Morgunblaðið - 04.12.1962, Page 23

Morgunblaðið - 04.12.1962, Page 23
Þriðjudagur 4. des. 1962 MORGUTSBLAÐIÐ 23 Listafpagnrýnandmn KrúséSf: eins og asni sletti halanum — og listamenn samþykkja í Masikva, 3. desemlber — NTB Moskvublöðin héldu í gær uppi mikilli gagnrýni á nýtízku stefn- ur innan máiaralistarinnar. Voru þau skrif framhald ummxla Krúséffs, forsætisráðherra, dag- inn áður, og hefðu öll getað fall- ið undir fyrirsögn „Pravda,“ sem sagði: „Takmark listarinnar í Sovétríkjunum skal vera að þjóna almenningi og framgangi konunúnismans.“ Sagt er í greininni í „Pravda" að Krúséff hafi ráðizt gegn ab- strakt málaralist, vegna þess, að ekki sé hægt að sjá, hvort mál- verkin séu „gerð af mannahönd- um, eða asni hafi slett halanum á léreftið." Orð sin hafði Krúséff látið falla, er honum var sýnd mál- verkasýning, sem Moskvudeild IL-28 nú fluttar frá Kúbu New York, 3. desemiber (NTB). BANDARÍSKA landvama- ráðuneytið skýrði frá því í dag, að ljóst væri nú, að haf- inn væri brottflutningur sov- ézku sprengjuþotanna frá Kúbu. Þá var einnig tilkynnt, að nú myndu á nýjan leik hefj- ast viðræður bandarískra og rússneskra fulltrúa um endan lega lausn deilunnar. Þær um ræður hafa legið niðri um nokkurra daga skeið, þótt Anastas Mikoyan, varafor- sætisráðherra Sovétríkjanna, hafi á þeim tíma rætt málið við Kennedy, Bandaríkjafor- seta. Talið hefur verið, að Sovétrík- in hafi sent a.m.k. 30 sprengjú- þotur af gerðinni Ilyushin-28 til Kúíbu. Fyrsta sendingin af þess- um flugvélum er nú á leið frá Kúbu. Sagði varalandivarnarráð- herra Bandaríkjanna, Artihur Sylvester, við fréttamenn í dag, að teknar hefðu verið löftmynd- ir, sem sýndu það. Hefðu mynd- irnar verið teknar af skipinu „Okihotsk“, skömimu eftir að það lagði úr höfn á norðurströnd Kúbu á laugardag. Aðrar myndir, sem teknar hafa verið yfir Kúbu, sýna, að verið er að taka sundur þær flugvélar, sem settar höfðu verið saman á flugvelli nærri San Julian. Nototouð er nú liðið á aðra viku frá því Krúsjeff, forsætisráð- herra Sovétríkjanna, lýsti því yfir, að sprengj uþoturnar yrðu íluttar á brott frá Kúbu. Kvað hann þeim brottflutningi mundu verða lokið innan f jögurra vikna frá þeim tíma. Fulltrúar Sovétríkjanna og Bandaríkjanna hittust aftur i New York í dag. Eitt meginverk- efni þeirra er talið að komast að samkomulagi um eftirlit með því, að ekki verði á nýjan leik toomið fyrir árásarvopnuim. á Kiúbu, sovézka listasambandsins stóð að Segir enn fremur í greininni, að listaimenn þeir, er gengu um salina með forsætisráðherranum, hafi verið á sama málli og hann. Á sýningunni eru um 2000 mád- verk. Það vakti nolkkra athyigli á fimmbudag í fyrri viku, að skyndi lega var hætt við að opna mál- verkasýningu, er halda skyldi í Yunost (ÆJsku) hótelinu í suð- urhluta Moskvu. Þar átti að sýna abstrakt málverk. Um hádegisbilið þann dag voru þátttakendur í óða önn að koma fyrir veitoum sínum. Þá kom hins vegar í ljós, að láðst hafði að fá leyfi til sýningar- innar. Listamiennirnir, sem flest- ir eru stúdentar, höfðu þá lýst því yfir, að þeim væri frjálst að sýna verk sín, án sérstaks leyfis, þar eð þeir væru einung- is álhiugamenn. Bkki munu ráða- menn hafa fallizt á þennan skiln ing, og var hætt við sýniniguna. Jafnframt henni átti að halda jazzkonsert, en honum var einn- ig aflýst. Þessi ráðstöifun, og ummæli Krúséffs, hafa vakið mitola at- hygli, þar sem í síðustu viku varð vart við, að menn héldu, nýja og frjálsari afstöðu til lista. Drógu menn þá ályktun af birt- ing>u ýmissa greina og Ijóða, sem ekki höfðu áður fengizt birt. Var aimennt talið, að hér væri um að ræða nýjan þátt í and-Stalin- isma núverandi ráðamanna. Það frelsi virðist þó aðeins gilda, svo fremi, sem listaverkin þjóni kommúnismanum og fram gangi hans, ef marka má um- mæli Krúséffs, og greinar í blöð- um í gær. — Fyrsta lántakan Framh. af bls. 24. leit við Englandsbanka, að fá að gefa skuldabréfin út í formi handhafaskuldabréfa. Segir blað- ið miklar vonir bundnar við að það leyfi fáist. Hins vegar er bent á í því sambandi, að við sölu handhafabréfa sé krafizt 4% stimpilgjalds, í eitt skipti fyrir öll. Er það borið af þeim, er bréfið kaupir. Leggur „The Times“ til, að gjaldið sé lækkað í 2%, eins og var fyrir styrjöld- ina, og verði framvegis borið af lántakanda, eins og þá hafi ver- ið. Er slíkt talið myndu verða til mikils framdráttar fyrir lána- starfsemi af þessu tagi í Bret- landi. Lotos segir „The Times" m. a., í leiðara, sem það ritar einnig um málið: „fslenzka skuldabréfalánið, sem boðið verður út 1 næstu viku, er fyrsta lán sinnar teg- undar, sem boðið er út í London frá stríðslokum. Alþjóðabankinn hefur gengizt fyrir lántökum í London á undanförnum árum, en þau hafa öll verið vel tryggð. Lántaka íslands 1949 og Noregs 1951 var bundin við vörukaup í Bretlandi — hið fyrrnefnda var raunverulega tryggt með veð- setningu í 10 togurum. Hins veg- ar er íslenzka lántakan nú að- eins tryggð taeð gjaldeyrjsstöðu stjórnar landsins. Það kann því að sýna, hverju hlutverki London hefur að gegna á sviði erlendra skuldabréfalána. Undanfarin ár hafa þeir, sem viljað hafa verja fé sínu til lána, vanizt því að fá í hendur góðar tryggingar: það mun krefjast nokkurs hugrekkis af þeirra hálfu að hætta fé sínu á grund- velli gjaldeyriseignar erlendrar ríkisstjórnar. Því má bæta við (hér, að þess er vænzt, að við brögðin í Gity verði góð. Því hef- ur mikið verið haldið á lofti, að London hafi tækifæri til þess að verða á ný miðstöð fjármálavið- skipta í Evrópu. Takist íslandi ekki að afla nægs fjár .... þeirra tveggja milljóna sterlingspunda, sem um er að ræða, þá verða fjármálamenn í City að endur- skoða afstöðu sína til þeirrar hugmyndar, að þeir geti tekizt á hendur slíkt forystuhlutverk". — Tító EINS og skýrt hefur verið frá í fréttum, >á fórst flugvél frá Bandaríska flugfélaginu „East ern Air Lines“ á Idlewild flugvelli í New York sl. föstu dag. 25 af 45, sem í flugvél- inni voru, létu lifið í slysinu. — Myndin sýnir slökkviliðs- menm berjast við eldinn. Aðalfundur Stangaveiðifélags Beykjavíkur Aðalfundur Stanga- veiðifélags Rvíkur AÐALFUNDUR Stanigaveiði- félaigs Reykjavíkur var haldinn á sunnudag í Þjóðleikhúskjaliar- anum. Yar þett fjölmennasti fundur í sögu félagsins; fundar- menn á þriðja hundrað. Eftir að formaður félagsins, Óli J. Ólason, hafði flutt skýrslu sína, urðu allmiklar umræður. Var mikið rætt um það, að fé- lagið þyrfti að bæta aðstöðu sína að mun, því að fólöigum fjöigaði stöðugt og mi'kil sam- keppni um veiðivötn og ár. Verð á hvens konar veiðiréttindum hef ur hækkað ótrúlega ört á sein- ustu árurn. Stangaveiðifélag Reykjavíkur er öflugasta stanga veiðifólag landsins, ag fólags- menn í því eru nú um 860. Fé- lagið tapaði aðstöðu á árinu í Miðfjarðará, en bætti það upp í Stóru Laxá austur í Hreppum. Veiðidagar á vegum félagisins hafa aldrei verið fleiri en á þessu ári. Þeir voru yfir 2.500. Formaður félagsins var endur- kjörinn Óli J. Ólason með 126 atkvæðum, en Friðfinnur Ólafs- son fékk 82 atkvæði. Aðrir voru einnig endurkosnir, nema Guðni Þ. Guðmundsson, sem baðst und an endurkjöri. Stjórnina skipa því nú auk formanns: Guðmund mundur J. Kristjánsson, ritari Axel Aspelund, gjaldlkeri. Jó- hann Þorsteinsson, varaformaður og Gunnar Jónsson, fjármála- ritari. Framlhald af bls. 1. og margir háttsettir hershöfðingj ar og aðrir ráðgjafar. Er talið að erindi þeirra sé m.a. að ræða nánara efnahagssamstarf Júgó- slavíu og kommúnistaríkjanna í „Comecon", efnahagsbandailagi þeirra ríkja. Tító mun aðeins einu sinni áð ur hafa farið til Sovétríkjanna, frá því Júgóslavía var rekin úr samtökum kommúnistaríkjanna 1948. Fylgdi það ferðalag í kjöl- far tilraunar ráðamanna Sovét- ríkjanna til að bæta sambúð land anna, er deilan milli þeirra hafði staðið í nokkur ár. Ekki bar sú heimsókn þó meiri árangur en svo, að deilan harðnaði aftur nokkru seinna. Hefur það ástand ríkt þar til í seinni tíð, að sam- skiptin hafa tekið á sig meiri vin áttublæ. Það þykir nokkrum tíðindum sæta, að grein sú, sem birt va,r í Peking í dag, skulí koma fyrir sjónir daginn, sem fréttist um för Títós til Moskvu. Hafði þó ekki ert verið til kynnt um förina áð- ur. Þar er vikið að afstöðu Júgó- slavíu til lausnar Kúbudeilunnar, og segir m.a.: „að augljóst sé (m. a. af bæklingi, sem gefinn var út fyrir nokkru í Júgóslavíu), að Tító sé gegn kúbönsku bylt- ingunni, og hafi hann á viður- styggilegan hátt reynt að grafa undan henni“. Greinin í „Alþýðudagblaðinu" er birt á öftustu síðu, og tekur yfir meira en hálfa síðuna. - Umferðarkönnun Framihald af bls. 2. svo að þau viti það, í hvaða til- vikum á að rífa hornið af miðan- um. Það er einnig mikilsvert, að miðamir séu varðveittir vel með an á ferðinni stendur og að þeir séu ekki bögglaðir, brotnir né rifnir. Þegar könnunin fór fram í sept ember urðu lítilsháttar tafir á ferðum sumra strætisvagnanna vegna könnunarinnar, þar sera vagnstjórarnir útbýttu miðunum sjálfir. Nú verður starfsliði fjölg að og má búast við að farþegar verði ekki fyrir neinum óþægind um af þessum sökum. Fólk er beðið um að taka um- ferðarkönnuninni vinsamlega og veita eins og áður þá samvinnu sem með þarf, til þess að hún takist vel. Umferðarkönnunin í strætisvögnunum veitir mikils- verðar upplýsingar, sem stuðla að hagkvæmari rekstri og bættri þjónustu þessara þörfu fyrir- tækja. (Fréttatilkynning frá umferðarkönnuninni). — Indland Framhald af bls. 1. Miklar umræður hafa staðið i dag í þinginu í Pakistan. Kam einn þingmaður fram með þá fullyrðingu, að Bandaríkjamenn hefðu komið sér upp eldflauga- stöðvum á tveimur stöðum í Pakistan og væru þær ætlaðar til árása á Sovétríkin. Hélt þing- maðurinn, Wali Khan, því fram, að stöðvarnar væru við Oherat Og Badlbaer. Utanríkisherrann, Mohammed Ali, svaraði því til, að þessar fullyrðingar ættu ekki við rök að styðjast. Annar þingmaður sagði, er deilurnar stóðu sem haest, að nú væri tími kominn til að Pakistan segði si-g úr Cento og Seato. Formaður brezku aðstoðar- sendinefndarinnar, sem drvalizt hefur í Indlandi, Duncan Sandys, lýsti því yfir í dag í neðri deild brezka þingsins, að hann teldi nú góðar vonir standa til þess, að takast mætti að ná samkamu- lagi um framtíð Kasmír. Kvaðst hann hafa fulla ástæðu tii að álíta, að sögusagnir þær, sem gengið hefðu, þess efnis, að Pakistan ætlaði að undirrita friðarsáttmála við Kínverja, ættu ekki við nein rök að styðjast. BEZT AÐ AUGLÝSA í MOKGUNBLAÐINU

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.