Morgunblaðið - 08.01.1963, Síða 8

Morgunblaðið - 08.01.1963, Síða 8
8 MORCUnBLAÐlÐ Þriðjudagur 8. janúar 1963 „Ástarhringurinn" frumsýndur á morgun MIÐVIKUDAGINN 9. jan. frum- sýnir Leikfélag Reykjavíkur leikritið „Ástarhringinn“, eftir austurríska leikritaskáldið Arthur Schnitzler. Ástarhringurinn var saminn laust fyrir síðustu alda- mót og frumsýndur í Vínarborg skömmu síðar, en hætta varð sýningum sökum þess, að leik- ritið var bannað. Það f jallar um samtið höfundarins í Vín. Síðar var banninu þó aflétt og leikritið sýnt víða um heim ýmist undir nafninu Ástarhring- urinn eða Hringekja ástarinnar. Kvikmynd, sem gerð var eftir leikritinu, var sýnd hér fyrir nokkrum árum. Æfingar á Ástarhringnum hafa staðið í 3 mánuði. Leikstjóri er Helgi Skúlason, og fer hann með eitt hlutverkanna. Atriði leiksins eru 10, og eru aðeins tvær per- sónur á sviðinu í einu. Leikend- ur auk Helga eru Þóra Friðriks- dóttir, Steindór Hjörleifsson, Bryndís Pétursdóttir, Birgir Bryn jólfsson, Kristín Anna Þórarins- dóttir, Guðmundur Pálsson, Guð- Vetrarhark- an eykst ■ Englandi VEÐURFRÆÐINGAR í Eng landi hafa dregið þá ályktun af skýrslum um vetrarveður í landinu frá 1939, að vetrar- harkan verði æ meiri í Eng- landi með hverju ári og gera megi ráð fyrir því að veturnir verði eins harðir og jafnvel harðari næstu áratugi. Frá 1939 hafa snjóþyngsli í Englandi aukizt ár frá ári og meðalhiti lækkað. Nú í ár var heimskautaísinn nær Englandi en nokkru sínni fyrr á þessari öld og norðanvindar verða æ tíðari. Frá 1896 til 1938 komu aðeins tveir harðir vetur í Englandi, en frá 1939 hafa sex vetur verið mjög kaldir í land- inu. rún Ásmundsdóttir, Helgi Skúla- son, Helga Bachmann og Erling- ur Gíslason. Leiktjöldin málaði Steinþór Sigurðsson, og er það óvenjumikið verk, þar sem 10 mismunandi svið eru í leiknum og auk þess mjög íburðarmikil. Steinþór varð í haust fastráðinn leiktjaldamálari Leikfélagsins. Næsta verkefni félagsins er „Eðlisfræðingarnir“, eftir Diirr- enmatt. Það gerist allt á geð- veikrahæli og fjallar um þrjá eðlisfræðinga, sem þar eru vist- menn. Með hlutverk þeirra fara Gísli Halldórsson, Guðmundur Pálsson og Helgi Skúlason. Leik- stjóri er Lárus Pálsson. Frum- sýningin verður seint í febrúar. Eðlisfræðingarnir voru fyrst sýndir í Sviss í febrúar síðastl. en í vetur eru að minnsta kosti 40 frumsýningar á leikritinu í Evrópu. Fáír farnir á vetrarvertíð ENN er allt í óvissu um það, hve margir bátar muni róa á vetrar- vertíðinni. Nokkrir eru þegar farnir að róa á sumum stöðum, og fleiri geta hætzt við næstu daga. Þessari óvissu veldur hin góða síldveiði hér sunnan lands og vestan. Margir útgerðarmenn vilja gera út á síld, meðan hún veiðist, og hafa því ekki ákveðið endanlega, hvenær farið verður á línu- neta- eða handfæraveiðar. 87 frá Vestmannaeyjum. — Nokkrir með botnvörpu? Líklegt er talið að í vetur verði gerðir héðan út 87 bátar. 15 bátar héðan eru nú á síld, en talið er að meirihluti þeirra fari á þorska net, er líður á vertíð. Fyrirhugað er, að 42 bátar stundi línu og netaveiðar. 10 veiða bæði á línu og handfæri og 9 stunda hand- færaveiðar eingöngu. 11 aðkomu- bátar, allir að austan, verða hér og róða með línu og net. Bátarnir eru 4—5 færri en í fyrra. Þó má slá þann varnagla varð- andi báta þá, sem stunda munu línu- og netaveiðar, að erfiðlega gengur að fá- fólk, og má vera að 5—6 bátar neyðist til að stunda botnvörpuveiðar. Er það alveg nýtt nú á síðari árum, að bátar héðan stundi slíkar veiðar á vetrarvertíð. — Björn. 4 byrjaðir í Hafnarfirði í gær voru fjórir bátar farnir að stunda línuveiðar frá Hafnar- firði, þeir Hafnfirðingur, Sæljón, Vonarstjarnan og Fram. Þessir bátar leggja allir upp í Hafnar- firði. Veiði hefur verið fremur treg. Fleiri bátar eru að útbúa sig, en ekki er vitað, hve margir þeir verða. Sumir þeirra munu leggja upp annars staðar, svo sem í Grindavík. Góð aflabrögð á Patreksfirði Fjórir bátar hófu þar róðra á nýjársdag, eins og áður hefur verið sagt frá. Hafa þeir aflað Fær SAS leynivopn í hendur í baráttunni við Loftleiðir? í GÆR hófst í París fund- ur Alþjóðasambands flug- félaga — IATA — (sjá frétt á öðrum stað í blað- inu). 16 meðlimir samtak- anna hafa sent fulltrúa á fundinn. Umræðuefnið er, eins og áður hefur verið skýrt frá, hvort SAS skuli fá leyfi til að lækka far- gjöld sín á leiðinni yfir Norður-Atlantshafið og taki þá í notkun venjuleg- ar skrúfuvélar. Fái SAS sínu framgengt í þessu máli, má búast við, að flug hefjist með þessum vélum í apríL Dönsk blöð hafa nokkuð rætt þennan fund undan- fama daga, og þá ágrein- ing þann, sem uppi hefur verið milli SAS og Loft- leiða. 1 Ekstrabladet segir: „SAS vonast til þess að fá í næstu viku í hendurnar þau gögn (midler), sem duga til þess að sigra is- lenzka keppinautinn Loft- leiðir.“ Þá segir enn í blaðinu: ,Jafnvel þótt ákvörðun sú, sem tekin verður, verði sú, sem SAS óskar eftir, þá er vafa- samt að tala um sigur fyrir samsteypuna. Karl Nilsson, aðalforstjóri, segir, að skaðinn sé þegar skeður. SAS heldur því fram, að á árinu 1962 hafi fyrirtækið tapað allt að 40 millj. (d. kr.) vegna samkeppninnar frá Loftleiðum, sem félagið telur óiheiðarlega (unfair).“ Þá skýrir B.T. frá því, að bandarísk yfirvöld hafi farið þess á leit við Loftleiðir, að félagið fækki ferðum sínum á N-Atlantshafsleiðinni. Þá seg- ir blaðið enn fremur: „þessar tilraunir geta reynzt fjárhag Loftleiða eins hættulegar eins og tilraunir SAS til að hefja flugferðir með skrúfuvélum á lágum fargjöldum, en í þeim ferðum yrði lent í Reykjavík á leiðinni frá Kaupmannahöfn til New York. Loftleiðir fljúga 8 ferðir á viku nú í vetur — en á sl. vetri voru ferðirnar 7. Á sumrin fljúga Loftleiðir 11 sinnum í viku til New York. Bandaríkin vilja nú, að ferð- unum verði fækkað í 8 að sumri til og fjórar að vetrar- lagi. Lág fargjöld Loftleiða milli Reykjavíkur og New York byggjast á^ leyfi bandarískra yfirvalda, en það var veitt, og felur í sér sérstaka hagsmuni, vegna flutninga á bandarísk- um hermönnum til og frá her- stöðinni í Keflavík". B.T. lýkur grein sinni með þessum orðum. „Augljóst er, að tvíkjafta töng er nú að lokast um hið ódýra félag Loftleiðir (det billige Loft- leiðir)“. vel, fengið 8—12 lestir í róðri, og aðfaranótt sunnudags fékk Dofri 19.5 lestir, sem telst gott í vertíðarbyrjun. Sex stunda sigl ing er á miðin. Tveir bátar munu sennilega bætast við. 4 — 6 bátar á homafirði HÖFN í HORNAFIRÐI, 7. jan. Fjórir bátar hafa byrjað hér róðra með línu, og hefur afli þeirra verið 6 — 9 lestir í róðri af slægðum fiski með haus. Tveir bátar munu væntanlega bætast við í næstu viku. Einn af bátum þessum er frá Seyðis- firði. Sumt af áhöfninni kom þaðan með Volkswagen-bíl, og Þrátt fyrir hina miklu síld- f' veiði hafa nokkrir bátar hafið linuveiðar, þ. á. m. Stígandi frá Vestmannaeyj- um. f fyrsta róðri fékk hann 714 tonn. Tveir skipsmanna, Sigur- vin og Jónatan, eru á mynd- inni að kasta glænýrri og stinnri ýsunni í háfinn. Þeir gera það með höndunum, því ekki mega sjást stungur eftir gogg eða sting, eigi fiskurinn að fara í 1. flokk A. — Ljósm: Sigurgeir. tók ferðin efkki meiri tíma en á sumardegi væri. Slíkt er óþekkt fyrirbæri hér austan- lands. — Gunnar. Enginn frá Akranesi Einn bátur, Sæfaxi, hóf róðra frá Akranesi á nýársdag, en hætti eftir tvo róðra. Er því enginn farinn á vertíð þaðan enn. Stofna ber embætti sjúkrahúsmálastjóra — segir formaður Læknafél. Rvíkur Á BLAÐAMANNAFUNDI í út- varpinu í gærkvöldi kom Arin- bjöm Kolbeinsson, formaður Læknafélags Reykjavíkur, fram með þá hugmynd, að stofna skyldi embætti sjúkrahúsmála- stjóra til þess að hafa yfirum- sjón með sjúkrahúsabyggingum og sjúkrahúsamálum landsins yfirleitt. Taldi Arinbjöm eðli- legast að í slíka stöðu skyldi ekki skipa lækni, heldur hag- fræðing. Á fundi þessum gagn- rýndi Arinbjörn ennfremur skip- an stjórnamefndar ríkisspítal- anna. Þá taldi hann að ekki væri séð fyrir sjúkrahúsaþörf Reykja- víkur í náinni framtíð jafnvel þótt þau þrjú sjúkrahús, sem i smíðum eru, tækju öll til starfa á þessu ári. Varðandi sjúkrahúsaþörfina sagði Arinbjörn að þess bæri að gæta að Landsspítalinn væri í rauninni sjúkrahús fyrir allt landið. Þá sagði hann að jafnvel þótt þeim hluta borgarsjúkra- hússins, sem nú er í byggingu, yrði lokið á næsta ári, mundi verða sjúkrarúmaskortur í Rvík í ýmsum tilfellum og þörfinni yrði a. m. k. ebki fullnægt á þeim tíma er sjúkrahúsinu yrði lokið, m. a. vegna þess að þá yrði lögð niður sjúkradeildin í Heilsuverndarstöðinni og jafnvel Hvítabandið líka. Arinbjörn taldi mjög áberandH hve mikið skipulagsleysi hefði ríkt í sjúkrahúsamálunum fram til þessa. Langt deyfðartímabil hefði ruglað framkvæmdir, en síðan hefði komið mikill fjör- kippur og hefði þá svo farið að framkvæmdir hefðu hafizt við þrjú sjúkrahús í einu. Arinbjöm sagði að þetta skipu- lagsleysi væri eitt af því, sem nauðsynlegt væri að ráða bót á, og taldi fulla ástæðu til þess að stofna nýtt embætti, embætti sjúkrahúsmálastjóra, svipað og embætti raforkumálastjóra. „Við höfum komið raforkumálimum í gott horf og við þurfum einnig að koma sjúkrahúsmálunum í gott horf“. Arinbjörn sagði að ekki ætti að skipa lækni í slíkt embætti heldur hagfræðing. Þá ræddi formaður Læknafé- lagsins nokkuð um stjórnina á sjúkrahúsunum. Sagði hann Stjórnamefnd ríkisspítalanna gamla nefnd sem ekki væri mikið lífsmark með. Væri nefndin ekki skipuð eftir þeim menntunar- kröfum, sem gera yrði til þeirra manna, sem í slíkri nefnd ættu að sitja. í nefndinni væru tveir læknar, sem hvorugur ynni á sjúkrahúsi og hefðu ekki verið mikið við þau störf, og væri þetta ekki heppilegt. Þá væru I Framh. á bls. 23.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.