Morgunblaðið - 31.01.1963, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 31.01.1963, Blaðsíða 10
10 MORGVNRLAÐIÐ ‘Fimmtudagur 31. janúar 1963 iiril nn IMulHii trtrt m&ptt 0/}ti$Xib ÁHUGAMENN um listdans minnast sennilega ennþá þess atburðar, er sovézki snilling- urinn Nureyev hljópst á brott frá Kirov-baliettflokkn- um og baðst hælis í Frakk- landi sem pólitískur flótta- maður. Þetta var í júhí 1961. Kirov- ballettinn frá Leningrad hafði verið á sýningarferð um Frakkland í þrjár vikur og voru dansararnir að stíga upp í flugvél, er flytja skyldi þá til London. Þá komu skyndi- lega tveir menn, fílefldir, og gengu að Nureyev, sem veif- aði hirtn kátasti til franskra Galina Clanova er nú 52 ára. vina sinna og kunningja, er komið höfðu að kveðja hann. Mennirnir sögðu, að ákveðið hefði verið, að Nureyev færi ekki til London — þess í stað skyldi hann þegar fluttur flugleiðis til Moskvu og ætti flugvél hans að fara eftir tíu mínútur. * Nureyev fölnaði og bað um að fá að kveðja vini sína — tók síðan á rás eftir flugvell- inum og hrópaði á ensku svo undir tók í öllu: — Ég vil fá að vera áfram í Frakklandi, þessir menn ætla að taka mig brott með valdi. Ég óska verndar Frakka — ég vil vera frjáls. Og Nureyev varð frjáls. — Á þessum átján mánuðum, sem liðnir eru frá flótta hans, hefur honum farið fram jafnt og þétt, og nú er enginn, sem andmælir því, að hann sé sá, er næst gangi Nijinski. Tækni hans, sem var mikil fyrir, hef- ur stórum batnað — en þó segja beztu gagnrýnendur, að honum eigi enn eftir að fara fram í því efni. En það sem hefur vakið hvað mesta hrifningu, er hve mjög hajm hefur þroskazt í leik — hvern ig hann beitir listdansinum í þágu leiklistarinnar í æ ríkari mæli. í brezka ársritinu „The Ballet Annual 1963“ — (ársrit þetta er gefið út í London í umsjá Arnolds L. Haskells og Mary Clarke — og fjallar í höfuðatriðum um brezkan list dans og þá erlenda ballet- flokka, sem sýnt hafa í Bret- landi síðustu tvö árin) — er Nureyev skipað fremstum 1 röð listdansara af sterkara kyninu, ásamt danska list- dansaranum Erik Bruhn. En Danir eiga fleiri frábæra list- dansara, sem eiga án efa eftir að ryðja sér braut fram á fremsta bekk á næstu árum. Má þar meðal annarra nefna Flemming Flindt, sem íslend- ingum er minnisstæður frá heimsókn danska balletflokks ins, er sýndi í Þjóðleikhúsinu, m.a. Fröken Júlíu eftir Birg- it Gullberg með Frank Schau- fuss, frábærum listamanni, í aðalkarlhlutverkinu. Erik Bruhn hefur víða dansað sem gestur, m.a. í Rússlandi — og hefur enginn erlendur listdansari, þeirra er þar hafa komið frá stríðs- lokum, vakið aðra eins hrifn- ingu. Einkum hefur hlutverk Don José í „Carmen“ eftir Roland Petit, í meðförum Bruhns hvarvetna fengið af- bragðs dóma.Hann hefur eins og Nureyev þannig áhrif á mótdansara sína, að þeim veitast hlutverkin léttari — dansgleði Bruhns gagntekur þá. En auk þess að vera fá- gætúr listdansari hefur Bruhn getið sér orð sem óvenjuhæf- ur kennari, hugmyndaríkur og skýr, opinn fyrir öllum nýj- ungum og möguleikum á tengslum dansins við aðrar listgreinar. Mary Clarke læt- ur í Ijósi þá ósk, að konung- lega brezka ballettinum tak- ist einhvern tíma að lokka þenrian danska meistara í sína þjónustu. o—•—o Nureyev sker sig að því leiti úr hópi listbræðra sinna, að hann er óvenju erfiður við ureignar, skapmikill, dutl- ungafullur og óútreiknanleg- ur. Einn af yfirmönnum Co- vent Garden hefur látið svo um mælt, að heldur vilji hann eiga við tíu kenjóttar prima- donnur á borð við Maríu Callas, heldur en einn Nurey- ev. Hann á það til að aflýsa sýningum á síðustu stundu og taka upp á alls kyns óhæfu. Eitt sinn í haust kvaðst hann hafa meitt sig í öklanum — en þegar gera átti að meiðsl- unum harðneitaði hann að segja til um það, hvor ökl- inn það væri. Kvaðst hann hræddur um að áhorfendur myndu einblína á blessaðan öklann hans, ef það kvisaðist út. Eftir meiðslin aflýsti Nur- eyev öllum sýningum um langan tíma til þess að geta hvílt fótinn, þar á meðal sýn- ingu á nýjum ballet, „Margue rite og Armand" eftir Frede- rick Ashton, sem beðið hef- ur verið með mikilli óþreyju í London. Er ballett þessi sam inn sérstaklega fyrir þau Nur- eyev og Margot Fonteyn hina brezku, sem nú er oþðin 43 ára og kveðst aldrei fyrr hafa . dansað með öðrum eins lista- manni og Nureyev. „Þegar ég dansa á móti Nureyev," segir hún, „og lít yfir sviðið, er það ekki Nureyev, sem ég sé, ekki maður, sem ég þekki, hef unn ið með og talað við, eins og venjulega — heldur listdans- inn holdi klæddur. Hann er eins og ég vildi sjálf vera og hann gerir mér auðveldara að dansa líkar því, sem mig lang- ar til.“ í ballettinum „Giselle“ hefur þeim Nureyev og Font- eyn tekizt bezt í samleik, enda hefur Nureyev skapað alveg nýja persónu í hlutverki Al- brechts — hann beitir til muna meiri leik, en áður hef- ur verið venja, svo að persón- an verður lifandi, holdi klædd, en ekki daufgerð glansmynd, sem oft brennur við. Verður þannig meira úr hlutverki Albrechts í saman- burði við hlutverk Giselle, sem krefst mikilla leikhæfi- leika. . í fyrsta sinn, sem Nureyev kom fram í London (það var í nóvember 1961, aðeins tæpu hálfu ári eftir atvikið á flug- vellinum í París), dansaði hann „Poem Tragique" eftir Ashton við tónlist eftir Schria bin og segir Mary Clarke að þar hafi hann í dansi sínum lofsungið frelsið og jafnframt sýnt á áhrifaríkan og drama- tískan hátt þá ábyrgð og erf- iðleika sem frelsinu geta fylgt. Efnið hefur sennilega verið honum hugleikið um þær mundir. Árum saman hefur rúss- neska listdanskonan Galina Ulanova verið í hópi helztu átrúnaðargoða ballettunn- enda, enda ógleymanleg þeim er séð hafa. Ulanova fæddist árið 1910. Hún nam listdans í Leningrad og átján ára hóf hún starf með hinum kunna Leningrad- Ballet. Árið 1944 réðist hún til Bolshoi-leikhússins í Moskvu og varð fljótlega kunnasta listakona leikhúss- ins. 'Síðustu tíu árin hefur hún dansað víða á Vesturlönd um, en stundar nú kennslu í Moskvu. Mörg orð hafa verið við- höfð um Ulanovu sem lista- konu, en til þessa hefur lítið verið um hana ritað utan listalífsins, einkalíf hennar hefur aldrei gripið opinber- lega inn í líf hennar sem lista konu og í viðtölum við frétta- menn á Vesturlöndum hefur hún sjaldnast fengizt til þess að ræða annað en listdansinn og þróun hans í Sovétríkjun- um. Fyrir nokkru var úr þessu bætt með bók, er bandarísk- ur fréttamaður og ljósmynd- ari, Albert E. ÍCahn, gerði um Ulanovu. Bókin ber þess öll merki, að fréttamaður á þar í hlut og myndirnar, sem eru um 300 talsins, eru myndir fréttaljósmyndarans, lifandi og sannar. Þegar Ulanova var á sýn- ingarferð I Bandaríkjunum, vorið 1959, kynntist hún Albert Kahn og konu hans, Riettu, sem er myndhöggv- ari. Þau hittust bæði í New York og San Fransisco og tal- aðist svo til með þeim, að Rietta kæmi til Moskvu og gerði þar brjóstmyrid af Ul- anovu. Maður hennar, Vadim Rindin, sem er einn helzti leiktjalda- og leikbúninga- teiknari Bolshoi-leikhússins, varð mjög hrifinn af þessari hugmynd, svo úr varð, að Kahn-hjónin fóru til Moskvu — fyrst haustið 1959, en síð- an þrisvar sinnum á næstu tveim árum. Albert Kahn tók meira en fjögur þúsund myndir af Ulanovu og valdi úr þeim þessar rúmlega 300, sem prýða bók hans, „Days with Ulanova". Þær sýna lista konuna, eiginkonuna, hús- móðurina — í einu orði mann- eskjuna Ulanovu. Það tók Kahn töluverðan tíma að sannfæra Ulanovu um, að það hefði nokkurt gildi að sýna, hvað hún hefð- ist að utan starfsins. En þeg- ar hann hafði fylgzt með vinnu hennar við æfingar á Rómeo og Júlíu við tónlist Prokofieffs, sem Ulanova er hvað frægust fyrir, tókst honum að- sannfæra hana um, að túlkun hennar á hlutverki Júlíu yrði enn skiljanlegri, ef einhver hugmynd fengist um hUgsunarhátt og líf hennar sjálfrar, sem persónu. í bókinni er skýrt í máli og myndum frá ýmsum viðburð- um, sérstakur kafli er þar frá náminu og starfsárunum í Leningrad, annar frá kennsl- unni í Bolshoi, sagt er frá heimili hennar, þar sem þau hjónin una við tónlist og góð- ar bækur o. fl., o. fl. Það mun óhætt að segja, að Ulanova hafi alltaf lifað fyrst og fremst fyrir list sína. í henn- ar augum er listdansinn ná- tengdur tónlistinni — hún segir á einum stað, að hlut- verk listdansarans sé að gera tónlistina sýnilega, líkamlega. Hún hefur leitazt við og tek- izt flestum betur að gæða listdansinn fegurð hinnar lif- andi hreyfingar og jafnframt þeirri fegurð, sem manneskj- an er gædd hið innra. Því leggur hún mikla áherzlu á, að listdansarar þroski anda sinn og hagnýti sér sálræna reynslu dansinum í hag. Erik Bruhn ásamt dönsku ballerinunni Kirsten Simone í aðal- hlutverkunum í „Fröken Júlia“ eftir Birgit Cullberg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.