Morgunblaðið - 11.01.1963, Blaðsíða 12
12
MORCUNRL AÐIÐ
Föstudagur 11. Janúar 1963
JWttripjfWáMli
Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Valtýr Stefánsson,
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen,
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Áskriftargjald kr. 65.00 á mánuði innanlands.
í lausasölu kr. 4.00 eintakiö.
MIKLIR MENN -!
A lþýðuflokkurinn stj órnaði
Hafnarfirði um langt
árabil með þeim glæsibrag,
að til fyrirmyndar þótti —“.
Þannig kemst Alþýðublað-
ið m.a. að orði í forystugrein
sinni í gær. Miklir menn er-
um við, Hrólfur minn! Al-
þýðuflokkurinn stjómaði
Hafnarfirði um langt árabil
með „glæsibrag“, segir Al-
þýðublaðið. En hvað segir
almenningur í Hafnarfirði
um þetta?
Trúlega er meira að marka
það sem fólkið í byggðarlag-
inu segir sjálft um stjóm
mála sinna á undanförnum
árum, en það sem þeir halda
fram á ritstjórnarskrifstofum
Alþýðublaðsins hér í Reykja-
vík.
Hafnfirðingar hafa haft
allt aðra skoðun á stjórn Al-
þýðuflokksins í Hafnarfirði,
en Alþýðublaðið. Þeir hafa
stöðugt verið að rýra fylgi
flokksins. Alþýðuflokkurinn
hefur stórtapað við hverjar
kosningar í Hafnarfirði. — I
síðustu bæjarstjómarkosn-
ingum fékk hann aðeins þrjá
bæjarfulltrúa kjöma. Tvö
næstu kjörtímabil á undan
hafði hann stjémað bænum
með aðstoð kommúnista. Hjá
þeirri stjóm gelck allt á tré-
fótum, fjárhag bæjarfélags-
ins hrakaði, Bæjarútgerð
Hafnarfjarðar sökk í botn-
lausar skuldir og stjóm fyrir-
tækisins varð að pólitísku
bitbeini kommúnista og Al-
þýðuflokksmanna. — Þegar
stjóm þeirra hrökklaðist frá
völdum eftir síðustu bæjar-
stjómarkosningar vofði gjald
þrot yfir Bæjarútgerðinni.
Það er líklega þetta, sem á
að sanna Hafnfirðingum, að
Alþýðuflokkurinn hafi stjórn
að Hafnarfirði um „langt
árabil með glæsibrag“, sem
þótti „til fyrirmyndar"!
Hafnarfjörður og ísafjörð-
ur vom einu sinni höfuðvígi
Alþýðuflokksins á íslandi.
En hann hefur löngu glatað
meirihluta í bæjarstjórnum
þessara tveggja kaupstaða. Á
ísafirði hrundi Alþýðuflokk-
urinn í rústir. í Hafnarfirði
hefur honum hinsvegar tek-
izt að halda allmiklu fylgi,
þrátt fyrir stöðugt atkvæða-
tap, og mest í síðustu bæjar-
stjórnarkosningum. En mál-
flutningur Alþýðublaðsins er
áreiðanlega ekki líklegur til
þess að hressa upp á fylgi
Alþýðuflokksins í Hafnar-
firði. Hafnfirðingar vilja,
hvar í flokki sem þeir standa,
treysta fjárhag bæjarfélags
síns og ráða fram úr því öng-
þveiti, sem óstjóm kommún-
ista og Alþýðuflokksins leiddi
yfir ýmis fyrirtæki bæjarins.
Sjálfstæðismenn í Hafnar-
firði, sem njóta sívaxandi
trausts bæjarbúa, era þess al-
ráðnir að vinna eftirfremsta
megni að því að ráða fram
úr vandamálum kaupstaðar-
ins með hagsmuni allra bæj-
arbúa fyrir augum,
BÆTT KIÖR
SJÓMANNA
k llar stéttir hins íslenzka
þjóðfélags hafa notið
góðs af því, að Viðreisnar-
stjórninni tókst að koma í
veg fyrir það hran, sem við
blasti, þegar vinstri stjórnin
hrökklaðist frá völdum. Hin
stóraukna framleiðsla í skjóli
viðreisnarstefnunnar hefur
bætt kjör alls almennings á
Islandi að miklum mun. En
sérstaklega hefur hagur sjó-
manna verið réttur. Á valda-
áram vinstri stjórnarinnar
skorti oft menn á fiskiskipin.
Útgerðin var mjög háð er-
lendu vinnuafli. Nú keppast
menn um að fá skipsrúm á
fiskiskipaflotanum. Tekjur
sjómanna era góðar og vax-
andi og framleiðslan er í ör-
um vexti.
Það er einnig vegna þess-
arar auknu framleiðslu út-
flutningsatvinnuveganna sem
mögulegt hefur reynzt að
hækka allveralega kaup til
landverkafólks. Þannig verð-
ur sú staðreynd ekki snið-
gengin, að viðreisnin hefur
haft í för með sér bætt kjör
handa öllum. Kaupmáttur
launanna hefur einnig auk-
izt, þannig að um verulega
kjarabót er að ræða, þrátt
fyrir hækkað verðlag.
Af þessu má þó engan veg-
inn draga þá ályktun, að
skynsamlegt sé og hag-
kvæmt fyrir launafólk að
-hleypa af stað trylltu kapp-
hlaupi milli kaupgjalds og
verðlags, eins og tíðkazt hef-
ur oft undanfarin ár. Af því
hefur leitt stórfellda verð-
bólgu, gengisfall íslenzku
krónunnar og margvíslega
erfiðleika. Við verðum, eins
og Ólafur Thors forsætisráð-
herra benti á í nýársræðu
sinni, að læra af reynslunni.
Við verðum að ganga hægt
um gleðinnar dyr og gá að
okkur. Á þá ráðleggingu
verða allir hugsandi og á-
byrgir íslendingar að hlusta,
ella hlýtur illa að fara. Af-
leiðingar nýs kapphlaups
milli kaupgjalds og verðlags
hlyti að verða ný dýrtíðar-
holskefla, nýtt gengisfall og
eyðilegging þess mikla ár-
angurs sem náðst hefur í við-
reisnarbaráttunni sl. þrjú ár.
hindrar baráttu
krabbameini
Mannekla
gegn
FLEIRI sérmenntaðir læknar og
starfsmenn í rannsóknarstofum
rnundu geta hindrað dauða
margra þeirra, sem nú deyja af
völdum krabbameins. Sú var
niðurstaða ráðstefnu sérfræð-
inga, sem Evrópudeild Al-
þjóðaheilbrigðismálastofnunar-
innar (WHO) kvaddi saman ný-
lega í Kaupmannahöfn.
Ráðstefnan fjallaði um notk-
un „cytologi" í baráttunni við
krabbamein. „Cytologi“, sem
byggist á því að rannsaka sellur
úr hinum ýmsu vefjum líkamans,
er beitt til að finna krabbamein,
áður en það nær að breiðast út.
Aðferðinni er beitt í flestum lönd
um Evrópu, en aðeins í mjög tak
mörkuðum mæli enn sem komið
er.
Á árunum 1958—59 létust
20.000 evrópskar konur af krabba
meini í leghálsi. Helmingur
þessara kvenna fékk sjúkdóminn
áður en þær náðu 55 ára aldri.
Ráðstefnan komst að þeirri nið-
urstöðu, að stór hluti þessara
kvenna væri enn á lífi, hefði
sjúkdómurinn verði uppgötvað-
ur í tæka tíð og konurnar tekn-
ar til aðgerðar.
„Cytologi" er nú einnig beitt
til að finna krabbamein í öðrum
líffærum, t. d. blöðru, lungum,
beinum, maga, munnvatnskirtl-
um og skjaldkirtli.
Ástæðan til þess, að aðferð-
ferðinni er ekki beitt í ríkara
mæli í Evrópu, er sú, að tilfinn-
anlegur skortur er á læknum
með nauðsynlega sérmenntun og
á starfsfólki í rannsóknarstofum.
Ráðstefnan beindi þeirri áskor-
un til heilbrigðisyfirvalda í
Evrópu að líta á „cytologi“ sem
viðurkennda aðferð til að finna
krabbamein og undanfarandi
sjúkdómseinkenni þess og jafn-
framt að taka upp þessa aðferð
í hinni almennu baráttu gegn
krabbameini. Var lögð rík
áherzla á hlutverk WHO að því
er snerti sérmenntun lækna og
annars starfsliðs og heitið á
stofnunina að leitast við að vinna
bug á manneklunni. Forseti ráð-
stefnunnar var Hans Kottmeier
dósent við Karolinska Institutet
í Stokkhólmi, og meðal annarra
þátttakenda var Jens Nielsen
prófessor við radíum-stöð Kaup-
mannahafnar.
Framkvæmdasjóður
S. Þ. eykst ört
Framkvæmdasjóður Samein-
uðu þjóðanna, sem settur var á
laggirnar árið 1959, hefur þróazt
svo ört, að hann er nú orðinn
víðtækasta tæknihjálp samtak-
anna. Á minna en fjórum árum
hefur starfssvið sjóðsins aukizt
úr hinum upprunalegu 13 við-
fangsefnum í 12 löndum með 31,5
milljón dollara útgjöldum upp í
246 viðfangsefni í 71 landi með
útgjöldum sem nema alls um
500 milljónum dollara.
Framkvæmdastjóðurinn vinnur
að því aó skapa slík skilyrði í
þróunarlöndunum, að fjárfest-
ingarmöguleikar aukist og þróun
landanna örvist. Er hér fyrst og
fremst um að ræða að komast
að raun um hve miklar eru nátt-
úruauðlindir tiltekinna landa,
en síðan að mennta og þjálfa
starfslið sem geri þessar auð-
lindir arðbærar, og loks að koma
á fót stofnunum, sem tekizt geti
á hendur rannsóknir í umrædd-
um löndum til að veita þeim
fyrirtækjum, sem orðið geta þró-
uninni að liði, reynslu vísind-
anna og raunhæft skipulag.
3000 verkfræðingar stunda
nám við háskóla og 1100 við
tækniskóla, sem studdir eru af
sjóðnum. Iðnfræðslustofnanir
hafa námskeið fyrir um 4000
kennara og verkstjóra í ýmsum
iðngreinum. Næstum 800 manns
hafa tekið þátt í námskeiðum á
flugskólum.
Meðal þeirra viðfangsefna,
sem lokið hefur verið við, var
rannsókn á raforkulindum í
Argentínu. Sjóðurinn lagði fram
300.000 dollara. Aðeins nokkrum
mánuðum eftir að niðurstöðurn-
ar höfðu verið birtar, fékk
Argentína 300.000.000 dollara
einkafyrirtækjum og alþjóða-
stofnunum til að hrinda í fram-
kvæmd fyrsta hluta áætlunar-
innar, sem mælt hafði verið með.
Ný frímerki
Sameinuðu þjóðanna
Póststjórn Sameinuðu þjóðanna
gefur út tvo ný frímerki í sam-
bandi við ráðstefnuna um nýt-
ingu vísinda og tækni í þágu
hinna vanþróuðu landa. Ráð-
stefnan, sem haldin verður í Genf
dagana 4.—20. febrúar 1963, er
fyrsta stóra verkefnið á hinum
svonefnda „þróunaráratug“ Sam-
einuðu þjóðanna 1960—70. Fr-
merkin tvö eru upphafið á frí-
merkjaflokki sem gefinn verður
út í sambandi við „þróunarára-
tuginn“. Hin nýju merki eru
gerð af Rashid-ud Din frá Pakist-
an, sem starfar í þjónustu Sam-
einuðu þjóðanna. Annað þeirra
er grænt og blátt og kostar fimm
cent, hitt er blátt og gullið og
kostar 11 cent.
í sambandi við ráðstefnuna
selur svissneska póststjórnin tvö
frimerki á 0,50 og 2 svissneska
franka. Eru þessi frímerki I
flokki, sem notaður er á opin-
beran póst frá Evrópu-skrifstofu
S. Þ., en á þau eru stimplaðir
stafirnir sem tákna skammstöf-
un ráðstefnunnar.
í stuttu máli
Alþjóðlegi kaffi-sáttmálinn
hafði verið undirritaður af 54
ríkjum hinn 30. nóvember s.l.
Meðal rlkja, sem nýlega hafa
undirritað hann, eru Danmörk
og Noregur, en Svíþjóð hafði
undirritað hann áður.
Liðsstyrkur S. Þ. í Kongó var
í lok nóvember 18.268 menn, sam
kvæmt tilkynningu frá 5. desem-
ber. Stærstur var herstyrkur Ind-
lands 5.723 menn, en þar næst
kom Eþíópía með 2.997 menn,
Nígería með 1.849 menn, Túnis
með 1.043 menn og Svíþjóð með
1.006 menn. Frá Noregi vóru 157
og frá Danmörku 100 menn.
Skuldabréf S. Þ. Hinn 6. des-
ember keypti Burma skuldabréf
S. Þ. fyrir 100.000 dollara og
Marokkó fyrir 280.000 dollara.
Hinn 7. desember keypti Kórea
skuldabréf S. Þ. fyrir 400.000 doll
ara. Hafa þá alls 35 ríki keypt
skuldabréf fyrir upphæð sem
nemur 103.775.840 dollurum. Enn
fremur hafa 22 ríki tilkynnt að
þau muni festa kaup á skulda-
bréfum S. Þ. fyrir um 15 milljón
dollaræ