Morgunblaðið - 31.01.1963, Page 22
22
MORCUN BLAÐIÐ
frimmtudagur 31. januar 1963
AÐ gefnu tilefni vill stjórn
F.R.Í. geta þess að hún hefur
ekki ráðið neinn þjálfara til að
annast þjálfun íslenzkra frjáls-
íþróttamanna vegna væntanlegr-
ar þátttöku í Olympíuleikunum
1964. Stjórn F.R.L
2 stjörnur fjarver-
andi og mótið dauft
Yfirlýsing
( f>ETTA eru Reykjavíkurmeist
arar Armanns í sundknatt-
leik ásamt formanni Ámanns
Jens Guðbjörnssyni Og þjálf-
ara félagsins um áratugi Þor-
steini Hjálmarssyni lengst til
hægri. Sá sem er með bikar-
inn er Sigurjón Guðjónsson
fyrirliði sem manna oftast og
yfir lengst tímabil hefur hald
ið íslandsmeistaratitli í nokk
urri íþróttagrein eða 20 sinn-
um alls.
Sundknattleiksíþróttin hef-
ur verið endurvakin með
þessu móti þar sem 6 lið
kepptu, jafnmörg lið en fleiri
félög en nokkru sinni fyrr.
Það vantar þó enn nýja
krafta því mörg liðin byggja
sín lið á gömlum og „brunn-
um“ stjörnum. KR-liðið undir
stjórn Magnúsar Thorvaldsen
er þó undantekning svo og
nýliðamir í Hafnarfirði og
eiga þau án efa eftir að láta
að sér kveða í þessari íþrótt.
Skjaldarglíma Ármanns
FÖSTUDAGINN 1. febrúar verð
ur háð fimmtugasta og fyrsta
skjaldarglíma Ármanns, í íþrótta
húsinu að Hálogalandi.
Skjaldarglíma Ármanns hefur
jafnan talizt nokkur viðburður í
íþróttalífi borgarinnar, sérstak-
lega fyrr á tímum, þegar glíma
og fimleikar voru mest iðkaðir
hér á landi. Þar bafa að jafnaði
komið fram beztu glimumenn
borgarinnar og reynt með sér,
enda hefur það oft orðið svo, að
sami maður hefur unnið Ár-
mannsskjöldinn, þar með sæmd-
arheitið glímukappi Reykjavík-
ur, og seinna á árinu Grettisbelt-
ið og orðið glímukóngur' íslands.
Hópmyndin er, eins og sjá má,
mjög fjölmenn. Þetta eru þátt-
takendurnir í skjaldarglímunni
árið 1929, en á því tímabili var
glíman í einna mestum blóma.
Þessa glímu vann Jörgen Þor-
bergsson. Hafði hann margt sér
til ágætis; var hugljúfur dreng-
skaparmaður, prúður í fram-
göngu, fimur og léttur svo af
bar, enda var hrein unun að
glíma við hann; ekkert að óttast,
nema byltuna.
Margir fleiri af þessum mönn-
um voru afar snjallir glímu-
menn.
Hin myndin er af mjaðmar-
hnykk. Er það Trausti Ólafsson,
núverandi skjaldarhafi, sem tek-
ur bragðið. Trausti er ágætur
glímumaður, harður og fylginn
sér, fimur, og hinn prúðasti mað
ur.
1. febrúar 1962 hafði skjaldar-
glíman verið þreytt í hálfa öld.
Var þá margs að minnast, enda
gaf glímudeild Ármanns þá út
myndarlegt rit af því tilefni. í
riti þessu er saga skjaldarglím-
unnar rakin í aðalatriðum, ásamt
ýmsum öðrum fróðleik um glím-
una. Rit þetta ættu þeir að fá
sér, sem áhuga hafa á þjiðar-
íþróttinni. Það verður fáanlegt
við skjaldarglímuna að þessu
sinni, og hjá glímudeild Ár-
manns.
Ármann mun nú á næstunni
hefja glímiínámskeið, og ættu
ungir menn að fjölmenna þang-
að, til að læra þjóðaríþróttina,
íslenzku glímuna. Kennari glímu
deildarinnar er Kjaj-tan' Berg-
mann, fyrrverandi glímukóngur.
Hefur hann margra ára reynslu,
og er mjög góður kennari.
Þorsteinn ” ‘ ‘'
SUNDMEISTARAMÓT Reykja-
víkur var daufara en efni stóðu
til. Tvær af aðalstjörnunum,
Guðmundur Gíslason og Hörður
Finnsson voru f jarri góðu gamni
sakir veikinda og dvalar erlend-
is. Hefði ekki komið til góður
liðstyrkur sundfólks frá Hafnar-
firði og Keflavík hefði mótið
verið næsta sviplaust.
Á það skorti og nokkuð að
undirbúningur væri í lagi.
Dróst byrjun mótsins m. a. af
þeim sökum að enginn ræsir
hafði verið boðaður og rás-
byssa kom ennþá seinna. Verð
Iaunapallur var-ekki til stað-
ar en þegar hann kom fór það
ekki fram hjá neinum.
Góður liðstyrkur
Sundfólkið utan af landi á
sinn góða þátt í þessu móti. Það
setti skemmtilegan blæ á keppn-
ina bæði afrekslega og séð frá
aukinni þátttöku. Myndin af mót
inu er eiginlega alvarleg áminn-
ing til Reykvíkinga að herða
verður róðurinn í sundi. Þegar
tveim stjörnum er kippt burt
(Guðmundi og Herði) þá vinnast
meistaragreinarnar á tímum
sem samsvara 20—30 ára göml-
um árangri á sundmótum hér.
Ef tveggja stjarna nýtur ekki við
I þá er um hreina afturför að
ræða í greinum karla.
Undantekning
Undantekning eru kvenna-
sundin ef Hrafnhildur keppir.
Hún náði ágætis árangri í skrið-
sundi og bringsundi og er líkleg
til stórafreka í ár gefizt henni
keppni. En bilið milli hennar og
næstu er ískyggilegt.
Unglingar
Unglingasundin sýna nýja
krafta og framtíðarfólk, en því
miður ekki nægilega margt. Sér-
staka athygli vekja tvö Matt-
hildur Guðmundsdóttur í telpna
sundum og Tráusti Júlíusson í
drengjasuhdum (skriðsund). —
Hann varð m. a. í fjarveru Guð-
mundar Reykjavíkurmeistara I
400 m skriðsundi á sæmilegum
tíma og lofar mjög góðu. En það
vantar fjöldann. Það vandræða
ástand skapast ekki sízt af æf-
ingaskilyrðum sundfólkisins. Að-
eins takmarkaður fjöldi kemst
til æfinga í Sundhöllinni og með
an svo er geta félögin vart haft
mikla herferð í frammi til að
laða fólk að.
Utanibæjarfólkið setti mark á
mótið ekki sízt Davíð Valgarðs-
son frá Keflavík með ágætu
drengjameti, ágætu sundi, góðu
keppnisskapi. Hann á án efa eft-
ir að gera margt.
Sundmótið — helztu úrsilt:
100 m skriðsund karla 1. Davíð
Valgarðsson ÍBK 1.0il.4. 2. Erling
Georgsson SH 1.02.7. 3* og Rvík-
urmeist. Guðm. Þ. Harðarson Æ
1.05.4.
200 m bringusund kvenna
Rvíkurmeist. Hrafnhildur Guð-
mundsd. ÍR 3.00.9. 2. Auður Guð-
jónsd. ÍBK 3.18.5. 3. Kolbrún
Guðmundsd. ÍR 3.2i5.4.
200 m bringusund karla Rvík-
urmeist. Ólafur B. Ólafsson Á
2.51.6. 2. Trausti Sveinbjörnsson
SH 3.10.3. 3. Guðm. Grímsson Á
3.10.8.
400 m skriðsund karla 1. Davíð
Valgarðsson ÍBK 5.01.4, drengja-
met. 2. og Rvíkurmeist. Trausti
Júlíusson Á 5.38.7.
100 m flugsund karla Rvíkur-
1.22.6.
100 m skriðsund kvenna Rvík-
meist. Gpðm. Þ. Harðarson Æ
urmeist. Hrafnh. Guðmundsd. ÍR
1.07.0. 2. Ásta Ágústsd. SH 1.2£.2
100 m baksund karla Rvíkur-
meist. Guðm. Guðmundsson KR
1.20.7. 2. Guðm. Þ. Harðarson Æ
1.21.7. 3. Guðberg Kristinsson Æ
1.25.3.
50 m skriðsund drengja 1,
Traupti Júlíusson A 29.8. 2.
Guðm. Þ. Jónsson SH 31.2.
3. Þorsteinn Ingólfsson Á 31.9.
50 m skriðsund telpna 1. Ásta
Ágústsdóttir SH 35.8,, 2. Matthild
ur Guðmundsd. Á 37.5. 3. Hrafn-
hildur Kristjánsd. Á 39.8.
50 m bringusund telpna 1. Matt
hildur Guðmundsd. Á 42.0.
2. Sólveig Þorsteinsd. Á 42.8.
3. Kolbrún Guðmundsd. ÍR 43.9.
50 m bringusund drengja 1.
Guðm. Grímsson Á 38.8. 2. Gest-
ur Jónsson SH 41.5. 3. Gunnar
Kjartansson Á 41.8.