Alþýðublaðið - 24.12.1929, Side 2

Alþýðublaðið - 24.12.1929, Side 2
B ALÞÝÐUBLAÐIÐ míns,. Festin, sem þú berö um hálsinn, er keypt fyrir peninga föður míns — og ég get næstum séð blóðblettina. . .“ „Hættu, Sidney! Ég vil ekki heyra þetta bull. Þetta er hrein- asta vitleysa. Vertu nú góður við ™ig“ „Það eru að minsta kosti svitadropar á henni.“ * „Ó, hvað þú getur verið hræði- legur!“ „Ég er ekki að hugsa um þig, elsku vina, ég er að hugsa um alla hina óhamingjusömu menn, sem þræla svo að við getum leg- ;ið í leti. Lofaðu mér nú að skýra fyrix þér, hvers vegna við rum svona rík. Faðir rainn var Jungln', áhugasamur og ágjarn rManchesterbúi, scm skoðaði öll viðskifti eins og tafl, þar sem annar hlyti að vinna, en hinn að tapa. Hann setti sér það mark og mið að koína á fót sem flest- um viðskiftafyrirtækjum og verða alt af sigurvegarinn í tafl- inu. Ég veit varla sjálfur hver hann var, eða hverra manna, því að sjálfur skammaðist hann sín fyrir fortíð sína og ættingja, sem flestir voru heiðursmenn og komust því ekki áfram eins og hann. Hann aflaði sér nokkurr- ar þekkingar í baðmullariðnaði, sparaði nokkra aura saman, en fékk miklu fleiri að láni út á æru sína og samvizku til þess að geta svo sjálfur gengið alt af sigri hrósandi af hólmi með ágóðann í vasanum — alt á kostnað annara, og síðan byrj- aði hann, eins og hann komst svo skringilega að orði: „fyrir sjálfan sig“. Hann keypti verk- smiðju og dálítið af óunninni baðmull. Nú verður þú að skilja það, að ef maður vinnur nokkra stund að því að gera óunna. baðmull að lérefti eða öðrum dúk, þá er hægt að búa til lök <og þess háttar. Baðmullardúkur er meira virði heldur en óunn- in baðmull, vegna þess, að til þess að gera dúka úr baðmull- inni, þarf mikla vinnu, það kost- ar slit á vélunum, leigu fyrir lóð 'þá, sem verksmiðján stend- ur á, og laun fyrir vinnuþrek verkamannanna, ’þ. e. a. s. þau iaun ganga til Iifandi manna, sem slitna við þrældóminn og þurfa þess vegna að fá bæði fæði og hvíld. Skilurðu þetta?“ „Við höfum lesið um alt þetta í skólanum. En ég skil ekki hvað þetta getur snert okkur. Ekki vinnur þú að baðmullarfram- leiðslu.“ „Þú hefir að eins lært svo mikið, sem talið var heppilegt að þú lærðiT, en þú hefir ekki lært alt, er ég viss um. Þegar faðir minn byrjaði „fyrir sjálf- an sig“, voru margir menn í Manchester, sem gjaman vildu vinna, en þeir áttu ekki verk- smiðjur eða vélar eða óunna baðmull, að eins af þeirri ein- földu ástæðu, að þessi þýðingar- miklu tæki voru komin í hendur þeirra, sem fyrstir urðu til að gripa þau, og svo vóru þessir mörgu menn skjálfandi og matar- ' lausirogáttu hungraðar konurog börn, og þó voru þeir í landi, sem sagt vár að væri föðurland þeirra, þrátt fyrir það þótt hver jarðarskekill væri einkaeign fárra einstaklmga og framleiðslutækin gróðavegur örfárra burgeisa, sem létu vopnað herlið og lögreglu gæta eigna sinna. Vegna þessa vonlausa ástands voru þessir vesalings menn tilbúnir til að biðja um að fá að vinna án nokkurra skilyrða. Aðalatriðið fyrir þá var að eins það, að geta treint fram lífið í sér og sínum á einhvern hátt. Faðir minn bauð þeim afnot af verksmiðju sinni, véium og óunnu baðmullinni með eftirtölduin skilyrðum: Þeir skyldu vinna vel og mikið, bæði seint og snemma, til þess að auka ágóðann af óunnu baðm- ullinni með því, að gera úr henni dúka. 1 Af auðæfum þeim, sem þeir myndu skapa, skyldu þeir svo greiða honum fyrir húsnæði, gas, vatn, vélar og óunna baðmull — alt. Enn fremur skyldu þeir borga honum laun fyrir að vera eftirlitsmaður, framkvæmdar- stjóri og seljari. Annars heimtaði hann að eins „réttmæta þóknun“. En þegar sú greiðsla hafðí farið ,fram, var stór ágóðahluti eftir. „Af þessu,“ sagði faðir minn, „getið þið fengið svo mikið að þið ekki sveltið, en það, sem eftir er, eigið þið að láta mig fá sem1 laun fyrir það, að ég hefi sparað saman peninga. Þetta eru kjörin, sem ég vil bjóða ykkur. Þau eru eftir minni skoðun réttlát, og geta orðið til þess að skapa sparnað og nægjusemi. En ef þið eruð ekki á sömu skoðun og ég, þá getið þið sjálfir útvegað ykk- ur aðra verksmiðju og óunna baðmull. Mín tæki fáið þið ekki að nota.“ Þeir gátu með öðrum orðum farið norður og niður og soltið, þvi að allar hinar verk- smiðjurnar voru í höndum manna, sem ekki buðu betri kjör. En verkamennimir gátu ekki solt- ið lengur eða horft á böm sín svelta, svo að þeír voru neyddir til að ganga að skilyrðum hans til þess að fá leyfi til að vinná í verksmlðjunni. Þú getur auð- vitað skilið það, að eftir þessu gátu þeir alls ekki sparað neitt, eins og faðir minn hafði gert. — Jæja, þeir sköpuðu mikil auðæfi með vinnu sinni og fengu að eins örlítið af þeim til lífsnauð- synja sinna, svo að ágóðinn, sem faðir minn fékk, varð mjög mikil). Hann keypti meira af baðmull, fleiri vélar og fleiri verksmiðjur, tók fleiri menn í þjónustu sína upp á sömu skil- yrði, og þeir uku auðæfi hans og auöur hans óx gífurlega. Hann græddi geysilega, en verka- mennirnir voru ekkert betur stæðir en þegar þeir byrjuðu, og þeir voguðu ekki að gera upp- reisn og krefjast stærri hluta af verðmætum þeim, sem þeir höfðu búið til, þvi að alt af var nóg af soltnum vesalingum utandyra, sem gjarna vildu komast að upp á sömu skilyrði. — Stundum rakst faðir minn á erfiðleika, til dæmis þegar hann, í kappinu yfir þvi að auka framleiðsluna, lgt verkamennina vinna úr meiri baðmull en kaupendurnir höfðu not fyrir, eða, eins og þegar hann gat ekki fengið nóg af óunninni baðmull, en það átti sér stað þegaf borgarastyrjöldin í Amer- íku stóð yfir. Þá tók hann það ráð, sem hendi var næst, en það var í því fólgið að reka fjölda verkamannanna út á klakann, og auðvitað sultu þeir, ef ekki ein- hver góðhjartaður náungi rétti þeim skorpu. Meðan á striðinu stóð voru mikil samskot hafin handa þessum atvinnulausu vesa- lingum, og faðir minn skrifaði nafn sitt og gaf 100 sterlings- pund, þrátt fyrir sitt iriikla tap, eins og hann komst að orði. — Svo keypti hann nýjar vélar, og þar sem konur og börn gátu gætt þeirra eins vel og fullorðnir karlmenn, og voru þar að auki ódýrari og betur viðráðanleg, þá rak hann h. u. b. 70 menn af hverjum 100, er unnu hjá honum, en tók konur þeirra og börn í staðinn, og konurnar og börnin unnu honum inn meiri peninga en hann hafði nokkurntiiria áður fengið. Þegar þetta gerðist var hann fyrir nokkru hættur að stjórna verksmiðjum sínum sjálf- ur, og nú keypti hann nokkra duglega menn, sem sjálfir áttu ekkert, til að gera það fyrir sig. Þeim borgaði hann nokkur hund- ruð pund árlega i laun. Hann keypti líka hlutabréf i ýmsum öðrum fyrirtækjum, sem stjórnað var eftir sömu reglum og baðm- ullarverksmiðjunum. Þessi hluta- bréf gáfu honum ríkan ávöxt og vasar hans fyltust. Þeir pening- ar komu frá löndum, þar sem hann aldrei hafði stigið sínum fæti. Menn, sem hann hafði aldr- ei augum litið, höfðu unnið fyrir þeim. Nú keypti hann sér sæti í þinginu, og var kosinn í litlu og auvirðilegu kjördæmi og nú hjálpaði hann til að vernda lög þau, er skapað höfðu hin góðu kjör hans. Síðar, þegar sög- ur fóru að berast út um ríki- dæmi hans, þurfti hann ekki að nota mútur, því á vorum tíma eru hinir ríku tignaðir eins og guðir, og ýmsir eru valdir til for- ingja að eins vegna milljóna þeirra. Hann apaði eftir þeim, sem bárust mikið bjó í höll mikilli í Kensington og keypti hluta af Skotlandi, en þar koro hann upp dýragarði. Það er hæg- ur vandi að kömá á fót dýra- garði þar sem tré eru óþörf. Það er gert á þann hátt að reka bændur af búum sinum, rífa býli þeirra að grunni og gera rækí- aða jörðina að eyðimörku. Fað- ir mann fór auðvitað ekki oft á veiðar, en hann leigði öðruiw dýragarðinn sinn á veiðitimabil-* ínu. Hann keypti sér líka kom* úr heldri manna hópi, og hinn sorglega endi á þvi öllu saman' sérðu hérna fyrir framan þig, Þannig atvikaðist það að Jesse Trefusis, fátækur umferðasali frS Manchester, varð peningafursti og stór landeigandi og að ég, sem aldrei á æfi minni hefi gert ærlegt handtak, syndi í pening- um, en börn þeirra manna og| kvenna, sem sköpuðu þessi auð- æfi, þræla eiris og foreldrar. þeirra þræluðu, eða eru nú á fá- tækrahúsunum, á götunni, eða tfjandinn veit hvar. Hvað segir þú rim þessa sálma, hjartað mitt?"5 „Hvað þýðir að vera að ergjaj •sig á þessu, Sidney? Það er ekki hægt að bæta fyrir afbrotin. Og þar að auki, ef pabbi þinn hefir getað sparað saman nokkrar krónur, og hinir hafa verið óhag- sýnir, þá átti hann skilið að verða ríkur.“ „Rétt, en hann skapadi engin auðæfi. Hann tók auðæfi, sem aðrir höfðu búið til. í Cambrid-< ge var mér kent að auðæfi föð- ur míns væru réttmæt afleiðingj af nægjusemi og afneitun. . . Eo hverju afneitaði hann sér? Verka- mennirnir neituðu sér um mat og drykk, hreint loft, klæði, góðar íbúðir, leyfi, peninga............. I fáum orðum sagt, ef Jesse Tre- fusis þingmaður, sem dó eins ogi milljónamæringi sæmdi í hðlf sinni í Kensington, hefði verið ræningi, gæti ég ekki skammast mín meir en ég geri nú fyrir það þjóðskipulag, sem ekki einungis gefur tækifæri til slíkra lifnaðar-i hátta eíns og hann gat búið við. heldur gerir þá mjög eftirsóknar- verða og sveipar þá i dýrðaí- ljóma. FlestÍT setja sér það marfe og mið að verða eins og hann, verða ríkir letingjar. Þess vegna sný ég við þeim baki. Ég get ekki tekið þátt í veizlum Þeirrar vegna þess, að ég veit hversu mikil mánnleg eymd leiðir af þeim og ég sé hversu litla ham- ingju þær skapa. Hvaða skoðup hefir þú, yndið mitt?“ Henrietta leit út fyrir að ver@ hálf hrædd. Hún brosti ofurlítið og sagði innilega: „Þetta er ekkl þér að kenna, Sidney. Ég ásaka þig alls efeki." „Herra himinsins!" hrópaðí hann og settist upp teinréttur og með augun fest á himingeimnum. „Hér er kona, sem heldur að þaö eina, sem hafi nokkra þýðingu fyrir mig í þessu hroðalega máli sé það, hvort hún líti niður á mig eða ásaki mig fyrir.“ „Nei, nei, Sidney. Það er ekkj að eins ég. Það er enginn, serii álítur þig vera minni mann fyr- ir.“ „Það er emmitt það versta við Frh. á II. síðu.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.