er því al-
veg rétt hjá Þjóðviljanum, að
það jafngildir lestri á einstaka
„erlendu blaði“ að lesa hann.
Af hver ju málþóf
um almanna-
varnir?
Á síðasta þingi hindruðu komm
únistar framgang frumvarpsins
um almannavarnir með málþófi.
Þá kom frumvarpið seint fram
og var viðbúið, að þingið mundi
tefjast, ef málið hefði verið knúð
fram gegn málþófi kommúnista.
Þess vegna var það ráð tekið að
fela ríkisstjórninni að hefja nauð
synlegan undirbúning, sem hvort
eð var, hlaut að verða undanfari
allra framkvæmda og leggja
frumvarpið fram 'að nýju strax
og haustþingið kæmi saman.
Eftir þessu hefur verið farið.
Efnilegur ungur maður, Ágúst
Valfells, hefur verið ráðinn til
undirbúnings og framkvæmdar-
stjórnar þegar þar að kemur,
enda var frumvarpið lagt fyrir
alþingi að nýju, svo sem ráð
var fyrir gert. Af undirtektum
allsherjarnefndar neðri deildar
er ljóst, að allir lýðræðisflokk-
arnir — Framsókn til viðbótar
stjórnarflokkunum — eru sam-
mála um meginatriði frumvarps-
ins. Yfirgnæfandi þingvilji er
þess vegna fyrir samþykkt þess
og engin tök á að hindra hana
að þessu sinni með málþófi. —
Engu að síður hafa kommún-
istar tekið til síns fyrra bragðs
og hefur Hannibal Valdimarsson
flntt endalausar ræður um allt
og ekkert til tafar málinu.
Það merkilega er, áð í öðru
orðinu þykjast kommúnistar
vilja öflugri almannavarnir en
nokkrir aðrir en í hinu fjand-
skapast þeir við raunhæfan und-
irbúning og framkvæmdir
byggðar á athugun hinna fær-
ustu manna. Viðbrögð þeirra er
erfitt að skýra með öðrum hætti
en þeim, að þar ráði vitundin
um hvaðan voðinn, sem yfir ís-
landi vofir, stafar. Hin ofboðs-
lega mælgi á að friða þeirra eig-
in órólegu samvizku.
Hannibal bregður
Einari um fálm og
stjórnleysi
Gagnstætt mælgi Hannibals
hefur Einar Olgeirsson reynt að
setja fram, með minni öfgum en
honum er títt, heillega skoðun á
málinu. Einar heldur því fram,
að þó að ekkert varnarlið væri
í landinu, þá myndu flugvellirn-
ir engu að síður skapa svo mikla
árásarhættu, að hann vill láta
sprengja þá í loft upp strax og
til ófriðar dregur. Þá fór hann
og mörgum orðum um nauðsyn
þess gð undirbúa flutning fólks úr
byggðunum vjð Faxaflóa. Hvorug
þessara hugmynda féll Hanni-
bal í geð. Hann sagði ráðagerð
Einars um eyðileggingu flugvall-
anna mundi reynast „fálm og
stjórnleysi", og gerði gys að hug-
myndum hans um brottflutning
alls almennings. Þjóðviljinn sýn-
ist í þessu vera sammála Hanni-
bal, því að hann lýsir á fimmtu-
daginn ráðagerðum um brott-
flutning fólks svo, að samkvæmt
þeim eigi að „flytja landsmenn
upp í óbyggðir eða urða þá í
kjöllurum og jarðhýsum í von
um að einhverjir einstaklingar
geti tórt í eyddu landi þöktu hel-
ryki‘“. Kommúnistar hafa því
enn haft það eitt upp úr mál-
þófi sínu, að þeir hafa opinber-
að innbyrðis ósamkomulag, sem
þeir ella reyna að dylja i lengstu
lög. En mikill kross má það vera
fyrir Einar að þurfa að hlusta
á Hannibalsrausið, svo sundur-
laust og sjálfu sér ósamkvæmt
sem það er. Allra sárast svíður
Einari, að hið eina, sem Hanni-
bal slampast á að segja af viti,
skuli vera fordæming hans á
tillögu Einars um að sprengja
flugvellina í loft upp.
A sunnansíldin að
ganga okkur úr
greipum?
Sízt er ástæða til þess að sjá
ofsjónum yfir miklum tekjum út
gerðarmanna og sjómanna af
síldveiðum frá því á sl. hausti
þangað til sumarvertíð lauk. —
Báðir aðilar þurftu teknanna
með.
Útgerðarmenn hafa í mörg ár
gert út á síldveiðar með tapi eða
barizt í bökkum, þeir, er heppn-
astir voru. Stóraukinn kostnað-
ur vegna nýrrar tækni á megin-
hlut að því, að svo góður afli
fékkst hér syðra í fyrra og í
sumar fyrir norðan sem raun ber
vitni. Þessi góðu aflabrögð
hljóta hins vegar að hafa stór-
bætt hag útgerðarmanna.
Á sama veg veitir sjómönnum
ekki af góðum tekjum. Flestir
þeirra hafa undanfarin ár orðið
að una við trygginguna eina eða
sáralítið umfram hana. Tekjur
þeirra hafa hins vegar síðustu
misseri verið hærri en alls þorra
annarra. Enda skortir ekki, að
ým%ir vitni til þeirra miklu
tekna, þótt hinir sömu mundu
seint leggja á sig það erfiði og
hættu, sem sjómennsku við Is-
landsstrendur eru samfara, ekki
sízt að vetrarlagi.
En hin góða afkoma beggja
hlýtur að leiða til þess, að al-
menningur ætlist til að aðilar
komi sér saman um skiptingu
aflans. Hvorugum er samboðið
að bíða lögþvingunar sem ekki
er unnt að beita nema í ýtrustu
lög. Sá hugsunarháttur að hliðra
sér hjá lausn eigin vanda í þeirri
von, að aðrir taki hann á sig og
ráðast síðan'á þá, sem það gera,
er engum til heilla. Þegar til
lengdar lætur hlýtur hann að
leiða til meiri lögþvingunar en
nokkur lýðræðissinni telur góðu
hófi gegna. Hitt er of fjarstætt
að tali taki, að úr almannasjóði
eigi að greiða það, sem þessum
tekjuhæstu mönnum þjóðfélags-
ins ber á milli.
Gr launamismunur
of lítill?
Fátt er okkur fslendingum
frekar til hróss en að hér á landi
er meiri jöfnuður á milli manna
en annars staðar þekkist á
byggðu bóli. En jöfnuðurinn hef-
ur einnig sína ókosti. Hann get-
ur leitt til þess, að menn hirði
ekki um að leggja sig alla fram,
hvorki í undirbúningi til starfa
né í störfunum sjálfum. Hví
skyldu menn leggja í mikinn
kostnað við langvinna menntun
og eyða starfskröftum sínum og
beita hugviti umfram aðra, ef
þeir fá enga umbun fyrir?
Vissulega er eðlilegt að marg-
ir hugsi svo. Einkum hlýtur
þessi hugsun að vakna hjá þeim,
sem vegna hæfileika eða mennt-
unar hafa aðstöðu til að afla sér
starfa með öðrum þjóðum, þar
sem mismunur á launum og tekj-
um er miklu meiri en hér. Allt
er þetta skiljanlegt og fer þó val
hvers og eins ekki eftir skiln-
ingnum einum heldur tilfinn-
ingu fyrir því, hvort hann vill
dvelja - sínu íslenzka þjóðfélagi
með kostum þess og göllum. Ef
hann telur gallana bitna á sér,
verður hann jafnframt að líta
á kostina samtímis því, sem
hann eftiy löglegum leiðum reyn
ir að fá gollunum útrýmt.
Minnkandi eftir-
sókn opinberra
starfa
Áður fyrri þótti flestum fýsi-
legt að gerast opinberir starfs-
menn. Fyrir fyrri heimsstyrjöld-
ina voru laun þeirra hærri en
annarra og einstakt öryggi bæði
um stöðu og eftirlaun. Síðustu
45 árin hafa laun opinberra
starfsmanna hins vegar verið
hlutfallslega lág en lengi vel,
einkum á atvinnuleysistímunum,
var öryggið meira en aðrir
nutu. Eftir tilkomu almanna-
trygginga og útrýming atvinnu-
leysis eru viðhorfin verulega
breytt.
Það er þess vegna eðlilegt, srð
opinberir starfsmenn hafi sótt
fast að fá kjörum sínum breytt
og aukið ákvörðunarvald um
þau. Þetta fékkst með lögunum
frá 28. apríl í vor, þegar opin-
berum starfsmönnum var veitt-
ur samningsréttur um eigin kjör,
réttur, sem þeir höfðu ekki áð-
ur. Jafnframt var kveðið á um,
að ef samningar kæmust ekki á,
þá skyldi kjaradómur skera úr.
Hvort tveggja eru mikilverðar
nýjungar, sem gerbreyta réttar-
stöðu opinberra starfsmanna.
Þær kröfur ,sem hinir opin-
beru starfsmenn hafa ekki alls
fyrir löngu sett fram um kjör
sín, mundu hafa í för með sér
stórkostlega skattahækkun fyrir
allan almenning, ef þær næðu
óbreyttar fram að ganga. Við-
búið er, að aðrir launþegar
mundu taka því með misjafnri
ánægju, að þurfa að greiða stór-
hækkaða skatta til þess að op-
inberir starfsmenn slitnuðu úr
samræmi við önnur launakjör í
landinu. En allir eru vanir því,
að fram séu settar hærri kröfur
en ætlazt er til að fram gangi
að lokum, þess vegna hafa menn
skeytt hinum háu kröfum minna
en ella.
Læknadeilan
Hér er og ekki einungis á að
líta samanburð milli opinberra
starfsmanna og annarra, heldur
ekki síður samanburð innbyrðis
milli hinna opinberru starfs-
manna. Ef einum er ofgert,
kemst allt úr skorðum með ó-
fyrirsjáanlegum afleiðingum. —
Höfuð vinningurinn af samkomu
laginu, sem var forsenda löggjaf-
arinnar frá 28. apríl í vor, var
sá að ríkið annars vegar og hins
vegar opinberir starfsmenn komu
sér saman um aS leysa allan
þennan vanda með samkomu-
lagi sín á milli, ef verða mætti,
en ella hlíta úrskurði kjara-
dóms. Með þessu samkomulagi
og löggjöfinni, sem á því hvílir,
bundu báðir aðilar hendur sín-
ar svo, að hvorugum er heimilt
að gera megin-breytirigar nema
samþykki beggja komi til. Vand-
inn við lausn læknadeilunnar,
svokölluðu, felst í þessari stað-
reynd. Málaleitan ríkisstjórnar-
innar til stjórnar BSRB sýndi,
að hún var fús a.m.k. að ein-
hverju marki að verða við ósk
læknanna, ef BSRB teldi það
samrýmanlegt sínum rétti og
hagsmunum. Stjórn BSRB taldi
málið hins vegar svo viðurhluta-
mikið að hún svaraði með ábend-
ing, sem ekki varð skilin á ann-
an veg en að félagsdómur þyrfti
að kveða á um réttarstöðuna. Sá
ágreiningur er nú fyrir dómstól-
unum og skal ekki um hann
rætt. Hvað sem honum líður er
óvefengjanlegt, að hér er mikill
vandi á ferðum, sem leysa verð-
ur með samkomulagi allra aðila.
Því ber þess vegna að fagna að
ríkisstjórnin skuli nú hafa stung
ið upp á lausn, sem ekki verður
betur seð en allir aðilar megi
sæmilega við una.