Morgunblaðið - 31.01.1963, Page 12
12
MORCUNBLAÐ1Ð
í’immfudagur 31. januar 1963
Útgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: \5altýr Stefánsson,
Sigurður Bjarnason frá Vigur
Matthías Johannessen,
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson.
Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Askriftargjald kr. 65.00 á mánuði innanlands.
í lausasölu kr. 4.00 eintakiö.
ÞRÓUNIN í EVRÖPU
au tíðindi, að Frökkum hafi^
að sinni a.m.k. tekizt að
hindra aðild Breta að Efna-
hagsbandalagi Evrópu, hafa
vakið ugg um allan hinn
frjálsa heim, enda kann nú að
fara svo, að Evrópa klofni í
tvær viðskiptaheildir.
Þegar þessi slæmu tíðindi
berast er ekki óeðlilegt, að
menn leiði hugann að því,
hvernig á því geti staðið, að
Bretar, sem lengi hafa stært
sig af diplómatískum hæfi-
leikum, hafa misst af strætis-
vagninum í Evrópu. í styrj-
aldarlokin báru þeir höfuð og
herðar yfir aðrar Evrópu-
þjóðir, enda var það rétt, sem
brezkur stjómmálamaður
sagði, þegar honum þóttu
sexveldin of erfið viðureign-
ar, að Bretar hefðu sigrað tvö
þeirra og bjargað fjórum.
En þrátt fyrir þessa yfir-
burði Breta fyrir tiltölulega
fáum árum hafa aðrir tekið
forystuna í Evrópumálum.
Þjóðimar sex, sem mynda
Efnahagsbandalag Evrópu,
liðu miklar hörmungar á
styrj aldarárunum. Þar vom
kröfurnar háværastar um að
hindra innbyrðis átök í Vest-
ur-Evrópu. Þess vegna naut
stefna náinnar samvinnu
Vestur-Evrópu mikils fylgis
meðal þeirra. Þær vildu
hindra í eitt skipti fyrir öll,
að til nýrra átaka gæti dreg-
ið. —
Við lok stríðsins virtist
þessi stefna líka njóta mikils
fylgis í Bretlandi, enda hafði
Churchill lýst því yfir á
styrjaldarárunum og aftur
skömmu eftir lok stríðsins, að
stofna þyrfti nokkurs konar
bandaríki Evrópu. En Bret-
um láðist að taka forystuna
í óhjákvæmilegri þróim, sem
hlaut að leiða til nánari sam-
vinnu, að minnsta kosti á
efnahagssviðinu.
Vissulega hefðu Bretar get-
að leitt þessa þróun í þann
farveg, sem þeir töldu eðli-
legast, og sjálfsagt hefðu þeir
notið til þess stuðnings
margra þjóða, ekki sízt Norð-
urlandaþ j óðanna.
Raunin- hefur hins vegar
orðið sú, að þessar þjóðir létu
taka forystuna úr höndum
sér. Það vom sterk öfl, sem
fengu því áorkað, að beðið
var, meðan aðrir hmndu
fram áformum sínum, og
beindu þróuninni í þann far-
veg, sem kann að verða mjög
afdrifaríkur.
HVAÐ
ER FRAMUNDAN?
jllenn spyrja nú hvarvetna:
Hvað er framundan? Og
ekki er síður ástæða til að
íslendingar velti þessari
spumingu fyrir sér en aðrar
þjóðir, því að viðskiptahags-
munum okkar er vissulega
ógnað, ef Evrópa skiptist í
tvær viðskiptaheildir.
' Það er rétt, sem viðskipta-
málaráðherra segir í Alþýðu-
blaðinu í gær, að ef eingöngu
er miðað við íslenzka við-
skiptahagsmuni er það versta,
sem gerzt getur, að Vestur-
Evrópa klofni varanlega í
tvær viðskiptaheildir, sem
hvor um sig keppist við að
efla eigin hagsmuni. Við eig-
um mikil viðskipti við lönd,
sem yrðu í báðum þessum
viðskiptaheildum, og útlit er
fyrir, að erfitt mundi reyn-
ast að ná fullnægjandi samn-
ingum við báða aðilana.
Enginn efi er raunar á því,
að áhrifamiklir og frjálslynd-
ir menn á öllum Vesturlönd-
um munu taka höndum sam-
an um að knýja fram heil-
brigða þróun þessara mála og
tengja Vestur-Evrópu í eina
heild. Það er mjög ánægju-
legt að fimm sexveldanna
skuli eindregið styðja inn-
göngu Breta, þrátt fyrir hina
harðsnúnu andstöðu de
Gaulle.
Þessi barátta kann að verða
langvinn, og á meðan er lík-
legt að verulegir annmarkar
verði á viðskiptum milli sex-
veldanna annars vegar og
annarra Evrópuríkja hins
vegar.
Bandaríkin hafa sýnt, að
þau vilja beita áhrifum sín-
um til þess að samkomulag
náist í Evrópu. Ekki er því
ólíklegt, að einhvers konar
viðskiptatengsl náist milli
EFTA-landanna svonefndu
og Bandaríkjanna, sem knýi
Frakka til undanhalds, enda
munu bandamenn þeirra í
Efnahagsbandalaginu leggja
mjög hart að þeim. Þver-
móðska Frakka gæti líka leitt
til þess að Efnahagsbandalag-
ið í núverandi mynd riðlað-
ist og löndin fimm færu sínu
fram, án tillits til Frakka.
Hitt kynni líka að henda, að
Frakkar segðu sig úr banda-
laginu.
Auðvitað væri það ekki
æskilegt, að samvinna þess-
ara ríkja færi út um þúfur.
Þess vegna verður að treysta
því, að víðsýnin sigri að lok-
um, en hin þröngsýnu sjón-
FYRIR skömimu birtist I
New York Herald Tribune,
grein eftir Walter Lippmann
um de Gaulle, Frakklands-
forseta, Adenauer, kanzlara
V-Þýakalands og sáttmál-
ann, sem þeir undirrituðu í
París.
Lippmann segir í greininni,
að við ihugun Parísarsáttmál-
ans, megi ekiki gleyma blaða-
mannafundinum, sem Frafck-
landsforseti hélt viku áður en
sáttmálinn var undirritaður>
Á fundi þessum lagð-
ist forsetinn mjög hart gegn
aðild Breta að Efnahagshanda
lagi Evrópu og varpaði fré
sér hugmyndinni um náið sam
stanf Bandaríkjanna og sam-
einaðrar Evrópu.
Lippmann bendir á, að de
Gaul'le hafi með Parísarsátt-
málanum lagt drög að nánari
tengslum V-Þýzkalands og
Frakiklands en annarra að-
ildorrí'kja EBE. Er talið
ljóst, að þessi tengsl
eigi að tryggja löndunum
tveimur forystuna í bandalag-
inu. Þau feli það í sér, að
stjórnirnar í París og Bonn
eigi að ráðgast hvor við aðra,
áður .en teknar eru mikilvæig-
ar ákvarðanir varðandi ut-
anríkisstefnu. Þó hefur ákvörð
unin um stefnuna varðandi að
ild Breta að EBE og um sam-
bandið við Bandaríkin, að því
er virðist verið undantekn-
ing frá þessu. Bent hefur
verið á, að de Gaulle hafi
tekið ákvorðun um þessi mál
viku áður en Ádenauer kom
Adenauer og de Gaulle fallast í faðma eftir undirritun Par
isarsáttmálans.
Adenauer og de Gaulle
til Parísar til þess að undir-
rita sáttmálann og segir, að
með blaðamannafundinum
hafi forsetinn sýnt Adenauer
fram á það, að hann væri orð-
inn þátttakandi að samstarfi
innan Evrópu á grundvelli,
sem enginn stjórnmálaflakkur
í landi hans gæti sætt sig við.
Þess hefur víða gætt, að de
Gaulle hafi við undárritun
sáttmálans lagt áherzlu á for-
ystuhlutverk sitt og verði því
að athuga gaúmgæfilega þann
hluta sáttmálans, er fjalli um
varnarmáí. Bendir hann á, að
allt líti út fyrir það, að gert
sé ráð fyrir því að Þjóðverjar
aðstoði við að koma upp her-
afla undir frangkri stjóm, en
segir að hin hernaðarlega hlið
sáttmálans sé óljós. Þó virðist
Adenauer hafa samþykkt, að
krefjast megi fjármagns,
tæknikunnáttu og mannafla
frá Þýzkalandi til þess að
koma á fót herafla, sem sé ó-
háður Atlantsh.bandalaginu,
Bandaríkjunum, Bretum og
jafnvel öllum þjóðum innan
EBE nema Frökkum og V-
Þjóðverjum.
Lippmann telur að tvennt
hafi ráðið miklu um tímann,
sem valinn var til þess að
að þessi tvö atriði hafi einnig
undirrita sáttmálann og segir,
ráðið ákvörðun de Gaulles um
að halda blaðamannafundinn
viku áður en Adenauer kom
til Parísar. Von hafi verið um
góðan árangur viðræðna
Breta við Efnahagsbandalags-
rí'kin um aðild að bandalag-
inu og að Adenauer hafi skuld
bundið sig til þess að láta
af embætti fyrir næsta haust.
Því hafi það verið nauðsynlegt
fyrir de Gaulle, að koma því
til leiðar, að viðræðunum við
Breta í Brússel yrði hætt og
sáttmálann varð að undirrita
áður en Adenauer lætur af
störfum.
Þess hefur víða gætt í skrif-
um undanfarna daga, að það
sé vafamál, að eftirmaður Ad-
enauers virði að fullu sátt-
málann við Frakkland. Menn
verði að hafa það hugfast, að
álhrif útilokunar Breta frá
EBE og sáttmála Frakka og
Þjóðverja séu enn ekki ljós,
og verði það ekki í bráð.
Greinarhöfundur segir loks,
að það sé mikil sjálfsblekking,
ef stjórnirnar í Bonn og París
álíti, að þær geti farið sínu
fram án þess að aðrar vest-
rænar þjóðir grípi til gagn-
ráðstafana. Með því að hindra
einingu Evrópu og samstarf
við Bandaríkin, eru V-Þjóð-
verjar og Frakkar á leið til ein
angrunar, sem þeim mun alls
ekki geðjast að. /
*
armið, sem víða eru uppi,
víki.
AFNOT AGJÖLD
ÚTVARPSINS
¥ Ríkisútvarpinu berast nú
dag hvern aðvaranir um
það, að sendimenn þessarar
stofnunar kunni að grípa til
þeirra ráða að gera húsleit á
heimilum manna um landið
þvert og endilangt, til þess
að rannsaka hvort þar kynnu
að vera viðtökutæki, sem
ekki finnast á spjaldskrám út
, varpsins.
Þessar hótanir eru vægast
sagt hvimleiðar, þótt ef til
vill sé ekki hugmyndin að
framkvæma þær. Og ólíklegt
er að þær séu líklegastar til
að hvetja menn til þess að
standa rétt skil á gjöldum
sínum til útvarpsins.
Auðvitað þarf Ríkisútvarp-
ið á afnotagjöldum sínum að
halda, en spurningin er, hvort
ekki sé nú tímabært að af-
nema það fyrirkomulag, að
taka gjöld af viðtækjunum.
Eðlilegast virðist vera að taka
ákveðið gjald af hverju heim-
ili, þvi að leitun mun að þeirri
fjölskyldu, sem ekki hefur
afnot útvarps. Þyrfti þá ekki
að burðast við skrásetningu
tækjanna.
í þessu sambandi er líka
vert að vekja athygli á því,
að útvarpið einokar innflutn-
ing á útvarpstækjum. Engin
ástæða virðist vera til að við-
halda viðtækjaverzlun ríkis-
ins. Einfalt er að taka inn-
flutningsgjöldin við tollaf-
greiðslu.
Morgunblaðið leyfir sér að
beina því til forráðamanna
ríkisútvarpsins, að þeir taki
þessar tillögur til athugunar.