Morgunblaðið - 31.01.1963, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 31. Januar 1963
MORCVNBLAÐIÐ
3
I SÍÐUSTU viku fékk fær-
eyskur fiskibátur, Tungufoss-
ur frá Sandey, á sig sjó und-
an Vestfjörðum. Ólagið reið
yfir stýrislhúsið og urðu þar
öll tæki óvirk nema áttavit-
inn. Skipstjórinn vaknaði á
floti, vélarrúmið hálffylltist,
svo að drapst á vélinni og
Ihásetau- vöknuðu af vaerum
blundi við það að sjór fossaði
inn í lúkarinn.
Tungufo'ssur, sem er nýr
268 tonna stálbátur, sigldi til
Patreksfjarðar, en hélt það-
an í fynradag og kom til
Reykjavíkur í gærmorgun,
en hér verður gert að áverka
þeim, er Ægir veitti honum.
Fréttamaðun og ljósmyndari
Mbl. brugðu sér ' um borð
skömmu eftir að báturinn
hafði lagzt að bryggju og
Brúin er illa leikin af brotsjónum. Flestar rúffur brotnar
radar, miðunarstengur o. fl. tæki kengbogiff og ónothæft.
.Tungufossur* eign 22 ja háseta
Hásetarnir atvinnuveitendur
skipstjórans
hittu skipstjórann að máli í
brúnni.
— Talar þú ekki íslenzku?
— Já, já, ég taiar íslenzku.
— Hvað heitir þú?
— Trondur Trondesen.
— Hvað eruð þið margir
á bátnum?
— Tuttugu og fimm. Við
vorum að ísfiskveiðum fyrir
Englandsmarkað og höfðum
fengið um 600 kit þegar óhapp
ið kom fyrir. Nú seljum við
allan fiskinn fii fisksala í
Reykjavík, af því að viðgerð-
in tekur 6—7 daga.
— Hver á Tungufossur?
— Tuttugu og tveir háset-
ar. Ég á ekkert í bátnum.
Skipshöfnin á dekki. 1 miffjum hópnum stendur skipstjórinn í jakka og meff bindi. Messa-
strákurinn er fremst á myndinni.
— Varst þú í looju þegar
þið fenguð á ykkux sjóinn?
— Já, 2. stýrimaður var á
vakt, en ég svaf. Ég flaut
fram úr kojunni, klefinn háli
fylltist af sjó, þar sem flest-
ar rúður brotnuðu. Ég týndi
stígvélunum mínum. Sjáið
þið, óg er í ballskóm.
Á dekkinu hittum við nokra
skipsmenn. Yngstur þeirra
er messadhengurinn, Jógvan
Sonne, 14 ára. Við spyrjum
nokkra, hivað þeir ætli að
hafa fyrir stafni meðan bát-
urinn tefst hér, vegna viðgerð-
arinnar, og fáum það svar,
að þeir ætli á ball. Er við
viljum vita hvar þeir ætli
að fá sér snúning, segjiast
þeir ekki vita það, en þeir hafi
komið hér áður og séu ó-
hræddir um, að ekki sé ein-
hvers staðar eitthvað um að
vera. Nú kveðjum við-Færey-
ingana, en ljósmyndarinn lof-
ar að koma í heimsókn síðar
og gefa þeim myndir af hópn-
STAKSTEINAR
íslendingur
k j ördænJsblað
f siffasta tölublaffi vikublaffs-
ins íslendings á Akureyri er frá
þvi skýrt, aff blaffiff muni fram-
vegis verffa kjördæmisblaff Sjálf
stæffisflokksins í Norffurlands-
kjördæmi eystra. Verffur blaff-
iff gefiff út á ábyrgff kjördæmis-
ráffs og blaffnefnd þess skipuff
mönnum úr öllum héruffum kjör-
dæmisins.
í ávarpi, sem Árni Jónsson,
formaffur hinnar nýju blaffnefnd-
ar íslendings, og Gísli Jónsson,
formaffur kjördæmisráffs, rituffu
í síffasta íslending, er m.a. kom-
izt aff orffi um þessa breytingu
á þessa leiff:
„Ljóst er, að fslendingur hef-
ur um langt skeiff gegnt þýff-
ingarmiklu hlutverki sem höfuff-
má.lgagn Sjálfstæðisflokksins á
Nórðurlandi og hefur sizt dreg-
iff úr mikilvægi þess, þó bætt-
ar samgöngur færi okkur nú
Reykjavíkurblöðin daglega. Á
hinn bóginn er sýnt, aff íslend-
ingur hlýtur samkvæmt þvi að
færast æ meira í þaff horf aff
vera vettvangur sérmála kjör-
dæmisins frem.ur en almennt
fréttablaff.
Nú þarf aff leggja á þaff höfuff-
kapp aff auka útbreiffslu fslend-
ings. Er þaff mark sett þegar
í upphafi aff stækka upplagiff
hiff bráðasta um helming þess
sem nú er.
Vegir til allra átta
Siglfirffingnr, blaff Sjálfstæffis-
manna á Siglufirffi, birtir ný-
lega furystugrein undir fyrir-
sögninni: „Vegir liggja til allra
átta“. Er þar deilt mjög á Fram-
sóknarflokkinn, sem hlaupizt
hafffi undan höfuðskyldu sinni
sem lýffræffisflokkur og beri
jafnan kápuna á báffum öxlum
„svo enginn getur vitaff fyrir-
fram hverja leiff hann muni fara
í hinum þýffingarmeiri nrálum.
Framsóknarflokkurinn kemur
ýmist fram sem róttækur vmstri
flokkur, miðflokkur effa bænda-
flokkur. Hann er á stundum
langt til hægri viff Sjálfstæðis-
flokkinn en stundum til vinstri
viff kommúnista. Hann er bæffi
meff og á móti aðild íslands
aff NATO og efnahagssamstarfi
vestrænna þjóffa. Hann er bæffi
nv;ð og á móti stjóm kommún-
ista á ASÍ, bæffi með og á móti
affild launþega í verzlunarstétt
í ASÍ, hann er bæffi meff og á
móti samyrkjubúskap, bæffi meff
og á móti eignarétti bænda á
jörffum og búi, hann er ýmist
málsvari hækkandi skatta sem
stjórnarflokkur effa hiff gagn-
stæffa sem stjórnarandstöffu-
flokkur, ýmist ir.álsvari nýrrar
styrkjastefnu effa þveröfugt. Og
þaff sem algengast er: Afstaffa
hans til kommúnista markast
einvörðungu eftir pólitískum viff
skiptahorfum hverju sinni.“
Stöðvar vatnsskortur
mjðlkurbú Egilsstaða?
Egilsstaðir, 30. jan.
EINS og áður, hefur verið sagt
frá, er vatn að mestu þrotið hér
í kauptúninu. í dag átti éig til
við mjólkurbússtjórann, Böðvar
Stefánsson, og taldi hann að
mjólkurbúið mundi stöðvast ef
ekki rættist úr. En þangað er
flutt mjólk úr mörgum hreppum.
í dag var þó nokkur vinnsla í
mjólkurbúinu. Einhver dreitill
af vatni náði þangað. Það sem
bjargar því er, að mjólkurbúið
stendur lægra en flest hiús í
kauDtúninu,
600 m skurður frosinn
í kvöld spurðist ég fyrir um
þessi mál hjá mönnum, sem hafa
verið að rannsaka þau í dag.
Eins átti ég tal við oddvita Eg-
ilsstaðahrepps, Svein Jónsson.
Taldi hann að vatnsskorturinn
stafaði meira af frostum en
vatnsleysi og kemur það til af
því, að frost hefur stöðvað
rennsli úr læk í aðfallsskurð,
sem flytur vatnið í brunna þá,
sem vatnslögnin liggur í. En
þessi skurður er urii 600 m
langur. — A.B.
Hæðin var í gær komin yfir
ísland og hafði enn aukizt.
Var loftþrýstingur nú orðinn
mestur í Reykjavík, en far-
inn að lækka hjá Þingeying-
um. Mældust 1049.0 millibar
hér kl. 14. Vestan lands var
að draga úr frosti og kominn
2 stiga hiti á annesj um.
Með bilaðan áttavita
Grein Siglfirffings um Fram-
sóknarflokkinn lýkur meff þess-
um orðum:
„Flokkurinn er eins og skip
meff bilaðan áttavita, sem sigl-
ir í kjölfar hins rauða knarrar,
og enginn veit hvar leitar hafn-
ar. Þaff er hæpiff aff velja slík-
an flokk til forystu, sem leiff-
andi afl í málefnum þjóðarinn-
ar.
Vegir Frarr.ióknarflokksins
liggja til allru átta. Ef bann
ekur sinn pólitíska veg af jafn-
miklu ábyrgffarleysi, hér eftir
sem hingað til, má svo fara aff
liann aki fram af þeim vegi
sem gjörffur er úr þolinmæffi'
kjósenda hans og velti sínum
pólitíska vagni í þá átt, sem niff-
ur veit“.
Flestum mun finnast sem Sigl-
firffingi hafi her mæit vel og
viturlega.