Morgunblaðið - 04.12.1962, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 04.12.1962, Qupperneq 17
Þriðjudagur 4. des. 1962 MORGUNBLAÐIÐ 17 — Velferðarmál Framih. aif bls. 6. öst vel með öllu í sínu þjóð- íélagi. í þeirra landi hefir idryk'kj uskapur kvenna tvöfald- Bst á s.l. fimm árum. Telja þeir að jafnrétti í drybkjusýki karla Og kvenna (alkoholism) muni náð í Svíaríki eftir 10 ár. Fyrir nokkru var hlutfallið í Banda- tríkjunum á þá leið að einn af (hverjum sex drykkjusjúklingum Var kona (Heimildir hér um eru íiorsk og sænsk blöð frá apríl þ. á og byggðu þaiu á hagskýrsl- (im og þjóðhagfræðilegum áætl- \inura). Hinn aukni drykkjuskapur kvenna Ihefir mjög fljótt áihrif á velferð barnanna. Nágrannaþjóðunum er þetta ljóst og þær gera þegar Bínar ráðstafanir. Fyrrum voru mæðurnar hinar mestu bjarg- ■vættir gegn drykkjuskap feðr- anna, unz drengirnir voru orðn- ir „nógu stórir“ til að taka þátt í tirykkjuskap fullorðinna. Nú fá börn whisky á pelann mjög ung. Vera má að enn fleiri konur en Ikarlar verði drykkjusýkinni að bráð eins og nú stefnir í sum- >um löndurn, því breytingin frá því sem var, gerist óðfluga ein- mitt á þessum árum,' en hún Isézt ekki nema þar sem sócial- vísindin fylgjast vel með sínum eigin þjóðfélögum. Mvað er barn ? Spurningin kann að virðast tfurðuleg, en lagalega séð er skil greining hugtaksins mjög nauð- synleg. Eins og málum er háttað hjá oss, getur sami einstakling- "urinn verið „fullorðinn“ t.d. í langferðabíl eða strætisvagni og „barn“ sama dag fyrir framan kvikmyndahús — eða í samskipt «m við lögregluna. Þetta ósam- ræmi þjóðfélagsins í afstöðunni til einstaklingsins gerir meira tjón en oss er ljóst. í Finnlandi eru ákvæðin skýr í lögum. Persóna er þar barn til 16 ára aldurs og ungmenni á 17. og 18. eldursári. í Noregi er persóna barn í lagamáli til 18 ára aldurs. f velferðarstarfinu er börnum skipt eftir aldursflokkum og and legri heilsu. Barnaverndarnefnd- ir hafa þar víðtæka heimild til jþess að gera ráðstafanir um vel ferð barna, ef þau eru afrækt, veikluð, vangefin, skortir aðlög- unarhæfileika eða sæta slæmri meðferð, andlega eða Mkamlega, Stofnanir flokkast sem hér segir: a) Smábarnaheimili fyrir 1— 2 ára börn. b) Alrnenn barnaheimili fyr- ir börn til 18 ára aldurs. c) Drengjaheimili fyrir 14—15 ára drengi, meðan á skóla göngu stendur. d) Mæðraheimili f. mæður með lítil börn. e) Dagstofnanir: Barnagarðar, dagheimili, fríheimili. f) „Barnanýlendur“: 'Ársbúðir, sumarbúðir, sumardvalar- staðir. g) Sérskólar fyrir böm með aðlögunarerfiðleika. b) Verndarskólar f. böm með mikla aðlögunarerfiðleika. I) Rannsóknarstofur f. börn með aðlögunarerfiðleika. J) Lækningahæli (psykiatr- iske) fyrir taugaveikluð börn. Flestar stofnanir í flokknum a m f eru einkafyrirtæki, en verða að hafa viðurkenningu félags- inálaráðuneytis. Flestar hinar, nema þær sem eru i j-flokki, eru reknar af ríkinu. Framfarir virð- ast hafa orðið hraðari í Noregi en í flestum öðrum löndum s.l. áratug i velferðarmálum barna og unglinga. E. t. v. hafa þó Danir enn traustara skipulag á þessum málum en aðrar þjóðir og barna- verndarlög þeirra sennilega þau beztu, sem völ er á. Sérlega at- hyglisverðar eru lagagreinarnar 12ö—127, um stofnanir, sem gerð- er «u til að koma í veg fyrir að þeir, sem búa við erfiðar aðstæð- wr, lendi í vandræðum á upp- yaxtarárunum. Enda geta Danir á síðari árum sýnt að sumum flokkum vandræðaunglinga fer heldur fækkandi hjá þeim og vera má að það sé hinum fyrir- byggjandi aðgerðum að þakka. Á norskri löggjöf er sá galli að dómstólar hafa heimild til að dæma harðvítuga glæpamenn til vistar í vinnuskóla fyrir drengi, ef glæpamenn eru nógu ungir, t. d. 19 ára. Nýlega kom það fyrir að þessi heimild var notuð af norskum dómstólum og leiddi til þess að kunnir þjóðarleiðtogar, Hambro o. fl. tóku að deila harð- lega á þetta fyrirkomulag og vilja láta fella heimildina úr lögum. Hér er komið að einni við- kvæmustu hlið velferðarmála. Fáeinir vandræðamenn geta eyði lagt blómlegar stofnanir. Afbrota menn eiga ekki heima innan um venjulega munaðarlausa drengi eða fatlaða, svo dæmi sé nefnt. Ein helzta orsök að hnignum klaustranna, sem voru menning- arstofnanir bæði í Austur- og Vesturlöndum, var sú að þar var komið fyrir vandræðamönnum af yfirstéttum, sem spilltu út frá sér. Kirkjan spilltist á svipaðan hátt á síðmiðöldum af vandræðamönn- um í embættum. Ríkisvöld nú á dögum — og reyndar einkastofnanir líka — geta eyðilagt sitt eigið velferðar- starf með því að láta óhæfa menn stjórna því, en einnig með því að taka að sér vandræðamenn, sem ekki eiga samleið með öðrum inn á stofnanir,er hæfa öðrum, sem þurfa á hjálp að halda, t. d. veikl uðum eða munarlausum. Þess vegna þarf svo margar sérgreind ar stofnanir í velferðarríki nú á dögum, bæði fyrir börn og full- orðna. Og þeir sem að velferðar- málum vinna, þurfa bæði góða almenna undirstöðumenntun og sérmenntun. Nágrönnum vorum á Norður- löndum er það fyllilega ljóst að velferð barna og unglinga er grundvöllur að velferð framtíðar- þjóðfélagsins. Ýmislegt höfum vér af þeim lært og sumt hafa þeir beinlínis hjálpað oss af stað með. Það er gleðilegt að ein ís- lenzk ágætiskona hefir unnið vel- ferðarstarf, sem ekki gleymist á Norðurlöndum, Ólafía Jóhanns- dóttir. önnur íslenzk kona er að góðu kunn fyriir skerf sinn til sérstæðrar velferðarstarfsemi, Ingibjörgu Ólafsson, sem er ný- látin og vann erlendis mikinn hluta ævi sinnar. Þannig hafa ís- lenzkar konur goldið nokkuð af skuld vorri við aðrar þjóðir, auk þeirrar dýrmætu fyrirmyndar, sem þær hafa oss eftir látið. Heildarsögu hinnar íslenzku velferðarstarfsémi þyrfti að rita í handhægu yfirliti, því að sá fróð leikur er ómissandi til þess að ala upp félagslega gáfað fólk meðal æskulýðsins — og það er dýrmætur þáttur þjóðarsögunnar, sem ekki má gleymast. Kynslóð þarf að taka við af kynslóð — og í sumum félagslega gáfuðum fjölskyldum gerist þetta, til mikilla heilla fyrir land og lýð, bæði hér og í öðrum löndum. En fleiri þurfa að bætast við aðstað- an að batna til mikilla muna frá því sem nú er. Jóhann Hannesson. ILMA vörur í jólabaksturinn íMii Bútasala Verður í dag og á morgun. Seld verða allskonar kjóla, blússu, náttfata og buxnaefni. ATH.: AÐEINS ÞESSA 2 DAGA. GERIÐ GÓÐ KAUP. ^ckkalníðih Laugavegi 11 — Sími 12707. Brúnkökukrydd Hunangskrydd Allrahanda Engifer Kardimommur Paprika Múskat Negull Pipar Matarsódi Hjartasalt Eggjagult Súkkat Möndlur Hnetukjarnar Bökunarhnetur Kókósmjöl Skrautsykur Vanillusykur Lyftiduft Matarlím Jarðaberjasulta Hafið listann með yður þegar þér kaupið í JÓLABAKSTURINN. Efnagerðin ILMA Lokað vegna jorðorfaiar eftir hádegi í dag. Bílamálun Halldórs Nikulássonar hennar stolt er Husqvarna Rnsqvarna eldavélin er ómissandi í hverju nútíma eldhúsi — þar fer saman nýtízkulegt útlit og allt það sem tækni nútímans getur gert til þess að matargerðin verði hús- móðurinni auðveld og ánægjuleg. Husqvarna eldavélar fást bæði sambyggðar og með sérbyggðum bökunarofni. MM VMSCJV5>IT W ® automatic hin fullkomna saumavél með öllum hugsanlegum möguleikum og tæknilegum nýjungum — en þó svo einföld í notkun að hvert fermingarbarn getur lært á hana. Husqvarna-vörur eru sænsk framleiðsla.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.