Morgunblaðið - 08.01.1963, Page 23
Þriðjudagur 8. januar 1968
23
MORGVTS BL AÐtÐ
73 skip hafa aflað
yfir 5000 tunnur
HEILDARSÍLDVEIÐIN í vetur
var orðin 801.462 tunnur sl. laug-
ardag, skv. skýrslu Fiskifélags-
ins. Á sama tíma í fyrra var
heildarsíldveiðin 749.989 tunnur.
Á tímabilinu 1. til 5. janúar bár-
ust rúmar 135 þúsund tunnur á
land. Hæsta verstöðin er Reykja
vík með 279.366 tunnur. Afla-
hæsti báturinn um helgina var
Víðir n með 19.068 tunnur.
Hæstu veiðistöðvarnar eru
þessar: Vestmannaeyjar 38.504
tunnur, Grindavík 35.970, San-d-
gerði 40.978, Keflavík 138.722,
Hafnarfjörður 90.418, Reykjavík
279.366, Akranes 137,664, Ólafs-
vík 21.850, Stykkishólmjur 10.488.
Alls höfð 73 skip aflað yfir
5000 tunnur um sl. helgi. Fimm
efstu skipin eru þessi: Hafrún,
Bolungarvik 17.226, Halldór Jóns
son, Ólafsvik, 15,811, Haraldur,
Akranesi, 18,271, Víðir II, Garði
19.068, Náttfari, Húsavík, 14.103.
EFTIRTALIN 73 skip hafa aflað
— U Thant .. .
Framhald af bls. 1.
rétti sínum til þess að koma
fram sem stjórnandi fylkisins.
Þj iðarmorð
Þingmaður í neðri deild belg-
íska þingsins, Arthur de Sweem
er bar fram þá tillögu í dag, að
þeir leiðtogar Sameinuðu þjóð-
anna, sem hefðu stjórnað að-
gerðunum í Katanga að undan-
förnu, yrðu dregnir fyrir lög og
dóm, sakaðir um þjóðarmorð.
Tillögur Adoula
Tillögurnar, sem Adoula, for-
sætisráðherra Kongó, lagði fram
í dag um sameiningu Katanga
við aðra hluta Kongó eru í stór-
um dráttum þessar:
1. Stjórnarnefnd undir forystu
blaðafulltrúa sambandsstjórnar-
innar, Francois Kalala, taki við
völdum í Elizabethville til bráða
birgða, en borgaralegir embættis-
menn í borginni haldi embætt-
um sínum.
2. Þeir hermenn Katangahers,
sem sameinast her sambands-
stjórnarinnar innan tíma, sem
varnarmálaráðuneytið tiltekur,
fái að halda stöðum sínum.
3. Lög þau, er gilda sameigin-
lega í öllum héruðum Kongó,
utan Katanga, gildi einnig þar.
4. Stjórnin í Leopoldvill taki að
sér rekstur Þjóðarbankans í Kat-
anga, en starfsfólk bankans fái
að halda vinnu sinni.
5. Gjaldmiðill Katanga verði
Innkallaður og peningar þeir,
sem gilda annarsstaðar í Kongó
gildi einnig þar.
6. Sambandsstjórnin fari þess á
leit, að erlendir sérfræðingar að-
Etoði hana við það, að breyta um
gjaldmiðil í Katanga.
Vildi Gardiner ráða?
Robert Gardiner, yfirmaður
liðssveita SÞ í Kö'ngó, vax í för
með Ralph Bunch, er hann heim-
sótti Jadotville og Kipushi £ dag.
Haft er eftir áreiðanlegum heim-
ildum í Leopoldville, að Gardiner
hafi hótað að segja af sér, ef
hann fengi ekki að haga hernaðar
aðgerðum í Katanga eftir eigin
höfði. Þessu hefur verið neitað
af hálfu SÞ og er bent á það,
að það hafi ekki verið Gardiner,
eem sótti það fastast, að liðssveitir
samtakanna tækju Jadotville.
Bunch hélt fund með fréttamönn
um í Kipushi og þar var hann
Bpurður að því hvort SÞ hyggð-
ust taka Kolwezi. Sagði hann,
að það yrði gert, af nauðsyn
krefði. Bunch sagðizt á fundin-
um, hafa farið þess á leit við
Sameinuðu þjóðirnar í New
Yörk, að þær sendu borgaralega
fulltrúa til Katanga til þess að
aðstoða við að koma á röð og
reglu á félgsmál í fylkinu.
5000 tunnur eða meira, sam-
kvætnt skýrslu Fiskifélags ís-
lands. Miðað er við sl. laugardag
5. janúar:
Akraborg, Akureyri 7.499
Anna, Siglufirði 9.431
Árni Geir, Keflavík 11.979
Árni Þorkelsson, Keflavík 5.597
Ásgeir, Reykjavik 7.948
Auðunn, Hafnarfirði 12.181
Bergvik, Keflavík 10.997
Björn Jónsson, Reykjavík 9.132
Eldlborg, Hafnarfirði 12.303
Eld'ey, Keflavík 5.057
Fákur, Hafnarfirði 6.546
Fiskaskagi, Akranesi 5.212
Fram, Hafnarfirði 5.082
Freyja, Garði 7.641
Gísli lóðs, Hafnarfirði 6.991
Gjafar, Vestmannaeyjum 11.260
Grundíirðingur II. Grafarn. 5.000
Guðbjörg, Sandgerði 5.500
Guðfinnur, Keflavik 9.026
Guðm. Þórðarson, Rvík. 12.789
Guðrún Þorkelsd., Eskif. 5.294
Gullfaxi, Neskaupstað 6.684
Gunnólfur, Keflavík 6.583
Hafrún, Bolungarvík 17.226
Hafþór, Reykjavík 8.161
Halldór Jónsson, Ólafsvík 15.811
Hallveig - róðadóttir, Rvík. 5.122
Haraldur, Akranesi 18.271
Héðinn, Húsavík 8.298
Helga, Reykjavik 10.879
Helgi Flóventss., Húsavik 10.280
Hilmir, Keflavík 12.675
Hrafn Sveinbjarnars. Gr. 8.353
Hrafn Sveinbjamars. II Gr. 8.051
Höfrungur, Akranesi 7.149
Peking 7. jan. (NTB)
PEKINGSTJÓRNIN samþykkti í
dag tillögur sexrikja ráðstefn-
unnar í Colombo um friðsamlega
lausn landamæradeilunnar við
Indverja. Það var frú Bandara-
naike, forsætisráðherra Ceylon,
sem lagði tillögurnar fyrir Pek-
Einar Jóhannes-
son, Styklds-
hólmi, 70 ára
SJÖTUGUR er í dag Einar Jó-
hannesson, skipstjóri, Stykkis-
hólmi. Hann hefur stundað sjó-
mennsku í áratugi og hefur það
verið lífsstarf hans.
Einar er giftur Lovísu Einars-
dóttur, glæsilegri konu, sem búið
hefur manni sínum myndarheim-
ili. Þau eiga eina dóttur, sem
búsett er í Reykjavík.
Einar Jóhannesson er hið
mesta ljúfmenni, enda vinsæll
maður. Stykkishólmsbúar senda
honum heillaóskir og biðja hon-
um og fjölskyldu hans allrar
blessunar. Á. H.
Höfmngur II. Akranesi 7.313
Ingiber Ólafsson, Njarðvík 10.657
Jón Finnsson, Garði 8.739
Jón Guðmundss., Keflavík 8.275
Jón Jónsson, Ólafsvík 6.715
Jón Oddsson, Garði 9.460
Keilir, Akranesi 10.056
Mánatindur, Djúpavogi 5.226
Manni, Keflavík 7.679
Náttfari, Húsavík 14.103
Ófeigur II., Vestm. 7.289
Ólafur Magnúss. Akureyri 10.385
Pétur Sigurðsson, Rvik. 12.085
Reynir, Vestmannaeyjum 8.833
Reynir, Akranesi 5.194
Runólfur, Grafarnesi 6.115
Seley, Eskifirði 5.258
Sigfús Bergmann Grindavik 8.848
Sigrún, Akranesi 8.726
Sigurður, Akranesi 8.503
Sigurður Bjarnas. Akureyri 9.463
Sigurfari, Hornafirði 5.256
Skárðsvik, Hellissandi 8.405
Skírnir, Akranesi 13.229
Sólrún, Bolungarvik 11.338
Stapafell Ólafsvík 8.360
Steingrímur trölli, Keflav. 7.816
Steinunn, Ólafsvík 6.236
Svanur, Reykjavík 5.264
Sveinn Guðmundsson, Ak. 8.215
Sæfari, Akranesi 6.814
Sæfari, Tálknafirði 8.083
Valafell, Ólafsvik 7.011
Víðir II., Garði 19.068
Víðir, Eskifirði 5.381
Vonin, Kefllavík 11.594
Þorbjörn, Grindavik 11.434
Þórkatla, Grindavik 9.916
ingstjórnina. Skýrði hún frá því
í dag, að tillögumar y.Ju ekki
birtar fyrr en hún hefði lagt þær
fyrir Indlandsstjóm, en frúin
er nú á förum til Nýju Delhi.
I sambandi við samþykki Pek-
ingstjórnarinnar á tillögunum
gáfu Chou En Lai, forsætisráð-
herra Kína og frú Bandarnaike
út sameiginlega yfirlýsingu. Seg-
ir í henni, að Kína og Ceylon
Samkomu- í
lag um
Kúbu
New York, 7. jan. — (NTB)
U THANT, framkvæmda-
stjóra Sameinuðu þjóðanna,
barst í kvöld bréf undir-
ritað af Adlai Stevenson,
aðalfulltrúa Bandaríkjanna
hjá SÞ og Vasilij Kuznet-
sov, fyrsta aðstoðarfor-
sætisráðherra Sovétríkj
anna. Segja þeir í bréfinu,
að það gott samkomulag
hafi náðst með þjóðum
þeirra um lausn Kúbumáls-
ins, að ekki beri nauðsyn
til þess að ræða það frekar
í Öryggisráði Sameinuðu
þjóðanna.
í bréfinu er U Thant þakk
að fyrir þá aðstoð, sem
hann veitti ríkisstjórnum
landanna við að forða styrj-
öld á Karíbahafi. Segir í
bréfinu, að ekki hafi enn
tekizt að leysa öll vanda-
málin, sem Kúbudeilan
hafði í för með sér, en sam-
komulag það, er náðst hafi,
auki gagnkvæman skilning
Sovétríkjanna og Bandaríkj
anna.
Ólafur Þ. Jóns-
son ráðinn við
þýzkt óperuhús
ÓLAFUR Þ. Jónsson söngvari
hefir verið ráðinn jem fyrsti
lyriski tenor við óperuna í Heidel
berg í Þýzkalandi frá hausti
næstk. Ólafur hefir eins og áður
hefir verið getið, stundað söng-
nám £ Vínarborg undanfarin ár
og hélt hann sína fyrstu hljóm-
leika hér á landi s.l. haust á
vegum Tónlistarfélagsins, við
mjög góðar undirtektir. Ólafi
hefir einnig boðizt að syngja við
hin árlegu hátíðahöld sem hald-
in eru í Ráðhúsi Kaupmannahafn
ar þann 20. júní næstk. og þann
23. júní mun hann syngja á
hljómleikum sem Tívolihljóm-
sveitin í Kaupmannahöfn heldur
í Tívolisalnum nokkur óperulög.
óski eftir friðsamlegri sambúð
allra ríkja heims og skori á Asíu-
ríkin og Afríkuríkin að standa
saman gegn ágengni og útþenslu-
stefnu heimsvaldasinna.
í yfirlýsingunni segir enn frem
ur, að viðræðurnar í Peking
hafi verið mjög vinsamlegar.
Sögðust forsætisráðherrarnir
vera sammála um það, að leiða
ætti deilu Kína og Indlands til
lykta á friðsamlegan hátt í anda
Bandung ráðstefnunnar. Sam-
kvæmt yfirlýsingunni á frú
Bandarnaike að hafa látið það
álit í ljós, að Kínverjar hefðu
sýnt að þeir vildu friðsamlega
lausn, með einhliða vopnahlés-
yfirlýsingu og með því að láta
heri sína hörfa.
— Stofna ber
Framhald af bls. 8.
nefndinni þrir menn aðrir, sem
ekkert hefðu fengizt við rekstur
sjúkrahúsa né starfað þar. Einn
þeirra væri látinn fyrir alllöngu
og enginn hefði verið skipaður í
hans stað, en það mundi þó ætl-
unin að gera á þessu ári.
Arinbjörn taldi Sjúkrahús-
nefnd Reykjavíkurborgar hins
vegar uppfylla að mestu þau skil
yrði, sem setja bæri þeim, sem
slíka nefnd skipuðu.
Hekla afgreidd
við togara-
brypsgjuna
Akureyri, 7. janúa'f.
ENN er hér mikið frost og hefur
ísinn á Pollinum þykknað mikið
síðustu sólarhringana.
Ms. Hekla kom hér í morgun
og ætlaði upp að Torfunesbryggj-
unni, en snéri frá enda mun hún
ekki hafa farið í rennuna, sem
skipin hafa farið að undanförnu
og lenti því í óbrotnum ís. Hekla
var afgreidd við togarabryggjuna.
í kvöld braust flóabáturinn Drang
ur frá Torfunesbryggj u og komst
í auðan sjó.
Skautafólk er varað við að
koma nálægt rennunni, sem skip-
in fara um, þar er ótryggur ís.
St. E. Sig.
— Patursson
Framhald af bls. 1.
frekar en að heimta lögsögu yfir
einstökum mikilvægum svæðum.
Gerir blaðið því skóna, að á
næstunni berist ýmislegt frétt-
næmt frá Færeyjum. Erlendur
Patursson þarf að taka tillit til
þess, sem er nauðsynlegt, eins og
allir aðrir og það er alltaf strang-
ur skóli fyrir háværa gagnrýn-
endur að láta verk koma í stað
orða. í Danmörku fylgjast menn
rólegir með gangi málanna.
Að lokum segir blaðið að bönd
in sem tengja Færeyjar og Dan-
mörku séu svo' sterk, að þau
verði ekki rofin. Færeyingar
þekki Dani betur en Danir Fær-
eyinga, og þeir séu samrýmdir
danskri menningu. Ekkert sé því
til fyrirstöðu, að þeir ráði sjálfir
málum sínum að svo miklu leyti
sem þeir séu þess megnugir, en
Danir hafi of seint sýnt því máli
skilning.
Blaðið Information álítur, að
sú skoðun, að einungis hafi verið
tekið tillit til danskra og brezkra
hagsmuna, en ekki færeyskra,
við lausn málsins út af brezka
togaranum Red Crusader, hafi
átt mikinn þátt í því að sjálfs-
stjórnarflokkarnir séu nú megin-
afl færeyskra stjórnmála.
„Við mætum nú sameinuðum
Færeyingum sem vilja vera meiri
Færeyingar, en stjórnmálavið-
horfin hafa fram að þessu gert
þeim kleift", segir blaðið.
„Þetta á sér stað á tíma þegar
mjög viðkvæmt mál vegna aðal-
atvinnugreinar þeirra er á dag-
skrá. Færeyingar eiga nú mögu-
leika á því að losa að nokkru leyti
fiskútflutning sinn frá Bretlandi
og leita nýrra markaða í Norður-
Ameríku og annars staðar, með
því að koma á fót nýtízku fisk-
flakaiðnaði".
Blaðið segir einnig, að Færey-
ingar séu það mikils megnugir,
að þeir þurfi ekki að vera bein-
ingamenn. Hins vegar sé ekki
ástæða til að ætla að þeir fari
inn á þær brautir að taka upp
sjálfstæða utanríkisstefnu og lýsa
yfir hlutleysi, eins og oft hefur
verið látið í veðri vaka. Eftir
því sem þeir verða frjálsari
þurfa þeir að vera betri vinir
nýrra verzlunarsambanda í
Bandaríkj unum.
Rytgárd.
Félagslíl
Handknttleiksfólk KR.
Áríðandi æfingar í kvöld.
Þjálfarar.
Morgunbloðið í Hainarfirði
Duglegir krakkar eða unglingar óskast til
að bera Morgunblaðið til kaupenda í ýms-
um hverfum bæjarins.
Affgr. IHorgunblaðsins
Arnarhrauni 14, sími 50374.
Pekingstjórnin samþykkir til-
lögur Colomboráðstefnunnar
Segist viljo friðsamlega sambúð