Morgunblaðið - 11.11.1962, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 11.11.1962, Blaðsíða 10
10 MORGVNBLAÐIÐ Sunnudagur 11. nóvember 1961 pnrytir^ir^inrTT^K^nTiniiri. imr eftir John Richardson EF PICASSO fær marga gesti, fer. hann með ]>á á veitinga- hús. Ef þeir eru fáir, og eru anniað hvort meðlimir fjöl- skyldunnar eða gamlir vinir, fjölskyldurnar PigniMi, Gut- tuso, Penrose, Leirise, Dom- inguin, Douglas Cooper, Kah- nweiler, Cocteau eða Dave Duncan vill hann venjulega heldur borða í vinnustofunni. Jacqueline, sem skipuleggur hið flókma líf Picassos rólega og hjálparlaust, býr til mest af matnum, sem er ágætur. Stundum töfrar hún fram margbrotna kínverska eða ind verska rétti, en máltíðirnar eru oftar einfaldar og hrein- asti munaður — spænskar pylsur og foie gras, fornir kínverskir eggjaréttir og kalt, reykt svínslæri, 'kavíar og pasta. Þessu til viðbótar er svo oft það sem er uppáhalds- réttur Picassos hverju sinni: brandade de morue, heilar, Stiton-ostur eða niðursoðinn engifer. Picasso borðar lítið og drekkur minna, enda þótt hann sé fullur forvitni um mat. En hann hefur mikinn áhuga á borðhaldi, eins og öll- um öðrum lífsnauðsynlegum athöfnum mannanna, og hann hefur gaman af að fylla diska vina sinna af mat og horfa síðan glottandi á græðgi þeirra. Picasso er oft i essinu sínu við matborðið. Þegar hann er gestgjafi, koma vel í ljós eðlis læg góðvild hans, kurteisi og umhyggja og þá losnar um kímnigáfu hans oguppfinninga semi. Hann á til að skera næf- urtþunnar sneiðar af uxatungu halda henni á loft og segja að þetta sé mynd af Vollard — og mikið rétt. Vöðvinn úr tungunni er nákvæmlega eins í lögun og skallinn á Vollard, og feiti bitinn fyrir neðan lík- ist andliti hans. Eða við erum að borða froska, og froskur kvakar allt í einu á miðju borðinu. Picasso líkir eftir froskkvakinu með því að draga eggina á tenntum hníf eftir diskbarmi. Til að skemmta börnunum — og eitt sinn til að hugga stúlku, sem var búin að missa elskhuga sinn — býr Picasso til höfuð, fugla eða menn úr rifnum pappirsþurrkum, brenndum eldspýtum eða öðru sem er við höndina, jafnvet matnum. Eg man eftir að einu sinni, þegar hann var að borða niðursoðinn kolkrabba og þurrkaði af fingrunum í hár sér: „Sóði,“ æpti Jacque- line, „þó að þú getir ekki fund ið lykt, þýðir það ekki að þvi sé eins farið um alla aðra.“ „Eg hélt að olían gæti kannski látið hárið á mér vaxa,“ sagði Picasso. „Allir eru að bera í sig lavenderolíu, af hverju má ekki eins nota kolkrabbaoliu?" Hann sagði okkur, að hann hefði verið að nudda brons- myndir sínar með tólg til að endurbæta húðina. Jacque- line kvartaði yfir að brons- myndirnar væru ekki aðeins farnar að lykta illa, heldur líka Picasso og hundarnir og öll vinnustofan. „Höfðinginn sjálfur hafði auðvitað ekki neina hugmynd um það.“ Höfð inginn svaraði að sér væri sama um slíka smámuni. „Þar að auki hefur mig alltaf lang- að til að setja upp spjald við dyrnar á vinnustofunni minni og skrifa á það: Eg er enginn sjentilmaður." En hafði húð- in batnað? Nei. Eftir hádegisverð, einkum á sumrin, koma aðdáendur í stríðum straumum og beiðast áheyrnar. Húsvörðurinn kem- ur inn með skilaboð frá ljós- myndara, sem hefur meðmæli Cocteaus. — „Leyfið honum að koma inn,“ segir Picasso eins og konungur; frá sviss- neskum blaðamanni, sem lang ar til að fá ýiðtal. „Ekki að hleypa honum inn“; frá göml um vini — „inn með hann“ (af fáu hefur hann meiri ánægju); frá sendinefnd þýzkra listnemenda með lár- viðarsveig, suðuramerískum skáldum með myndskreytt ávarp itölskum smástjörnum í baðfötum — „LOKIÐ ÞÆR ÚTI“. Dag nokkurn, þegar ég var staddur í La Californie, komu tvær stúlkur, sem höfðu unn- ið verðlaun í _ sjónvarps- keppni, serh hét: „Óskadraum- ur þinn rætist". Óskadraumur þeirra, sem var að hitta Pi- casso, endaði á martröð. „Eg ætla ekki að fara að verða fyrstu verðlaun í képpni hjá neinum,“ hvæsti Picasso og lét senda þær aftur til Norð- urlanda. Það er varla unnt annað en hafa samúð með honum, því 3 grein hann er alltaf í auknum mæli kvalinn af forvitnum ferða- mönnum, gírugum aðdáend- um, óvönduðum blaðamönn- um, vitfirringum og eitt sinn kom meira að segja morðingi. Húsverðirnir í húsum hans hafa strangar skipanir um, að hleypa ekki neinum inn án leyfis hans, og nýjasta húsið ’hans hefur órjúfandi varnir. Picasso varð harðánægður, þegar blöðin sögðu ranglega frá því, að hann hefði keypt kastala í nágrenni Rómar. — Hann skipaði húsverði sínum að segja við blaðamenn: „Monsieur Picasso er ekki hér. Ef ér læsuð blöðin, mund uð þér vita að hann er á íta- Iíu“. • Þó hefur komið fyrir að Picasso hefur hagnýtt sér ókunna gesti. Eitt sinn man ég eftir að hann hafði í fljót- færni lofað að fara með vin sinn til Vallauris til að velja verk til að lána á sýningu. Gallinn var bara sá, að Pi- casso er illa við að láta verk sin af hendi og langaði ekki til að koma aftur í vinnustofu sína í Vallauris, sem hann var búinn að forðast í tvc ár til að vekja ekki upp sárar endur minningar. Hvernig átti hann að sleppa? Við vorum að drekka kaffi eftir hádegisverðinn, þegar ung skáldkona birtist. „Látið hana koma inn.“ Picasso var hæstánægður yfir þessu skálkaskjóli, einkum þegar stúlkan tilkynnti að hún ætl- aði að skýra hinn byltingar- kenffda nýja skilning sinn á Don Quixote. Um það bil Picasso tekur að mála diska, og blístrar á meðan. Fyrir ofan hann er bronsmynd af Dóru Maar, afrisku styttuna til vinstri keypti hann í París um aldamótin. Lengst til vinstri sést höfuð á bronströnu, skrokkur hennar er úr brotnu skóflublaði, háls- inn er gamall stálvír, toppurinn skrúflok af gaspípu. Fæturnir eru úr gömlum göfflum, nefið úr töng. klukkustund leið. Picasso leiddist svo að það var eins og hulu drægi fyrir augu hans, en öðru hvoru kinkaði hann kolli til að stúlkan skyldi halda áfram að tala. Mundum við nokkurn tíma komast til Vallauris. Allt í einu fékk þessi viðburður dýpri merkingu: Undarlegur hávaði heyrðist úr einhverju hinna herbergjanna, eins og eitthvað hefði dottið. Jacque- line fór að athuga hvað þetta væri og uppgötvaði, að hljóð- ið hafði komið úr einu fugla- búranna. Tveir fuglar höfðu dottið dauðir niður af prikum sínum, líklega af leiðindum. Picasso líkaði ekki að vera minntur á dauðann, og því laUmaði Jacqueline búrinu út úr herberginu og fékk bílstjór ann til að fara með þá til Cannes og kaupa þar aðra eins. Fyrirlesturinn hélt áfram, Picasso tók ekki eftir að bílstjórinn kom aftur og varð ekki var við, þegar Jac- queline kom aftur með fugla- búrið. Nokkru síðar leit hann laumulega á úr sitt; jú, hann gat hætt á að vakna til lífsins á ný. Þegar hann var búinn að ausa þökkum yfir fyrir- lesarann, sneri hann sér að vini sinum og sagði: „Eg er hræddur um að það sé orðið alltóf seint nú til að fara til Vallauris. Við verðum að gera það einhvern tíma seinna.“ Þetta hefur sennilega verið fyrir fimm eða sex árum. — Þegar ég heimsótti Picasso síðast voru fuglarnir þar enn- þá og flugu um herbergið. — Picasso, sem er hreinasti töfra maður í dýrameðferð, kallaði þá aftur inn í búrið. „Þeir eru ódauðlegir,“ sagði hann, „það vill Jacqueline að minnsta kosti láta mig halda.“ Það fer eftir því, hvort Picasso er að vinna eða ekki, hvernig hann eyðir síðdeginu. Ef sköpunaræðið er yfir hon- um hafa gestirnir vanalegá vit á því að fara út eftir há- degisverðinn. Ef hann er ekki að vinna — Picasso c •• inur að liggja í leti vikum eða mánuðum saman í einu — vill hann oft láta gesti sína halda kyrru fyrir heima, því Picasso hefur mikla þörf fyr- ir vini sína þ.e.a.s. fólk, sem getur sannfært 'hann umaðþví þyki ekki síður vænt um mann inn en verk hans. Samskiþti við aðra menn hressa hann á allan hátt og bjarga honum frá að einangrast vegna snilli- gáfu sinnar. Hann þarfnast gagnrýni og viðurkenningar vina sinna, hversu klaufalega sem þeir kunna að komast að orði, miklu meira en opinbers lofs. Þess vegna er Picasso vanur að sýna verk sín þeim fáu mönnum, sem hann treyst- ir til að dæma um þau; hann horfir á viðbrögð þeirra með athugulum uglusvip, reiðubú- inn að grípa skilningsríka setningu með ánægju eða af- neita innihaldslausu hrósi með fyrirlitningu. Ef Picasso þráir hreyfingu, og það gerir hann oft þegar hann er ekki að vinna, fer hann út með gesti sína: á bað- ströndina, að skoða safn sitt í Antibes, til að borða franskar pönnukökur á aðal- götunni í Juan-les-Pins eða til að horfa á kvikmynd. Við vorum að Ijúka hádegisverði fyrr á þessu ári, þegar Jac- queline stakk upp á að við færum á bió, annað hvort til að horfa á „í Marienbad í fyrra“ eða „Kamelíufrúna" með Garbo. Picasso fleygði upp sykurmola í bréfi, óprent- aða hliðin kom upp, það var „Marienbad“. „Gott,“ sagði hann, ,mér líkar alltaf betur við nýtt en gamalt.“ Þá mundi hann eftir að ég hafði ekki séð nýja húsið hans Notre Dame de Vie í Mougins, og þess vegna var bíóferðinni frestað og við ókum til Moug- ins. Picasso breytir fyrirætlun um sínum oft snögglega. Á leiðinni útskýrði Picasso að aðalástæðan 'til að hann væri að flytja til Mougins væri sú, að hann væri að flýja undan skýjaklúf, sem verið er að byggja rétt fyrir neðan La Californie. Risakran inn, sem ber.yfir pálmatrén — hann sézt í baksviðinu í ein- um eða tveim dúfumyndum, sem Picasso hefur málað ný- lega — var nógu slæmur. — Brátt yrði hann að þola for- ljóta byggingu, sem horfa mátti úr inn um gluggana hjá honum. í Notre Dame de Vie _þarf hann ekki að óttast um að horft verði á hann, því þetta Framh. á bls. 23 Picasso finnst bezt að borða I vinnustofunni. Hann sést hér að snæðingi með Sabartés. Jacque- iine ber á borð margbrotnar kræsingar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.