Morgunblaðið - 11.11.1962, Blaðsíða 24
ÍEÉXTASÍMAB MBL.
— eftir lokun —
Erlendar fréttir: 2-24-85
Innlendar fréttir: 2-24-84
/ Kaupmannahöfn
Með hverri Faxa-flugferð til K.-
hafnar kemur MBL. samdægurs í
Aviskiosken, i Hovedbanegárden
IMorræn stofnun
í Reykjavík
til umræðu í
t ■
Kau'pmannahöfn, 10. nóv.
—- Einkaskeyti til Mbl. —
ARSÞING Norrænu Menningar-
málanefndarinnar verður haldið
í Kaupmannahöfn dagana 12., 13.
og 14. nóv. Fulltrúar íslands áttu
að vera prófessorarnir Ólafur
Björnsson og Þórir Þórðarson og
framkvæmdastjóri Norræna fé-
lagsins Magnús Gíslason náms-
stjóri. Eitt þýðingarmesta mál-
ið, sem rætt verður er Norræn
stofnun í Reykjavík. Lagt verð-
ur fram álit sérfræðinga um
stofnunina og er álitið 24 síður
auk margra fylgiskjala. Búizt er
við að álitið verði birt að þing-
inu loknu.
Kaupmannahöfn
mun Tallquist fil. mag., leggja
fram álitsgerð af Finna hálfu
um málið. Einnig er búizt við
álitsgerð um íslenzkar bókmennt
ir. —
Þórir Kr. Þórðarson, sem átti
að sitja ársþingið sem einn af
fulltrúum íslands, veiktist í
Kaupmannahöfn á heimleið frá
Stuttgart, og getur því ekki sótt
þingið. f Stuttgart sat prófessor
Þórir ráðstefnu um biblíuútgáfu
og prentun.
Norræna Menningarmálanefnd
in mun senda ríkisstjórnum allra
Norðurlandanna sérfræðingaálit-
ið varðandi Norræna stofnun í
Reykjavík að þinginu loknu.
Upplýsingadeild nefndarinnar
tekur til athugunar möguleika
á þýðingum á finnskum og ís-
lenzkum fagurbókmenntum, og
Kostncður nær
helmingi hærri
en kjötverðið
— en Hollywood vill
samt meira
EINS og skýrt hefur verið frá
í fréttum hér í blaðinu sendi
kjötverzlunin SÍLD og FISKUR
50 kg. af lambakjöti, hrygg, læri
og lítilsháttar reykt kjöt, til
Scandia Restaurant í Hollywood
fyrir skemmstu. Kjöt þetta kost-
aði hér toeima á íslandi samtals
2,242 kr. en flutningskostnaður
inn með flugvél vestur um haf
var samtals 3,984 kr. Umbúðir
voru um sex kg. að þyngd. Hvert
kíló kjötsins kostar því komið
til Scandia kr. 124.00.
í gær frétti blaðið að komið
hefði skeyti að vestan og SÍLD
og FISKUR beðið að senda 12
lambaihryggi í viðbót, sem eiga
að vera komnir vestur fyrir 15
nóvember. Kostnaðujrinn virð-
ist greinilega ekki vaxa þeim í
Hollywood í augum.
Aðalfundur
Varðar
Davíð Ólafsson.
AÐALFUNDUR Landsmálafélags
ins Varðar verður haldinn mánu
daginn 12. nóvember kl. 8,30 e.h.
í Sjálfstæðishúsinu. Á fundinum
fara fram venjuleg aðalfundar-
störf, og Davíð Ólafsson., fiski-
málastjóri, mun flvi*-« ræðu um
sjávarútvegsmálin.
Laeknar undirbúa stofn-
un rannsóknarstöðvar
Læknarnir Gunnlaugnr Snædal og Árni
Björnsson skýrðu Mbl. í gær frd undir-
búningi og hugmyndum um fyrirkomulag
MILLI 10 og 20 sérfræðingar
í læknastétt vinna nú að und-
irbúningi sérstakrar rann-
sóknarstofnunar. — Hlutverk
hennar verður fyrst og fremst
rannsókn sjúklinga og
smærri aðgerðir, sem ekki
krefjast sjúkrahússvistar.
Er miðað að því að koma á
fullkominni sérfræðingaþjón
ustu, þar sem sérfræðingar í
öllum helztu greinum vinna
saman, og hafi aðgang að sér-
stakri rannsóknarstoíu, sem
stjórnað yrði af rannsóknar-
lækni.
Hér er um algert nýmæli að
ræða, og sneri Mbl. sér til
tveggja lækna, þeirra Gunnlaugs
Snædal, sérfræðings í kvensjúk-
dómum og fæðingarhjálp, og
Árna Björnssonar, sérfræðings í
handlækningum og plastiskum
skurðaðgerðum, til að afla frek-
ari upplýsinga um þetta mál.
Þeir sögðu, að málið hefði nú
verið tekið föstum tökum og
væri það allt í athugun og
’undirbúningi. Lýstu þeir að
nokkru aðdraganda og tilgangi
stofnunarinnar og fyrirhuguðu
fyrirkomulagi.
15 myndir
seldust
íyrsta klukkutímann
MJÖG mikil aðsókn var að sýn-
ingu Valtýs Péturssonar í Lista-
mannaskálanum þegar opnað var
í gær, og seldust 15 myndir á
fyrsta klukkutímamim.
Sýningin er opin daglega frá
kl. 2—10 e.h.
Sameiginleg rannsóknarstofa
Eins og að ofan segir, þá er
hér fyrst og fremst um að ræða
sameiginlega rannsóknarstofu,
þar sem meginááherzla væri lögð
á rannsóknir, sjúkdómsgreiningu
og minni háttar skurðaðgerðir,
sem ekkí krefðust sjúkrahúss-
vistar, enda væri hér ekki um
að ræða að koma upp sjúkra-
húsi.
Af þeim aðgerðum, sem þar
yrðu framkvæmdar, má t. d.
nefna minni plastiskar skurðað-
gerðir, sem hingað til hefur ekki
verið hægt að framkvæma nema
í sérstökum slysatilfellum.
Sérstakur tími til minni
aðgerða
Fram til þessa hefur ekki ver
ið um að ræða sétstakan tíma
fyrir slíkar aðgerðir, og kom
fram í ummælum þeirra Árna og
Gunnlaugs, að þess væru dæmi,
að fólk hefði orðið að bíða á ann
að ár eftir að fá þær fram-
kvæmdar.
SAMKVÆMT upplýsinigum
fræðslumálastjóra, Helga Elías-
sonar, liggja nú fyrir umsóknir
um byggingu 49 nýrra skólahúsa
fyrir barna- og gagnfræðaskóla-
stigið, héraðsskóla og skólastjóra
bústaði.
Óskað er eftir byggingu skóla-
húsa á 44 stöðum og 13 skóla-
stjórabústaða. Fræðslumálaskrif-
stofan hefur nýlokið við að vinna
úr umsóknunum, og verða þær
síðan sendar fjárveitinganefnd
Alþingis og menntamálaráðu-
1 rannsóknarstofnuninni er
hins vegar fyrirhugað að veita
fólki sérstakan tíma, eftir pönt-
un, þannig, að sjúklingar geti
komið á fyrirfram ákveðnum
tíma.
Á einum stað
Aðalkosturinn við stofnunina
er sá, að þar næðist samvinna
sérfræðinga á einum stað, sem
leiða myndi til skjótari sjúk-
dómsgreininga og sennilega ná-
kvæmari, að því er læknarnir
sögðu. Þyrftu sjúklingar þá ekki
að leita til margra aðila.
Framh. á bls. 23
SAMEIGINLEGUR fundur for-
seta Norðurlandaráðs og for-
sætisráðherra Norðurlándanna
hefst í Osló n.k. þriðjudag. Ól-
afur Thors kemst ekki á fundinn
sökum anna, en Haraldur Guð-
mundsson, ambassador, mætir í
hans stað.
Gísli Jónsson, sem er einn af
forsetum Norðurlandaráðs, fer
til Ósló í dag. í fylgd með honum
verða Friðjón Sigurðsson, skrif-
stofustjóri Alþingis, og Einar
Benediktsson, fulltrúi.
neytinu. Lauslega áætlað mundi
kostnaður við byggingu þessara
húsa nema liðlega 250 milljónum
króna, og er þá miðað við, að
hver rúmmetri kosti um 1750
krónur. Hlutur ríkissjóðs af
kostnaðinum mundi verða um 154
milljónir króna. — Þá hefur
einnig verið sótt um skólaibíla á
fjórum stöðum.
í stuttu viðtali við Mbl. sagði
fræðslumólastjóri, að alls staðar
væri þörf fyrir nýbyggingar, þar
sem óskir um þær hefðu komið
Hreinsað
tíl eftir
rokið
í HVASSVIRÐINU í fyrrinótt
barst leðja og aur með rokinu
á malbikaðar göturnar og
gangstéttir. Sóðalegt var um
að litast daginn eftir. Þá
komu til skjalanna merun frá
borginni og hreinsuðu stræti
og torg.
Sveinn Þormóðsson tók
myndlna fyrir hádegi í gær,
þegar verið var að hreinsa
Skúlagötuna.
Meiddist á fæti
ÞAÐ slys varð í gærmorgun um
klukkan 9.40, að maður á skelli-
noðru varð fyrir bifreið á gatna-
mótum Vatnsstígs og Skúlagötu.
Maðurinn heitir Þorsteinn Aðal
steinsson. Hann meiddist á fæti
og var fluttur á Slysavarðstofuna.
frá því í gær, að aðalmál fund-
arins yrði afstaða Norðurland-
anna til Efnahagsbandalags
Evrópu. Hann sagði, að fjölmörg
mál önnur kæmu fyrir fundinn
og yrði ákveðið hver þeirra
skyldu leggja fyrir fund Norður-
landaráðs, sem haldinn verður i
Osló í febrúarbyrjun.
Sameiginlegur fundur forseta
Norðurlandaráðs og forsætisráð-
herranna var fyrst haldinn í
sumarbústað sænska forsætisráð-
herrans í Harpsund í hitteðfyrra.
Þá var ákveðið, að slíka fundi
skyldi halda árlega framvegis.
fram, en sú þörf væri að vísu
mismunandi brýn. Einna verst
væri ástandið á Reykjanesi, enda
hefur orðið þar gífurleg fólks-
fjölgun á síðari árum, og erfitt
hefur reynzt að hafa undan við
að hafa nægilegt skólarými til
taks, til að taka við hinum nýju
og fjölmennu árgöngum. Þá vant-
aði og mjög aukið skólarými i
héraðsskólunum nema á Laugar-
vatni. í Reykjavík hefur verið
farið fram á smíði fjögurra nýrra
skólahúsa og þriggja í Kópavogi.
Gísli skýrði Morgunblaðinu
Óskir um 49 ný skólahús
Forsæf.srdðherrcr og forsetor
Norðurlandordðs d fund í Osló