Morgunblaðið - 11.11.1962, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 11.11.1962, Blaðsíða 12
12 MORCVNBLAÐIÐ Sunnudagur 11. nóvember 19® Otgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavik. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Útb'reiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og aígreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 65.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 4.00 eintakið. ISLENDINGAR Á EFTIR Ijegar á fyrstu árunum eftir *■ að heimsstyrjöldinni lauk, tóku þjóðir Vestur-Evrópu að undirbúa það að koma á frjálsu og heilbrigðu efna- hagslífi. Þeim var ljóst, að framfarir gátu ekki orðið miklar, ef haldið var við úr- eltum stjórnarháttum, höft- um, boðum og bönnum. Nauð synlegt væri að koma á eðli- legum milliríkjaviðskiptum og frjálsræði. Þessar þjóðir notuðu Mars- hall-aðstoðina til þess að styrkja fjárhag sinn og furðu lega fljótt tókst þeim að rétta við eftir hörmungar þær, sem yfir þetta fólk höfðu gengið á styrjaldarárimum. íslendingar höfðu þá sér- stöðu meðal Evrópuþjóða, að þeir höfðu ekki orðið fyrir stórtjóni af völdum stríðsins. Þvert á móti höfðum við safn að verulegum gjaldeyrisvara sjóðum og gátum þess vegna af eigin rammleik keypt ný atvinnutæki. Hefðu íslend- ingar þess vegna átt að standa miklu betur að vígi en aðrar Evrópuþjóðir til að treysta fjárhaginn og undirbúa fram- tíðarsóknina. Þrátt fyrir þennan aðstöðu mun fór svo að von bráðar varð sókn annarra þjóða ör- ari en íslendinga. Þess vegna hljótum við að reyna að gera okkur grein fyrir því, hvern- ig á þeirri staðreynd getur staðið, að við höfum ekki sótt jafn hratt fram og aðrir. Svarið við þeirri spum- ingu Hggur raunar í augum uppi. Meðan aðrar þjóðir voru stöðugt að lina á fjötr- unum og afnema það stjóm- skipulag, sem kennt er við vinstri stefnu, bjuggum við íslendingar við kátlegasta kerfi uppbóta, hafta, nefnda og hvers kyns ofstjórnar. Að vísu var gerð tilraun til þess 1950 og næstu árin á eft- ir að koma hér á heilbrigðu efnahagskerfi, líkt og aðrar þjóðir höfðu gert. Sú tilraun tókst allvel í nokkur ár og enginn efi er á því, að lífskjör voru einna bezt árin 1953— ’55 eftir að árangur þeirrar tilraunar var kominn í ljós. Þessa tilraun eyðilögðu Framsóknarmenn og komm- únistar í sameiningu, þegar þeir stóðu að verkföllunum 1955, sem kipptu stoðum und- an efnahagslífi þjóðarinnar. í kjölfarið fylgdi svo vinstri stjórnin og allt það böl, sem henni var samfara, og þarf ekki að rifja upp þá öfugþró- un, sem þá var í þjóðmálun- um. Ekki mátti því seinna vera að gripið yrði til róttækra ráðstafana til þess að rétta við fjárhaginn. Menn gerðu sér grein fyrir því, að jafn- vel þótt það þyrfti að kosta einhverjar fórnir, þá yrði að koma á yiðreisnarráðstöfun- um. Sem betur fer urðu þær ráðstafanir ekki eins þung- bærar og Viðreisnarstjórnin sjálf hafði boðað, og nú eru menn teknir að njóta ávaxta viðreisnarinnar. Á AÐ EYÐI- LEGGJA ÁRANGURINN? Ctjórnarandstæðingar gera ^ allt sem í þeirra valdi stendur til þess að koma í veg fyrir viðreisnina. Barátta þeirra hefur að vísu ekki borið mikinn árangur og mun heldur ekki gera það. En rétt er að undirstrika það, að þeir menn, sem í raun réttri eru þióðhollir og vilja styrkja efnahag þjóðarinnar, verða að gera sér grein fyr- ir því, að það eru takmörk fyrir því hve hratt kjarabæt- ur geta fallið landslýðnum í skaut. Ef viðreisnin á að takast til langframa, verða þjóðhollir menn að stilla kröfum sínum í hóf. Það er eðlilegt, að hver og einn vilji bera sem mést úr býtum, en þegar kröfur eru uppi, verða menn samt sem áður, að gera sér grein fyrir því, að ekkert þjóðfélag getur staðið undir meiri raun hæfum kjarabótum en 3—5% árlega. Happadrýgst er fyrir ein- staklingana og þjóðfélagið í heild að miða kröfugerð sína við það, sem þjóðfélagið get- ur fært í framleiðsluaukn- ingu, en ekki að miða þær við ímyndaðan hagnað, þann- ig að launahækkunum sé þeg ar í stað velt yfir í verðlagið. Á AÐ TRÚA ÞVÍ? /~|11 þjóðin fylgist með deilu ^ lækna á ríkissjúkrahús- um og hins opinbera um launakjör þeirra. Allir vona vissulega, að sú deila leysist fneð skjótum og örugg- um hætti, enda er launa- deila háskaleg og alvar- leg, þegar heilbrigði al- mennings er stofnað í hættu. Ætla verður, að læknum þeim er í deilunni standa, væri einnig mjög í mun að flýta fyrir lausn hennar. Þeir hafa jafnvel látið á sér skilj- ast, að verði ekki unninn UTAN UR HEIMI Kosningaúrslitin í Bandaríkjunum 5S1 ÚRSLIT kosninganna í Banda- ríkjunum eru talin mikill sigur fyrir Kennedy, forseta. Undau- farin 28 ár hefur það ekki kom- ið fyrir, að flokkur forsetans hafi ekki tapað fylgi í þingkosn- ingum, hafi þær ekki farið fram um Ieið og forsetakosningar. Baráttan stóð um hreinan meirihluta í fulltrúadeildinni, um þriðjung sæta i öldunga- deildinni og um 35 ríkisstjóra- embætti. Fylgismenn demokrataflokks ins hafa ekki legið á liði sinu, og flokkur þess forseta, sem við völd situr, hefur ekki náð betri árangri í kosningum. frá þvi Franklin D. Roosvelt vann sögu- frægan sigur 1934. Er 88. þing Bandaríkjanna kemur saman i janúar, verður aðstaða demokrata sterkari en verið hefur í rúma tvo áratugi. í fulltrúadeildinni munu þá sit j a 2ð9 demokratar og 176 repúblikanar. Alls verða fulltrú arnir nú 435, fækkar um 2, vegna kjördæmabreytingar. Demokrat- ar hafa þannig tapað 4 sætum. Meirihluti demokrata í öldunga- deildinni er þó enn meiri, en bráður bugur á henni, neyð- ist þeir til þess að leita sér atvinnu erlendis, og hefur enda einn læknir þegar ver- ið sendur til Danmerkur til þess að undirbúa væntanlega ráðningu íslenzkra lækna þar. Þótt vitað sé, að læknar hyggist ekki ráða sig til vinnu í útlöndum til lang- frama, heldur eingöngu með an og ef deilan leysist ekki, er þó víst, að verði að brott- flutningi þeirra úr landi munu einhverjir týnast úr hópnum og glatast íslandi um aldur og ævi. Það hef- ur því vakið furðu almenn- ings, að svo sýnist, sem læknar kæri sig ekki sérstak- lega um að flýta fyrir lausn deilunnar eftir landslögum. Lögfræðingur þeirra dró á langinn eins og honum var unnt að skjóta úrskurði Félagsdóms um frávísunar- kröfu þeirra til Hæstaréttar íslands. Úrskurður Félags- dóms var kveðinn upp á mánu dagsmorgun, en það var ekki fvrr en seint á föstudag, að áfrýjunin barst til Hæsta- réttar. Lögfræðingurinn á- skildi sér rétt til gagnasöfn- unar svo að dregizt getur í allt að hálfan mánuð, að Hæstiréttur geti tekið málið fyrir. Vitanlega voru þau »öen, er hugsanlega geta kom ið fram. löwð fyrir Félagsdóm á sínum tíma, svo að ný »as?nasöfnun nú getur tænast kallast annað en fyrirslátt- ur. Á að trúa því, að lausn málsins sé þannig vísvitandi dregin á langinn? þar eiga þeir 68 fulltrúa af 100. Erfitt er að segja til um það, hvernig Kennedy, forseta, muni ganga að koma fram málum sín- um á nýja þinginu. Hann hef- ur einkum beitt sér fyrir frjáls- lyndari stefnu innanlands, s.s. komið hefur fram í frumvörp- um um læknishjálp fyrir aldr- aða, breytingar á skattalöggjöf- inni o.fl. Hins vegar bjuggust báðir flokkar við því, að repu- blikanar myndu hafa sterkari aðstöðu eftir kosningarnar, en raun ber vitni. Enginti getur sagt til um, hver álhrif Kúbumálið hafði á kosn- ingarnar. Margir voru á þeirri skoðun, að ákveðin afstaða Kennedys, forseta, myndi a-fla flokknum fylgis. Hins vegar gerð ist það, a.m.k. á einum stað, að einn af þeim frambjóðendum, sem hvað mest hafði barizt fyrir ákveðinni afstöðu til imálefna Kúbu, féll í kosningunum. Hins vegar kann mikil kjörsókn, mun meiri, en var í næstu kosning- um á undan, að vera orsökin, því að lengi hefur það verið trú manna, að það væru fyrst Rockefeller og fremst demokratar, sem heima sætu um kosningar. Einn merðcasti þáötur ikosn- inganna, var barátta Riohards Nix-ons fyrrverandi varaforseta og andstæðings Kennedys við forsetakosningarnar síðustu, um ríkisstjóraembættið í Kaliforníu. Nixon tapaði, og er nú fullvíst talið, að þar með sé endir bund- inn á stjórnmálaferil hans. Virð- ist Nixon sjálfur vera sömu skoð unar, því ^ hann sagði við frétta menn, er úrslitin urðu kunn: „Þetta er í síðasta skipti, sem ég ræði við ykkur“. Republikönuim gekk nú betur í rílkisstjónakosningunum en þingkosningunum. >ó var ekki um að ræða sigur beirra í fViri ríkjum en áður. Hins vegar unnu þeir nú sigur í stórum ríkjum í stað taps í smærri ríkjum. Þann- ig á nú flokkurinn ríkisstjóra í Pensylvaniu, Miohigan og Ohio, en missti embættin í hendur demokrata í New Hampshire og Colorado. Af stærri ríkjunum hneigðist aðeins Massachusétts til fylgis við frambjóðanda demo krata. Nelson Rockefeller vann nú aftur í kosningunum um ríkis- stjóra í New York, með svipuð- u-ln meirihlu-ta og h-ann sigraði síðast. Hann er nú líklegasti frambjóðandi republikana í Kennedy næstu forsetakosningum, eftir ósigur Nixons í Kaliforníu. Það kemur nú betur í ljós, þegar tekið er tillit til úrslita í einstökum kjördæm-um, að bar- ábtan stendur ekki aðallega milli republikana og demokrata, held- ur milli „íhaldsmanna“ úr báð- u-m flokkum (sem eru mjög and- Ikommúniskir, lítt gefnir fyrir nýskipan í fjármálu-m og and- ví'gir velferðarhugmyndum) og frjálslyndari -hins vegar. í mið-vesturríkjunum, sem eru yfirleitt þéttbýl iðnarríki, virðist fylgi frjálslyndari manna fara vaxandi. í suðurríkjunum, suð-'vesturríkjunum og vestur- iríkij'Unum — nem-a Kaliforníu — virðist sem ihaldssam’ari fram bjóðendum aukizt fylgi. Mið-vesturríkin hafa lengi ver ið á bandi þeirra íhaldssamari. Bezta dæmið um það, hve fylgi þeirra þar virðist nú dvína, er ósigur Capehart, Wiley og Walt- er Jud-d, sem allir hafa staðið fra-marlega í þeim hópi. Hins vegar er hér ekki um hraðfarar breytingar að ræða, og því vafasamt að spá nokkru um það, hvort frjálslynda stefn- an má sín meira á næsta þingi, en verið h-efur. * Agreiningur á þingi kommúnista Á ársþingi búligarska komm- únistaflokksins skoraði Wu Hsiu -Ohuan, formaður . kínversku sendinefndarinnar, á kommúnista allra landa að styðja kínverska gegn „endurskoðunarstefnunni“, sem hann sagði að hefði hina mestu hættu í för með sér fyr- ir aiþjóða kommúnismann Kvart aði fulltrúinn yfir þeirri ástæðu- lausu gagnrýni á albanska kom-m únistaflokkinn, sem fram hefði komið á þinginu. Wu sagði að kínverskir komm únistar væru reiðubúnir að berj- ast gegn endurskoðunarstefn- unni, kreddukenningum og klofninsstefnu til að vernda kenningar Marx og Lenins og einingu venkalýðis alira landa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.