Morgunblaðið - 25.11.1962, Qupperneq 6
t
MORGV1SBLAÐ1Ð
Sunnudagur 25. nóv. 1962
Um sýn'ngu Valtýs
Péturssonar og fle'ra
Valtýr við eitt málverka sinna
FYRIR noKkrum döguim sagði
kunningi minn: Óaköp er hann
Zópónías orðinn leiðinlegur mál-
eri. Myndirnar á sýningunni hans
eru allar eins — kannski ekki
Ibyggðar yfir nákvæmlega sama
Stefið en þó svo keimlíkar. að
gleðin og þægindakenndin hverf-
ur mér umsvifalaust er ég nálg-
ast þær. í>á var hann nú öðru-
vísi í gamla daga: Sneisafullur
af skemmtilegum hugmyndum
og óragur við að fitja upp á hlut-
um, sem fengu brúnirnar til að
lyftast og hjörtun til að skoppa
í brjóstum ökkar. Þegar einhver
Slkepnan var orðin spök var hann
ekki lengi að korna henni af sér
Og grípa aðra fjörugri í staðinn.
Kunningi minn notaði ekki
þessi orð en þnáðinn í málflutn-
ingi hans hef ég flutt óbrenglað-
an inn í þetta greinankorn.
Ég hef hlustað á slíkan mál-
flutning fyrr, reyndar ekki einu
sinni heldur mörg hundruð sinn
um. En einhvern veginn hef ég
aldrei tekið mark á honum. Að
minnsta kosti hefur mér aldrei
dottið í hug að andmsela honum
á prenti. Ég hef litið svo á, að
þetta deiluefni snerti fremur
hismið en kjarnann í samskipt-
um fóKks við list. En nú er ég
íarinn að efast um það. Líklega
er bæði mér og kunningja min-
um full alvara þegar við verj-
um hvor sitt sjónarmið af nokkru
kappi, og sennilegast er, að ég
hafi gert alltof lítið úr einmitt
þessari afstöðu almenns áhorf-
anda. Mér finnst, að ég skuldi
honum Skýringu.
Myndir sama manns eiga að
vera hver annrri líkar. meira
segja svo nauðalíkar. að inndæl-
asta fólik stanzi fyrir framan þær
og hrópd gecJvonakulega: Ætl-
ast maðurinn til að ég skoði
sömu myndina á tveim stöð-
um? Hvað veldur slíkum
óSköpum? Ég skal reyna
að gera grein fyrir því
í örstuttu máli. Það, sem venju-
lega skilur myndir að og gerir
þær fjarlægar hver annarri, er
alls ekki lífsneisti þeirra, sá hinn
margslungni og pe rsó nubun d ni
—Því að hann kemur ekki í Ijós
fyrr en seinna — heldur ljót og
leiðinleg yfirborðsslepja. Þegar
búið er að skafa hana burt stend
ur listaverkið að sönnu uppi nak
ið og kaldranalegt, en alveg á-
reiðanlega falslaust. Nú getum
við farið að horfa inn í það,
snerta taugar þess og þá upp-
götvum við smán saman, að Mfið
þarna er miklu fjölbreyttara en
það getur nokkurntíma orðið á
skrautlegu yfirborði. Enginn mað
ur hefur lagt fram haldibetri gögn
í þessu máli, en rúmenski mynd-
höggvarinn Brancusi. Alla ævi
sína gerði hann ekki annað en
það að búa til snúnar súlur. fugls
nef, sem standa beint upp í loft-
ið og eggmyndir úr gipsi eða
tréi en samt finnst manni þetta
jafn raunverulegt í dag og grasið
á vellinum eða töngin 1 smiðj-
unni.
Þetta er kynlegt upphaf að
greinarkorni um myndir Valtýs
Péturssonar, segir einhver rödd-
in. Það er satt, kynlegt en ekiki
alveg út í hött. Ég Mt nefnilega
svo á, að Valtýr hafi stigið stórt
skref fram á við þegar hann fór
að skammta sjálfum sér við-
fangsefni af mjög þröngu sviði
— um leið og hann varpaði fyr-
ir borð draumnum um ljósbrigði
og kenjamyndir. Afleiðingin er
augljós. Þetta er bezta sýning
Valtýs og alveg áreiðanlega' sú,
er við munum rifja upp þegar
■höfundurinn er orðinn virðuleg-
ur, gamall', maður. Æarlnn að
tala með skringilegum áherzlum
og hættur að skrifa í Morgun-
blaðið. (Ég vil Skjóta því inn
á millf pnktanna, að gouache-
myndasýningin, sem Valtýr efndi
til í Listvinasalnum fyrir mörg-
um árum var, ef til vill, jafn
heil og sýningin nú en hún var
bara stutt ævintýri á langri
gönguf ör).
Annars hafði ég ekki ætlað
mér að tína fram sérstakar mynd
ir til að hrósa eða skjóta á. Ég
er ekki viss um, að slíkt skipti
meginmáli. Þó vildi ég segja með
áherzlu. að sumar myndanna eru
frísklegar, sviphreinar og fágað-
ar á sinn hátt en aðrar aftur á
móti helzt fyrirferðamikil völ-’
undarhús. Ég held, að Valtýr
mætti að ósekju sníða af þeim
nokkur horn alveg eins og und-
irritaður ætti að reyna að færa
örMtið brot af hinu myrkva sál-
arliífi sinu yfir á köldu málverk-
in með beinu strikunum.
Kurt Zier segir, að myndir
Valtýs séu fjarlægar raunsönnu
lifi margar hverjar. Hvernig
geta þær verið það?
Sennilega hefði ég litið á það
sem slæma skrítlu, ef einhver
hefði sagt fyrir nokkrum árum,
að Valtýr ætti eftir að verða há-
rómantískur málari. Enginn trúði
þó heitara á sína geómetríu en
hann. En svona skjótt breytir
Framh. á bls. 23,
• VANDAMÁL ÆSKUNNAR
JÓN PÁLSSON, tómstunda-
ráJðunautur og starfsmaður
æskulýðsráðs Reykjavíkur sem
öllum Xandsmönnum er kunn-
ur fyrir tómstundaþætti sína í
útvarpinu, ræðir í sunnudags-
rabbi Velvakanda um nokkur
atriði æskulýðsstarfseminnar
og rekstur félagsheimila í land-
inu:
— Skemtanalíf æskunnar er
jafnan mikið umræðuefni
manna á meðal, oftar fremur
til hneykslunar, heldur en
reynt sé að leita leiða tii úrbóta
á þeim vanda, sem fyrir liggur.
Rekstur skemmtihússins Lidió
fyrir ungMnga hefur að sjálf-
sögðu vakið allmikla athygli,
enda verður ekki annað sagt
en að rekstur þess fyrirtækis
hafi farið vel af stað. Húsið
sjálft er vandað og þar hefur
margt verið gert, sem að sjálf-
sögðu kostar mikið fé. Staðir
sem þessir, reknir af einstak-
lingum, hljóta að verða að bera
sig fjárhagslega. Verði lausn
þess vandamáls sú að einstak-
lingar eða fyrirtæiki reki
skemmtistaði .fyrir unglinga og
að þeir verði til fyrirmyndar,
hiýtur að koma að því að þeir
fái eftirgjöf í Skemmtana-
skatti eða aðrar ívilnanir, er
geri þeim léttara fyrir um
reksturinn.
• ALDURSTAKMARK.
Annað vandamál, sem nú
þrýstir á í sambandi við
skemmtanalíf unglinga, er ald-
urstakmark þeirra, sem heim-
ild fá tii að sækja staði sem
þessa. Ákvæðið um, að ungMng-
ar skuli vera orðnir 16 ára, er
þeir fá að sækja slíkan Skemmti
stað, mun vera orðið nokkuð
gamalt. Fyrir um hálfum öðr-
um eða tveim tugum ára, mun
það hafa verið mjög sjaldgæft,
að ungMngar innan 17—18 ára
aldurs sæktu samskonar
skemmtanir og fullorðnir. Nú
hefur þroski barna farið mjög
vaxandi á síðari árum með
bættum efnahag þjóðarinnar
og bættri aðhlynningu ungling-
anna. Nú er svo komið að ung-
lingar allt niður í 14 og 15
ára aldur eru eftirsóttir á vinnu
markaðnum, þegar hörguM er
á fullorðnu fólki til starfa.
Unglingar á þeim aldri eru
taldir sízt verri heldur en þeir
sem eru orðnir 16 ára. Það
er því ekki óeðlilegt, að þeir
geri kröfu til að fá að njóta
skemmtana á borð við félaga
sína, sem eru -1—2 árum eldri,
þar sem af þeim er krafizt
svipaðrar vinnu og þeir finna
og sjá sjálfir, að þeir geta leyst
sömu störf af hendi og hinir.
Er þá ekki óeðlilegt að þeir
geri kröfu tM að fá að sækja
samskonar skemmtanir. Það er
því fullkomlega athugandi,
hvort ekki væri ástæða til að
færa aldurstakmarkið niður,
a.m.k. niður í 1S ára aldur og
væri þá ástæða til að færa
skemtanatímann fram þannig
að hann hefðist fyrr og ungling
ar næðu strætisvagnaferðum
heim að lokinni skemmtun. AM-
margir foreldrar hafa rætt um
þetta við mig og virðist mér
það vera eindregin ósk þeirra
að þessu ákvæði verði breytt.
Nú er svo komið, að það
virðist á næsta leyti nauðsyn
að breyta reglum og ákvæðum
um skemmtanalíf unglinga yfir
höfuð. Er þá eðlilegt að þessi
tvö atriði af mörgum sem lag-
færa þarf, læikkun skemmtana-
skatts þeirra, sem reka vilja
skemmtanir einvörðungu fyrir
unglinga, þar sem fyllstu reglu
semi er gætt og öllum lagaleg-
um kröfum fullnægt. Svo og
að aldurstakmarki unglinga,
sem sækja mega skemmtanir
sem þessar verði breytt.
• SKIPULAGNING Á
STARFI FÉLAGSHEIM-
ILANNA.
Þá er fulikomin ástæða til að
endurskoða og skipuleggja aMa
starfsemi félagsheimilanna í
landinu. Um félagsheimilin
gilda engin önnur ákvæði eða
reglur en þau, að þeim sé
komið upp, þau séu byggð. Nýt-
ing þeirra er í flestum tilvik-
um nær eingöngu miðuð við
skemmtanir og þá mestmegnis
dansleiki. í félagsheimilunum
er sáralítil félagsleg starfsemi
eða támstundastarfsemi, enda
enginn aðili, hvorki á vegum
sveitafélaga eða ríkisvalds, sem
ætlað er að hafa með höndum
yfirumsjón með slíkum rekstri
félagsheimilanna.
• HVERGI FYRIR-
GREIÐSLU AÐ VÆNTA.
Ég get, af því sérstaklega er
um það spurt, látið þess getið,
að nokkrir aðilar utan Reykja-
víkur hafa snúið sér til mín
og beðið um leiðbeiningar um
fyrirkomulag á rekstri félags-
heimila tiil tómstundastarfa.
Fyrirsvarsmönnum félagsheim-
ilanna er ljóst, að þeir geta
hvenær sem er komið á fót
dansskemmtun í húsi sínu. Þeir
geta snúið sér til félagssam-
taka, sem annast um fyrir-
greiðslu með hljómsveitir og
þeir geta snúið sér til yfir-
valda og fengið hjá þeim lög-
gæzlu. Vilji þeir annast íþrótta
starfsemi í húsi sínu, geta þeir
snúið, sér til íþróttasambands
íslands eða íþróttafulltrúa rík-
isins og fengið liðsinni þeirra.
Vilji þeir annast leifcstarfsemi
í hiúsinu geta þeir snúið sér til
Bandalags íslenzkra leiikfélaga.
Eigi hins vegar að koma á fót
málfundum, leshringum eða
ýmiskonar tómíStundavinnu, eða
unglingaleifcstarfsemi, er eng-
inn aðili að snúa sér tM með
leiðbeiningar eða liðveizlu.
Fræðslumálastjórnin telur slíkt
ekki heyra sinni starfsemi til,
þar sem hér er ekki um bein-
an skólarekstur að ræða. Hér
er þvd um að ræða mjög mik-
inn vankant á rekstri félags-
heimilanna, sem ef lagfærð-
ur væri, gæti orðið til mikils
uppeldislegs gMdis fyrir ung-
linganna og einnig til mikils
beins gagns fyrir heimMi
þeirra byggðarlaga, sem hlut
ætti að hverju félagsheimili
fyrir sig.
• VANTAR ÞJÁLFAÐA
ÆSKULÝDSLEIÐTOGA.
Það er skoðun mín að ekki
ætti að leyfa byiggingu félags-
heimila með opinberum styrk,
nema fullnægt sé skilyrðum til
aðstöðu fyrir hverskonar tóm-
stundaiðju, bæði tM bóknáms
og verknáms. Einnig ætti hvert
félagsheimili að hafa á sínum
snærum umsjónarmann eða
æskulýðsleiðoga, sem innsýa
hefði og þjálfun í hverskonar
félagsmála- og tómstundarstarf
semi unglinga. Með sarnræm-
ingu slíkrar starfsemi undir
einni stjórn mætti byggja upp
ýmiskonar félagslega starf-
semi og framkvæma leiðbein-
ingar og kennslu á skipulagðan
hátt, jafnvel fara með nám-
skeið eða annað þess háttar frá
einu félagsheimilinu til ann-
ars, alit í kringum landið.
Það hefur lítið raunhæft
gildi að fjarviðrast út af ólifn-
aði og spállingu unglinganna.
Það sem gera þarf er að vinna
skipulega að þvi að skapa
unglingunum aðstöðu til heil-
brigðra leikja og þjóðlhollra
starfa.