Morgunblaðið - 11.11.1962, Blaðsíða 3
\! o f* rr v r» r n f f>
3
Sunnudagur 11. nóvember 1962
mm*
■Ma
VIÐ vorum orðnn nokkrum
mínútum of seinir, þegar við
gengum inn í Tjarnarbæ á föstu-
dagskvoldi", . þess að vera við-
staddir fyrsta Tónakvöldið þar.
Úti var rok og rigning, en þeg-
ar við opnuðum dyrnar strymdi
á móti okkur hlýja og ánægja.
Sviðið var upplýst með lit-
fögrum ljósum, og í þeim stóðu
nokkrir ungir piltar og léku rokik
lög af mikilli innlifun. >að var
Sævar Helgason í gervi „músikprófessors“, átti að leika
tunglskinssónötuna, én það varð lítið úr því, því prófessor-
inn var raálgefinn .......
Tdnakvöld í Tjarnarbæ
hla'ómsveit undir stj>órn Karls
Möller og með henni sungu þrir
ungir söngvarar, Þorsteinn Egg-
ertsson, Anna Hersteinsdóttir
og Guðrún Frederiksen, sem
vakti mikla hrifningu.
Næst komu fram tveir ungir
söngvarar, Guðrún Hulda Guð-
mundsdóttir. nemandi hjá Maríu
Markan, og Eiður Ágúst Gunn-
arsson, sem nemur hjá Demetz,
og sungu nokkur sígild lög.
Svo kom það, sem vakti mesta
hrifningu hinna ungu áhorfenda.
Sævar Helgason og Guðjón Ingi
Sigurðsson komu þarna fram
með bráðskemmtilega gaman-
þætti úr tónlistarlífinu.
Þá var komið að fróðlegu við-
tali við Atla Heimi Sveinsson,
sem hafði margt að segja um
tónlist og að lokum lók hljóm-
sveitin nokkur jazzlög.
Þrótt fyrir nökkur smá óihöpp,
sem vafalaust hafa stafað af
reynsluleysi, - var skemmtunin
ekki byggð upp sem neitt smá-
..... og loks endaði með því, að það varð að bera hann út I
af sviðinu. 1
barnagaman, heldur fyllilega J
sniðin við hæfi stálpaðra ungl- f
inga. í Tjarnarbæ fara nú fram <
margs kyns skemmtanir fyrir
æskuna, Leikhús æskunnar hef- <
ur þarna aðsetur sitt, þar er
Filmía, bæði fyrir yngri og eldri
og kvikmyndasýningar eru að
staðaldri á vegum Æskulýðs-
ráðs.
Guðjon Ingi Sigurðsson var þarna ennþá yngii söngvari er
Robertino.
Ný búð í
Neskaupstað
NESKAUPSTAÐ, 7. nóv. — 1
fyrradag opnaði kaupfélagið
Fram nýja búð á annarri hæð
verzlunarhússins. Þar er á boð-
•tólum allskonar vefnaðarvörur,
íatnaður, leðurvörur, skófatnað-
ur, snyrtivörur, skrautvörur og
fieira. Er þar öllum innrétting- I
um komið fyrir eftir nýjustu
tízku. Flatarmál búðarinnar er
140 fermetrar. Teikningar allar
eru gerðar af teiknistofu SÍS og
smíðaðar á verkstæði Kaupfélags
Arnesinga á Selfossi. Yfirsmiður
framkvæmdanna er Erlingur
Ólafsson. Málningu annaðist Jón
Ingólfsson, málarameistari, og
raflögn Xristján Lundberg, raf-
virkjameistari.
Þar sem vefnaðarvara og skó-
fatnaður var áður, á fyrstu hæð,
er nú verzlað með járnvörur,
búsáhöld, glervörur og málningu.
I Á fyrstu hæð er einnig hin nýja
kjörbúð kaupfélagsins, sem opn-
uð var í maí í vor, eins og áður
hefur verið lýst. Frekari fram-
kvæmdir eru áætlaðar á næst-
unni, þar sem byggja á aðra hæð
ofan á vörugeymsluna, sem
byggð var í fyrra norðan við og
áfast við húsið. Er þar ráðgerð
byggingarvöruverzlun og vöru-
geymsla.
A framangreindu sézt, að kaup
félagið hefur gert mikið til að
bæta aðstöðu sína, og færa alla
þjónustu í nýtízku horf.
— Jakob. -
$r. Jónas Gíslason:
onur þinn lifir
„Hann kom þá aftur til Kana í [
Galílou, þar sem hann hafði gjört
vatnið að víni. Og þar var kon-
ungsmaður nokkur, og lá sonur
hans sjúkur 1 Kapernaum. Þegar
hann frétti, að Jesús væri kominn
frá Júdeu til Galíleu, fór hann |
til hans og bað hann að koma
og lækna son sinn, því að hann
lægi fyrir dauðanum. Jesús sagði
þá við hann: í>ér trúið ekki, nema
þér sjáið tákn og stórmerki. Kon-
ungsmaðurinn segir við hann:
Herra, kom þú, áður en barnið
• mitt andast. Jesús segir við hann:
Far þú, sonur þinn lifir. Maður-
inn trúði því, sem Jesús talaði til
hans, og fór burt. En á heimleið-
inni mættu honum þjónar hans og
sögðu, að drengurinn væri lifandi.
t>á spurði hann þá að, hvenær hon
um hefði farið að létta, og þeir
sögðu við hann:/í gær um sjöundu
stund fór sótthitinn úr honum. I»á
sá faðirinn, að það var á þeirri
stundu, er Jesús hafði sagt við
hann: Sonur þinn lifir. Og hann
tók trú og allt hans heimafólk"
Jóh. 4, 46—53.
I.
Jóhann&s postuli segir okkur
tvisvar frá þvi, sem gerist, þegar
Jesús dvelur í smábænum Kana
í Galíleu. Þar vann hann fyrsta
kraftaverkið í starfi sínu í brúð-
kaupinu, er hann breytti vatni
í vin.
Nú er hann kominn aftur til
þessa sama bæjar. En mjög er
skipt um mynd. Áður var gleði
og fögnuður á ferð. Ungur mað-
ur og ung kona gengu saman í
saman til að gleðjast með þeim.
á stofn. Vinir og ættingjar komu
sama til að gleðjast þeim.
Hér er sorgin komin til sögunn
ar. Við sjáum fyrir hugskotssjón
um okkar jóreyk á veginum frá
Kapernaum til Kana. Þar fer
einmana reiðmaður geyst. Á klæð
um hans má sjá, að hér er um
að ræða einn af fyrirmönnum
þjóðarinnar. Það er óvanalegt
í hæsta máta að sjá slíkan mann
einan á ferð. Og andlit mannsins
.ber greinilegan vott þess, að hér
er engin skemmtiferð. Sorg og
áhyggjur marka rúnir sinar á
andlitið. Maðurinn er í kapp-
reið við sjálfan dauðann.
Héima liggur sonurinn hel-
sjúkur. Mynd hans er skýrt
mörkuð í huga föðurins. En
jafnframt bregður fyrir vonar-
neista. Hann hefur heyrt um
ferðir spámannsins frá Nazaret.
Við hann eru allar vonirnar
bundnar.
Svo hittast þessir tveir, kon-
ungsmaðurinn og Jesús. Erindið
er strax borið upp. En Jesús
bregzt svo undarlega við bón
hins hrygga föður. Honum var
það mesta raun, hversu mjög
menn þyrptust að honum aðeins
til að sjá undur og stórmerki.
Hann vildi prófa þennan mann.
„Þér trúið ekki, nema þér sjá-
ið tákn og stórmerki."
Hefur þetta svar ekki hljómað
kuldalega í eyrum hins sorgbitna
föður, sem hafði lagt svo mikið
á sig, til þess að ferð sín mætti
takast? Hefði þá dauðinn sigrað?
En faðirinn gafst ekki upp.
Hann trúir því, að Jesús geti
hjálpað, ef hann vill. Því segir
hann aðeins: „Herra, kom þú,
áður en barnið mitt andast.“
Þá segir Jesús „Far þú, sonur
þinn lifir.“ Meira var það ekki.
En þetta nægði föðurnum. Hann
treysti orðum Jesú og mætti
hans. Þess vegna sneri hann glað
ur heim á leið. Og allt varð eftir
trú hans.
il
Ég held, að okkur nútíma-
mönnum þyki yfirleitt lítið tH
trúarinnar koma. Við lifum á
öld vísinda og tækni. Aldrei fyrr
hefur andi mannsins komizt jafn
langt í að leysa ráðgátur lífs-
ins. Hvert náttúirulögmélið atf
öðru er uppgötvað og sett i for-
múlur og kerfi. Og við erum
farin að heimta vísindalegar sann
anir fyrir öllum hlutum, áður
en við viljum- viðurkenna þá sem
raunverulega og sanna.
Trúin verður aldrei sönnuð á
vísindalegan hátt. Hún er ailt
annars eðlis. Þetta hafa flestir
skilið. Þess vegna skipa margir
trúnni á hinn óæðri bekk og
telja harla lítils virði. Ef talið
berst að Guði, heyrum við oft
sagt: Sannaðu mér, að Guð sé
til, þá skal ég trúa á hann,
fyrr ekki.
Og þó er þetta í rauninni harla
fávíslegt hjal. Um leið og stað-
reyndir trúarinnar væru sannað-
ar á þann hátt, hætti trúin að
vera trú, þá væri hún orðin
þekking, skoðun. Og mundi ekki
slik krafa fá svipuð svör hjá
Jesú Kristi og bæn föðurins
fékk í fyrstu: „Þér trúið ekki,
nema þér sjáið tákn og stór-
merki."
Faríseunum var nefnilega far-
ið á sama veg og mörgum nú-
tímamanninum. Þeir heimtuðu
sannanir. Þeir heimtuðu tákn.
En þótt þeir sæju svo undur og
stórmerki Jesú Krists, vildu þeir
ekki trúa að heldur. Og ég býst
við, að eins mundi fara hjá okk-
ur í dag. Jafnvel undur og stór-
merki mundu ná skammt til að
skapa trúna í hjörtum mann-
anna. Þekkingin er ekki og hefur
aldrei verið einhlit til trúar.
III.
Guðspjallið í dag sýnir okkur
glöggt einkenni sannrar trúar.
Trúin er traust, sem kemur til
Jesú Krists og á allt sitt konvíð
undir náð hans og miskunu.
Konungsmaðurinn viseú, «8
Jesús gat hjálpað. Hann visai
einnig, að hjá honum var eina
vonin fólgin, að sonurinn msettl
lifa. Þess vegna kom hann ttl
Jesú. Og þess vegna gafst hann
ekki upp, er Jesús reyndi trú
hans. Og þess vegna lét hann
sér nægja svar Jesú, er hann
sagði aðeins: „Far þú, sonur þinn
lifir."
Hann hafði beðið Jesúm að
koma með sér og lækna son sinn.
Nú segir Jesús honum að fara,
því að sonur hans sé heilbrigð-
ur. .Og í fullu trausti til vilja og
máttar Jesú fór hann. Hann var
sannfærður um, að bæn han»
var heyrð.
Og honum varð að trú sinni.
Hin sama er reynsla hvers þess
manns, sem þorir að koma til
Jesú Krists í fullu trausti. Við
fáum að reyna nákvæmlega hið
sama og konungsmaðurinn. Je«-
ús Kristur hefur aldrei brugðizt
neinum manni, sem til hans hef-
ur leitað í trausti til náðar hans.
Svar hans kann stundum að
•koma á óvart í fyrstu, en við
megum aldrei gefast upp. Etf
við þorum að treysta án skil-
yrða, þorum að trúa því, að vilji
Guðs sé ætíð hinn bezti, einnig
þegar við fáum ekki skilið hann
til fulls, eignumst við sömu
reynslu og konungsmaðurinn,
sem guðspjallið segir frá.
Við^ skulum aldrei gera lítið
úr trúnni. Hún ein getur fundið
Guð, gefið okkur samfélag við
hann. Þekking og vísindi geta
aldrei leyst hana af hólmd. Leit-
um Guðs á réttan hátt, þar sem
hann er að finna. k annan hátt
getur enginn eignazt samfélag
við hann.
Jónas Gíslason
London, 8. nóvember — NTB
Ráðuneytisstjórinn í ráðuneýt
inu fyrir skozk málefni, Thom-
as Galbraith, hefur sagt af sér,
vegna grunar um að hann hatfi
átt óeðlileg bréfaskipti við
brezka njósnarann William Vas*
ell. Vassell var nýlega dæmdur
í 8 ára fangelsi fyrir njósnir i
þágu Rússa. Galbraith var vara-
flotamólanáðherra á árunura
1957-59. er Vassel stundaði njóso
ir.
r