Morgunblaðið - 21.11.1962, Blaðsíða 14
14
MORGVNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 21. nóv. 1962.
Minningaiorð og kveðja til ldtins bróðurs
Rafn Valdimarsson
Slokknaði fagurt lista Ijós.
Snjókólgudaga hríðir harðar
til heljar draga blóman jarðar.
Fyrst deyr í haga rauðust rós.
J. H.
ÞESSAR ljóðlínur Jónasar Hall-
grímssonar komu mér í hug er ég
frétti hið skyndilega fráfall míns
kæra bróður, Rafns Hilmars Eyr-
bekk, en hann lézt hinn 26. okt.
s.l. í blóma lífsins, aðeins 34 ára
að aldri. Hann var fæddur hinn
10. ágúst 1928 í Vestmannaeyj-
um, foreldrar Svanfríður Jóns-
dóttir og Valdimar Tómasson,
hjón er þar bjuggu þá.
Leiðir okkar skyldu snemma,
en óvenju sterk bönd tengdu
okkur saman, þó vík væri á milli
vina. Hann helgaði sjómennsk-
unni krafta sína, ýmist á mótor-
bátum eða togurum, nú síðast á
b.v. Jóni forseta. Hann var ein-
lægur og hollur félagi, sem allir
samstarfsmenn dáðu og báru
virðingu fyrir.
Minn kæri bróðir, Rafn, lét sér
mjög annt um mig og mína hagi.
Seinnt mun mér líða úr minni
hve fljótt og vel hann brá við
mér til aðstoðar og styrktar er
minn kæri fóstri féll frá til að
létta af mér sorg og annast um
jarðarför hans. Þá var hann mér,
börnum mínum og manni ást-
ríkur og umhyggjusamur, sem
aldrei mun fyrnast.
Nú þegar hann hefur verið lagð
ur til hinztu hvílu og mjúkur
faðmur móður-jarðar falið hans
jarðnesku-leyfar í skauti sínu, þá
færi ég og maðurinn minn hon-
um ástúðar þakkir og biðjum
Guðs blessunar yfir hans fram-
liðna anda.
Minningin um mætan bróður
og vin mun lifa og geymast sem
dýrmæt Guðs gjöf í sálarfylgsn-
um okkar.
Að lokum skal þessi kveðja
lögð að leiði þínu:
Af foldu er förin
farin í hæð.
Sæll er andinn í sólstöfum.
Ég þakka samstarfsfólki minu við Neskirkju, sóknar-
börnum mínum og vinum víðsvegar, heimsóknir, gjafir,
blóm og kveðjur á sextugsafmæli mínu.
Lifið öll heil og sæl.
Jón Thorarensen.
Miðneshreppur
Af öllu hjarta viljum við þakka ykkur öllum fyrir
þær höfðinglegu fjárupphæðir sem okkur hafa borizt frá
ykkur sem nemrn- 63.545,00. — Guð blessi ykkur ölL
Sandgerði, 19/11 ’62.
Fyrir mína hönd og barna minna.
Guðrún Jóhannsdóttir, Fagralandi.
Hjartans þakkir til ykkar frændur, og vinir fyrir heim-
sóknir, skeyti og gjafir á 60 ára afmælisdaginn.
Guð blessi ylckur öll.
Hjörtur Þorsteinsson, Eyri.
Hafnarfirði, 17. nóv. 1962.
Þakka vinsemd mér sýnda sjötugum.
Góðar stundir.
Gunnlaugur Stefánsson.
Frú AÐALBJÖRG JAKOBSDÓTTIR
ekkja Gísla Péturssonar héraðslæknis,
andaðist 19. þ. m. á heimili dóttur sinnar Skúlagötu 58.
Aðstandendur.
EVLALÍA KRISTJANSDÓTTIR
Sigluvogi 13,
sem andaðist 13 þ. m. verður jarðsungin frá Fossvogs-
kirkju fimmtudaginn 22. nóv. kl. 1,30.
Kristján Jónsson og börnin.
ÞORBJÖRG BJÖRNSDÓTTIR
fyrrverandi ráðskona á Hvanneyri
verður jarðsungin laugardaginn 24. þ.m. kl. 10,30 frá
Fossvogskirkju. — Athöfninni verður útvarpað.
Svava Þórhallsdóttir og fjölskylda.
Þökkum ynnilega fyrir auðsýnda samúð við fráfall
og jarðarför móður okkar, tengdamóður og ömmu
MARGRÉTAR BJÖRNSDÓTTUR,
Hvassaleiti 46.
Þökkum læknum og hjúkrunarliði Landsspítalans, fyr-
ir ágæta aðhlynningu í veikindum hennar.
Börn, tengdabörn og harnahöm.
Útför mannsins míns
INGVARS GUÐMUNDSSONAR
Strandgötu 45, Hafnarfirði,
fer fram frá Þjóðkirkjunni fimmtudaginn 22. þ. m. kl. 2.
Guðrún Andrésdóttir.
Tekur lífsknörin,
leggur, í smæð,
framtíðarvon að fótum Guðs.
Sof svefni værum,
þá sorg dynur.
Hverfa spor í heimi stríðum.
Við kveðjum þig, kærum
kveðjum vinur,
huga klökkvum í hinzta sinn.
Við biðjum þig blíða
og brjóstgóða
móðir jörð, fyrir vin valinn.
Lengi sár svíða,
saknaðar móða
hylur augu við heljar svörð.
A. S.
— Aðalfundur
Framhald af bls. 11.
Axel Jónson, fulltrúi frcam-
kvæmdastjóra Sjálfstæðisflokks
ins, flutti erindi um skipulags-
mál Sjálfstæðisflokksins og
ræddi einkum um skipulagsmál
flok’kins í Kjósarsýslu, og gat
nokkurra nauðsynlegra breýt-
inga, sem gera þyrfti á lögum
félagsins í því sambandi. Laga-
breytingarnar voru síðan s-am-
þykktar. Fráf-arandi formaður
Jón M. Guðmundsson og Ásbjöm
Sigurjónsson fráfarandi gjald-
keri félagsins, báðust eindregið
undan endurkjöri í stjórn fé-
lagsins.
I stjórn voru kjörnir: Páll
Ólafsson, Brautarholti, formaður,
Oddur Andrésson, Neðra-Hálsi,
Magnús Jónasson, Stardal, Guð-
jón Hjartarson, Álafossi, Ólafur
Ágúst Ólafsson, Valdastöðum,
Sveinn Guðmundsson, Reykjum
og Bjarni Þorvarðarson, Bakka.
Kosnir voru fulltrúar í Kjör-
dæmisráð Sjárfstæðisflokksins í
Reykjaneskjördæmi og Fulltrúa-
ráð Sjálfstæðisfélaganna í Kjós-
arsýslu.
í fundarlok flutti Matthías A.
MatJhiesen alþm. ávarp og ræddi
um helztu verkefni sem fram-
undan væri hjá samtökum Sjálf-
stæðismanna í Reykjaineskjör-
dæmi.
- Bréf frá New York
Framhald af bls. 13.
orkuvopn eru ennþá í höndum
Castros. Loforð Krúsjeffs um
eftirlit SÞ. á Kúbu með brott-
flutningi rússneskra árásarvopna
er ennþá óuppfyllt. Af þessu
leiðir að Bandaríkin ha-lda á-
fram herkví sinni um Kúbu og
könnunarflugi yfir landinu.
En Fidel Castro hefur nú lýst
þvi yfir að hann m-uni skjóta á
könnunarflugvélar Bandaríkj-
anna. Bandaríkin ha-fa hinsvegar
tilkynnt að þau muni svara
slíkri skothríð og líklegt. er tal-
ið, að af því myndd leiða loft-
árásir á loftvárnarstöðvar Kúbu
manna, sem fyrst og fremst eru
búnar rússneskum vopnum og
jafnvel mannaðar rússneskum
„sérfræðingum."
Mi-ki-1 leynd hefur hvílt yfir
viðræðum þeirra Adl-ai Steven-
son og Va-sily Kuznetsov vara-
utanríkisráðherra Rússa um þessi
mál. Um aðgerðir Mikoyans á
Kúbu er einnig margt á huldu.
En auðsætt er að Kúbuvanda-
málið er í sjálfheldu og í sam-
bandi við vanefndir Castros á
samningi Kennedys og Krúsjeffs
hefur sikapast nýtt hættuástand,
sem ér mjög alvarlegt og gæti
fyrr en varir leitt til örlagaríkra
atburða. — S. Bj.
Þingsályktunarlillaga á Alþingi:
Bsúargerð yfir Lagarfljót
JÓNAS PÉTURSSON hefur la-gt
fram svohljóðandi þingsályktun-
artillögu á Alþingi:
„Alþingi ályktar að fela sam-
göngumálaráðherra að hlutast til
um, að gerð verði fullnaðarkostn
aðarályktun um brúargerð jrfir
Lagarfljót við Lagarfoss, og sé
þeirri áætlun iokið haustið 1963“.
Hlekkur I samgöngukeðju
Fljótsdalshéraðs.
í greinargerð segir svo:
„Óðurn er n-ú unnið að því
um allar byggðir landsins að
brúa vatnsföll til þess að greiða
fyrir samgöngum um landið
þvert og endilangt og innbyrðis
um byggðarlögin.
Fijótdalshérað er klofið í
þrennt af t-veim stórám, Jökulsá
á Dal og Jökulsá í Fljótsdal og
síðan Lagarfljóti. Frá innstu
bygigð með Jökulsá í Fljótsdai
til ósa Lagarfljóts munu vera
90—1-00 km. Á þessari vegaleng-d
er nú brúað á tveim stöðum: í
Fljótsdal nálægt Valþjófsstað og
um Egilsstaði. En mikil vega-
lengd er enn frá Egilsstöðum og
til sjávar og byggð um allt Hér-
að beggja vegna Lagarfljóts. Um
eða rétt ofan við Lagarfoss er
brúarstæði ágætt. Lengd brúar
þar ekki talin verða mikið yfir
70 m. Þetta brúarmál er búið
að vera á dagskrá um skeið, en
enn mun þó ekki vera gengið frá
teikningum og áætlunum um
mannvirkið. En það er mikið á-
hugamál Héraðsbúa, að sem fyrst
fáist brú á Lagarfljót við Lagar-
foss, en naumast er hægt að telja,
að hún geti verið á næstu grög
um, meðan ekki er gengið frá
teikningum og áætlunum.
Fljótdalshérað er víðlent með
mikii búskaparskilyrði. En það
er fremur strjálbýlt og samgöngu
kerfið enn of frumstætt. Slíkt er
að vísu mjög eðlilegt, þegar litið
er á fámenni þjóðarinnar, víð-
áttu landsins og á það, hve
skammt er liðið frá því, að vega-
og brúargerð hófst í landinu. Má
raunar segja, að síðastliðin 60
ár hafi skilað þjóðinni frá alls-
leysi til velmegunar. Samgöngu-
kerfið í landinu er einn liður í
framfarasókninni, sem sífellt fær
meira gildi með breyttum þjóð-
lífsháttum.
Nú er engin byggð hugsanleg
án vega, og hvar sem land skyldi
nema, yrðu samgöngurnar frum-
skilyrði. Á sama hátt helzt ekkl
byggð, nema samgöngukerfið sé
gert viðunan-di. Þes-si þáltiil.
fjallar aðeins um eitt tiltekið at-
riði í samgöngum á Fljótdals-
héraði, brúargerð við Lagarfoss.
En með samþykkt hennar lýsir
Alþingi vilja sínum til þess, að
þessi hlekkur í samgön-gukeðju
Flj ótdalshéraðs verði undirbú-
inn.
Við Lagarfoss eru að ýmsu
leyti ákjósanleg virkjunarskil-
i yrði til rafmagnsframleiðslu. Þar
er einn sá staður, sem er ofar-
lega á blaði um næstu raforku-
ver í landinu. Þess vegna er nauð
synlegt, að staðsetning brúar og
áætlun um hana sé gerð í fullu
samráði við stjórn raforkumál-
anna.“
Nú er rétti tíminn til að nota
SUPER SILICONE VATNSHRINDI
MÁ BERA Á í FROSTI á ómálaða
sléttpússaða, hraunaða, eða húðaða útveggi. Einnig
þök, innkeyrslur, svalir og tröppur.
SUPER SILICONE VATNVERJA
er framleitt á íslandi úr hráefnum frá
GENERAL@ ELECTRIC
sem er eina efni sinnar tegundar á markaðinum í
í Evrópu sem stenzt kröfur ByggSngorrcglu-
gerða Bandaríkjanna og Kanada.
SUPER SILICONE VATNVERJA
skemmir ekki gler og breytir ekki
útliti húsa á neinn hátt og er því aigjör-
lega áhættulaust í notkun.
SUPER SILICONE VATNVERJA
er notað sem grunnur undir málningu á nýja veggi,
inni. (Nánari upplýsingar gefur verksm.)
SUPER SILICONE VATNVERJA
fæst víðast hvar á landinu, en vér óskum eftir um-
boðsmönnum bar sem þeir eru ekki nú þegar.
Notið aðeins það bezta
til viðhalds á húsum yðar
og gætið að hvort þetta
3^
merki er á umbúðunum
það tryggir yður gæðin.
Sýnishorn send endurgjaldslaust hver sem er
Verksm. KISILL Reykjavík.