Morgunblaðið - 11.01.1963, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 11.01.1963, Blaðsíða 17
r Föstudagur 11. janúar 1963 m o r c r y b r a ð i ð 17 Helga Magnúsdottir Ijósmóðir — minningarorð HINN 28. des. sl. andaðist í Borgarspítalanum í Reykjavík frú Helga Magnúsdóttir, ljós- móðir, Litla-Landi í Mosfells- sveit. Hún var jarðsett að Lága- felli 2. jan. að viðstöddu miklu fjölmenni. * Helga var fædd að Sýrlæk í Flóa 19. ágúst 1891. Foreldrar hennar, Oddný Jónsdóttir frá Káragerði í Landeyjum og Magnús Snorrason frá Sandvík í Flóa, fluttust til Reykjavíkur með börn sín, og var Helga þá um nokkurt skeið hjá frænd- fólki sínu í Hafnarfirði. Eins og títt var um börn þeirra tíma varð Helga snemma að fara að vinna fyrir sér, en eflaust hefur hana eins og margan unglinginn á þeim dög- um þyrst í meiri menntun en þá var almennt veitt, því hún hafði fengið í vöggugjöf ágæta greind og frábæra hjúkrunarhæfileika. Hún starfaði um nokkurt skeið hjá frú Valgerði Gísladóttur frá Mosfelli, sem þá kenndi ungum stúlkum vélprjón. Minntist Helga oft á þann tíma, enda kynntist hún þá eftirlifandi manni sínum, Einari Björnssyni frá Norður-Gröf á Kjalarnesi. Árið 1915 giftu þau sig og voru fyrsta búskaparár sitt í Norður- Gröf, en síðan á ýmsum jörðum í Mosfellssveit. hau hjón eignuð- ust tvö börn: Magnús, kennara við Laugarnesskóla í Reykjavík, og Margréti, húsfreyju á Litla- landi, en auk þess ólu þau upp dreng, Aðalbjörn Halldórsson, nú búsettan í Keflavík. Þá dvöldust barnabörn og frænd- systkini oft langdvölum á heim- áli þeirra. Ég man fyrst eftir þeim hjón- um árið 1920, en þá bjuggu þau í Lambhaga. Er mér sérstaklega minnisstæður blómagarður, sem þau höfðu búið sér sunnan við bæjarhúsin, og hversu allt var snyrtilegt hjá þeim, bæði úti og inni. Veit ég að þegar Helga varð að flytja frá Lambhaga var henni ekki sársaukalaust að skilja við blómin sín. En í hvert skipti sem þau hjón fluttu búferlum hófst húsfreyjan handa með að rækta nýjan garð og aldrei var vinnudagurinn svo langur að ekki næðist tími til að sinna og hirða um gróðurinn. í þessu og mörgu öðru var Helga langt á undan sinni sam- tíð. Eins og fyrr segir var Helga gædd frábærum hjúkrunarhæfi- leikum, enda var henni ekki nóg að hugsa um eigið heimili og börn, en fór strax á fyrstu búskaparárum þeirra hjóna að nema ljósmóðurfræði og varð ljósmóðir umdæmisins um margra ára skeið. Hún hafði sannkallaðar læknishendur og flutti með sér öryggi og hlýju hvar sem hún kom til þess að leiða litlar verur inn í Ijós dags- ins. Meðan læknir var ekki bú- settur í héraðinu var Helga oft sótt til sjúklinga og veitti ómet- anlega fróun og hjúkrun í veik- indum. — Gegnum Ijósmóður- starfið kynntist hún lífi og heimilum fólksins í sveitinni og mörg voru spor hennar til þeirra sem áttu vdð örðugleika að stríða. Hún unni lífinu og hlúði að öllu því sem var hjálparvana, hvort sem það var maður, mál- leysingi eða lítið blóm. Erfitt má það vera fyrir ljós- móðurina að yfirgefa börn sín ung, hvernig sem ástæður eru heima fyrir, og leggja af stað jafnvel yfir fjallvegi í hríð og náttmyrkri, hvenær sem kallið kemur, ríðandi eða gangandi eftir atvikum, þá er ekki spurt um veður eða færð. En það hef- ur einnig verið sárt fyrir eigin- manninn og börnin að sjá á eftir móðurinni út í nætursortann, en slíkt hefur verið hlutskipti ís- lenzkra ljósmæðra og heimila þeirra í sveitum landsins frá öndverðu. Helga var ein af stofnendum Sjúkrasamlags Mosfellshrepps, en það var stofnað löngu áður en lög voru sett um sjúkrasam- lög almennt, og sat í stjórn þess til æviloka. Þá átti hún einnig um árabil sæti í skólanefnd hreppsins. Þau hjónin voru bæði félagar í UMF Afureldingu um nokkurt skeið, Einar einn af stofnendum þess, og helguðu því félagi krafta sína. Síðar gerðist Helga meðlimur Kvenfélags Lágafells- sóknar, um tíma formaður, en síðar varaformaður og gegndi þá einnig ýmsum öðrum trún- aðarstörfum fyrir félagið, var meðal annars fulltrúi þess í hús- nefnd félagsheimilisins, átti sæti á sambandsfundum o. fl. Öll félagsstörf rækti Helga af mestu prýði. Hún var hugsjóna- rík, ágætlega máli farin og flutti mál sitt af festu og djörf- ung, en hún var einnig fljót til að styðja tillögur sem aðrir báru fram, ef þær áttu hljóm- grunn í hennar eigin sál. Þegar vinir hverfa yfir landa- mæri lífs og dauða er oft margs að minnast. Eð man Helgu fyrst þegar hún sýndi okkur unglingunum blóm- in í garðinum sínum að Lamb- haga. Ég man hana einnig á sól- björtum sumardögum í glöðum hópi ungmennafélaga hleypa gæðingum sínum um sléttar grundir og mela því hún var búin snilld hestamannsins. Man hana sem húsmóðir glaða og gestrisna heima í Laxnesi með húsið fullt af börnum og ungl- ingum við söng og hljóðfæra- slátt, því hún unni hljómlist og glaðværð. Man þegar hún kom með sínar góðu og líknandi Ijósmóðurhendur til þess að taka á móti börnunum mínum og vakti yfir mér og þeim þar til öllu var óhætt. Man þær stundir, sem við unnum saman að félagsmálum eða sátum og ræddum um daginn og veginn. Allt af var. jafngott að hitta hana, þar var ekki verið að narta í náungann, heldur barst talið ávallt að þeim málefnum, sem efst voru á baugi hverju sinni og gátu orðið til framfara og menningarauka fyrir félagið okkar og héraðið. Hún var sá sterki stofn, sem allt af var hægt að leita til, því hún hafði bjargfasta trú á sigur hins góða. Allar þessar minningar og samverustundir, sem hafa gert líf mitt að mun ríkara, vil ég þakka af heilum hug og biðja henni blessunar á fyrirheitna landinu, þar sem hún nú „flýgur á vængjum morgunroðans, meira að starfa Guðs um geim“, Eiginmanni hennar, sem nú hefur misst sinn sterka stofn, börnum hennar og barnabörn- um, bið ég allrar blessunar í framtíðinni. „Vertu sæl, við söknum þín“. H. M. Bátur til sölu Sem nýr 12 tonna bátur ásamt nýjum veiðarfærum, til sölu nú þegar. Vél bátsins er 103 ha. Volvo Penta. Ganghraði 9 sjómílur. Báturinn er sérstaklega ut- búinn á línu, með sjálfdragara, stýri og kúpling leidd fram á dekk. — Hagkvæmir greiðsluskilmál- ar. — Uppl. í síma 62, Bolungarvík. Utsala IJtsala ÍJtsalaii byrjar á morgun Peysur pils og fleira. VERXLUNIM %#> ■Af 'm,-. LAUCAVEC ,M Hamragil fm: ■, Æ. Innanfélagsmót í svigi, karla, kvenna og drengja hefst kl. 11,30, sunnudag. Skólamót Menntaskólans í svigi hefst kl. 2.00. ^ 2ja og 3|a herbergfa íbúðir til sölu við Bólstaðarhlíð. íbúðirnar eru i smíðum og verða afhentar tilbúnar undir tréverk, fullgert að utan og allt sameiginlegt innanhúss íull- gert. íbúðirnar eru í 4ra hæða fjölbýlishúsi. ij0! Málflutningsstofa VAGNS E. JÓNSSONAB. 1 Austurstræti 9. — Símar 14400 og 20480. BIFREIÐAEIGENDUR Fró upphafi hafa Samvinnutryggingar lagt megináherzlu á tryggingar fyrir sannvirði, góða þjónustu og ýmiss- konar frœðslu- og upplýsingastarf- semi. í samrœmi við það hafa Sam- vinnutryggingar ráðizt í útgáfu bókarinnar,, Bíllinn minn" f hana er hœgt að §krá nákvœmiega allan rekstrarkostnað bifreið- ar í heiltár, auk þess sem í bókinni eru ýmsar gagn- legar upplýsingar fyrir bifreiðastjóra. Bókin hefurþegar verið send endur- gjaldslaust, til allra bifreiðaeigenda sem tryggja bifreiðir sínar hjá Samvinnutrygging- um, en ef einhver hefur ekki fengið hana vegna bústaðaskipta, er hann vin samlega beðinn að hafa sam- band við aðalskrifstofuna og mun bókin þá verða send í pósti. SAMVINNUTRYGGINGAR Bifreiðadeild - Sími 20500 S AMVINNl)TRYGGINGAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.