Morgunblaðið - 31.01.1963, Blaðsíða 4
4
MORGVNBLAÐIÐ
Fimmtudagur 31. janúar 1963
Bókhald Tökum að okkur bókhald og uppgjör. Bókhaldsskrif- stofan Þórshamri við Templarasund. Sími 24119.
Sængur Endurnýjum gömlu sæng- urnar. Sexjum æðardúns- og gæsadúnssængur — og kodda af ýmsum stærðum. Dún- og fiðurhreinsunin Kirkjuteigi 29. Sími 33301.
Keflavík Japönsku stretch síðbux- urnar á böm og fullorðna nýkomnar. F O N S, Keflavík.
Keflavík Herrapeysur ný tegund. Drengjapeysur, margar tegundir. F O N S, Keflavík.
Keflavík Herraföt nýkomin, ný efni. Herrafrakkar úr ull og dacron. Stakir jakkar og buxur. F O N S, Keflavík.
Keflavík Allar stærðir, allar gerðir af vinnufatnaði. V eið iver. Simi 1441.
Vil kaupa trésmíðavélar. Hringið í síma 32468.
Teiknari óskast Sigvaldi Thordarson, arkitekt. Sími 34607.
Keflavík Óska eftir stúlku eða eldri konu til afgreiðslustarfa. s Sölvabúð.
Næturskjól Ung hjón sem bæði vinna úti, óska eftir að fá leigt herbergi í fjóra mánuði í norðausturhluta borgar- innar. Uppl. í síma 33013.
2—3 herb. íbúð óskast til leigu. Fyrirframgreiðsla ef óskað er'. UppL í síma 35234.
Keflavík — Njarðvík 2—3 herb. íbúð óskast fyr- ir amerísk barnlaus hjón, sem fyrst. Tilboðum sé skil að á afgr. Mbl. í Keflavík merkt „íbúð 752“.
Þorrablót Þorrablót Staðhverfinga- félagsins verður í Aðalveri Keflavík, laugard. 2. febr. kl. 20. Staðhverfingafélagið.
Óska eftir að komast í nám í prentiðn. Tilb. send- ist afgr. Mbl. fyrir 4. febr. merkt: „6480“.
HERB. OG ELDUNARPLASS til leigu. Helzt fyrir kær- ustupar eða einhl. stúlku. Uppl. í síma 33018 milli kl. 2—3 í dag.
í dag er fimmtudagur 31. janúar.
31. dagur ársins.
Árdegisflæði kl. 9:35.
Síðdegisflæði kl. 22:07.
Næturvörður vikuna 26. jan-
úar til 2. febrúar er í Ingólfs
Apóteki.
Næturlæknir i Hafnarfirði
vikuna 26. janúar til 2. febrúar
er Páll Garðar Ólafsson sími
50126.
Læknavörzlu í Keflavík hefur
í dag Guðjón Kiemenzson.
Neyðarlæknir — sími: 11510 —
frá kl. 1-5 eJb. alla virka daga
nema laugardaga.
Kópavogsapótek er opið alla
virka daga kL 9,15-8, laugrardaga
frá kl. 9,15-4., helgidaga frá kL
1-4 e.h. Simi 23100.
Holtsapótek, Garðsapótek og
Apótek Keflavíkur eru opin alla
virka daga kl. 9-7 laugardaga frá
kl. 9-4 og helgidaga frá kl. 1-4.
Or8 lifsins svarar 1 sima 1000«.
St.\ St.\ 59631317 — VHI — 5.
I.O.O.F. 5 — 1441318H — Kvíkm.
Helgafell 5963217. IV/V. 2.
RMR 1-2-20-FH-FR.
70 ára er í dag Eiríkur Snjólfs
son, bifreiðarstjóri, Brávallagötu
46.
60 ára er í dag Þórunn Úlfars-
dóttir, Þórsgötu 18, Reykjavík.
OG hann sýndi mér móðu lífs-
vatnsins, skínandi sem kristall, og
rann hún frá hásæti Guðs og
Lambsins, á miðju stræti borgar-
innar (Oph. 22, 1).
— Hún dvelst í dag á heimili
sonar síns að Arnarhrauni 12,
Hafnarfirði.
Hinn 22. janúar síðastliðinn
opiraberuðu trúlofun síraa Guð-
rún Biering Skúlagötu 72 og
Hrafn Björnsson, Grund við
SpUakvöld Borgfirðingafélagsins verð
ur i Iðnó föstudaginn 1. febrúar kl.
21. Góð verðlaun. Félagar og gestir
mætið vel og stundvíslega.
Kvenstúdentafélag ísiands heldur
aðalfund sinn í kvöld, fimmtudaginn
31. janúar 1963, kl. 9 e.h. í Þjóðleik-
húskjallaranum. Fundarefni: Venjuleg
aðalfundarstörf, lagabreytingar og fé-
lagsmál.
Sjálfstæðiskvennafélagið Hvöt hef-
ur hlutaveltu 1 Listamannaskálanum
næstkomandi sunnudag, 3. febrúar.
Vill stjórn félagsins hvetja allar Sjálf-
stæðiskonur og aðra velunnara félags-
ins tU þess að gera hlutaveltuna sem
glæsUegasta með þvi að safna sem
beztum mumun.
Upplýsingar gefa: Gróa Pétursdótt-
ir Öldugötu 24 (sími 14374), María
Maack, Þingholtsstræti 24, Kristín
Magnúsdóttir Hellusundi 7 (sími 15768)
Guðrún Jónsdóttir Skaftahlíð 25
(sími 33449), og Sigurbjörg Runólfs-
dóttir Heiðargerði 74 (sími 33436).
Má koma munum tU þeirra eða í
Listamannaskálann á laugardag.
Óháði söfnuðurinn: Kvenfélag safnað
arins gengst fyrir þorrafagnaði 1 Skáta
heimilinu við Snorrabraut, 9. febrúar
n.k. Aðgöngumiðar seldir í Verzlun
Andrésar Andréssonar Laugavegi 3
í byrjun næstu viku.
ÁRSHÁTÍÐ. Eskfirðinga og Reyð-
firðinga verður haldin laugardaginn
2. febrúar að Klégarði. Þátttaka til-
kynnist í síma 36200 og 38232.
Sjómannastofan Hafnarbúðum er op-
in alla daga og öll kvöld. Óskilabréf
tU sjómanna má vitja þangað.
Útivist barna: Börn yngri en
12 ára, til kl. 20,00; 12—14 ára
til kl. 22,00. Börnum og uragl-
ingum innan 16 ára aldurs er
óheimill aðgangur að veitinga-
og sölustöðum eftir kl. 20,00
Vatnsenda.
Leiðréttlng
í viðtalinu við dr. Franz Mixa
sem birtist í blaðinu í gær urðu
tvær prentvillur. Á einum stað
urðu setningabrengl. Þar átti
rétilega að standa: „Frú Hertha
fór beint frá New York, til
Munchen — hún er ein aðal-
söngkona óperunnar þar .. “
Þá stóð, að tónlistarháskólinn í
Graz hafi verið stofnaður 1915,
en átti að vera 1815.
Söfnin
Minjasafn Reykjavíkurbæjar, Skúia
túni 2. opið dag'ega frá kl. 2—4 *U
nema mánudaga.
Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74. er
opið sunnudaga, þriðjudaga og fimmtu
daga kl. 1.30 til 4 e.h.
Bæjarbókasafn Reykjavikur, slmi
’ 1-23-08 — AðíUsafnið Þingholtsstræti
29A: Útlánsdeild: 2-10 alla virka daga
nema laugardaga 2-7 og sunnudaga
5-7. — Lesstofan: 10-10 aila vlrka
daga 2-7. — Útibúið Hólmgarði 34:
Opið 5-7 alla virka daga nema laug-
ardaga og sunnudaga. — Útibúið Hofs
vallagötu 16: Opíð 5.30-7.30 alia daga
daga nema laugardaga 10-7 og sunnu-
nema iaugardaga og sunnudaga.
Asgrimssaín, Bergstaðastræti 74 er
opið prxðjud., flmmtud. og sunnudaga
trá kl. 1.30—4 e.h.
Ameriska bókasafnið, Hagatorgi 1,
er opið mánudaga, miðvikudaga og
föstudaga, kl. 10—21, priðjudaga og
fimmtudaga kl. 10—18. Strætisvagna-
ferðlr: 24,1,16,17.
Á Svartarhæð
„Efst á Arnarvatnshæðum"
er útsýn fögur og víð,
allt er þar eins að líta
og áður á fyrri tíð.
„ískaldur EiríksjökulT*
ægir við suðurátt,
laugaðan geislagliti
gullhjálminn ber hann hátt.
Austar, sem ógnaskjöldur
og álfheima töfraland,
Langjökuls hreðabungu
ber yfir Stórasand.
Á jökulinn Geitlands glæsta
glóir, sem fægðan málm.
Tii útsuðurs augað stanzar
við Oksins fannhvíta hjáim
Um Hallmundar hraunabyggðir
heldur Strúturinn vörð.
í vestrinu veit ég dyljast
inn vorfagra Borgarfjörð.
Turninn ber Tröllakirkja
við tærbláa himinlind,
litlu sunnar má líta
inn listfagra Baulutind.
Bláir tindar og bungur
birtast þar, ævaforn.
Lengst I norðvestri ljósn
lyftir sér Kaldbakshorn.
Vatnsnesfjalls efstu eggjar
einstöku bera skafl.
Heiðavíðáttan vefur
Víðidals lága Gafl.
Fjalliff, sem Vatnsdal verndar,
vafið i geislapeli,
yzt, við endimörkin
yppist Jörundarfeil.
Frammi við Flóann bjarta,
sem fágætur steinn I hring,
felst milli fjalla og heiða
ið fríða Húnavatnsþing.
Fjöllin I blámóðu böðuð
byggja við Skagafjörð.
Mælifellshnúkurinn heiði
um héraðið stendur vörð.
Arnarvatns víði flötur
vakir í fjallaró.
Laugar enn tregatárum
tangann, þars Grettir bjó.
Einmana útlagans saga
orkar á sál og hug,
útlegð í heiðahreysum
hetjunnar reyndi dug.
Grettishöfðinn hái
Hallmundar geymir dáð,
er Gretti vasklega varói
og veitti bjargarráð.
Umhverfis alla vega
óravíð heiðalönd,
Gnípurnar gneipar standa
við grænbrydda vatnsins rönd.
Austur og yfir Sandinn
opið er feikna svið.
Réttarvatn munu margar
minningar tengdar við.
Líttu vestur um landið
laugað í sólarglóð.
með vingjarnleg vatnaaugu
og vængjalétt svanastóð.
Svanir með svásum rómi
syngja þar dægrin löng.
Ásarnir enduróma
ásthýran fuglasöng.
Leynast við lága bakka
lækjanna silfurbönd.
Vötnin og urðarása
umvefja gróðurlönd.
Sumarsins unaðsylur
andar um grund og f jöll,
hraunið og grænar gróöur,
gælir við kalda mjöll.
„Efst á Arnarvatnshæðum**
yndi er nóg að fá,
er vorhýru vorkvöldin speglast
í vatnanna töfrasjá.
Hugur I hærra veldi
hefst yfir mannsins smæð.
— Andann og augað gleður
útsýn af Svartarhæð.
Pétur Ásmundsson.
Útibú við Sólheima 27 opið kl. 16-19
alla virka daga nema laugardaga.
Þjóðminjasafnið er opiö þriðjudaga,
fimmtudaga, iaugardaga og sunnu-
daga frá kl. 1.30 til 4 e.h.
Tæknibókasafn IMSl. Opið alla
virka daag frá 13-19 nema laugardaga
frá 13-15.
Listasafn Einars Jónssonar er lok-
að um óákveðinn tíma.
MENN 06
= mL£FNI=
Kristjárn Jónsson, lögíræð-
ingur, hefur verið skipaður
borgardómari í Reykjavík.
Kristján er fæddur 22. ágúst
árið 1914 á Stað á Reykjanesi.
Hann varð stúdent frá Mennta
skólanum á Akureyri árið
1937 og cánd. juris frá Háskóla
íslands 6 árum síðar. Haustið
1943 varð hann fulltrúi sýslu
mannsins og bæjarfógetans á
ísafirði og árið 1950 varð hann
fulltrúi bæjarfógetans á Akur
eyri. Hefur hann gegnt því
starfi síðan.
Kristján átti um skeið sæti
í fræðsluráði fsafjarðar og
ennfremur á hann sæti í
stjórn Sparisjóðs Akureyrar
og er formaður Yfirkjörstjórn
ar Norðurlands kjördæmis
eystra. Þá er hann einn af
stofnendum og eigendum
Kvöldvökuútgáfunnar á Akur
eyri. Kvæntur er Kristján
Þórunni Jónsdóttur.
JUMBO og SPORI
^1-16
Teiknari J. MORA
— Heyrðu nú. mér hefur dottið
nokkuð í hug, sagði Júmbó skyndi-
lega. Lestu bara, hvað stendur á skilt-
inu þarna á spönsku. — Bannað að
kasta rusli. — Er taskan okkar
kannski eitthvert rusl? Nei, alls ekki.
og megum við þá ekki kasta henni
hérna yfir girðinguna?
— Jú, vissulega; hrópaði Spori
glaður og kastaði töskunni af öllu afli
yfir girðinguna. Loksins gátum við þá
losnað við hana. Vonandi, að við
heyrum aldrei frá henni framar. Þeir
heyrðu að vísu hátt hljóð, þegar
taskan féll til jarðar, hinum megin
við girðinguna. En þar sem girðingin
var á milli gátu þeir ekkert vitað,
hvar hún hafði komið niður.
Júmbó og Spori drógu nú andann
léttar og lögðu aftur af stað.