Morgunblaðið - 11.01.1963, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 11.01.1963, Blaðsíða 22
22 MORGUHBLAÐ1Ð Fostudagur 11. janúar 1963 Sonny og Flloyd rlfast og keppa ekki 4. april ÞAB verður ekikert af því að Sonny Liston og Flloyd Patter- son berjist um heimsmeistaratit- ilinn í þungavigt öðru sinni hinn 4. apríl eins og Patterson hefur stungið upp á. Liston og fram- kvæmdastjóri hans hafa sett sig á háan hest og neita kappleik fyrr en í maí — og það með því skilyrði að Liston fái greiddan sinn hluta af leiknum 25. sept. en hann kveðst eiga 207 þús. dali hjá umsjónarmönnum leiksins, sem voru Championship Sports Inc. Samkvæmt samningi um. fyrri leikinn á Patterson að tilefna dag fyrir síðari kappleikinn og jafnframt á hann að ákveða hverjir beri ábyrgð á leiknum. Patterson hefur tilnefnt sama umsjónaraðila og áðiu*, Champion ship Sports Inc., og hann vill hafa leikinn 4. apríl, og skuli hann fram fara í Miami Beach. Þessu neitar Liston og fram- kv.stj. hans og segir að það sé ekki hægt að hafa þá umsjónar- menn sem ekki skila peningum sem keppendum ber. Þeir bjóða leik í maí og þá í Baltimore — ef Liston fái greidda sína peninga frá fyrri leiknum. „Þá förum við til dómstólanna" segir lögfræðingur Pattersons. „Sonny hefur unnið Flloyd í hringnum og hann er ekkert hræddur við að mæta honum fyrir rétti“ svarar framkv.stj. Listons og bætti við. „Heims- meistaratitillinn verður ekki unninn í réttarsalnum. Sonny hefur titilinn“. Dómararir sem heiðraðir voni, frá v. Þorlákur þórðarson, Magnús V. Pétursson, Ingi Eyvinds, Sigurjón Jónsson, Hannes Sigurðsson, Guðjón Einarsson, Jörundur Þorsteinsson, Guðbjöm Jónsson, Grétar Norðfjörð. Einar Hjartarson og Baldur Þórðarson. A myndina vantar Hauk Óskarsson. — Ljósm. Sv. Þorm. KRR sæmdi 12 knattspyrnu dómara sérstökum heiðri — og Fram fékk bikarinn, sem bezta félag í Reykjavik AÐALFUNDUR Knattspymu- ráðs Reykjavikur var haldinn í fyrrakvöld í Valsheimilinu við Hlíðarenda. Á fundinum heiðr- aði KRR 12 knattspyrnudómara fyrir vel unnin störf og voru þeir sæmdir nýju og sérstöku merki KRR og eru þeir hinir fyrstu er það bera. Þá var og afhentur bikar sem veittur er sigursælasta félaginu í Reykja- vík í öllum flokkum sameigin- lega og hlaut Fram bikarinn í fjórða sinn. if Stjórnin endurkjörin. Einar Björnsson form. KRR flutti skýrslu stjórnar og bar Enska knattspyrnan ■> DREGEÐ hefur verið um hvaða lið leika saman í 4. umferð ensku bikarkeppninnar, sem fram fer 26. janúar n.k. Luton eða Swindon við Barns- ley eða Everton, Southampton eða York við Watford eða Rother ham, Norwich eða Blackpool við Bradford, eða Newcastle, Car- lisle eða Gravesend við Sunder- land, Grimsby eða Leicester við Ipwich, West Ham eða Fulham við Swansea eða Q.P.R., Arsenal eða Oxford við Shrewsbury eða Sheffield W., Portsmouth eða Scunthorpe við Lincoln eða Cov- entry, Manchester U. eða Hudd- ersfield við Bristol City eða Aston Villa, Charlton eða Cardiff við Tranmere eða Chelsea, Gill- ingham eða Port Vale við Shef- field U. eða Bolton, Tottenham eða Bumley við Liverpool, Wals all eða Manchester City við Birmingham eða Bury, Blackburn eða Middlesbrough við Leeds eða Stoke, W.B.A. við N. Forest eða Wolverhampton, Leyton Orient eða Hull við Derby eða Peter- borough. hún vott um veigamikið starf KRR nú sem fyrr. Skýrslan og reikningar voru einróma sam- þykkt og formaðurinn endur- kjörinn í einu hljóði og með honum í stjórn er hinir sömu og áður en stjórnarmeðlimir eru tilnefndi af félögum innan ráðs- ins. Þeir eru Jón Guðjónsson frá Fram, Haraldur Gíslason frá KR, Jens Karlsson frá Þrótti og Ólafur Jónsson frá Víkmg. Meðal gesta á fundinum var Gísli Halldórsson forseti ÍSÍ, Björgvin Schram form. KS- og Andreas Bergmann sem mætti af hálfu stjórnar ÍBR. Allir ávörp- uðu þeir fundinn og Andreas af- henti f.h. ÍBR fagran Og mik- inn verðlaunabikar sem KRR hefur til ráðstöfunar til knatt- spyrnukeppni í Reykjavík. Bik- arinn var gjöf til KRR á 40 ára afmæli ráðsins 1959 en afhentur nú. ★ Dómarar heiðraðir. Einar Björnsson ávarpaði dóm ara sem heiðraðir voru og færði þeim þakkir KHR fyrir ötul og óeigingjarnt starf um langt skeið á knattspyrnuvöllum í Reykjavík. Guðjón Einarsson þakkaði af þeirra hálfu með snjallri ræðu. -Á Bezta félagið 1-« & í Reykjavík. Einar afhenti síðan bikar- inn sem veittur er „bezta knatt- spyrnufélagi í Reykjavík“ og það félag hlýtur hgnn sem flest stig hefur samanlagt í öllum aldursflokkum. Fram vann í þeirri keppni, hlaut 194 stig, Valur hlaut 145, KR 127, Víking ur 88 og Þróttur 30. Er þetta í 4. sinn sem Fram vinnur bik- Einar Björnsson með bikarinn sem ÍBR gaf KRR arinn, en KR hefur hlotið hann einu sinni. Sigurður Jónsson form. Fram veitti bikarnum við- töku. Bréf sent Mbl Hvern á að kæra? Skautamðt um aðra helgi á Tjörninni KNATTSPYRNUFÉLAGIÐ Þrótt nr ætlar að freista þess að efna tfl skautamóts á Tjörninni 19. og 20. janúar — um aðra helgi. Verð ur þar keppt í 500, 1500, 3000 og 5000 m skautahlaupi og er þátt- taka öllum heimil. Jafnframt er í ráði að efna til sýningarleiks í íshokkí. Þróttur hefur löngum átt góða skautamenn innan raða félags- manna sánna, sumar af þeim beztu í Reykjavik. Sumir af þeim eldri hafa undanfarna daga æft undir þetta mót og verða meðal þátttakenda og margir nýliðar eru einnig ákafir til þátttöku. Verði þátttaka mikil er hugs- anlegt að keppendum verði skipt í aldurshópa. Íshokkí hefur ekki verið leik- ið í Reykjavík en norðanmenn hafa leikið það. Sumir af þeim sem þar léku eru nú hér syðra og verða með í sýningarleiknum ef af verður. AF tilefni greinar þeirrar í Morg- blaðinu þ. 10. jan., er fjallaði um félagaskiptingu Í.R.-ingsins Valbjarnar Þorlákssonar, vildi ég skrifa íþróttasíðu blaðsins nokk- ur orð. Eftir lestur greinar þessarar sá ég mér þar gullið tækifæri til að geta komið biturri reynslu minni á framfæri. Gæti hún orðið til leiðbeiningar í þessu leiðindamáli. Ég var Í.R.-ingur, meira að segja kallaður „ungur efnilegur íþróttamaður" af dagblöðunum. Sumarið 1060 æfði ég ásamt vini mínum, sem einnig var kallaður efnilegur Í.R.-ingur. Læt ég þetta nægja, aðalatriðið er: tveir ungir Í.R.-ingar, sem æfa frjálsar íþrótt ir. Strax um haustið fórum við til æfinga í Í.R.-húsið. Frekar léleg aðstaða var fyrir okkur að æfa þar, bæði vegna þjálfaraskorts og svo einkum það, að enginn félagsbræðra okkar æfði í okkar grein. Lá þá leiðin til K.R. (fþróttahús Háskólans). Þar þjálfar hinn ágæti þjálfari Bene- dikt Jakobsson, og vil ég taka það fram að hann átti engan þátt í minni bitru reynslu. Allt voru þetta menn (K.R.-ingar), sem höfðu æft og keppt með okkur á íþróttavellinum um sumarið, menn, sem að margir hverjir höfðu oft notið góðrar tilsagnar þjálfara Í.R.-inga, Simonyi Gabors (hann dvaldist í Ungverja landi veturinn 1060—61). En hvað gerðist? Vil ég nú vísa til áðurnefndrar greinar í Morgunbl., þar sem blaðamaðurinn er að ræða við Reyni Sigurðsson formann Í.R. og komst Reynir m. a. svo að orði: „ég trúi því ekki að K.R. vilji ekki heimila Í.R.-ing að þjálfa í sínu húsi, án þess að hann skipti um félag, þótt að- stæðan sé betri til stangarstökks innanhúss hjá K.R. en hjá Í.R. í bili“. Ákaflega göfugmannlega hugs- að, en leitt að formaður f.R. skuli ekki vita meira um þessi mál en raun ber vitni. Jæja, en hvernig var okkur tekið? Jú, fyrst vorum við spurð ir að því kurteisislega hvort við ætluðum að ganga í K.R. Við kváðum eðlilega nei við. Skutu þá þeir háu herrar saman fundi og okkur tilkynnt úrslit fundar- ins á næstu æfingu. Þau voru: ef þið ætlið að æfa hér þá borg- ið þið rúmlega helmingi 100%) meira en félagsmenn K.R.! Þrjáir úrlausnir blöstu við okikur: 1. ganga í K.R., 2. vera æfinga- lausir um veturinn, 3. borga þessa okurupphæð. Ég færði þetta í tal við föður minn. Þar sem hann er gamall og reyndur íþrótta- maður undraðist hann mjög, en bauðst síðan til að greiða æfing- argjaldið fyrir okkur báða. Æfðum við hjá K.R. þann vet- urinn og átti sá leiðinlegi mórall, sem ég kynntist þar, mikinn þátt í skilnaði mínum við íþróttirnar þó að vísu annað hafi rekið smiða höggið á það (Ekki er ég dóm- bær á að slíkur félagsrígur og leiðinda mórall hafi ríkt í Í.R.- húsinu, því ég æfði þar lítið og líklega enginn K.R.-ingur séð sér bót í að æfa þar). Nú eru tvö ár liðin og margt gerzt síðan. Á tímabilinu hafði ég lítið samband við vin minn vegna fjarvistar minnar erlendis, en skemmst er frá því að segja að pilturinn innritaðist í K.R. vegna „betri aðstæðna" og varð það til þess að ég sleit mig al- gjörlega frá íþróttunum. Ég hef oft saknað þeirra, en mín bitra reynsla kemur ætíð í veg fyrir að ég endurskoði þessa ákvörð- im mína. Valbjöm hefur valið kost vin- ar míns og tel ég það afsaíkan- legt frá hans sjónarmiði að nokkru leyti. Væri það hin mesta firra að kæra Valbjörn, heldur ætti að kæra K.R. og „hreinsa þar til af þessum gömlu aftur- haldssömu „íþróttamönnum“ sem standa í vegi eðlilegrar og heil- brigðar framvindu í íþróttamál- um íslands. Virðingarfyllst, Friðrik G. Friðrikssou.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.