Morgunblaðið - 08.01.1963, Qupperneq 12
12
MORCVNBLAÐ1Ð
Þriðjudagur 8. Janúar 1963
f§trripKiM&Mt!i
Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Valtýr Stefánsson,
Sigurður Bjarnason frá Vigur,
Matthías Johannessen,
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Áskriftargjald kr. 65.00 á mánuði innanlands.
í lausasölu kr. 4.00 eintakið.
GÖNGUM HÆGT UM
GLEÐINNAR DYR
't’slendingar eru háðari út-
*■ flutningsframleiðslu sinni
en flestar aðrar þjóðir. Þess
vegna er það ákaflega þýð-
ingarmikið, að þau atvinnu-
tæki, sem fyrst og fremst
framleiða til útflutnings, séu
varanlega rekin og á heil-
brigðum grundvelli.
Um þessi áramót horfir ó-
venju vel um rekstur fiski-
skipaflota okkar. Undanfarin
ár hefur það oft dregizt vik-
um saman, að samningar næð
ust um kaup og kjör á flot-
anum. Að þessu sinni mun
samkomulag vera fyrir hendi
í flestum verstöðvum um
þessi atriði. Stór hluti vél-
bátaflotans stundar síldveið-
ar hér við Suðvesturland og
hafa aflabrögð á þessum veið-
um verið ágæt undanfamar
vikur. Er hér um að ræða
stórkostlegan búhnykk, sem á
ríkan þátt í að auka útflutn-
ingsframleiðsluna og draga
vaxandi björg í þjóðarbúið.
Ef vetrarsíldveiðamar
verði árviss atvinnugrein,
sem horfur eru nú á, í skjóli
nýrrar tækni, þá mun það
hafa stórfelld áhrif á allan
þ j óðarbúskapinn.
Þorskvertíð er einnig hafin
í allmörgum verstöðvum og
má gera ráð fyrir að innan
skamms tíma verði allur fiski
skipaflotinn kominn á miðin,
ýmist til síldveiða eða þorsk-
veiða. Þorskveiðar vetrarver-
tíðarinnar eru að sjálfsögðu
mjög mikilvægar, þar sem
fiskiiðnaður landsmanna
byggist að verulegu leyti á
þeim.
Framleiðslutækin em þann
ig í fullum gangi, sjómenn-
irnir og fólkið í landi hefur
mikla og góða atvinnu, þjóð-
in hefur eignazt allgildan
gjaldeyrisvarasjóð, allar búð-
ir era fullar af varningi og
kaupgeta almennings er mik-
il og vaxandi.
Þetta er vissulega gleðileg
staðreynd, sem allir hljóta að
fagna. Framleiðslan er lífæð
efnahagslífsins. Þróttmikil og
blómleg framleiðslustarfsemi
þýðir velmegun og góðæri í
landinu.
En við verðum að ganga
hægt um gleðinnar dyr og gá
að okkur, eins og hið forna
máltæki segir. Við verðum að
gæta þess, að draugur verð-
bólgunnar skjóti ekki á ný
upp kollinum og ræni fólkið
árangri viðreisnarinnar. —
Reynsla undanfarinna ára
hlýtur að hafa kennt íslend-
ingum að gæta sín fyrir hinu
óheillavænlega kapphlaupi
milli kaupgjalds og verðlags,
sem síðan hefur í för með sér
verðþenslu og verðbólgu.
Allar stéttir hins íslenzka
þjóðfélags geta glaðzt yfir
hinni miklu framleiðslu og
bættu aðstöðu þjóðarinnar út
á við og inn á við. En það er
ekki nóg að gleðjast yfir
þessu og fagna bættum hag
og almennri velmegun í land-
inu. Allir ábyrgir Islendingar
verða að sameinast um það
að standa trúan vörð um ís-
lenzku krónuna og koma í
veg fyrir að ný skörð verði
í hana höggvin og að verð-
bólgan flæði á ný um allar
gáttir.
ÆSKAN OG
STARFS-
FRÆÐSLAN
TVTokkur undanfarin ár hefur
' svokallaður starfsfræðslu
dagur verið haldinn hér í
Reykjavík og nokkrum öðr-
um kaupstöðum öðrum. Til-
gangur starfsfræðslunnar er
að fræða æskuna um starfs-
möguleika hennar og aðstoða
hana við að velja sér lífsstarf.
Jafnframt stefnir starfsfræðsl
an að því að beina æskvmni
að hollum og nauðsynlegum
verkefnum í þágu þjóðfélags
hennar.
Starfsfræðsludagarnir hafa
verið mikið sóttir af ungu
fólki. Eitt gleggsta dæmið um
áhuga unglinganna er aðsókn
in að starfsfræðsludegi sjáv-
arútvegsins, sem haldin var
hér í Reykjavík í febrúar í
fyrra. Veður var eins óhag-
stætt þennan dag og hugsast
gat, stórhríð með frosti og
kulda. Engu að síður sótti
fjöldi unglinga starfsfræðsl-
una í Sjómannaskólanum.
Starfsfræðslan er nauðsyn-
leg og sjálfsögð í nútíma þjóð
félagi. Þess vegna ber að
hlynna að henni og halda
henni áfram í vaxandi mæli.
Alþingi samþykkti fyrir
tveimur árum tillögu til
þingsályktunar, þar sem skor
að var á fræðslumálastjórn-
ina að taka starfsfræðslu al-
mennt upp í skólum landsins.
Því miður hefur það ekki
ennþá verið gert, en verður
væntanlega gert á næstunni.
Nágrannaþjóðir okkar á
Norðurlöndum og víðar hafa
allar tekið starfsfræðslu upp
í skólum sínum. Þá leið ber
okkur einnig að fara. Við
þurfum að hagnýta krafta
IITAN UR HEIMI
IMargra alda deilur
Rússa og Kínverja
SPENNAN, sem ríkir milli
Peking og Moskvu, á sér
djúpar sögulegar rætur.
Frá alda öðli hafa- innrásir
hvað eftir annað verið gerðar
inn á rússnesk landsvæði, og
skýrir þetta m. a. áherzlu þá,
sem Sovétstjórnin leggur á
allt er varðar öryggi lands-
ins, og óttann við allt, er hún
nefnir njósnir — þ. e. óttinn
við að útlendingar og stjórn-
málaandstæðingar komist yf-
ir vitneskju um varnir Sovét-
ríkjanna og hernaðarmátt. Á
ýmsum tímum liðinna alda
hafa fjandmenn úr vestri,
norðri og suðri — Svíar, Pól-
verjar, Þjóðverjar, Frakkar,
Tyrkir — ráðizt inn í Rúss-
land. En sjaldan hefur þeim
tekizt að halda lengi unnum
landsvæðum — i hæsta lagi
í nokkur ár.
240 ÁRA KÚGUN
Varðandi nágranna Rússa í
austri horfir málið öðru vísi
við. Á þrettándu öld geyst-
I ust hersveitir Gengis Khan
frá Mongolíu vestur yfir slétt
ur Mið-Asíu og komu sér fyr-
ir í Astrakhan, við ósa Volgu.
Frá þessum aðalstöðvum und
irokuðu þeir fursta Rúss-
lands, brenndu og eyddu höf-
uðborgina Kiev, og herjuðu
allt vestur að Adríahafi og
skildu eftir sig ógn og eyði-
leggingu. Ráðamenn rúss-
nesku héraðanna voru krafð-
ir um skatta; þeir urðu að
fara til Astrakhan til að fá
leyfi Gengis Khans til að
taka að sér yfirstjórn í heima
héruðum sínum, og fengu oft
smánarlegar móttökur. Þessi
erlenda yfirstjórn — sem í
rússnesku sögunni er nefnd
Tataraokið — stóð yfir í 240
ár. Rússneska þjóðin hefur
aldrei gleymt henni.
Þegar Mongólastjórninni
var loks hrundið árið 1480,
12 árum áður en Kólumbus
fann Ameríku, sameinaðist
Rússland fljótlega undir
stjórn hertoganna í Moskvu,
og á næstu öld hófst könnun
Síberíu. Á vissan hátt svipaði
henni til opnunar Vesturríkj-
anna í Bandaríkjunum. Varð
stöðvar rússneska hersins
teygðu sig lengra og lengra í
austur, og var aðaltilgangur-
inn að tryggja öflun loðskinna
fyrir rússneskan markað. ■—
Ekki varð neitt úr landnámi;
Gengis Khan
rússneskir bændur voru of
bundnir við jarðirnar heima,
og öðrum þótti Síbería, með
sitt kalda loftslag og frum-
stæðu lífsskilyrði, ekki hafa
upp á mikið að bjóða. Varð
þetta til þess að til Síberíu
voru sendir glæpamenn og
stjórnmálaandstæðingar.
A» KYRRAHAFI
Um miðja sautjándu öld
hötðu Rússar komið sér upp
bækistöðvum á bökkum Am-
ur-fljótsins. Þetta var á kín-
versku landsvæði, og kom á
næstu árum hvað eftir annað
til átaka milli Kínverja og
Rússa. Rússar héldu stöðvum
sínum. Árið 1858 notuðu Rúss
ar tækifærið þegar Peking-
stjórnin átti fullt í fangi með
að verjast yfirgangi annarra
Evrópuríkja, og fengu Kín-
verja til að láta af hendi land
svæðið fyrir austan fljótin
Amur og Ussuri, en á þessu
svæði er flotahöfnin Vladivo-
stok.
Á næstu árum voru Rússar
mjög aðsópsmiklir í Austur-
Asíu. Fengu þeir heimild Kín
verja til að leggja járnbraut
þvert yfir Mansjúríu til
Vladivostok, og þaðan aðra
braut til Port Arthur (Ryoj-
un). Með þessum aðgerðum
varð Mansjúría raunverulega 1
rússneskt hérað. Ógnaði það J
japönskum hagsmunum og i
leiddi beinlínis til niðurlæg- 1
ingar Rússa í styrjöldinni við |
Japani (1904). Z
Á árunum eftir 1930, eftir
að Japanir höfðu lagt Man- 1
sjúríu undir sig, kom oft til J
átaka milli Japana og Rússa
á landamærum Mongolíu. Á
síðustu mánuðum orrustunn-
ar á Kyrrahafi í síðari heims-
styrjöldinni, héldu herir Sov-
étríkjanna enn einu sinni inn
í Mansjúríu, rifu niður verk-
smiðjur þar og sendu til
Sovétríkjanna sem skaðabæt-
ur. Eftir sigur kommúnista í
byltingunni í Kína 1948,
fengu Kínverjar yfirráð í
Mansjúríu.
ÞEIR GLEYMA EKKI
Það er með allt þetta í
huga sem stjórnin í Kreml
fylgist með vaxandi ágreiningi
milli Kínverja og Rússa. Frá
lokum heimsstyrjaldarinnar
síðari hafa Sovétríkin lagt
óhemju fé í að byggja upp
orkulindir og vinna úr nátt-
úruauðlindum Siberíu; en þar
er enn mikið strjálbýli. í
suðri eru 700 milljónir Kín-
verja ,sem skortir landrými
og náttúruauðæfi, en fjölgar
mjög ört. Eðlilegt væri að
þeir litu vonaraugum hin víð-
áttumiklu landsvæði í norðri,
sérstaklega þau héruð í Aust-
ur-Síberíu, sem áður lutu
þeim, og svæðið milli fljót-
anna Amur og Ussuri. f fram
tíðinni hafa Rússar fulla á-
stæðu til að óttast. Rússar
hafa ekki gleymt sögunni.
Það hafa Kínverjar heldur
ekki.
Meredith hyggst gern hlé n námi
vegna óvildar, sem hann mætir
þjóðarinnar eftir fremsta
megni, beina áhuga og starfs-
orku unga fólksins að þeim
verkefnum sem nauðsynleg-
ust er á hverjum tíma.
HINN STERKI
MAÐUR EVRÓPU
Um það verður naumast
deilt, að de Gaulle, forseti
Frakklands, er hinn sterki
maður Evrópu árið 1963. —
Hann hefur bjargað Frakk-
landi frá fjárhagslegu og
pólitísku öngþveiti og nýlega
unnið stærsta kosningasigur,
sem nokkur stjómmálaleið-
togi hefur unnið í Frakklandi
á þessari öld.
Frakkland virðist nú vera
áhrifaríkasti aðilinn innan
þjóðasamtakanna um sameig-
inlega markaðinn. Allar líkur
benda til, að afstaða þess ráði
mestu um það, með hvaða
Oxford, Mississippi 7. jan.
(NTB).
EINS og kunnugt er kom til
óeirða í Oxford, Mississippi í
Bandaríkjunum, þegar innrita
áitti fyrsta blökkumanninn í
háskóiann þar. Blökkumaðurinn,
James Meredith, var innritaður
í skólann, þrátt fyrir andstöðu
margra, þar á meðal fylkisstjór-
ans í Mississippi, Ross Bamet.
kjörum 'Stóra-Bretland öðlast
aðild að þessari víðtæku og
merkilegu efnahagsmálasam-
vinnu Evrópuþjóðanna.
Charles de Gaulle hefur
tryggt Frakklandi styrka og
samhenta ríkisstjóm. Franska
þjóðin hefur sýnt, að hún
kann að meta stefnufestu
hans í baráttunni gegn flokka
glundroðanum og þeirri póli-
tísku spillingu, sem fylgt
hafði í kjölfar hans.
Meredith hefur nú sótt eitt
kennslumisseri við skólann, en
nú hyggst hann ekki mæta í tím-
um næsta misseri, því að hann
telur sér ekki fært að standast
lengur þá miklu óvild, sem aðrir
nemendur skólans sýna honum.
Meredith er þó staðráðinn í því
að njóta kennslu í skólanum og
ljúka prófi. Segist hann aðeina
ætla að hætta að sækja tíma
næsta misseri í von um, að óvild
in í hans garð, innan skólans,
verði ekki eins mikil að því
loknu.
Karachi, Pakistan, 5. jan,
(AP)
f DAG var undirrltaður í
Karachi viðskiptasamningur
mill Pakistans og Kína. Sam-
kvæmt honum kaupir Pakist-
an vélar, stál, kol, sement,
korn og ýms hráefni frá Kína,
en selur í staðinn baðmull,
leðurvörur, vefnaðarvörur,
íþróttavörur o.fl.