Morgunblaðið - 21.11.1962, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 21.11.1962, Blaðsíða 20
20 MORGVISBLAÐIÐ Mlðvlkudagur 21. nóv. 1962 „Nei, það gerði það ekki“, svar aði hann. „En það var eitt af þeim hræðsluefnum hennar, sem við tókum til meðferðar í einka- tímunum. Ég útskýrði fyrir henni, að stamið stafaði af því, að þegar hún var að alast upp, hafi henni verið sagt að segja hitt og þetta en ekki það sem hún hafði sjálf í huganum, en þegar hún ætlaði að segja það, sem henni datt í hug sjálfri, hafi hún verið barin eða þá ver- ið hlegið að henni, og þá hafi hún stamað En þegar hún segir það, sem henni sjálfri dettur í hug, stamar hún ekki, Og heldur ekki þegar hún fer með kafla, sem hún kann vel.“ Sjálfur hef ég ekki heyrt hana stama nema tvisvar. í annað skiptið var ég að tala við hana og þá hringdi síminn. Það var Eli Wallach, sem ætlaði að segja henni, að konan sín væri búin að eignast barn. Marilyn fór að láta í ljós gleði sína yfir þessum viðburði, en allt í einu hætti hún að geta komið upp nokkru orði og stamaði illilega. Samkvæmt skýringum fræðimanna, munu þetta vera svokölluð „andstæð viðbrögð" — Þarna samgleðst hún vinafólki sínu en finnur um leið til afbrýðisemi, af því að hún á ekkert barn sjálf. í hitt skiptið var það við upptökuna á „Bus Stop“. Marilyn á að ljúg| að aðalhetjunni -og lofa henni ao koma á stefnumót á tilteknum tíma, en er raunverulega að búa sig undir að hlaupast á brott. Þegar hún byrjaði að ljúga, þó að það væri orðrétt eftir hand- ritinu, þá stamaði hún alveg preinilega. En þetta er eina skipt ið, sem slíkt hefur komið fyrir í kvikmynd. Um leikhæfileika hennar segir Strasberg: „Hún getur sýnt hverj ar þær tilfinningar, sem atriði krefst, og tilfinningasvið hennar má heita óendanlegt, og það er synd og skömm, að hún skuli ekki hafa notað það meira, eða að myndirnar, sem hún hefur hingað til leikið í, skuli ekki hafa krafizt þess. En hún er mjög taugaóstyrk, og það meir en aðrar leikkonur, sem ég hef kynnzt. En taugaóstyrkur er bara ekki galli á leikkonu, heldur aðeins vottur um tilfinninga- næmi. En Marilyn verður að læra að bedna taugaóstyrk sínum á réttar brautir, eftir því sem við á hverju sinni. Hún er of lengi búin að lifa fyrir blöðin — fyrir auglýsingastarfsemina. Hún þyrfti að lifa fyrir sjálfa sig og starf sitt. Sem kvikmyndastjarna sameinar hún eiginleika Pauline Lord og Jeanne Engels. Fegurð hennar á Ijðsmynd er næstum yfirnáttúrleg. Einu sinni spurði Paula Stras- berg mann sinn, hvað orðið hefði úr Marilyn, ef hún hefði verið uppi fyrir daga kvikmyndianna. Hann hugsaði sig snöggvast um og svaraði síðan: „Það hefði komið alveg út á eitt. Heimurinn hefði samt sem áður eignazt dá- samlega listakonu. Hún hefði get- að skarað fram úr í ballet eða óperu eða venjulegum sjónleik.“ Undir harðri stjórn Strasbergs lagði Marilyn nú út í alvarleg- ustu tilraun sína til að rannsaka kvenlega eiginleika sína og neyta þeirra í leik sínum. í þess- ari sálgreiningu, var hún einnig Marilyn og Joe Di Maggio að rannsaka sjálfa sig. Aðaltil- gangur sálarlækninganna var hjá henni, að brjóta þessa skel eigin- hyggju, sem myndazt hafði hjá henni, snemma ævinnar til varn- ar gegn eyðileggingaráhrifum umhverfisins. Þar stóð á mestu að taka þessa áköfu sektarmeðvitund hennar til meðferðar. Henni varð ljóst hve hinar ströngu siðaregl- ur hennar ristu grunnt. Hennar eigin innra gildi sem persónu kom upp á yfirborðið. Smám saman varð henni ljóst, að ýmis- legt, sem hún hafði talið dauða- synd — fjandskapurinn við aðra, til dæmis — voru eðlilegir eigin- leikar hverrar mannveru. Hjá Strasberg hafði hún tveggja tíma kennslu tvisvar í viku. í öðrum tímanum gerði hún æfingar, en í hinum fór hún með feafla úr klassiskum nú- tímaleikritum. Æfingarnar voru stundum afskaplega einfaldar, svó sem það að syngja vinsælt lag, án þess að hreyfa líkamann, þannig, að hún neytti taugaveikl- unatr sinnar, án þess að láta hana koma fram í ósjálfráðum kippum og titringi. Strasberg notar oft söng til þess að eyða feimni hjá nemendum sínum og fá þá til að slappa af. Önnur æfing var sú að hoppa á staðnum meðan sungið var. SvO voru æfingar í því að segja til þess, sern tiltekið orð minnti á, samstundis og það var nefnt, Og hinar og þessar æfing- ar, sem sem miðuðu að því að liía sig inn í hlutverkið, sem leika átti. „The Seven Year Iteh“. Aðalfrumsýningin á „The Seven Year Itch“ átti að fara fram í Loew-kvikmyndahúsinu í New York, 1. júní 1955. Þessi dagsetning var engin tilviljun. Þetta var 29 ára afmæli Marilyn- ar. Af lagalegum ástæðum var hún ekki boðin á sýninguna af félaginu, en það sendi aðgöngu- miða til Leikskólans eða öllu heldur ti'l Dan Shaw, sem ljós- myndaði fyrir tímarit ög hafði verið fenginn til að taka nokkrar kyrramyndir af Marilyn í sam- bandi við auglýsingastarfsemina. Upp úr því hafði Shaw orðið I kunningi hennar. Þau fóru stund um 1 samkvæmi saman í Man- hattan, enda þótt nú væri aftur tekin að blossa upp ást hennar á Arthur Miller. Og Joe Di Maggio var alls ekki alveg horfinn af sjónarsviði hennar heldur. Hann var þarna í New York og ól með sér vonir um, að ef til vill væri hægt að rimpa saman hjóna- band þeirra aftur. Þau töluðu stundum saman í síma og borð- uðu einstöku sinnum saman. Til þess að koma sér frekar í mjúk- inn hjá Marilyn, lét Joe til leið- ast að fara með henni á frum- sýninguna. Hann gerði líka ráð- stafanir fyrir kvöldverði á eftir. Eins og við var að búast, kom Marilyn of seint. En eftir því, sem Walter Winchell segir, lá ákveðinn tilgangur að baki sein- lætinu í þetta sinn. Hann segir: „Tom Ewell, sem fékk feiki- góða dóma fyrir leik sinn í myndinni er á sviðinu næstum allan tímann.... En á frumsýn- ingunni, tókst hinum aðalleikar- anum, Marilyn Monroe, að stela frá honum athyglinni á klókleg- an hátt.... Hún beið með að koma þangað til 20 mínútur voru liðnar af myndinni... .Þá er er hetjan með langt eintal.... og svo er fimm mínútna bil, þar sem Marilyn kemur alls ekki fram.... Á þessum fimm mínút- um kom hún inn með hr. Joe Di Maggio. Blossarnir frá ljósmynd- urunum eltu hana alla leið í sætið.... Enginn kærði sig um að taka eftir þessu eintali Ewells — því að allra augu vOru á dúkkunni, sem þarna lék eitt af sínum beztu atriðum....“ Meðan á afmælisveizlunni stóð, Slettist upp á vinskapinn hjá Joe og Marilyn, og milli þeirra fóru kuldalegar augnagotur og hvöss orð. Loksins stóð Marilyn upp og stikaði út. Hún bað Shaw að fylgja sér heim. Upp frá þessari stundu vissi Joe, að engin von var lengur að heimta eiginkon- una fyrrverandi aftur. Dómarnir um þessa mynd sýna ljóslega þau vandræði, sem kvikmyndadámurunum var á höndum, ef meta skyldi leikinn hjá Marilyn. Það er eins og fegurð hennar gerði þá bdinda á list hennar. Og sann- leikurinn er líba sá, að enginn kvikmyndadómari, sem annars er eðlilegur karlmaður getur greint hina mörgu og flóknu þætti í leik hennar sundur, eftir að hafa séð myndina einu sinni. Ég hef hvað eftir annað séð beztu mynd- irnar hennar, og sfcal játa, að stundum hef ég ekki komið auga á list hennar fyrr en í þriðju atrennu. Bil'ly Wilder sagði einu sinni við mig: „Hver leikkona í kvik- myndum hefur sína ákveðnu spennu. Ef maður legði spennu- mæli við þær, sýna þær hver sína spennu, Og Marilyn hefur hæstu spennuna. í sama vetfangi og andlitið á henni birtist á tjald inu, lætur fólk sælgætispokana sína falla í kné sér. Og hún dofnaæ aldrei á tjaldinu. I þeim atriðum, sem hún er í, verða aldrei „göt“.‘ Og hún sleppir manni aldrei — maður verður að hafa augun á henni allan tímann. Og það er ekki hægt að horfa á neinn annan í atriði, sem hún leikur í“. Þótt það kunni að hljóma sem þversögn, þá kemur maður ekki einu sinni auga á list hennar í persónum eins og Lorelei Lee, Pola Debevoise, Elsie Marina og Sugar Kane, vegna þess hve hún er eðlileg, eins og hún sé ^ara að leika sjálfa sig. En það er samt enginn tilviljunar-sigur, þeg ar „The Girl Upstairs“, er — eins og einn dómarinn hefur Sagt — „svo opineygð og barna- leg, að hún veit ekki, um hvað hún er að tala.“ öllum tilburðum hennar og tali er stjórnað frá upphafi til enda. í leikútgáfunni var „stúlk- an“ óraunveruleg persóna, sem átti að sýna hugarflug hetjunnar, Richards Shorman. í rauninni var allur leikurinn langt eintal hjá Ewell. En í myndinni verður hún stærri vegna hugsunar þeirr- ar og tilfinningar, sem Marilyn lagði í hana Og tókst að fá fram á tjaldinu. Síðustu þrjú árin hefur hún enn fullkomnað leikaðferð sína. „Marilyn kann að leika gaman- leik“, segir Wilder. „Tímaskynið hjá henni er nákvæmt, Og hún kann að leggja rétta áherzlu á rétt orð til að fá hláturinn 'fram, þar sem það á við. Og hún kann líka að gera sjálfa sig hlægilega. Þetta má -bezt sjá stundum þeg- ar hún kemur fyrst fram, eins og til dæmis í „Some Like It Hot“, þegar hún kemur í bylgjugangi eftir stöðvarpallinum. Hún kem- ur með brj óstin út í loftið og maður finnur á sér, að hún sigrar samstundis hvern mann með útlitinu einu, en svo sýnist hún alltaí steinlhissa á því, að líkaminn á henni skuli vekja svona mikla athygli. Þetta er sannur gamanleifeur. Og þeti er ekkert sem ég hefi kennt henni, sem leikstjóri, heldur kemur það af sjálfu sér. Vitanlega hjálpar það til, að hún notar aldrei belti eða brjóstahaldara í myndum. aiUtvarpiö Miðvikudagur 21. nóvember 8.00 Morgunútvarp. 12.00 Hádegisútvarp 13.00 ,,Við vinnuna**, 14.40 ,,Við sem heima sitjum": Svan« dds Jónsdóttir les úr endur* minningum tízkudrottningarinn ar Schiaperelli (10), 15.00 Síðdegisútvarp. 17.40 Framburðarkennsla í dönsku og ensku. 18.00 Útvarpssaga barnanna: „Kusa I stofunni" eftir Önnu Cath.» Westly; VIII. (Stefán Sigurðsson) 18.20 Veðurfregnir. 19.30 Fréttir. 20.00 Varnaðarorð: Magnús Magnús« son skipstjóri talar til sjómanna 20.05 „Show Boat": Lög úr söngleik Jeromes Kern. 20.20 Kvöldvaka: a) Lestur fornrita: Ólafs saga helga; IV. (Óskar Halldórsson cand mag.). b) íslenzk tónlist: Lög eftir Ólaf Þorgrímsson (Tónlistarfélags* kórinn eða íélagar úr honum syngja. Stjórnendur: Dr. Vict« or Urbancic og dr. Páll ísólfs- son). c) Gils Guðmundsson rithöfund* ur flytur síðara erindi sitt um Gísla Magnússon Hólabiskup. d) Sigurveig Guðmundsdóttir flytur frásöguþátt: Götur í t>ing« vallahrauni. 21.45 íslenzkt mál (Dr. Jakob Bene* diktsson). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Saga Rotchild-ættarinnar eftir Frederick Morton; VII. (Her« steinn Pálsson ritstjóri). 22.30 Næturhljómleikar: Frá tónlistaiv hátíðinni í Monte Carlo í suinar, 23.15 Dagskrárlok. * * K SAGA BERLIIMAR * * * Veturinn stöðvaði ekki umferðina á loftbrúnni. Um vorið 1949 var svo komið að ein flugvél lenti á hverri mínútu í Vestur-Berlín. Á meðan var borgin í raun og veru tvískipt, að- eins skolpræsakerfið og innanbæjar- lestirnar störfuðu eins og áður. Komrnúnistar komu á fót eins kon- ar nerliði, sem þeir kölluðu ,,her- búðalögreglu“, til þess taka Vestur- Berlín, þegar íbúarnir hefðu látið bugast af sulti og vosbúð. Veslur-Berlín gafst ekki upp. Hinn hræðilega vetur 1948—1949, þar sem þeir sátu skjálfandi á heimilum sín- um með eitt og eitt kerti, til þess að ylja sér við, vissu Berlínarbúar að þeir höfðu unnið sér virðingu alls heimsins. Hugrekki þeirra sýndi, að Þýzkaland var hæft til þess að verða aftur lýðræðisríki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.