Morgunblaðið - 09.12.1962, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.12.1962, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagar 9. des. 1982 HREPPA og í Landmannalaugar. Veðrið var dásamlegt við öskju. Pabbi sagðist aldrei hafa ver- ið þar í betra veðri — blanka- logni og 20 stiga nita. — Er mikið af ungu fólki í þesum ferðum? — Já, já. Það er fólk á öll- um aldri. — Hefur þú oft komið á Hreppaskil. — Þetta er í 4. sinn. Hér er alltaf svo fjörugt. Fólkið Signý Guðmundsdóttir hlakkar mikið til þeirra og er farið að spyrja strax á haustin, hvenær þau verði. Kringum hnöttinn og alltaf í vestur Naestur verður á vegi okkar Ólafur Sveinsson, vélsetjari í Félagsprentsmiðjunni. — Hefur þú ferðazt mikið með Guðmundi, Ólafur? — Nei, ég hef því miður gert alltof lítið af því. Ég fór þó í sumar austur í Eldgjá og Skaftártungu. Ég kann vel við að ferðast með Guðmundi. Hann hefur trausta bíla og bílstjóra. Auk þess fylgir því mikið öryggi, að hann skuli hafa talstöðvar í bílnum í öll- um öræfaferðum. — Varst þú ekki farar- stjóri á Olympíuleikana 1956? — Jú, þá flugum við alla leið kringum hnöttinn — alltaf í vestur. — En ert þú ekki víðförull innanlands, þótt þú hafir ekki oft farið með Guðmundi? — Jú sæmilega, en einn Dansað af kappi. ÞAÐ var glatt á hjalla í Skíðaskálanum í Hveradölum iaugardagskvöldið 17. nóv. þar var saman kominn stór hópur fjallamanna, sem ferð azt hafa í sumar með Guð- mundi Jónassyni víðs vegar um landið. Slíkar samkomiur eru haldnar árlega og nefn- ast „Hreppaskil“. Fólkið kom með 2 stórum langferðabifreið um Guðmundar og var þegar setzt að kvöldverðarboði. Auð fundið var á andrúmsloftinu, að þarna var á ferð glaðvær og samstilltur hópur, sem kunni þá list, að skemmta sér sjálfur, en þurfti ekki að fá aðkeypta krafta til þess. Eftir borðhaldið var tekið að sýna litskuggamyndir, sem teknar höfðu verið í ferðum með Guðmundi í sumar. Dr. C.H. Cassens, viðskiptafuli- trúi þýzka sendiráðsins, sem er mikill ferðamaður og af- burðasnjall ijósmyndari, sýndi myndirnar. Fynst sýndi hann fjölda mynda, sem hann hafði sjálfur tekið. Er nýjar myndir birtust á tjaldinu voru óspart látnar í Ijós skoðanir á þeim. Marg- ir hrópuðu upp yfir sig af hrifningu yfir landslagsmynd unum og aðrar, sem teknar voru í tjaldbúðunum eða við ýmis önnur taekifæri, vöktu geysilega kátínu. Greinilegt var, að ýmislegt skemmtilegt skeður í ferðalögum þessum og að fólkið upplifði þau nú öðru sinni, þótt í myndum væri. Ein myndin er af manni sem stendur holdvotur á ár- bakka. — Þarna lekur úr hon- um afa, segir þá Guðmundur. Næst er sýnd kvikmynd, sem Jón Guðjónsson tók í páskaferðinni síðastliðið vor, en síðan er haldið áfram við litmyndirnar og fyrst sýndar myndir, teknar af Halldóri Ólafssyni á Vatnajökdi. — Þetta er sennilega yngsti ferðalangurinn, sem farið hef ur yfir Vatnajökul, segir Hall dór. Um aðra mynd segir hann: — Þessi er tekin í 1725 m. hæð á Grímsfjöllum, það var svo hvasst, að við rétt gátum komið húsinu upp. Síðan eru sýndar myndir frá Páli Pálssyni og Karli Eir íkssyni og loks myndir Guð- mundar. — Hvar haldið þið, að þessi sé tekin? spyr Guðmundur. Menn stinga saman nefj- um og loks segir einhver; — Á Sandskeiðinu. — Nei, hérna á hlaðinu, seg ir Ijósmyndarinn. Þýzkur íslandsunnandi Eftir að ljósin hafa verið kveikt og Dr. Cassens hefur tekið saman vélar sínar og myndir, náum við tali af hon- um. — Hvað hafið þér dvalizt lengi á íslandi? — Næstum átta ár. Ég kom hér 30. janúar 1955 beina leið frá Kenya. Ég skipti aðeins nokkrum sinnum um flug- vélar á leiðinni. — Voru það ekki stórkost leg viðbrigði. — Jú, Nairobi er 150 mí'lur sunnan miðbaugs, og þetta var í janúar. — Hvert er aðaláhugamál yðar annað en ferðalög og ljós myndun? — Ég safna listaverkum. Ég hef kynnzt íslenzkri list taisvert og þekki helztu nöfn á því sviði. — En hvað um ferðalögin? — Ég elska að ferðast. — Hvar hafið þér helzt far- ið um hér á landi, eða ættí ég kannske heldur að spyrja, stað þarf ég endilega að koma á, og það er Vatnajökull. Sjfc- urði Þórarinssyni þykir það alltaf Ijóður á ráði mínu, að hafa ekki komið þar. — Ferðaðist þú ekki mikið á hestum hér í gamla daga? — Ég læt það allt vera. Ég er svo mikið fyrir þægindin. Ég fer bara í nýtízku ferðalög með bílum og flugvélum — ekki með hestum. Jóhanna grasakona Fjallagarparnir eru fyrir nokkru farnir að syngja lög og Ijóð, sem við, sem vana- lega höldum okkur á lág- lendinu nema við þurfum að skreppa austur fyrir fjall, höf- um aldrei heyrt áður. Þó skjóta annað slagið upp koll- inum gamlir húsgangar — A ekki að fara að setja líf í þetta ball, heyrist Sig- urður Þórarinsson kalla, en við snúum okkur að Jóhönnu Ingólfsdóttur, sem er matráðs- heima hjá Vatnajökli og norð- ur að Öskju, í Herðubreiðar- lindir og um Mývatn til Akur- eyrar. Svo fórum við suður Kjöl til Reykjavíkur. — Og Svíunum hefur nátt- úrlega þótt góður hjá ykkur fjallamaturinn? — Þetta voru einhiverjir beztu kostgangarar, sem ég hef nokkurn tíma haft. Ferð- in var í alla staði eins þægi- leg fyrir okkur og hún gat verið, og mér þótti leíðinleg- ast þegar hún var á enda. — Hvað þótti Svíunum nú bezt af því, sem þú gafst þeim? — Ég gaf þeim nokkrum sinnum fjallagrasamjólk, og það var að sjá, að hún þætti bezt. Að minnsta kosti voru þeir alltaf að tala um hana. Að endingu fengiun við svo hjá Jóhönnu uppskrift- ina af þessum öndvegisdrykk: 100 gr hreinsuð fjallagrös 4 matskeiðar sykur 1-lVz 1 mjólk 2 teskeiðar hveiti Mjólkin er síðan jöfnuð með hveitinu, fjallagrösin sett út í mjólkina og það soðið sam- an. Síðan eru 2 egg þeytt með 2 teskeiðum af sykri og það hrært út í fj allagrasamj ólk- ina. Jóhanna Ingólfsdóttir Harmleikur við Öskju Okkur leikur forvitni á að vita, hver elzti þátttakandinn í Hreppaskilunum muni vera en í fremri salnum höfum við séð gamla konu, sem okkur virðist geta haft sitt hvað að segja okkur. Þegar við fær- um þetta í tal við þá, sem sitja í kringum okkur, fáum við að vita, að þessi kona heitir Guðrún Jónsdóttir og að hún sé 74 ára. Okkur er líka sagt, að hverju við get- um helzt spurt hana. köna á Landsspítalanum og er líklegast sú kona, sem kokkar í flesta munna hér á landi. — Þú hefur eytt sumarleyfi þínu uppi á fjöllum í ár? — Við fórum tvær sem elda buskur með sænskum jarð- fræðingum, Sigurði Þórarins- syni og Guðmundi. — Þetta hefur ekki verið eins stór hópur og þú hefur á Landsspítalanum. — Nei, bara 27 Svíar frá TJppsölum og Stokkhólmi, þrír bílstjórar, þrír farar- stjórar, Sigurður, sem fór alla leiðina og Elsa Vilmund- ardóttir og Þorleifur Einars- son, sem fóru suður yfir Kjöl með okkur. — Þetta hefur verið mikil ferð, sem þið fóruð? __Við vorum hálfan mánuð á flakki. Fórum fyrst í Land- mannalaugar, upp í Jökul- Guðrún Jónsdóttir Nú er hringdans og vi8 4- ræðum að ganga út á dans- Framhald á bls. 23. hvar þér hafið eklki komið? — Ég hef ekki verið á Horn ströndum, Dalvik og Ólafs- firði. Dalvík vonast ég til að sjá í þessum eða næsta mán- uði. — Frá hvaða sjónarmiði veljið þér helzt mótív yðar við myndatökur? — Frá listrænu sjónarmiði fremur en til þess að sýna landslagsyfirlit. Stundum er betra að taka nærmyndir, til þess að ná smáatriðum. Marg- ir listamenn hafa sagt við mig, þegar ég hef sýnt þeim myndir mínar: þama hefði ég viljað sitja og mála. Svo hef ég mjög gaman af að sýna hreyfingar fólks, t.d. við síld- arvinnu á Siglufirði. Ég vil ekki sýna póstkortastemningu heldur leitast við að sýna hið raunverulega. — Hvað segið þér um ís- lenzka náttúru og landslag? — Islenzk náttúra er stund um mjög hörkuleg, kaldrana- leg og grimm vegna þess, hve hún er ósnortin. Stundum er hún kannske ekki falleg en alltaf stórbrotin. — Hvaða staðir eru yður minnisstæðastir hér? — Það er erfitt að svara því, en ég hef farið Kalda- dalsveg og niður hjá Húsa- felli, Barnafossi og Kálfs- Dr. C H. Cassens fossum. Þar er ýmislegt að sjá sem ég er sannfærður um, að hvergi finnst annarsstaðar. — Hvað finnst yður um ferðalög á íslandi almennt? — ísland er ekki land fyrir alla ferðamenn, heldur fyrir þá, sem njóta hins óvænta eða stórbrotna og geta þolað harðindi — sofið í tjaldi og þess háttar. Inneign Guðmundar á hlaupa reikningi Verzlunarbankans Næst hittum við að máli unga stúlku, Signýju, dóttur Guðmundar Jónassonar. — Hvað starfar þú, Signý? — Ég vinn í Verzlunarbank anum — hlaupareikningi. — Ferðast þú mikið með pabba þínum? — Já, alltaf, þegar ég get. — Fórstu eitthvað með hon- um í sumar? — Ég fór í 12 daga Öskju- ferð. Við fórum norður Kjöl og suður Sprengisand og kom- um auk þess að Veiðivötnum ÖLUM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.