Morgunblaðið - 11.01.1963, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 11.01.1963, Blaðsíða 8
8 MORCUKBLAÐIÐ Föstudagur 11. janúar 1963 Leikfélag Reykjavíkur: Ástarhringurinn Höfundur: Arthur Schnitzler l Leikstjóri: Helgi Skúlason f' Þýðandi: Emil Eyjólfsson Helgi Skúlason og Guðrún Ásmundsdóttir Á miffvikudagskvöld frum- sýndi Leikfélag Reykjavíkur annað verkefni sitt á þessum vetri, gamanleikinn „Ástarhring inn“ („Reigen“ á frummálinu) eftir austurríska höfundinn Arth ur Schnitzler (1862—1931) í þýðingu Emils Eyjólfssonar. Hér er reyndar ekki um að ræða sjónleik í hefðbundnum skilningi, heldur safn hliðstæðra svipmynda, sem grípa hver inn í aðra með þeim hætti að annar leikandinn í hverri mynd kem- ur fram í næstu mynd og þann- ig koll af kolli þar til allir hafa komið fram tvisvar. Enda þótt hvorki sé framvinda né stígandi í leiknum, er myndunum raðað saman af svo mikilli hugkvæmni, að þær skapa talsverða eftir- væntingu, en fjölbreytni per- sónanna er skorinn stakkur af því umhverfi sem leikurinn er sprottinn úr, glaðværu munúð- arlífi Vínarborgar um síðustu aldamót. Persónumar sem kynntar eru fyrir okkur eru annars vegar skækjan, stofustúlkan, unga eig- inkonan, Ijúflynda stúlkan og leikkonan; hins vegar hermað- urinn, ungi herrann, eiginmaður- inn, skáldið og greifinn. Hvert þessara hjúa á sem sagt mök viS tvo aðila af hinu kyninu, þannig að myndirnar verða alls tíu. Schnitzler samdi þennan gaman leik fyrir aldamót, en þótti hann svo djarfur að hann leyfði ekki sviðsetningu hans fyrr en 20 árum síðar. Var hann frumsýnd ur í Berlín og vakti talsverðar deilur, en tæpum 30 árum eftir það var gerð eftir honum kvik- myndin „La Ronde“ sem varð mjög vinsæl víða um heim, m.a. hér í Reykjavík. Efni verksins er í sjálfu sér hvorki nýstárlegt né veigamik- ið: ótryggð ástalífsins, fjöllynd- ið, léttúðin, stundargamanið, sem flestir sækjast eftir innst inni, hvað sem öllu opinberu velsæmi líður. Hins vcgar er meðferð höfundariris á efninu slík, að það vekur í senn kátínu og alvarlega umhugsun. Hann fordæmir hvorki né afsakar, heldur bregður upp hlutlausum myndum, sem hlaðnar eru hóf- samri kímni, léttleika, gáska, og samtölin búa yfir sérkenni- legri heiðríkju og sálfræðilegri skarpskyggni. Persónurnar fá ljós einstaklingseinkenni í fáum dráttum, sem hvergi eru veru- lega ýktir. Arthur Schnitzler var geð- læknir á yngri árum, og virðist starfið hafa skerpt sjónir hans fyrir fínlegustu blæbrigðum sál- arlífsins: hann er bæði furðu- lega glöggskyggn á minnstu hræringar sálarinnar og túlkar skjót geðbrigði næstum fyrir- hafnarlaust, ef svo má taka til örða. „Ástarhringurinn" (sem mér þykir vont nafn; „Hringdansinn" væri miklu betra, enda nákvæm þýðing á heiti verksins) er sem sé ákaflega blætorigðaríkur og vandmeðfarinn gamanleikur, krefst ýtrustu nærfærni og fimi í leik og sviðsetningu. Hring- dans ástarinnar verður blátt áfram leiðinlegur, ef nokkurs staðar er slakað á, og var ekki laust við að þess gætti á frum- sýningunni, þó hvergi væri það til stórra lýta. f>að fer víst að verða marg- jórtruð tugga, en leiktjöld Stein- þórs Sigurðssonar sættu mestum tíðindum á þessari sýningu eins og oft áður. Þau voru saman sett af hugkvæmni og listrænni hóf- semd, gáfu sýningunni þann heildarsvip sem hún á annað borð hafði. Skiptingar á leiksvið um fóru fram fyrir „hálfopn- um“ tjöldum, sem var skemmti- leg tilbreyting, og gengu þær furðuvel. Sýningin hefði gjarna mátt vera eins stílfærð og leiktjöldin, þ.e.a.s. upphafnari, glæsilegri, samfelldari. f>ó margt væri vel gert í einstökum myndum var frammistaða leikaranna ótrú- lega misjöfn, og verður það að skrifast á reikning leikstjórans, Helga Skúlasonar, ekki síður en það sem vel var gert. Mér fannst sýningin í heild vitna um eitthvert öryggisleysi. Það var eins og flestir leikararnir væru ekki fyllilega búnir að finna hlutverk sín og væru að fálma eftir þeim. Það vantaði greini- lega meira aðhald frá leikstjór- anum, klárari heildarsýn og kannski strangari aga. Fyrstu og síðustu myndirnar voru lakastar, en sýningin reis hæst um miðbikið. Steindór Hjörleifsson, sá fjölhæfi leik- ari, var að mestu úti á þekju í hlutverki hermannsins. Honum tókst hvergi að túlka sjálfsþótta, hörku og algert kæringarleysi þessa kvensama hermanns. Þóru Friðriksdóttur gekk enn verr að gera skækjuna trúverð- uga, og kom það berlegast fram í síðasta atriði. Leikur hennar var allur úthverfur, hún illúder- aði alls ekki í hlutverkinu. Bryndís Pétursdóttir var miklu nær markinu í hlutverki stofustúlkunnar, einkanlega í fyrri myndinni, þar sem hún magnaði fram nokkur reglulega sönn augnablik, en í seinni mynd inni náði tilgerðin um of tökum á henni, þó margt væri þar líka laglega gert. Birgir Brynjólfsson bar af karlmönnunum á sýningunni og skilaði sennilega jafnbezta leik kvöldsins. Taugaóstyrkur hans og viðbrögð öll voru hæfilega ýkt og stílfærð, leikur hans hnit- miðaður og öruggur í báðum myndum, en skemmtilegri í þeirri fyrri. Kristín Anna Þórarinsdóttir var ljúf og indæl i gervi ungu eiginkonunnar, tilburðirnir stundum einum of útreiknaðir í myndinni með unga herranum, en í heild hafði leikur hennar hinn rétta létta blæ. Guðmundur Pálsson var virðu legur í gervi eiginmannsins, en alltof stirðbusalegur og „leikara- legur“ í fyrri myndinni, radd- beitingin þvinguð og leiðinleg, en honum tókst mun betur upp í viðureigninni við ljúflyndu stúlkuna. Guðrún Asmundsdóttir var heilsteyptust af leikkonunum, hún gerði hlutverki ljúflyndu stúlkunnar verulega góð skil, eik ur hennar hnitmiðaður og víða bráðfyndinn, raddbeytingin sér- kennileg, að vísu ójöfn og dálít- ið óörugg, en kom ekki tiltak- anlega að sök í þessu hlutverki. Leikstjórinn, Helgi Skúlason, fór með hlutverk skáldsins og gerði því eftir atvikum sæmileg skil, en hér vantaði greinilega leikstjóra til að lifga upp á leik hans og umfram allt til að lagfæra framsögn hans, sem hafði þennan hvimleiða, seim- dragandi upplestrarblæ, sem virðist vera orðinn landlægur hér. Helga Bachmann lék leikkon- una og fór vel með þetta geð- brigðaríka og duttlungakennda, hlutverk, einkum í seinni mynd- inni, en samt var eins og hún næði ekki fullum tökum á persónunni, fyndi ekki andlit hennar. Hér vantaði aðeins herzlumuninn, lausari taum, meiri dirfsku. Erlingur Gíslason hafði gott gervi í hlutverki greifans, hann var stór, stæðilegur og oft fyrir mannlegur í fasi, en tilburðir hans voru mjög ósamstilltir: það var eins og hann vissi aldrei fyrir víst hvort hann ætti að stílfæra greifann eða bara skrumskæla hann, og þó var röddin versti óvinur hans, þvl hún hljóp út og suður án nokk- urs taumhalds, og fyrir vikið tolldi leikarinn ekki í hlutverk- inu nema með höppum og glöppum. Þýðing Emils Eyjólfssonar virtist mér hnökralítil, nema hann féll stundum fyrir heldur leiðinlegu bókmáli, talaði mikið um að „stíga í vænginn" og var alltaf að rekast á þessar hvim- leiðu „mannverur", sem ég veit ekki til að nokkur lifandi Islend ingur taki sér í munn í daglegu tali. Ég sé ekki betur en „inanneskja“ sé fullgott. Leikendur og leikstjóri, leik* tjaldamálari og ljósameistari, Gissur Pálsson, ásamt harmó- níkuleikara, Braga Hlíðtoerg, voru öll hyllt í lok frumsýning- ar. Sigurður A. Magnússon. Afvopnunarráð- stefnu f restað? Genf, 9. jan. (NTB—AP). BANDARÍKIN hafa lagt til, að fundum afvopnunarráðstefnunn- ar í Genf, sem hefjast áttu að nýjú n.k. þriðjudag verði frestað fram í febrúar. Þakjárn Akur hf. Sími 13122 og 11299. Lokað í nokkra daga, vegna flutninga. Bankastræti. N Ý SENDING þýzkir morgunkjólar Stúlka óskast til afgreiðslustarfa. SÆLA CAFÉ Brautarholti 22. Birgir Brynjólfsson og Bryndís Pétursdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.