Morgunblaðið - 11.01.1963, Blaðsíða 20
20
MORCUNBLAÐIÐ
Föstudagur 11. janúar 1963
PATRICIA WENTWORTH: —
MAUD SILVER
KEMUR I HEIMSÓKN
Nú varð þögn, en þá sagði
Katrín í hálfum hljóðum:
Hann segir, að mamma sín
hafi samið lista yfir allt, sem
hún hefði hafzt að á viðskipta-
sviðinu, meðan hann var fjarver-
andi. Sá listi hefur ekki komið
fram enn, en þegar það verður,
þá....
Röddin dó út.
Rietta lauk setningunni:
— ..þá heldur þú, að þar
standi ekkert um smámyndina og
tesamstæðuna?
— Hún gæti hafa gleymt að
skrifa það niður, sagði Katrín,
máttleysislega.
Þær voru nú komnar yfir gras-
völlinn. Katrín sneri sér við og
gekk yfir völíinn, er hún hafði
sagt góða nótt við Riettu.
Rietta sneri heimleiðis, en hún
var ekki komin nema nokkur
skref þegar tekið var í handlegg
henni. — Mig langar til að biðja
þig um nokkuð, sagði Katrín.
— Ja, hvað var það?
— Það gæti gert mikinn mis-
mun, ef þú gætir munað eftir, að
Mildred frænka hefði sagzt hafa
gefið mér þessa hluti.
— Ég man ekkert í þá átt.
— Þú gætir reynt það.
— Bull og vitleysa! æpti
Rietta Cray og reyndi að losa sig,
en Katrín hélt í hana.
— Rietta! Hlustaðu á mig
andartak. Þegar James kom aftur
til mín í gærkvöldi, var hann —
hún greip andann á lofti — ógn-
andi. Kurteis að vísu, en ískald-
ur. Hann talaði um, að hann
saknaði þessara hluta — og það
var ekki fyrst og fremst það sem
hann sagði heldur eitthvað, sem
lá að baki. Ég hélt, að hann væri
að reyna að hræða mig, en lét
ekki á því bera, en ég held, að
hann hafi samt séð, að ég var
hrædd, og hefði gaman af því.
Ég hef aldrei gert neitt til þess,
I að hann þyrfti að koma svona
fram, en ég hafði " ð einhvern
veginn óhugnanlega á tilfinning-
unni, að hann myndi gera mér
mein, ef hann gæti — og hafa
ánægju af.
Rietta stóð grafkyrr. Skugg-
inn, sem hún hafði lokað úti frá
sér öll þessi ár, kom nú fram og
stóð við hliðina á henni.
Katrín sagði hvíslandi:
— Rietta.... þegar þið James
voruð trúlofuð, var hann þá líka
svona? Hafði hann gaman af að
særa?
Rietta steig skref aftur á bak.
— Já, sagði hún og gekk síðan
hratt burt, opnaði hliðið hjá sér
og gekk inn.
X.
James Lessiter ók heim til sín
frá Lenton. Hann hafði gaman af
að aka á kvöldin, eftir þessum
mjóu stígum, þar sem bílljósin
mörkuðu brautina fyrir bílinn,
70
og ekki þurfti annað en elta
þau. Þetta voru fyrirhafnarlaus
átök. Hann gerði ekki beinan
samanburð á því í huga sínum,
en honum fannst eins og lífið
lægi fram undan á svipaðan hátt
og brautin. Hann hafði unnið sér
inn mikið fé og hafði von um að
vinna meira. Þegar maður var
kominn svo eða svo vel á veg,
kom framhaldið af sjálfu sér.
Peningarnir voru afl. Hann hugs-
aði til drengsins, sem hafði farið
frá Melling fyrir meira en tutt-
ugu árum, og vellíðunarkennd
hans var einna líkust sigurhrósi.
Hann hafði haft á réttu að
Á FÁSKRÚÐSFIRÐI
NÚ UM ÁRAMÓTIN tók frú Þórunn Pálsdóttir, Efri-
Haga, Fáskrúðsfirði, að sér að vera umboðsmaður
fyrir Morgunblaðið þar í kauptúninu. Mun Þórunn
því framvegis annast dreifingu og innheimtu Morg-
unblaðsins þar og til hennar skulu þeir snúa sér á
Fáskrúðsfirði, er óska að gerast áskrifendur að blað-
inu. Frú Þórunn mun einnig annast fyrirgreiðslu á
auglýsingum í Mo- "’inblaðið. — Sími Þórunnar Páls-
óttur er 23.
standa. 1 stað þess að láta sig
sökkva með skipinu, sem hafði
verið að farast fyrir þrem kyn-
slóðum, hafði hann losað sig og
leitað til strandar. Hann var al-
veg laus við allan söknuð. Húsið
mátti fara. Ef hann þyrfti að
fá sér sveitasetur, voru margir
skemmtilegri staðir til en Mell-
ing. Nú á dögum þurfti ekki að
hafa eitthvert stórt hrófatildur,
ætlað fyrir samkvæmi, sem
stóðu dögum saman og kröfð-
ust mikils starfsliðs. Nei, betra
var að fá sér eitthvað smærra.
En þangað til var bezt að njóta
lífsins. Hann átti einn eða tvo
reikninga óuppgerða, Og hann
hlakkaði til uppgjörsins. Það var
ánægjulegt að geta sjálfur hald-
ið dómsdag.
Hann beygði inn á milli háu
hliðstólpanna við Melling-húsið,
og horfði á ljósið á undan sér
upp eftir stígnum, skínandi á van
hirta mölina og blómarunnana.
En snögglega skinu þau á eitt-
hvað, sem hreyfði sig bak við
trén. Hann hélt, að einhver hefði
vikið sér undan og inn í runn-
ana, en þó var hann ekki alveg
viss um það. Það hefði getað
verið einhver sendill að forðast
bílinn, og það hefði líka getað
verið einhver að finna Mayhew-
hjónin, en þá mundi hann, að
þetta var frídagurinn þeirra og
þau mundu vera í Lenton. Frú
Mayhew hafði einmitt spurt,
hvort þau mættu fara, og ætlaði
að skilja eftir kaldan kvöldverð
handa honum.
Hann ók að bílskúrnum og
hugsaði til þess með ánægju, að
nú hefði hann allt húsið í næði.
Það gat verið gott tækifæri til að
leita vandlega í svefnherbergi
móður hans og setustofunni.
Hann ætlaði sér að finna þennan
lista, og hafði sannfært sig um,
að hann hlyti að vera á öðrum
hvorum staðnum. Hún hafði ver-
ið orðin hrör og var hætt að fara
niður stigann.
Hann opnaði fordyrnar fyrir
sér og kveikti ljós í forstofunni.
Persónan, sem stóð úti í garð-
inum, sá ljós koma upp í for-
stofugluggunum.
Góðri stundu síðar hringdi sím-
inn hjá Katrínu Welby. Hún tók
hann. Höndin krepptist að tæk-
inu, þegar hún þekkti rödd Jam-
es Lessiters.
— Ert það þú, Katrín? Mér
datt í hug, að þú hefðir gaman
af að heyra, að ég er búinn að
finna þennan lista.
— O.. Það kom svo á hana, að
hún gat ekkert sagt.
— Ég var orðinn hræddur um,
að hann hefði verið eyðilagður,
því að auðvitað tók hr. Holder-
ness öll skjöl, sem hann fann,
og frú Mayhew sagði mér, að
þú hefðir gengið hér út og inn.
Vinstri höndin á Katrínu kom
upp að hálsinum á henni. — Ég
hjálpaði eftir því, sem ég gat.
— Ekki efast ég um það.. En
hvar heldurðu, að listinn hafi svo
verið?
— Það hef ég enga hugmynd
um.
Hún var orðin þurr í munnin-
um, en reyndi að halda röddinni
eðlilegri.
— Þú mundir aldrei gizka á
það. .og hefur ekki gizkað á það.
Hann var innan í postillunni
prestsins okkar sáluga. Ég man
vel, þegar hann gaf hana út og
gaf mömmu eintak — manstu
það ekki líka? Hún hefur þótzt
alveg viss um, að enginn myndi
hafa hönd á honum þar. Ég fann
hann heldur ekki fyrr en ég
hafði leitað allsstaðar og fór þá
að leita í bókunum. Þolinmæðin
þrautir vinnur allar!
Katrín sagði ekki neitt, en dró
snöggt að sér andann. Þetta
heyrði James Lessiter í símanum
og hafði mikla ánægju af.
— Jæja, þá, sagði hann, hressi-
lega, — það mun gleðja þig að
heyra, að nú er þetta allt á
•hreinu. Þú áttir upphaflfga að
borga fyrir siða sakir tíu shill-
inga húsaleigu, en svo eftir tvo
eða þrjá mánuði var það ekki
nefnt á nafn framar og öll húsa-
leiga úr sögunni. En svo, hvað
snertir húsgögnin.. Varstu eitt-
hvað að segja?
— Nei. Hún kom þessu eina
orði út úr sér, en hefði ekki getað
sagt fleiri.
— Já, hvað húsgögnin snertir,
er ekkert um að villast. Mamma
segir: „Ég er ekki alveg viss um,
hvaða húsgögn Katrín hefur
þarna í Hliðhúsinu. Ég hef látið
hana hafa sitt af hverju, smátt
og smátt, en vitanlega var það
eins og hver annar sjálfsagður
hlutur að það var að láni en
ekki öðruvísi. Mér þótti eins gött,
að þau væru nötuð, og hún fer
vel með þau. Mér finnst þú ættir
að láta hana hafa eins og nægir
í litla íbúð, ef það hentar þér
ekki, að hún verði áfram í Hlið-
húsinu. Vitanlega ekkert verð-
mætt, en aðeins það, sem hún
getur haft gagn af. Hún hefur
gömlu tesamstæðuna, sem ég
lánaði henni einu sinni á stríðs-
tímanum, þegar svO erfitt var að
ná í postulín. Vitanlega var það
skýrt tekið fram, að það væri að-
eins að láni“.
SHÍItvarpiö
Föstudagur 11. Janúar
8.00 Morgunútvarp.
12.00 Hádegisútvarp.
13.15 Lesin dagskrá næstu viku.
13.25 „Við vinnuna": Tónleikar.
13.25 „Við, sem heima sitjum":
Jóhanna Norðfjörð les úr
ævisögu Grétu Garbo (4).
15.00 Síðdegisútvarp.
17.40 Framburðarkennsla í esper-
anto og spænsku.
18.00 „Þeir gerðu garðinn frægan"
Guðmundur M. Þorláksson
talar um Brynjólf biskup
Sveinsson.
18.20 Veðurfregnir.
18.30 Harmonikulög.
19.00 Tilkynningar.
19.30 Fréttir.
20.00 Erindi: Ókunni maðurina
(Grétar Fells rithöfundur).
20.25 Píanómúsík eftir Brahms:
Walter Gieseking leikur rap-
sódíu nr. 1 í h-moll og nr.
2 í g-moll op. 79.
20.35 í ljóði, — þáttur í umsjá
Baldurs Pálmasonar. Lárus
Pálsson les kvæði eftir Örn
Arnarson og Guðbjörg Vig-
fúsdóttir eftir Kristján frá
Djúpalæk.
20.55 Tónleikar: Konsert nr. 1 I
F-dúr fyrir flautu og
strengjasveit op. 10, eftir
Vivaldi.
21.05 Úr fórum útvarpsins: Björn
Th. Björnsson listfræðingur
velur efnið.
21.30 Útvarpssagan: „Felix Krull'*
eftir Thomas Mann; XX.
(Kristján Árnason).
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Efst á baugi (Björgvin Guð-
mundsson og Tómas Karls-
son).
22.40 Á síðkvöldi: Létt-klassísk tón
list.
23.15 Dagskrárlok.
Laugardagur 12. janúar.
8.00 Morgunútvarp.
12.00 Hádegisútvarp.
13.00 Óskalög sjúklinga (Kristín
Anna Þórarinsdóttir).
14.00 Vikan framundan: Kynning á
dagskrárefni útvarpsins.
15.00 Fréttir. — Laugardagslögin. —
(16.00 Veðurfregnir).
16.30 Danskennsla (Heiðar Ástvalda
son).
KALLI KÚREKI ~ * - -j<
Teiknari: Fred Harman
17.00 Fréttir. — Þetta vil ég heyr«
Hildur Þorsteinsdóttir kaup-
kona velur sér hljómplötur.
r
&ESS THAM A M/Le FEOf
THe KIDMAPPeZS’ CAMP.
LEAN OVER OL'OSEE, PETE/
I CAW'T BEACH IT/ ,----—
HERE, OPEM YO0R TRAP, V.
HAMPTÖM/ YOLI AIM'TA BAD
KID.'SOREYI CAN’TUMTIE YOU/
/kHD W THEHtDE-OUT, JOHk) HAMPTOH HAS
F/HALLY LOOSEMEP THEKMOTTEP LAH/AT''
V 7 ------------'TI
YOU'RE 5ETTIN' WERVOUS/ WE
MUST BECLOSE/ I DON'TMÉED
YOU ALIVE AMY MORE SO JUST y'
F/OUEEOUT WHAT'LL HAPPEM IF J
YOU LET OUT A YELL • i-A
r-------------------11'LL KEEP
( «UIET/ I
i-.v
I meira en mílu f jarlægð frá fanga-
búðunum.
— Þú virðist vera orðinn tauga-
óstyrkur, við skulum standa nærri
hvor öðrum.
— Ég þarfnast þín ekki lengur.
Gerðu þér bara í hugarlund, hvað
gerast mundi, ef þú rækir upp öskur.
— Ég skal þegja.
Að lokum hefur Halla Hampi tek-
izt að losa um hnútana.
— Hérna, opnaðu munninn, Halli,
þú ert ekki svo slæmur. Mér þykir
bara verst, að ég skuli ekki geta
gengið í lið með þér.
— Komdu nær, Pési, ég get ekki
náð í þetta.
18.00 Útvarpssaga barnanna:
„Todda frá Blágarði" eftir
Margréti Jónsdóttur: IV.
Höfundur les).
18.20 Veðurfregnir.
18.30 Tómstundaþátur bama og
unglinga (Jón Pálsson).
18.55 Tilkynningar. — 19.30 Fréttir,
20.00 Tvísöngur: Ingvar Wixell og
Erik Sædén syngja úr Glunt-
unum eftir Wennerberg.
20.30 Leikrit: „Rip van Winkle"
eftir Max Frisch, í þýðingu
Jökuls Jakobssonar. — Leik-
stjóri: Baldvin Halldórsson --
Leikendur: Helgi Skúlason,
Þorsteinn Ö. Stephensen, Val
ur Gíslason, Herdís Þorvalds-
dóttir, Haraldur Björnsson,
Lárus Pálsson, Jón Sigur-
björnsson, Helga Valtýsdótt-
ir o. fl.
22.00 Fréttir og veðurfr. — 22.10
Danslög. — 24.00 Dagskrár-
lok.