Morgunblaðið - 05.12.1962, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 05.12.1962, Qupperneq 22
22 MORCV N BLAÐIÐ MiSvik'udágUr' 5. des. 1962 Fram náði jöfnu við Þrótt á síðustu mínútu Og bæði efstu liðin töpuðu stigum óvænt Dagskrá handknattleiksmóts- ins í íyrrakvöld Xeit ekki ófrið- samleffa út. En leikimir fóru á annan veg en ætlaS var og næsta óvæntan. Þannig ógnaöi Þrótt- ur meisturum Fram og máttu Framarar. þakka fyrir jafntefiið á síðustu mínútu. ÍR og Valur háðu einnig harða baráttu sem einnig lauk með jafntefli. KR varð hins vegar að þola ósigur fyrir Víking og mátti vel fyrir þakka að hann varð ekki stærri en raun varð á. Þróttur—Fram 13-13 Þróttarar náðu fljótt 2 marka forskoti (2-0) og léku mun betur en Fram. Reyndar var Fram í upphafi óþekkjanlegt frá fyrri leikjum. Að vísu vantaði Guðjón en engan óraði fyrir að hann væri liðinu slíkur máttarstódpi sem, þarna kom á daginn. Leikur liðs iras varð hálf sundiurlaus og ein- kennilegur. Fram náði þó að ftalíu lokaö Erlendum knattspyrnumönn um verður sennilega meinað að undirrita atvinnusamning við ítöLsk knattspyrnufélög eftir 30. apríl 1963. Það er ítalska blaðið Corr- ieire della Sport sem skýrir frá þessu og blaðið telur að bannið muni vara til ársins 1967 að minnsta kosti. Bannið mun ekki taka til þeirra er- lendra knattspymumanna sem þegar eru á samningi við ítölsk félög. Nú eru 52 erl. knattspymu menn i atvinnu hjá ítölskum liðum. jafna fyrir hlié og þá var stað- an 6-6. Síðari hlálfleikur var ein sam- felld tauigaspenna. Þróttur korrast í fyrstu yfir en Fram jafnaði og náði nú tvívegis forystu, síð- ast 12-10 en Axel jafnaði fyrir Þrótt. Og öllum á óvart komst svo Þróttur yfir 13-12 en Ingólf- ur krækti í annað stigið fyrir Fram er fáar sekúndur voru til leiksloka og voru þá Þróttarar einum færri á vellinum vegna brottvikningar eins leikmanns. Þróttur sýndi þama mikinn sigurvilja og baráttuhug. Það er fyrst og fremst dugnaður og vjlji sem skapar árangur hjá Þrotti, á tæknina skortir svolítið enn. Beztir voru Guðmundur í mark- inu og Axel Axelsison. Fram liðið var máttlaust mið- að við ýmsa fyrri leiki. Það vantaði skipulagið og leikgleð- ina. Beztir voru Karl Ben. og Hilmar Ólafsson. Víkingur—KR 19-15 Þessi leikur var allur heldur daufur. Vikingar höfðu þegar frá upþhafi undirtök og héldu þeim, en það var þó þeirra Ijóður að láta KR-inga alitaf halda í og jafnvel ógna á einum tíma. í háMteik stóð 9-6 fyrir Viking og undir lokin tryggðu Víkingar sér eftir nókkrar svift- ingar og spenrau, öruggan sigur 19 - 15. Vikingsliðið vantar nú þá snerpu og það sameiningaraiffl sem þarf til þess að verða gott lið. Það er handahófsbragur á leilk og tilraunum öllum og þá verða úrslitin lífca handaihófs- kennd, eins og félagið hefur feng ið að kenna á. Hjá KR er reyndar sama sag- an. Gömlu stjörnurnar, sem enn leika með, eru svipur hjá sjón miðað vdð fyrri tíma. Aðeins Karl heldur sinni getu og hann var hættulegasti maður Mðsins — bezti maður vállarins. En sigur Vikings var verðskuldaður. ÍR—Valur 16-16 ÍR-ingar hafa kannski ekki búizt við miklu af Valsmönnum, 2. deildar liði. En þá fengu þeir líka að kenna á þeirri skoðun sinni. Valur hafði forystu allan leikinn og í hálfleik var stað- an 8-7 fyrir VaL Og svo fór jafnyel að Vals- menn komust í 15-12 og sigur VaLs blasti við. En góður enda- sprettur færði ÍR jafnteflið og það var Gunnlaugur sem uradir- strikaði það á síðustu minútu — 16-16. Sem fyrr er Gunnlaugur mátt- arstólpi ÍR-liðsins en leifcur liðs ins er að batna þrátt fyrir á- berandi galla. Valur er aldrei auðvelt lið að sigra. Menn eru jafnir en enginn sérstakur. Það er seiglan sem skapar árangur- inn. Þórður skorar fyrir ÍR í leiknum gégn Val. (Ljósm.: Sv. Þ.) IR-ingar áttu fleiri Islands- meistara en nokkurt annaö féfas og settu öll ísl.met í frjálsum iþróttum og sundi Norðmenn í lands- leikjaför til Asíu HINN góði árangur sem norsk- ir knattspymumenn hafa náð í landsleikjum við Svía í haust hefur þegar gert vart sig til góðs fyrir norska knattspymu. Þann- ig hafa Norðmönnum nú horizt tilboð frá Júgóslövum um lands- leiki heima og heiman 1963. Hefur framkvjstj. sambandsins norska skýrt NTB frá þessu og einnig því að fyrir utan hina föstu landsteiki næsta ár verði „dagskrá" landisliðsins spennandi og nýstárleg. Verður sennilega af langferð „eftir beztu sænsku uppskrift" eins og hann orðaði það. Sendiráð Noregs í Asíu og Afríku hafa fengið óskir um að hlutast til um ferð norska lands liðsins þangað og verður senni- lega af förinni eftir haustleikina heima fyrir. Ragnar Larsen hefur tekið við þjálfun norska landsliðsins og segir hann liðsmenn þegar við ætfingar. Krossviðu Simba 4—5 og 10 m/m stærð 122x220 cm Beyki 3 og 4 m/m — 122x220 cm nýkomin. ( HJÁLMAR ÞORSTEINSSON & CO. H.F. Klapparstíg 28 — Sími 11956. AÐALFUNDUR íþróttafélags Reykjavíkur var haldinm að Café Höll mánudaginn 26. nóv. sl. Form. félagsins Sigurjón Þórð arson setti fundinn, minntist stofnanda félagsins Andreas J. Bertelsen, sem lézt á árinu, og flutti skýrslu stjórnarinnar. Rakti hann í stórum dráttum starfsemi félagsins á árinu, sem var bæði fjölþætt og blómlcg. íþróttastarfsemin hjá félaginu var mjög fjölþætt. Félagið starf- ar í 7 deildum og var hin síð- asta þeirra Lyftirogadeild stofnuð í Iok síðasta starfsárs. íþróttaafrek ÍR-inga urðu mörg og sum mjög góð. Hefur félagið sennitega aldrei verið sterkara íþróttatega séð en nú. Studdi fonmaðurinn það með nokkrum dæmum. Frjálsar íþróttir Frjálsíþróttamenn félagsins hafa sett öll ístenzk met sem sett hafa verið á árinu í þeirri grein, 10 talsins. Þrír af fjórum EM förum íslands voru ÍR-ingar og félagsmenn unnu fleiri meist- arastig á öllum meistaramótum í frjálsum íþróttum en nokkurt annað félag eða héraðssamiband. ÍR-ingur vann svo m. a. forseta- bikarinn 17. júní. Körfuknattleikur Körfuknattleiksdeild félagsins gekk nær óslitna sigurgöngu. Á íslandsmótinu vann ÍR sigra í fjórum flokkum af fimm og sömuleiðis eru ÍR-ingar Reykja- víkurmeistarar í greindinni. — Meistaraflokkur félagsins átti 7 af 12 landsliðsmönnum sem til Norðurlandamótsins fóru. Sund Sundfóik félagsins myndaði einnig topp afreksmanna íslands í sinni grein. Tveir þátttakendur íslands á EM voru ÍR-ingar og sundfólk ÍR er eitt um það að hafa sett íslandsmet á Mðnu ári. Guðmundur Gíslason hefur t.d: sett 8 met það sem af er árinu en undanfarin 4 ár hefur hann fengið gullmerki ÍSÍ fyrir 10 met eða fteiri og hefur enginn ísl. íþróttamaður unnið slík meta- afrek. Hörður Finnsson ruddi og íslandsmetum og setti jafnframt Norðurlandamet sem enn standa. Sundfólkið vann íslandsmeistara tign í nafni SRR í öllum ein- staklingsgreinum. Skíðaiþróttir Skíðadeild félagsins beindi sín- um aðalkröftum að byggiragu skíðaskála í Hamragili Og var hann opnaður á afmæli félagsins í marz. Frá opnunardegi til vetr- arloka hafa yfir 2000 manns heimsótt skálann m. a. forseta- hjónin sem dvöldu þar í þrjá daga og fóru miklum viðurkenn- ingarorðum um byigginguna og starf félagsins. Byggingin er og mesta framkvæmdaafrek félags- ins á undanförnum árum. Félags- menn sjálfir hafa lagt fram sem næst 600 þús. kr. í sjálffboða- vinnu en heildarkostnaður við skálann er nú 1,4 millj. króna. En auk þessa unnu sbíðamenn félagsins mikil og góð íþrótta- afrek. Þeir unnu allar sveitar- keppnir í svigi hér syðra og áttu svig- og brunmeistara Rvíkur og einnig Islandsmeistaratitilinn, er féM Reykvúkingum í skaut. Sundmót skólanna HIÐ fyrra sundmót skólanna fer fram í Sundhöllinni 6. des nk. ÍFR sér um mótið. Mótinu verð- ur eins hagað og fyrr að unglinga bekkir (1. og 2. bekkur unglinga mið- eða gagnfræðaskólar) keppa í unglingaflokki en eldri nemend- ur (sem lokið hafa unglingaprófi eða samsvarandi prófi) keppa í eldra fflokki. Handknattleikur Handknattteiksdeild félagsins gekk erfiðlegast en átti þó góða flokka í flestum aldursflokkum. Á Islandsmótinu hafnaði meist- araflokkar félagsins í 3. sæti. Fimleikar Fimleikadeildin beindi starfi sínu að eflingu drengjaflokks sem vakið hefur óskipta athygli og verið fimleikaíiþróttinni góð auglýsing. Almennt félagsstarf Miklu fé hefur verið varið til íþróttastarfseminnar af hálfu fé- lagsins, þótt vissulega hefði það þurft mun meira fjármagn til starfsemi sinnar. í þessu sam- bandi þakkaði formaður hinuim fjötonörgu velunnurum félagsins sem gefið hafa því stórgjafir og m.a. gert því kleift að hafa hér erlenda úrvalsþjálfara í frjálsum íþróttum. Formaður minntist á 55 ára afniælishátíð félagsins en þá voru haldin afrr.ælismót í öllum greinum sem sýndu vel afreks- getu ÍR-inga. Reynir Sigurðsson gjaldkeri las og skýrði reikninga félagsiras er síðan voru samþykktir. Stjómarkjör Sigurjón Þórðarson baðst ein- dregið undan endurkjöri enn- fremur Atli Steinarsson sem ver- ið hefur í stjóm félagsins um 18 ára skeið svo og Örn Eiðsson sem starfað hefur að stjórn félagsins 13 ár. Þessum mönnum var ölluim þökkuð ágæt störf 1 þágu félags- ins. Hina nýkjörnu stjórn skipa Reynir Sigurðsson kaupmaður form., Einnbjöm Þorvaldsson skrifstofustjóri, Haukur Clausen tannlæknir, Einar Ólafsson í- þróttakennari og Vignir Guð- mundsson blaðamaður. Vara- stjórn: Guðmundur Gíslason bankaritari og Margrét Lárus- dóttir bankastarfsmaður. Fundurinn var mjög vel sóttur og var rætt af fjöri uim skýrslu Oig reikninga og framtíðarstarfið, Rikti eining um eflingu félagsins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.