Morgunblaðið - 09.12.1962, Blaðsíða 2
2
MORGVNBLAÐIÐ
Sunnudagur 9. des. 1962
Isíand byggir tilveru sína og framtíð
á hverjum einasta einstaklingi
Fullveldisræða Thor Thors sendiherra á
*
samkomu Islendingafélagsins í New Vork
30. november s.I.
Góðir fslendingar.
ÞAÐ er góður og fallegur siður
að koma saman á hverju ári hér
í New York um þetta leyti. Auð-
vitað er aðaltilgangurinn sá að
hitta vini og landa, en tilefnið
var einnig að minnast 1. desem-
ber. Fyrsti desember 1918 er
mikill dagur í sögu íslenzku
þjóðarinnar.
Viðurkenning Dana á sjálf-
stæði og fullveldi íslands var
fram að þessum tíma hinn merk-
asti viðburður okkar sjálfstæðis-
baráttu. Það var áfangi og þaðan
var haldið markvisst áfram. Ég
vil leyfa mér að skjóta því að
hér, að það hefur verið eitt af
hinum ógleymanlegu augnablik-
um í mínu lífi, er eg sem dreng-
ur hinn 1. desember 1918 stóð
í mannþyrpingunni við Lækjar-
torg og sá íslenzka fánann dreg-
inn að hún á stjórnarráðslbygg-
ingunni. Heyrði danskan flota-
foringja lýsa yfir viðru-kenningu
Danmerkur á fullveldi fslands og
það undirstrikað með fallbyssu-
skotiím frá dönskum varðskip-
um, er lágu við höfnina. Þessi
athöfn greypti sig inn í vitund
hvers þess sem eitthvert skyn
gat borið á þýðingu þeirra við-
burða, sem fram fóru. Fyrsti
desember 1918 er oss hjartfólgin
minningardagur.
Það getur aldrei skyggt á þann
dag, að við síðar eignuðumst
annan dag, sem okkur er enn
kærari, en það er 17. júní 1944,
er íslenzká lýðveldið var stofn-
sett. Þann dag tilkynntum við
alheiminum, að nú vildum við
einir standa um meðferð okkar
mála. Við höfðum ýtt frá landi
og ákveðið að mæta hverjum sjó,
m
Gull og —
dýrir steinnr
Við sýnum úrval af skartgripum í
gluggum okkar nú yfir hátíðina.
Gullsmiðir — Úrsmiiir
Jön Gípunösson
Skor^ripoverzlun
,)<ídaýur cjripur
er ce
tii ijndii
hversu hár og háskalegur sem
hann kynni að virðast. Síðan
hefur margt skeð, þótt enn séu
árin aðeins 18. Einn hinn merk-
asti viðburður á þessum árum tel
ég vera, er ísland hinn 19. nóvem
ber 1946 öðlaðist inngöngu í Sam
einuðu þjóðirnar. Þetta mátti
teljast síðasta sporið í okkar
pólitísku sjálfstæðisbaráttu, því
að við þennan viðburð höfðum
við hlotið viðurkenningu allra
þjóða heimsins á þvi að litla þjóð
in, sem byggir landið með kalda
nafninu væri einnig í tölu sjálf-
stæðra þjóða. Á vettvangi hinna
Sameinuðu þjóða hefur ísland
reynt að sjá fótum -sínum forráð
og koma fram með hófsemd og
raunsæi. Á stundum hefur mál-
flutningur okkar vakið athygli
og haft þýðingu fyrir okkar
helztu hagsmunamál, og einkum
var þetta svo í sambandi við
deilur okkar við Breta út af á-
kvörðun íslenzkrar landhelgi.
Innan Sameinuðu þjóðanna tókst
okkur að ákalla athygli alheims-
ins á þessu nauðsynja- og rétt-
lætismáli okkar, og það er eng-
inn vafi á því, að almennings-
álitið meðal þjóðanna var okk-
ur í vil. Þetta fundu Bretar af
sinni miklu skynsemi og raun-
byggju og því fór svo að sagan
endurtók sig. Davíð sigraði
Golíat. Það, að ísland á sæti
meðal Sameinuðu þjóðanna og
atkvæðisrétt til jafns við stór-
veldi heimsins, minnir þjóðirnar
á tilveru okkar, og ýmsar þeirra
leita stuðnings okkar til fram-
gangs þeirra eigin mála innan
Sameinuðu þjóðanna. Það hefur
oft gerzt að sérstakar sendinefnd
ir frá fjarlægum þjóðum hafi
farið til Reykjavíkur til að leita
stuðnings íslenzku ríkisstjórnar-
innar til framgangs þeirra mála.
Það er daglegur viðburður að
leitað sé til sendinefndar fs-
lands um stuðning við eitt eða
annað mál og auðvitað getum við
aldrei gert alla ánægða, en
stefna okkar er mörkuð. Við er-
um lýðræðisþjóð, sem tilheyrum
hinum frjálsa, vestræna heimi.
Thor Thors.
Framkoma okkar markast af
þessari staðreynd, en einnig og
mjög innilega, af nánum tengsl-
um okkar við frændþjóðir á
Norðurlöndum. Ég gat þess áð-
an, að innan Sameinuðu þjóð-
anna hefðum við atkvæðisrétt til
jafns við mestu stórveldi heims-
ins. Það má um það deila hvort
það er rétt, því að við erum hin
minnsta þjóð í heimi. Það er eins
gott að við íslendingar gerum
okkur ljósa þessa staðreynd, og
forðumst þá herfilegu villu að
við séum einasta þjóð í heimi.
En ég vil í hreinskilni segja það,
að mér virðist stundum, sem
við álítum að allt verði að víkja
fyrir okkar málstað og hagsmun-
um, og allt sem aðrar þjóðir
hafa að segja séu firrur og fjar-
stæður.
Við sem höfum dvalið erlend-
is höfum oft þurft að mæta erf-
iðri spurningu að okkur finnst.
Það er þegar spurt er: Hvað eru
eiginlega margir íbúar á íslandi?
Satt er, við erum aðeins 180 þús-
und manns, og því fámennasta
fullvalda þjóð í heimi. Þessi
spurning veldur okkur oft vand-
ræðum og leiðindum, en við nán-
ari athugun gerum við okkur
það ljóst, að einmitt smæð þjóð-
arinnar er okkar mikilleiki, ef
nota má það orð.
Athugum það, að það þarf
miklu meira átak, meiri dug,
meiri afrek og jafnvel meiri
fómfýsi fyrir 180 þúsundir
manna að halda uppi menning-
arþjóðfélagi en fyrir þjóðir, sem
telja tugi milljóna. Ef okkur svo
fáum tekst að halda uppi þjóð-
lífi á jafnvel hinu hæsta stigi
menningar og farsældar alls
fjöldans, þá getum við sagt, „að
allt vort þjóðlíf sé ævintýr". Við
skulum þess vegna láta fámenni
þjóðarinnar vera okkar stolt, en
eigi valda sársauka, en það eig-
um við öll að skilja, að til þess
að íslenzkt þjóðfélag megi þró-
ast og blessast, verður hver einn
einasti einstaklingur að leggja
sitt af mörkum. ísland byggir til-
veru sína og framtíð á hverjum
einasta einstakling. Enginn má
bregðast og allir erum jafn
réttháir og jafn skuldbundnir
um heill og framtíð og velfarnað
okkar elskuðu þjóðar. Þó við sé-
um svona fámennir er það merki
legt hvað íslendingar eru dreifð-
ir urp allar jarðir veraldar og
hvað maður rekst á þá alls stað-
ar. f því sambandi gæti ég sagt
margar sögur.
Góðir íslendingar.
Við lifum á alvarlegum tímum.
öldurnar rísa hátt í alþjóðamál-
um. Hvað eftir annað hefur heim
urinn verið kominn á gjáarbarm
alheimsófriðar, sem ekkert hefði
getað haft í för með sér nema
eyðingu mannkynsins, að veru-
legu leyti, og eitrun andrúms-
loftsins fyrir þá, sem eftir kynnu
að lifa. Eh hingað til hefur voð-
anum verið afstýrt og við skul-
um ekki ganga þess duldir að
Sameinuðu þjóðirnar hafa mjög.
stutt að því að svo giftusamlega
hefur tekizt, enn sem komið er.
Þegar svo margir íslendingar
hittast erlendis, fjarri fósturjarð
arströndum, þá er eðlilegt að
hugurinn leiti heim, heim til
vina okkar og vandamanna. Nú
er skammdegi heima og skamm-
degisskuggarnir eiga eftir að
verða enn dapurlegri. En mitt I
myrkri skammdegisins koma jól
in og þá loga ljósin á hverju
heimili, inn til dala og út við
strönd, og þar sem þéttlbýlið er
meira.
Síðan mun sólin fara hækk-
andi og íslendingum er ekkert
kærara en geislar hækkandi
sólar.
Við sendum kveðjur okkar
heim og óskum þess innilega að
allt íslenzkt þjóðlíf megi stöð-
ugt stefna mót hækkandi sól.
— Við vonum að friður megi
ríkja í heiminum á komandi ár-
um, svo eigi aðeins okkar litlu
þjóð verði borgið og bjargað,
heldur verði mannkynið allt
verndað gegn illum vættum.
Alltaf fjölgar VOLKSWAGEM
Það er leikur einn
Fyrirliggjandi
að keyra út á
Eftir því sem byggðin eykst og fólkinu fjölgar er þörfin
æ brýnni fyrir ódýran, lipran og öruggan sendibíl.
VOLKSWAGEN sendibíllinn
er einmitt fyrir yður.
Ódýr í rekstri
Lipur í akstri
Fljótur í förum
— SENDILLINN, SEM SIÐAST BREGST —
Eeildverzlnnin HEKLA HF.
Hverfisgötu 103. — Sími 11275.
A
®