Morgunblaðið - 04.12.1962, Qupperneq 2
2
MURGUIS BLAÐIÐ
Þriðjudagur 4. des. 1962
Kozlov deilir á Al-
bani og Kínveria
Hann situi nú
Lenti niðri
c skurði
Á SJÖTTA tímanum á sunnu-
dagskvöld lenti þessi Buick-
tóll úti í skurði á móts við
gatnamót Fossvogsvegar og
Hafnarfjarðarvegar. Bíllinn
var á leið til Reykjavíkur, og
á undan honum ók biifreið ut-
an malbiks. Þegar sú bif-
reið nálgaðist Fossvogsveginn,
sveigði hún inn á Hafnarfjarð-
arveg og gaf merki með
stefnuljósum. Bifreiðastjórinn
á Buick-bílnum mun hafa
haldið, að fyrri bíllinn ætlaði
einungis að færa sig ..,nar á
veginn og sá ekki fyrr en um
seinan, að hann ætlaði að
beygja inn á Fossvogsveg.
Buick-bíllinn gat ekki stanzað
í tæka tíð og endaði úti í
skurði, eins og myndin sýnir.
Talið er, að hemlar hafi ekki
verið í fullkomnu lagi. Ekkert
slys varð á mönnum.
( Ljósm. Sv. Þ.).
Leiðrétting
í REYKJAVÍKURBRÉFl sl.
sunnudag varð sú villa, að tölu-
etaifurinn 1 fél'l út á einum stað.
Rétt er málsgreiniin þannig:
„í öðru orðinu segir Eysteinn
Jónsson réttilega að enginn eðl-
ismunur sé á slíkum tengslum og
takmarkaðri aukaaðild, enda er
játað að aukaaðild getur náð yfir
1 til 99% af ákvæðum Rómar-
samningsins.“
Hermenn með al-
væpni í Algeirsborg
■
Akveðið að lækka laun embættismanna
Algeirsborg, 3. des. AP-NTB.
1 gær, sunnuðag, tóku um 200
vopnaðir hermenn sér stöðu við
opinberar byggingar í Algeirs-
borg. Engin skýring var gefin af
opinberri hálfu um það, hver
væri orsökin til þessarar ráðstöf
unar.
Óstaðfestar fréttir herma þó,
að andstaða Þjóðbyltingarflokks-
ins við stjóm Ben Bella búi að
haki. Einn helzti forsprakki
flokksins var handtekinn í gær.
Er það Omar Harr, er gegnt hefur
háttsettu embætti innan lögregl-
unnar.
í nótt settu hermenn upp um-
ferðatálmanir á helztu vegum, er
liggja til borgarinnar.
Bústaður Ben Bella, en þar
hefur stjórnmálanefnd hans að-
setur, var einnig víggirtur í gær.
Stjórnmálafréttaritarar telja
ekki ólíklegt, að Ben Bella ætli
sér að reyna að ganga milii bols
og höfuðs á helztu meðlimum og
ráðamönnum Þjóðbyltingarflokks
ins. Flokkurinn hefur haldið uppi
miklum andróðri gegn áætlunum
stjórnmálanefndarinnar í land-
búnaðarmálum, en nefndin ræður
Ný umferöarkönnun
í strætisvögnum
SVO SEM mönnum mun í fersku
minni, fór fram víðtæk umferðar
könnun í Reykjavík, Hafnarfirði,
Kópavogi og nágrenni, dagana 12.
og 13. september sl. Könnunin
tókst ágætlega vegna góðrar þátt
töku almennings og velvilja. Er
nú verið að vinna úr þeim upp-
lýsingum, sem þá fengust, en það
tekur talsverðan tíma.
Einn þáttur þessarar könnunar
fór fram í öllum strætisvögnum á
könnunarsvæðinu, til þess að
leiða í ljós hve margir ferðast
með þeim að jafnaði, hvaðan og
hvert farþegamir fara og á hvaða
tíma dagsins.
Á þeim tíma sem könnunin
fór fram, var nokkur hluti bæjar
búa staddur annars staðar á land
imi, böm voru í sveit og skólar
aðeins að litlu leyti teknir til
starfa, nokkuð af fólki var í or-
lofi eða við vinnu úti á landi, svo
sem á síld. Þetta var Ijóst, þegar
könnunin var í undirbúningi og
þá þegar ráðgert að viðbótar-
könnun skyldi fara fram í strætis
vögnunum síðar á árinu til sam-
anburðar, þegar skólar væru tekn
ir til starfa og vertíðarvinna kom
in í gang á Suðurlandi.
Nú hefur verið ákveðið, að
þessi könnun í strætisvögnunum
fari fram næstkomandi miðviku-
dag eða fimmtudag — eftir því
sem veðri verður háttað — og á
hún að standa aðeins einn dag
að þessu sinni.
Könnunin fer fram á sama hátt
og áður. Þegar farþegi kemur inn
í strætisvagn, fær hann afhentan
miða, sem hann á að geyma með
an hann er í vagninum, en þegar
hann fer aftur úr vagninum af-
hendir hann miðann eftirlits-
manni, sem er við útgöngudyrnar.
Ef farþeginn er að fara ferð,
sem hann fer daglega, þ.e.a.s.
sömu leið og á sama tíma, þá
á hann í það skiptið að rífa eitt
hornið af miðanum. Þetta er gert,
svo að sjá megi hve margt fólk
notar strætisvagnana að staðaldri
t.d. til þess að fara á sama tíma
til eða frá vinnu eða skóla. Hins-
vegar á ekki að rífa hornið af
miðanum, ef farþeginn er að fara
ferð, sem ekki er farin daglega
á sama tima, enda þótt hann noti
annars strætisvagnana daglega.
Þess er óskað, að foreldrar
skýri þetta fyrir bömum sínum,
Framhald á bls. 23.
mestu um stjórnarathafnir í land
inu.
Þykir stefna Þjóðbyltingar-
flokksins minna mjög á stefnu
Kommúnistaflokksins, sem bann
aður var í vikunni, sem leið.
Ben Bella hefur átt í miklum
örðugleikum undanfarið, vegna
þess, hve efnahagur landsins
stendur illa.
Síðasta ráðstöfun stjórnarinnar
í þeim málum var tilkynnt í dag,
en þar segir, að laun háttsettra
embættismanna verði lækkuð, og
mismuninum varið til að hjálpa
atvinnulausu fólki í landinu, en
það er nú um 5 milljónir tals-
ins.
Skv. nýju launaskránni munu
embættismenn ekki fá hærri laun
en sem nemur 16.000 ísl. kr. á
mánuði.
Siðustu fréttir: — í gærkvöldi
hermdu síðustu fréttir frá Al-
geirsborg, að hermenn með al-
væpni færu nú um götur borgar-
innar.
Jafnframt hafði talsmaður
stjórnarinnar sagt í gærkvöldi, að
auka þyrfti eftirlit með ýmsum
háttsettum embættismönnum,
sem hefðu beitt sér gegn því að
áform stjórnarinnar kæmust í
framkvæmd. Kvað hann eftirlit
á því sviði nú verða hert og
mætti búast við handtökum.
Kommúnista
Róm, 3. desember. (AP)
ÞAÐ hefur komið greinilega
í ljós þá tvo daga, sem fund-
ur ítalska kommúnistaflokks-
ins hefur staðið, hve mikil á-
tök ríkja innan kommúnista-
ríkjanna, þ. e. milli Kínverja
og Albana annars vegar og
Rússa og þeirra, sem þeim
fylgja að málum, hins vegar.
Frol Kozlov, aðstoðarfor-
sætisráðherra Sovétríkjanna,
sem situr fundinn, sagði í dag
í ræðu, er hann ræddi um á-
tök Kínverja og Indverja:
„Átökin geta aðeins leitt til
þess, að aðstaða heimsvalda-
sinna styrkist, svo og aðstaða
andkommúnista • á Indlandi"
Hann lýsti því enn fremur
yfir, að Sovétríkin vildu
leiða deiluna til lykta á frið-
samlegan hátt.
í ræðu sinni vék hann einnig
að þeirri ákvörðun Sovétríkj-
d fundi ítalskia
Róm
að fjarlægja
121 þús.
tunna
komin á
land
AÐFARANÓTT sunnudags veidd
ust 21 þúsund tunnur af 39 bát-
um. Tæpar sex þúsund tunnur
komu þá til Reykjavíkur.
Alls var þá heildarsíldaraflinn
orðinn sl. laugardag, frá því að
fyrstu bátarnir fóru út 14. nóv.,
121.289 tunnur. Þar af komu
40.838 Ul Reykjavíkur, 39.836 til
Akraness og 18.124 til Keflavík-
ur.
90 bátar eru nú skráðir á síld-
veiðar sunnan og vestan lands.
í nótt var gott veiðiútlit.
árásarvopn
í A(A /5 hnúfar | / SV50hnúhr X Snjókoma t Qii - 7 Skúrir K Þrumur Ws KuUoskil H/fttM H fiml I L Lrnai 1
Á HÁDEGI í gær var hæg-
viðri og víða léttskýjað norð
anlandis og austan, en SA
kaldi og víða rigning sunnan-
lands og vestan. Hiti var nær
aiLs staðar yfir frostmarki,
hlýjast í Reykjavík. Lægðin
fyrir SA Hvarf var heldiur að
grynnast, en hreyfðist lítt.
Önnur lægð kemur vestan frá
Labrador.
Veðurspáin kl. 10 í gærkvöldi:
SV-land til Breiðafjarðar og
miðin: Austan eða SA kaldi,
stinningskaldi á miðunum,
víða dálítil rigning eða súld.
Vestfirðir og miðin: Austan
kaldi, stinningskaldi norðan til
dálítil rigning.
Norðurland, NA-land og mið
in: Austan gola, sums staðar
léttskýjað í innsveitium, ann-
ars víða þoka.
Austfirðir og miðin: Austan
kaldi, síðar kaldi, dálítil þoku
súld.
SA-land og miðin: Austan
kaldi, síðar stinningskaldi,
rigning og þokusúld.
Horfur á miðvikudag.
Suðlæg átt, rigning sunnan
lands en hægari og þurrt veð
ur fyrir norðan, víðast frost-
laust.
anna að
frá Kúbu.
Ekki nefndi hann þá Kínverja
a nafn, en réðst á Albani, sem
túlkað hafa sjónarmið Kínverja.
Kvað hann Albani tala um frið
í heiminum „í einskisnýtum orða
tiltækjum". Lagði hann mikla
áherzlu á þá nauðsyn, sem bæri
til að sameina kommúnistaríki
heimsins.
Kozlov lagði mikla áherzlu á
það, hve skynsamlega Sovétríkin
hef^p brugðizt við því, er „banda
rískir ráðamenn hefðu leitt
heiminn fram að barmi tortím-
ingar".
Það vakti mikla athygli, að I
hvert skipti, sem Kozlov vék að
þætti Sovétríkjanna í því að
forða kjarnorkustyrjöld vegna
Kúbudeilunnar, sátu kínvetsku
fulltrúarnir þögulir, þótt flestir
þingmenn klöppuðu þá ákaft.
Sama sagan gerðist á fyrsta
degi ráðstefnunnar, sunnudag, er
Togliatti, foringi ítalskra komm-
únista ræddi heimsmálin. Ræddi
hann m. a. afstöðu Sovétríkjanna
til Kúbu, og bar mikið lof á vizku
ráðamanna þar. — Gagnrýni á
stefnu Kínverja og Albana kom
einnig fram hjá honum, og sagði
hann í því sambandi: „Það er
fjarstæða að halda því fram, að
heimsvaldasinnar séu einhvers
konar pappírstlgrisdýr, er leggja
muni niður rófuna, komist það 1
klípu“.
Sá klofningur, sem nú ríkir
innan kommúnistaríkjanna, duld
ist engum, er ráðstefnuna sat, og
kommúnistamálgagnið „Paese
Sera“ sagði í gær, um fyrsta dag
fundarins, í fyrirsögninni: „Kín-
verjar mótmæla með þögn á-
kvörðun í Kúbumálinu“ — síðan
sagði: „Það, sem fyrst og fremst
vakti athygli á fyrsta degi fund-
arins var, að Kínverjar sátu þög-
ulir og þungbúnir, er fagnað var
ákvörðun Sovétríkjanna í mál-
efnum Kúbu“.
Óháð blað, „Messaggero“, sagði
það hafa vakið mikla athygli, að
er fulltrúar erlendra kommún-
istaríkja óku til fundarins, hefðu
þeir komið í gljáfægðum bifreið-
um, „í fötum, saumuðum hjá dýr
ustu klæðskerum Rómaborgar".
— „Það er augljóst", sagði bl%ðið
ennfremur, „að kommúnistaríkin
hafa ekki farið varhluta af efna-
hagslegri velferð".
Kópavogur
AÐALFUNDUR Sjálfstæðisfélaga
Kópavogs verður haldinn í kvöld
í Sjálfstæðishúsinu Kópavogi og
hefst kl. 20,30.
Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf.
Lagabreytingar.
Kosning fulltrúa í fulltrúaráð.
Kosning fulltrúa í kjördæmisráð.
Bæjarmál.
Framsögumaður:
Axel Jónsson, bæjarfulltrúi.
ADALFUNDUR Sjálfstæðis-
kvennfélagsins Eddu í Kópavogi
verður haldinn í Sjálfstæðishús-
inu, Borgarholtsbraut 6, fimmtu-
daginn 6. des. kl. 20.30.
Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf.
Kjörnir fuiltrúar í fulltrúaráð.
Kjörnir fulltrúar í kjördæmisráð.
Konur athugið, að Guðrún Júl-
íusdóttir, handavinnukennari
mætir á fundinum og annast
handavinnukennslu miUi dag-
skráratriða.
Kaffidrykkja. — Mætið vel og
stundvíslega.
Stjórnin.