Morgunblaðið - 25.11.1962, Side 12

Morgunblaðið - 25.11.1962, Side 12
12 MORGVISBLAÐIÐ Sunnudagur 25. nóv. 1562 JMiNMifttMðMt' Otgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavflc. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjamason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Simi 22480. Áskriftargjald kr. 65.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 4.00 eintakið. JÖN STEFÁNSSON TTfeð Jóni Stefánssyni er hniginn í valinn einn merkasti og eftirminnilegasti listamaður íslenzku þjóðar- innar; einn þeirra brautryðj- enda, sem gert hafa garðinn frægan og unnið bug á þröng lyndi eybúans með þeim órangri sem hverjmn manni er til fyrirmyndar. Hann lét hvorki einangrun lands síns draga úr sér kjark né varð hann að bráð útlendum á- hrifum, svo hann fengi ekki rönd við reist. Jafnframt því sem hann færði íslandi marg- ar góðar gjafir úr kaupstaða- ferðum sínum til Kaup- mannahafnar og Parísar, tók hann einnig með sér ágætt veganesti til framandi þjóða. Þannig segir Politiken í minningargrein um Jón Stefánsson, að hann hafi ver- ið í miðdepli norrænnar myndlistar. „Hans verður ekki aðeins saknað á „Grönn- ingen“, en einnig á öllum Norðurlöndum," segir blaðið. Jón Stefánsson fór imgur utan og kynnti sér málaralist í Kaupmannahöfn, en varð fljótt fyrir sterkum áhrifum frá franskri hst. í París var hann um skeið nemandi sjálfs Matisse, sem vakti hjá hon- um ást á verkum Cézannes. Þau úrðu honum hvað mest- ur aflgjafi; þau vísuðu hon- um leiðina til persónulegrar myndsköpunar og urðu hon- um alla tíð ómetanlegur bak- hjall í strangri glímu við form og liti. Islenzk náttúra var honum einnig góður bandamaður, hann xmni henni hugástum og túlkaði fegurð hennar eins og hann varðveitti hana í sínu eigin brjósti. Hrá flaustursverk voru list hans ósamboðin, eftiröpun í andstöðu við kröfur hans og menntun. Hann sagði einhverju sinni, að íslenzkt landslag væri eins ólákt landslagi meginlandsins eins og nakinn líkami þeim Sem klæddur er í föt. „Ein- mitt af því að þessi náttúra er nakin er hún svo merki- lega fögur,“ sagði hann. Við þessa fegurð hélt hann trún- að til hinztu stundar. Eins og Gunnlaugur Schev- ing komst að orði við Morg- unblaðið daginn eftir lát Jóns Stefánssonar, var hann ó- venjulegum mannkostum bú- inn: „Hann var umtalsgóður í garð annarra listamanna og alltaf Ijúfur og hlýr,“ segir Gunnlaugur. Undir þessi orð taka aðrir málarar, sem Morgunblaðið sneri sér til. Þeir sakna drengskapar- manns og mikils listamaims. Hlutskipti Jóns Stefánsson- ar var ekki ólíkt því sem ís- lenzk hirðskáld kusu sér á söguöld; hann var í senn að- sópsmikill listamaður með stórþjóðum og háttprúður fulltrúi þess bezta í erfðum okkar og menningu. KOMMÚNISTAR ÞINGA T dag hefst þing „Samein- *■ ingarflokks alþýðu, Sósíal- istaflokksins,“ en því hefur tvívegis verið frestað eins og skýrt hefur verið frá hér í blaðinu, vegna hatrammra deilna innan flokksins, en þar hefur ríkt mesta upplausnar- ástand eins og kunnugt er. Deilur þessar hafa fyrst og fremst byggzt á persónulegri valdastreitu, þar sem Lúðvík Jósefsson hefur verið að reyna að grafa undan Einari Olgeirssyni og ná sjálfur for- ystu í flokknum. Hafði hon- um orðið verulega ágengt, en Einar gat fengið því ráðið, að flokksþingi var frestað, með- an hann var að bæta vig- stöðu sína. Kunnugir telja, að Einar hafi nú náð undirtökunum og þurfi ekki að óttast um for- mennsku flokksins, hann muni verða endurkjörinn af þinginu. Lúðvík er aftur á móti sagður hinn skapversti þessa daga og finnst hann hafa verið illa svikinn. Ekki er búizt við, að neitt merkilegt gerist á þessu kommúnistaþingi. Þar mun verða þráttað eitthvað um lagabreytingar og skipulag Alþýðubandalagsins svokall- aða. ,ÞJÓDFYLKINGIN' TJ'enn ræða að vonum mjög hið hörmulega hlutskipti Framsóknarflokksins að hafa gerzt ber að lögbrotum til að þóknast bandamönnum sín- um í kommúnistaflokknum. Það er vissulega alvarlegt mál, að heildarsamtök alþýð- unnar skuli nú vera orðin að löglausum félagsskap, sem ekkert mark er á takandi, en hitt er þó verra, að Fram- sóknarflokkurinn skuli vera fastur í „þjóðfylkingarnet- inu“. Aðfarir Framsóknarmanna nú eru nákvæmlega á sama veg og þeirra ógæfumanna, sem í löndum þeim, sem nú nefnast leppríkin, tóku upp samvinnu við kommúnista og byrjuðu að láta ofbeldisað- IITAN UR HEIMI Bu5u marihuana sígarettur Fátt er nú um meira rætt í dönsku hlöðunum síðustu dagana, en handtaka tveggja manna, Nick frá Chicago og John frá Eng- landi. Þeir bjuggu á einu af betri hótelum borgarinnar og við leit í hergergi þeirra fannst hvorki meira né minna en 5 kíló af marihuana, sem geymt var í tveim plastpokum, vandlega vöfðum inn í handklæði. Tvær norskar stúlkur drógust a± tilviíjun inn í málið og áttu þátt í að mennirnir tveir voru handteknir. Þær voru þjónustu- stúlkur á hótelinu, önnur heitir Inger-Marie Inghelm frá Osló og hin Sölvi Hansen frá Sande- fjord. Mennirnir buðu stúlkun- um sígarettur, sem þær þágu. Þeim þótti það undarlegt að mennirnir vöfðu sígaretturnar á staðnum, og önnur þeirra hafði orð á því við dyravörðinn, en meira var ekki gert 1 málinu að sinni. Þeir fóru með þær á skemmtistaði, sem einkanlega voru sóttir af kornungu fólki - og leikur grunur á að þeir hafi ætlað að nota þær fyrir milli- göngumenn í framtíðinni. sporið, með fyrrnefndum afleið-- ingum. Eiturlyfjafundurinn hefur ver- ið mjög til umræðu í blöð- unum og segja sum þeirra, að það sé jafn auðvelt að fá keypt Það var hinn stöðugi straumur eiturlyf á tilteknum veitinga-- ungs fólks upp á umrætt her- stöðum og að afhenda yfirhafn- bergi, sem leiddi lögregluna á I irnar í fatageymslunum. Plöntuáburður getur verið hættuiegur Kostir og gallar við notkun á plöntuáburði í landbúnaði hafa verið til umræðu á fjölmennri alþjóðaráðstefnu í Róm, sem stóð yfir 12.—17. nóvember. Án þess- ara efna mundi ekki svara kostn- aði að framleiða ákveðin mat- væli. Til dæmis hefur mönnum reiknazt til, að ræktun á kartöfl- um, eplum og sítrusávöxtum í Bandaríkjunum mundi minnka um 50 af hundraði án þeirra. En þar sem þessi áburður inniheld- ur eiturefni, hefur það í för með sér hættu bæði fyrir menn og dýr. — Þeir sem vinna að landbún- aði verða að gera sér ljóst, að röng notkun plöntuáburðar getur haft skaðleg áhrif á heilsufar okkar, segir einn af sérfræðing- um Matvæla- og landbúnaðar- stofnunar S. Þ. (FAO), dr. C. Lógóþetis. Hættan er mest fyrir þá sem nota þessi efni, flytja þau eða dreifa þeim. Láti þeir undir höfuð leggjast að bera vamar- grímur eða vanræki aðrar til- skildar varúðarráðstafani, getur bein snerting við þessi efni haft skaðleg áhrif. Að skoðun sérfræðings er minni hætta á, að þau eiturefni, sem eftir verða í plöntum oggræn meti, komi fram í matvælunum. Sé þessa vandlega gætt að fylgja reglum um tíma og magn, þegar plöntuáburður er notaður, er engin hætta á skaðlegum áhrif- um. En sé reglunum ekki fylgt getur verið hætta á ferðum. Á Rómar-ráðstefnunni, sem er kvödd saman af FAO í samráði við Alþjóða-heilbrigðismálastofn- unina (WHO) og fleiri sérstofn- anir Sameinuðu þjóðanna, er ætl unin að semja áætlun um fram- tíðartilhögun á þessum málum, bæði að því er snertir vísindalega og lögfræðilega hlið á notkun plöntuáburðar. Hve mikið eitur þolir maður- inn? — í sambandi við ráðstefn- una fara einnig fram umræður sérfræðinga um möguleika manns líkamans til að þola eiturefni. FAO og WHO leitast við að ákvarða, hve mikið magn af eitri á hvert kílógramm maðurinn geti tekið inn án skaðvænna afleið- inga. Slík skilgreining gæti orðið til mikils hægræðis fyrir ríki, sem setja vilja reglur um há- marksmagn eiturefna í matvæl- um. — Það felur að sjálfsögðu ekki í sér, að hámarksmagn eituréfna í matvælum eigi að svara til þess hvað mannslíkaminn þolir, sagði dr. Lógóþetis. í ýmsum löndum er leyfilegt hámarksmagn eiturefna í matvælum aðeins einn hundraðs hluti af því sem á að vera b—- laust fyrir mannslíkamann. I stutu máli 60 milljónir barna og mæðra um heim allan fá fæði og læknis- hjálp hjá Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF). Þessa starf- semi er m. a. hægt að styrkja með því að kaupa UNICEF-kort- in sem seld eru í öllum löndum, einnig á íslandi. Síðan salan á þessum kortum hófst árið 1950 hafa komið inn fyrir þau 5 millj- ónir dollara. í fyrra seldust 21 milljón kort, og í ár vonast menn til að 25 milljón kort seljist. Milljónir bama um heim allan hafa nú knýjandi þörf fyrir barnaleikvelli og frístunda- heimili, eftir því sem tala þeirra kvenna, sem vinna úti, vex. í mörgum löndum eru konur nú orðnar þriðjungur af samanlögðu vinnuafli. f löndum, þar sem efna hagsþróunin er ör, og í mörgum hinna nýju ríkja er meira en helmingur allra vinnufærra kvenna starfandi utan heimilis- ins, Sameinuðu þjóðirnar og Alþj óðaheilbrigðismálastof nunin (WHo) hafa nýlega efnt til ráð- stefnu í Genf um vandamálin sem skapazt hafa af þessu ástandi. gerðir óátaldar eða jafnvel verja þær. Vegna framferðis slíkra manna misstu þjóðir þessar frelsi, en ekki vegna þess að kommúnistar gætu af eigin rammleik undirokað þær. Tíminn þyrlar upp enda- lausu moldryki til þess að reyna að rugla dómgreind almennings. Þannig var líka farið að í leppríkjunum. Þeg- ar lögbrot voru þar framin var reynt að réttlæta þau, og þannig varð gata kommún- ista greið til valdatöku. Nýjasta útgáfa Framsókn- arblaðsins í blekkingarher- ferðinni birtist á forsíðu þess í gær og er svohljóðandi: „Andstæðingar sambands- stjórnar ASÍ, þeir sem nú keppast við að telja þingið „ólöglegt", vegna þess að það samþykkti kjörbréf LÍV með athugasemdum," o.s.frv. Þarna er sem sagt blákalt sagt, að þingið „samþykkti kjörbréf LÍV með athuga- semdum". í lögbrotatillög- xmni, sem Framsóknarmenn stóðu að, stóð hins vegar orð- rétt: „vísar þingið þessum gögn- um til væntanlegrar sam- bandsstjórnar til rannsókn- ar“. Kjörbréfin voru því alls ekki afgreidd á þinginu eins og skylt var og tímaskorti borið við. Þessi blekkingariðja Tím- ans gerir hlut Framsóknar- manna ennþá verri en hann var — og var þó ekki á bæt- andi. Og því miður bendir hún til þess, að Framsóknar- menn séu staðákveðnir í að halda lengra og lengra á „þjóðfylkingarbrautinni“. -t

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.