Morgunblaðið - 18.12.1962, Blaðsíða 12
12
MORGVTSBLAÐIÐ
Þriðjudagur 18. des. 1962
lOíppmM&foifo
Ctgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavlk.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Áskriftargjald kr. 65*00 á mánuði innanlands.
1 lausasölu kr. 4.00 eintakið.
DEILUR UM KJÖRIN
Ij’ins og útreikningar þeir,
sem Efnanagsmálastofn-
tmin hefur gert, bera með sér,
hafa kjör batnað verulega að
undanförnu og eru nú 10%
betri en 1958. Þannig hafa
kjarabæturnar orðið örari en
menn þorðu að vona, þegar
Viðreisnarráðstafanirnar voru
gerðar, en þá var búizt við
töluverðri m kjaraskerðingu
fyrsta árið og ætlað, að eitt
til tvö ár kynni að taka að
vinna þá kjaraskerðingu upp,
þar til verulegar kjarabætur
færu að fást.
Reynslan varð sú, eins og
kunnugt er, að kjörin rým-
uðu sama og ekkert á árinu
1960 og tóku þegar að batna,
er kom fram á árið 1961.
Menn finna það líka bezt
sjálfir um allt land, að mikið
er um peninga og velta hefur
aldrei verið eins mikil í þjóð-
félaginu eins og nú. Það get-
ur hver maður séð, ef hann
gengur til dæmis um verzlun-
argötu í Reykjavík nú fyrir
jólin.
Auðvitað hefur ekki nema
hluti af þeim kauphækkun-
um, sem urðu í sumar og
haust, verkað sem kjarabót.
Það vissu allir fyrirfram, að
jafnmiklar og kauphækkan-
imar voru, þá hlutu þær að
leiða til allmikilla verðhækk-
ana, sem gleyptu hluta kaups
ins. Skynsamlegra hefði verið
að stilla kauphækkunum í
hóf, því að auðveldara hefði
þá verið að hafa hemil á verð-
laginu.
Ánægjulegt er hinsvegar,
að töluverður hluti kaup-
hækkananna kemur fram
sem kjarabót, þótt nokkuð
mismunfndi sé, því að kaup-
hækkanirnar í sumar voru
mismunandi miklar.
Einstaka félög hafa ekki
fengið kauphækkanir. Þannig
er til dæmis um starfsfólk í
veitingahúsum, sem nú
hyggst ná sambærilegum
kauphækkunum og aðrir hafa
fengið, og er það ekki nema
eðlilegt.
Verkfall það, sem starfs-
fólk í veitingahúsum hefur
boðað, er ekki byrjun á nýju
kapphlaupi um kaupið, held-
ur til að afla sömu kjarabóta
og aðrir hafa þegar fengið.
Þess vegna standa vonir til
þess að sú kaupdeila leysist
greiðlega.
HLUTVERK NATO
lláðherrafundi Atlantshafs-
bandalagsins er nú lokið.
Á fundinum ríkti eining og
bjartsýni, og í yfirlýsingu
hans er lögð áherzla á þýð-
ingu þess, að ráðherrar að-
ildarríkjanna hafi náið sam-
band sín á miili og ráðherra-
fundir verði tíðari í framtíð-
inni en hingað tiL
Festa Bandaríkjamanna í
Kúbudeilunni og stuðningur
annarra bandalagsríkja við
aðgerðir þeirra hafa- valdið
því, að miklu betra ástand er
nú í alþjóðamálum en um
langt skeið og full ástæða til
bjartsýni.
Menn hafa áttað sig á því,
að gegn ofbeldismönnum
þýðir ekki undanlátssemi á
svipaðan hátt og var á árun-
um fyrir styrjöldina, þegar
Bretar og Frakkar hopuðu
stöðugt fyrir yfirgangi Hitl-
ers og gerðu Munchen-samn-
ingana frægu.
Afstaða Breta og Frakka þá
leiddi til hörmulegrar heims-
styrjaldar, og lýðræðisþjóð-
irnar ætla ekki að láta slík
mistök henda sig á ný. Þess
vegna standa þær gegn of-
beldinu, svo að það fær engu
áorkað.
Jóhann Hafstein banka-
stjóri flutti nýlega ræðu um
starfsemi Atlantshafsbanda-
lagsríkjanna. Hann komst
þar m.a. svo að orði:
„Ég tel víst, að Atlants-
hafsþandalagið verði á kom-
andi tímum sterkasta aflið í
vestrænni samvinnu ^til þess
að samhæfa hin pólitísku
sjónarmið, til verndar frelsi
einstaklinga og þjóða, til þess
að lifa í friði án ótta við of-
beldi og tortímingu".
Það er með hliðsjón af
þessu eðli Atlantshafsbanda-
lagsins og þessum tilgangi
þess, sem íslendingar vilja
veita því öflugan stuðning og
þeim mönnum fækkar, sem
aðhyllast hugsunarháttinn,
sem ríkti í Munchen á sínum
tíma.
SÍLD SUNNAN-
LANDS
Cíldveiðin sunnan lands og
^ vestan virðist ætla að
verða með ágætum, ef gæftir
verða sæmilegar. Hvenær
sem gefur á sjó koma bátam-
ir með ríflegan feng að landi.
Eru þessar veiðar orðnar
mjög þýðingarmikill þáttur í
atvinnurekstri íslendinga og
virðast jafnvel ætla að verða
árvissari en síldveiðin norðan
lands.
Af þessu leiðir að síldar-
iðnaður sunnan lands og
vestan hlýtur stórum að auk-
asl. ;,
Enda þótt deilur sjómanna
Kúbufangarnir látnir lausir
gegn greiðslu í lyfjum og barnafæðu
New York, 17. des. (NTB)
SAMNINGAR hafa náðst um
„kaup“ á 1200 föngum, er hef
Castros tók við misheppnaða
innrásartilraun flóttamanna í
apríl 1961. Hefur Kúbustjórn
fallizt á að láta fangana lausa
gegn skipsfarmi af lyfjum og
sérstakri matvöru handa
börnum.
Samningar um fanga-„kaupin“
hafa staðið yfir allt frá því inn-
rásartilraunin fór út um þúfur.
Skipuð var nefnd þekktra banda-
rískra borgara til að vinna að
lausn fanganna frá Kúbu, en í
nefnd þessari áttu saeti, meðal
annarra, frú Eleanor Rooseveit,
ekkja fyrrverandi Bandaríkja-
forseta, en hún er nýlega látin,
Milton Eisenhower, bróðir fyrr-
verandi forseta, og Walther P.
Reuther, forseti verkalýðssam-
bands starfsmanna í bílasmiðj-
um (UAW).
Mánuði eftir að innrásin var
barin niður, þ.e. hinn 20. maí,
tald-i nefndin að Samkomulag
væri komið um að fangarnir
yrðu framseldir gegn því að
sendar yrðu 500 dráttarvélar frá
Bandaríkjunum til Kúbu. Ekki
reyndist þetta þó rétt, því 25.
júní 1961 slitnaði upp úr samn-
ingum. Bandaríska stjórnin tók
það fram strax í upphafi að
samninganefndin væri ekki á
hennar vegum, heldur algjört
einkaframtak.
62 milljónir dollara
Eftir að slitnað hafði upp úr
samningum, fékk borgaranefndin
lögfræðing einn í New York,
James Donovan, til að halda við-
ræðum áfram. Lítið hefur frétzt
af viðræðunum annað en það, að
Castro mun hafa krafizt 62 millj.
dollara fyrir að láta fangana
lausa.
Bandaríski Rauði krossinn til-
kynnti í dag að hann hafi tekið
á leigu flutningaskipið „African
Pilot“ til að flytja lyfin og
barnamatinn til Kúbu. Skipið
Varð bráð-
kvaddur á sjónum
AKRANESI, 17. des. — Aðfara-
nótt sl. sunnudags varð maður
bráðkvaddur um borð í Haraldi
I. úti á Jökultungum. Varð það
vélstjórinn, Hallvarður Einars-
son, 45 ára gamall, til heimilis á
Vesturgötu 87 hér í bæ. Búnir
voru þeir að kata nótinni, snurpa
og draga hana, og hörðu siglt í
tvo og hálfan tíma heim á leið.
Hallvarður var staddur niðri í
káetu kl. 1.40 eftir miðnætti,
þegar hann kenndi skyndilega
lasleika og andaðist skömmu síð-
ar. — Hallvarður heitinn var
kvæntur Aðalheiði Arnfinnsdótt-
ur. Attu þau sex börn: Ragnar
22 ára, Guðrúnu, sem er tvítug
og gift, Jón Sævar 15 ára, Höllu
Guðrúnu 10 ára, Arnfinn 7 ára
og Einvarð 6 mánaða. — Sjó-
mennskan var ævistarf Hall-
varðs heitins, frá því hann komst
á legg. — Oddur.
og útvegsmanna um kjörin
hafi hindrað að síldveiðar
hæfust á eðlilegum tíma, virð
ist þó sem hægt verði að
jafna metin, ef sæmilegar
gæftir verða, þannig að síld-
veiðin verði ekki minni en
síðasta ár. Ef aflabrögðin
verða sæmileg við aðrar veið-
ar, má því gera ráð fyrir að
efnahagsástandið verði gott á
næsta ári, ekki síður en því
sem nú er að enda.
fer nú til Baltimore í Maryland- i en ekki hefur verið látið uppi
ríki til að lesta „lausnargjaldið", I hvenær það siglir til Havana.
SL. SUNNUDAG var kveikt á jólatré því, sem óslóborg gaf
Reykjavik, og sett hefur verið upp á Austurvelli. Er þetta í 10.
skipti, sem Reykjavík berst slík gjöf.
Kveikt var á trénu við hátíðlega athöfn. Sendiherra Norð-
manna, Johan Cappeien, og borgarstjórinn í Reykjavík, Geir
Hallgrímsson, fiuttu ávörp. 13 ára dóttir sendiherrans, Astrid
Cappelen, kveikti á Ijósunum. Lúðrasveit Reykjavíkur lék og
Dómkórinn söng. — Fjöimennt var við athöfnina.
A myndinni eru sendiherra Norðmanna og dóttir hans, og
horfir sendiherrann á jólatréð, er dóttir hans kveikir á því.
Ljósm. Mbl.: Ól. K. M.
Hér er Hafsteinn Baldvinsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, að
veita móttöku jólatré því, sem vinabær Hafnarfjarðar, Freder-
iksberg, hefur gefið hingað. Ræðismaður Dana hér á landi,
Ludvig Storr, afhenti tréð og var kveikt á því kl. 4 sl. sunnu-
dag. Tvær lúðrasveitir léku við athöfnina og Karlakórinn
Þrestir söng. Allmikill fólksfjöldi — einkum þó börn — var á
Thors-planinu í Kafnarfirði í gær þegar kveikt var á trénu.
Ljósm. Mbl.: Sv. í».