Morgunblaðið - 21.11.1962, Blaðsíða 2
2
MORCrNBT.AÐIL
Miðvikudagur 21. nóv. 1962
Stjórnarkjöri lýst
í Verzlunarráði
Indverskar konur í Tezpur vígbúast gegn Kínverjum.
FramihaldisaSalfundur Verzlun-
arnáðs íslands var haldinn í
Sjálfstæðishiúsinu í gær 20. þ.m.
Únslit stjórnarkosninga, ©r fram
höfðu farið samkvaemt nýjurn
lögum voru birt.
Stjórnina skipa nú eftirtaldir
menn og munu þeir skipta með
sér verkum á næsta stjórnar-
fundi:
Tilnefndir fulltrúar.
Félag íslenzkra iðnrekenda:
Sveinn B. Valfells og Magnús
Víglundsson, varamenn: Gunn-
ax J. Friðriksson og Sveinn S.
Einarsson.
Félag íslenzkra stórkaupmanna
Kristján G. Gíslason og Hilmar
Fenger, varamenn: Fáll Þorgeirs
son og Sigfús Bjarnason.
Kaupmannasamtök íslands Sig
urður Magnús9on og ísleifur Jóns
son, varamenn: Jón Mathiesen
og Björn Guðmundsson.
Sérgreinafélög: Gunnar Ás-
geirsson og Haraldur Sveinsson,
varamenn: Hans Þórðarson og
Birgir Einarsson.
Kosning fulltrúa í Reykjavik og
Hafnarfirði.
Aðalmenn.
Gunnar Guðjónsson, Magnús J.
Brynjólfsson, Birgir Kjaran, Egill
Guttormsson, Othar Ellingsen,
Árni Árnason. Þorvaldur Guð-
mundsson og Stefán G. Björns-
son.
Varamenn.
Ólafur O. Jolhnson. Sveinn Helga
son, Kristján Jóh. Kristjánsson,
Hallgrímur Fr. Hallgrímsson,
Tómas Pétursson, Bergur G.
Gíslason, Haukur Eggertsson og
Björn Hallgrímsson.
Kosnir fuWtrúar utan Reykja-
vikur og Hafnarfjarðar.
Aðalmenn:
Sigurður O. Ólafsson og Jónat
an Einarsson.
Varamaður
Sigurður Helgason
Kínverjar bjóða vopnahlé
Vilja hörfa norður fyrir IMclHahon-linuna
Nýju Delhi og Peking, 20. nóv. (NTB)
KÍNVERSKA stjórnin tilkynnti í kvöld að hún muni fyrir-
skipa her sínum í Indlandi að hætta hernaðaraðgerðum frá
miðnætti á miðvikudag að telja (kl. 2 e.h. á miðuvikudag
eftir íslenzkum tíma), og að hinn 1. desember nk. muni
hefjast brottflutningur hersins frá Indlandi. Verður herinn
fluttur frá Indlandi og 20 kílómetra norður fyrir þær stöðv-
ar, er voru í höndum Kínverja hinn 7. nóvember 1959, þ.e.a.s.
norður fyrir hina umdeildu McMahon-Iínu.
Skilyrði fyrir þessum aðgerðum er að Indverjar dragi
einnig heri sína 20 km til baka, og hertaki ekki héruð þau,
sem Kínverjar yfirgefa, né skjóti á stöðvar Kínverja eftir
að vopnahlé er komið á. Að öðru Ieyti, segir í tilkynningu
Kínverja, að Indverjar verði að fallast á þær tillögur kín-
versku stjórnarinnar um lausn á deilum ríkjanna, sem fram
komu fyrr á þessu ári. Indverjar hafa áður neitað að fallast
á tillögur þessar.
Ekki hefur indverska stjórnin svarað þessum tillögum
Kínverja, en í fréttastofufregnum frá Nýju Delhi segir að
talið sé að á bak við þær liggi ekki of mikil alvara, heldur
sé hér um kænskubragð af hálfu Kínverja að ræða.
Frá vígstöðvunum í norð-austurhéruðunum berast
fregnir um áframhaldandi sókn Kínverja, og stefna þeir að
borginni Tezpar á Assam-sléttunni.
Nokkrum klukkustundum áður
en vopnahléstillaga Kínverja birt
ist, skýrði Nehru frá því á þing
mannafundi í Nýju Delhi að ekki
Kínverska stjórnin birti vopna
hléstilkynningu sína á fundi með
erlendum fréttamönnum í Pek-
ing í kvöld. Segir þar að til að
tryggja frjálsa umferð um svæði
þau, sem herir beggja landanna
yfirgefa, og til að halda þar uppi
friði og reglu, muni hún koma
upp eftirlitsstöðvum Kína megin
á svæðinu. Á þessum eftirlits-
stöðvum verða hinsvegar engir
hermenn, heldur óeinkennis-
klæddir lögreglumenn. Leggur
stjómin til að hvorugt landið
fái að hafa herlið á svæðum þess
lun og að strax og sámkomulag
hefur náðst milli landanna um
tæknileg atriði varðandi vopna-
hléið og fangaskipti, skuli forsæt
isráðherrar landanna, þeir Chou
En-lai og Nehru koma saman til
fimdar í Peking eða Nýju Delhí,
til viðræðna um endanlega lausn
á landamæradeilunni.
Rannsókn á kali
í túnum
FJÓRIR þingm-enn Framsókn
arflokksins hafa lagt fram þings
ólyktunartillögu á Alþingi uim,
að sérfræðingar Atvinnudeildar
Háskólans í jarðrækt einbeiti
sér að rannsóknum á orsökum
kaiLs í túnum.
kæmi til greina að fallast á nokkr
ar þær tillögur um vopnahlé, sem
ekki fælu í sér algjöran br^ct-
flutning kínverska hersins frá
Indlandi.
Skýrt var frá því í Nýju Delhi
að nokkur þúsund manna ind-
verskur her hafi verið afkróað-
ur að brki kínverska hersins eft
ir að Kínverjar tóku Se-fjallskarð
ið (Se La) í gær. Her þessi hóf
í dag sókn að baki Kínverjanna
með það fyrir augum að ná sam-
bandi við aðalstöðvaiT indverska
hersins. Fyrir norðan Assam-
sléttuna beita Indverjar öllu til
tæku herliði sínu til að stöðva
í tmsókn Kínverja, sem halda '-
fram sókninni frá bænum Bomd
ila suður að Assam. Þúsundir í-
búa borgarinnar Tezpur á norður
bökkum Bramaputra-fljótsins,
hafa yfirgefl- borgina af ótta
við að hún falli í hendur Kín-
verja.
HERNAÐARAÐSTQÐ.
f Bretlandi og Bandaríkjunum
var tilkynnt í dag að stjórnir
landanna væru reiðubúnar að
veita Indverjum frekari hernað
araðstoð eins og um var beðið.
Home lávarður, utanríkisráð-
herra Breta, sagði í þinginu í
dag að brezk vopn yrðu send til
Indlands frá Singapore hið skjót
asta, og talsmaður bandaríska ut
anríkisráðuneytisins sagði að öll
áherzla yrði á það lögð að koma
bandarískum vopnum sem fyrst
til Indlands.
Fréttin um tillögur Kínverja
varðandi vopnahlé hefur að sjálf
sögðu vakið feikna athygli um
allan heim. Til Indlands barst
fréttin ekki fyrr en um miðja
nótt að þeirra tíma, svo ekki hef
ur svar indversku stjórnarinnar
verið birt.
í Bandaríkjunum og Bretlandi
tilkynntu talsmenn ríkisstjórn-
anna að engin opinber tilkynn-
ing yrði gefin út fyrr en tími hafi
gefizt til að kanna tillögur Kín-
verja ítarlega.
Halldór Pálsson
skipaður búnað-
armálastjóri
STJÓRN Búnaðarfélags fslands
ákvað í fyrrakvöld að veita dr.
Halldóri Pálssyni embætti bún-
aðarmálastjöra frá næstu ára-
mótum að telja. Dr. Halldór Páls
son er rúmlega fimmtugur að
aldri, fæddur eð Guðlaugsstöð-
um í Blöndudal. Hann lauk
kandídatsprófi í búfræðum frá
háskólanum í Edinborg árið
1936 og stundaði síðan fram-
haldsnám í Cambridge í tvö ár
og varði doktorsritgerð sína við
Edinborgarháskóla 1938. Hann
tók við starfi hjá Búnaðarfélag-
inu 1937, sem ráðunautur í bú-
fjárrækt. Hann er nýkominn
heim úr ferðalagi til Nýja-Sjá-
lands í boði ríkisstjórnarinnar
þar.
E
NA 15 hnuioA X SnjMoma
SV50hnútor\ * ÚÍi
X7 Sh/rir
E Þrumur
///// R*q*- KuUaokil H Hml I
W/trcÍiXZS HiU,kH \L 1.3» 1
Jónas Sigurðsson
skólastjóri Stýri-
mannaskólans
JÓNAS Sigurðsson hefur verið
skipaður skólastjóri Stýrimanna-
skólans frá og með 1. nóvember
að telja. Jónas er fæddur að Ási
í Garðahreppi 13. marz 1911.
Hann lauk stúdentsprófi við
Menntaskólann í Reykjavík 1930
oig lauk fyrrihlutaprófi í véla-
verkfræði frá tækniháskólanum
í Darmstadt í Þýzikalandi 1933
og farmannaprófi frá Stýrimanna
skólanum 1941. Ennfremur bef-
ur hann verið á allmörgum
námskeiðum í grein sinni erlend-
is. Hann hefur stundað kennslu
við Stýrimannaskólánn síðan
1942 og samið kennslubók í
stærðfræði fyrir skólann.
Óaffurkræft framlag
ríkissjóðs nái til 15 ha
ræktaðs lands í stað10
í GÆR á hádegi var SA og A
kaldi Oig úrkoma surns staðar
á Vestur- og SV-landi, en létt-
skýjað og hægviðri frá Vest-
fjörðum til Austfjarða. Nokk-
urt frost var á Norður- og
NA-landi, en annars staðar
hiti, mest 5 stig í Vestmanna-
eyjum. Frost var í Noregi, en
hiti víðast 0—5 stig í Vestur-
Evrópu og í nágrenni New
York....
RfKISSTJÓRNIN hefur lagt
fram á Alþingi frumvarp þess
efnis, að á tímabilinu 1963—1970
sé heimilt að veita jörðum, er
hafa véltæk tún undir 15 ha.
óafturkræft framlag á úttekna
ræktun að því marki, að þessari
túnistærð sé náð, en í núgildandi
lögum er miðað við 10 ha. Þá
er framlag ríkissjóðs til sam-
ræmis við þetta ákvæði hækkað
í 7,6 millj. kr. árlega.
í athugasemdum við lagafrum
varp þetta segir m. a., að er
lögin um landnám. ræktun og
byggingar í sveitum voru sett
1946, hafi verið gert ráð fyrir,
að fjárhagsstuðningur væri veitt
ur til nýbýla frá Landnámi ríkis-
inis á fyrstu 5 ha. Er lögin voru
endurskoðuð 1957 var hækkað
markið fyrir framlagsskyldri
ræktun upp í 10 ha. Samhliða
þessu var ákveðið, að þær byggð
ar jarðir, sem minna tún hefðu
en 10 ha. fengju tímabundna að-
stoð til að ná þessum áfanga, en
þá voru yfir 3000 jarðir í land-
inu með véltæk tún undir 10 ha.
Við þessa ráðstöfun hefði það
áunnizt, að um 1000 jarðir, sem
voru með tún innan við 10 ha.,
hafa náð þessari og meiri tún-
stærð fyrir árslok 1901. Ljóst sé,
að með þessum ráðstöfunum rík-
isins hafi náðst mikill árangur —
í aukinni ræktun og a'úknum
bústofni og jafnframt verið fyr-
irbyggt,"að jarðir fari í eyði sök-
um skortis á aðstöðu til fóðuröfl-
unar.