Morgunblaðið - 31.01.1963, Síða 14
u
MORGUNBLAÐIÐ
Fimmtudagur 31. januar 1963
Þökkum hamingjuóskir og auðsýnda vináttu á 60 ára
afmæli okkar
Oddný Guðmundsdóttir,
Jóhannes Guðmundsson.
Móðir okkar,
ÁSTRÍÐUR ÞÓRÐARDÓTTIR
lézt í Landsspítalanum 30. þessa mánaðar.
Einar B. Bessason,
Jóhann Bessason,
Búi Bessason,
Ólafía Bessadóttir, Foged.
Sonur okkar og bróðir
MAGNÚS EINARSSON
búfræðikandidat,
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni föstud. 1. febr.
kl. 1,30.
Jakobina Þórðardóttir,
Einar Ásmundsson og systkini.
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við
andlát og útför
EGGERTS E. NORÐDAHL
frá Hólmi.
Börn, tengdabörn,
bamabörn og aðrir aðstandendur.
Innilegar þakkir til allra hinna mörgu, sem sýndu
okkur samúð og vinarhug við fráfall og jarðarför
mannsins míns og föður okkar
ÞORVALDAR GÍSLASONAR
Sogabletti 11.
Guð blessi ykkúr öll.
Theodóra Jónsdóttir og böm.
Þökkum af alhug öllum er sýndu okkur samúð og
vinarhug við andlát og jarðarför föður okkar, tengda-
föður og afa
ÞÓRARINS GÍSLASONAR
frá Isafirði.
Jóhanna Þórarinsdóttir,
Pétur Þórarinsson,
Margrét Þórarinsdóttir,
Ingolf Abrahamsen,
og barnabörn.
Þökkum hjartanlega fyrir auðsýnda samúð við andlát
og útför sonar okkar
SNÆBJARNAR AÐILS
Sérstaklega þökkum við Útgerðarfélaginu Venus h.f.
og skipsfélögum hins látna fyrir aðstoð og hluttekningu.
Fyrir hönd vandamanna.
Nanna og Jón Aðils.
Þökkum auðsýnda samúð við fráfall og jarðarför
móður okkar
ÓLAFAR JÓNSDÓTTUR
frá Byggðarholti, Vestmannaeyjum
F. h. aðstandenda.
Selma Antoníusdóttir,
Svavar Antoníusson.
Hjartanlegar þakkir færum við þeim , sem sýndu
okkur samúð og hluttekningu við andlát og jarðarför
eiginmanns míns og föður
ÞÓRÐAR JÓNSSONAR
frá Bjóluhjáleigu.
Sérstakar þakkir til ykkar vina hans, sem heimsóttuð
hann í veidindunum þegar hann var áð verða blindur
og myrkrið og vonleysið vom að heltaka hann. — Nöfn
ykkar eru skráð á hærri stað, og biðjum við hann sem
öllu ræður að blessa ykkur og launa.
Guðrún Högnadóttir, Ólafur Þórðarson,
Sigríður Ólsen, Haraldur Stefánsson og börnin.
Innilega þökkum við alla samúð, sem okkur var sýnd
við andlát og útför móður okkar og tengdamóður
ÓLAFAR BJÖRNSDÓTTUR
Björa Pétursson, Fjóla Ólafsdóttir,
Ágústa P. Snæland, Pétur Snæland,
Halldór Pétursson, Fjóla Sigmundsdóttir,
Kristjana Pétursdóttir, Ludvig Hjálmtýsson.
Ásgeir Þorsteinsson verkfræðingur:
Rannsóknir og raunfræöi
RAUNFRÆÐI er nýyrði, en hef-
ur fengið fastan sess í málinu í
hugtakinu raunvísindi.
Forskeytið „raun“ á að tákna
verklegt eða hlutlægt eðli fræð-
anna, en hinsvegar eru hugfræði
aðallega bóklegs eðlis.
Þannig falla undir raunfræð-
in dýrafræði, jurtafræði, eðlis-
og efnafræði og líffræði, svo það
helzta sé nefnt, en undir hug-
fræðin bókmenntir, mannkyns-
saga, landafræði, félagsfræði, og
svo framvegis.
Það gefur mér nýtt tilefni til
að fjalla um þessi mál (sjá Mbl.
9. jan. og 4. apr. 1962) að nú
liggur fyrir alþingi frumvarps-
bálkur um rannsóknir í þágu at-
vinnuveganna, en þær eru einn
þáttur raunvísinda.
Þróun raunfræða hefur magn-
ast gífurlega á þessari öld í flest
um menningarlöndum, en önnur
farið varhluta af og í þeirra hópi
er íslands.
Fyrsti vísir raunvísindastofn-
unar sá dagsins ljós hér á landi
1906, með stofnun efnarannsókna
stofu ríkisins.
Síðan leið aldarfjórðungur, unz
næsta verulega sporið var stigið
með stofnun almennrar rann-
sóknastofu í þágu atvinnuveg-
anna. Upp úr henni var síðan
stofnuð atvinnudeild háskólans,
með þremur sérdeildum, búnað-
ar-, iðnaðar- og fiskideild. Sam-
eiginlegt húsnæði fengu þessar
rannsóknardeildir í september
1937, eða fyrir réttum 25 árum.
Þannig leið tvívegis aldarfjórð
ungur milli verulegra opinberra
afskipta í þessum málum.
Þótt svo kunni að líta út á
pappírnum, sem verið sé að stíga
verulegt framfaraspor með hinu
nýja frumvarpi, þá eru veikir
hlekkir enn óbættir í raunfræða
málunum og þeir halda aftur „f
nauðsynlegri og aðkallandi þró-
un.
Raunvísindarannsóknirnar búa
nú í sumum greinum við góð skil
yrði, en í öðrum við megnasta
húsnæðisleysi, svo sem í land-
búnaði og iðnaði. Meðan ekki
finnst kompa í atvinnudeildarhús
inu til einföldustu tilrauna í þess
um greinum, er þróunin stórlega
heft. Hér hvílir skuggi á rikis-
stjórnum undanfarinna 25 ára, að
hafa notað happdrættisfé, sem
var ætlað til húsbygginga, sem,
eyðslueyri í rekstri atvinnudeild
ar.
Annar enn veikari hlekkur í
keðju raunfræðimálanna er
menntunarleysið í landinu.
Mönnum hefur orðið tíðrætt
um það, hvaða leiðir sé hægt að
fara til að lyfta atvinnuvegun-
um í virkari sess og stofna til
nýrra iðnaðargreina.
í landinu hefur myndast stétt
háskólagenginna manna, verk-
fræðinga, sem hafa lagt fyrir sig
nám í tæknilegum fræðum, en
að næstum öllu leyti í skólum er-
lendis.
Þessi stétt er nú fjölmennari
en svo, að landið geti veitt öll-
um atvinnu eða starfsskilyrði,
sem leita aftur heim að námi
loknu. Reyndar er það ekki nýtt
fyrirbæri, því ekki var betur á-
statt fyrir 40 árum. En af slíku
tilefni verður ekki komizt hjá
hugleiðingum um það, hvernig
það má fara saman að landið
er í tæknilegum efnum langt á
eftir tímanum, en getur þó ekki
veitt tiltölulega fámennum hópi
verkfræðinga næg starfsskilyrði.
Beinasta svarið við þeirri spurn
ingu er að verkfræðingar einir
leysi ekki vandann, og má það til
sanns vegar færa, því fleira kem
ur vitaskuld til.
Menntunarleysið í raunfræð-
um, aðallega tæknifræðum, sem
lúta nánar að iðnaðarþróuninni,
verður ekki leyst með háskóla-
menfttuninni einni sama.
Iðnaðarþróuninni er ekki öðru
vísi farið en annarri menningu,
að hún verður að koma neðán og
innan að, engu síður en að ofan
og utan, eins og nú á sér stað
um verkfræðinga.
Það litla sem skeð hefur í iðn-
aðarþróun hér á landí, hefur
mest orðið fyrir þá sök, að menn
hafa brotizt í það af eigin ramm
leik, og oft með litla fræðiþekk-
ingu að baki, að koma á fót og
ryðja braut nýjungum í iðnaðL
Á þennan hátt urðu að vísu marg
ir glæsilegustu sigrarnir í tækni-
þróun heimsins til fyrr á tímum,
en nú er öldin önnur.
Hér á landi hefur brjóstvitið
verið meir í hávegum haft en
víða annars staðar, en bókvitið,
eða hin bóklega þekking, átti
lengi vel ekki upp á pallborðið
hér á landi, svo sem segir í mál-
tækinu, að „bókvitið verði ekki
látið í askana“. Þótt íhaldssemi i
þessum efnum hafi orðið til þess
að tregða nútíma menningu i
landinu, hafa þau umskifti orðið
í viðhorfinu á æðri stöðum upp
á síðkastið, sem eru sízt æski-
legri, en það er að snúast til
næstum fjálglegrar dýrkunar á
bókvitinu, einkum háskólamennt
un erlendis frá. Sú stefna hefur
verið ráðandi of lengi á kostnað
menntunar í landinu sjálfu.
Við höfum ranglega haldið, að
raunfræðamenntun yrði að koma
mest að utan og yfirsézt um það,
að almenna menntunin í raun-
fræðum þarf að standa föstum
fótum í unglingafræðslunni og í
innlendri reynslu, hversu fábrot-
in sem hún kann að vera. Þá
Framhald á bls. 17,
LOKAÐ
frá kl. 12 á hádegi í dag vegna jarðarfarar.
BJÖRN & HALLDÓR H.F.
V éla verkstæði.
Lokað
eftir hádegi í dag fimmtudaginn 31. janúar
vegna jarðarfarar.
Bæjarskrifstofan Kópavogi.
Faðir okkar og tengdafaðir
GUÐMUNDUR SÆMUNDSSON
andaðist að heimili sínu Rauðalæk 4, 30. janúar.
Börn og tengdabörn.
Móðir og tengdamóðir okkar
GUÐJÓNÍA STÍGSDÓTTIR
andaðist 30. janúar.
Börn og tengdadætur.
SOFFÍA BJARNADOTTIR
frá Bíldudal,
sem lézt 27. þ.m. verður jarðsungin frá Fossvogskirkju
laugardaginn 2. febrúar, kl. 10,30 fyrir hádegi.
Athöfninni verður útvarpað.
Eiginmaður og börn.
Þakka af alhug öllum er auðsýndu mér samúð við
andlát og jarðarför eiginmanns míns
GUÐMUNDAR STEINSSONAR
verkstjóra.
Þóra S. Jónsdóttir.
Innilegar þakkir til allra fjær og nær fyrir auðsýnda
samúð við fráfall og jarðarför «
TÓMASAR JÓNSSONAR x
frá Heiðarbæ.
Þingvallasveit.
Sigríður Magnúsdóttir,
Magnús Vilhjálmsson,
Elín Steindórsdóttir.
Við þökkum innilega öllum fjær og nær, sem hafa
sýnt okkur vinarhug og hjartahlýju við andlát og jarð-
arför
ELÍNAR KRISTJÖNU EMILSDÓTTUR
frá Stöðlum í Reyðarfirði,
sem andaðist í Landsspítalanum 15. jan. s.l. — Sérstak-
lega minnust við og þökkum hina ógleymanlegu um-
önnun hjúkrunarkvenna og lækna, sem sjúklingurinn
naut á Lyfjadeild Landsspítalans.
Faðir og systkini hinnar látnu,
Jón Sigurjónsson og eiginmaður,
Sigurjón Magnússon, Klöpp í Garði.