Morgunblaðið - 31.01.1963, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 31.01.1963, Qupperneq 24
*BOKÍÍNRRVÖRim döinn tók 5 Eyjabáta í landhelgi í gær í Gaermorgun tók varðskipið Óð- inn 5 togbáta að veiðum í land- belgi suðaustur af Ingólfshöfða. Stefndi Þórarinn Björnsson, skip herra þeim til Vestmannaeyj a og verður réttur settur í máli þeirra kl. 2 í dag. Bátarnir eru Ver, Glaður og Farsæll frá Vesmannaeyjum, Unnur, sem er nýseld til Eyrar- bakka og Ssevaldur frá Djúpa- vogi, en allir bátarnir eru gerð- ir út frá Vestmannaeyjum. Út af Ingólfshöfða hagar svo til að austan við höfðann er lokað HINN 28. nóvember s.l. Kvenfélag Seyðisfjarðar sex- tíu ára afmæli. 1 tilefni af af- mælinu ákváðu félagskonurn- ar, að leggja 30 þúsund krón- ur í Fegrunarsjóö Seyðis- fjarðarkirkju, sem þær stofn uðu fyrir 3 árum með 10 þús. kr. framlagi. t byrjun desember var 40 ára afmæli kirkjunnar á nú- verandi stað. Kvenfélag Seyð- isfjarðar hafði forgöngu um kirkjusmíði þessa. Síðan hafa konurnar jafnan prýtt hana á margan hátt. Einnig hafa þær komið upp skrúðgarði, í kringum kirkjuna, sem er bæjarprýði. Fyrstu stjórn skipuðu þess- ar konur: Astrid Hansen, Elisabet Wathne, Jósefína Lárusdóttir Blöndal, Cecilie Johannesen og Sigríður Gud- mundsen. Núverandi formaður er frú Margrét Tómasdóttir. Ljósm.: Guðm. Gíslason. Elzta skip flotans til björg- Pas? unar ur Reyna a að ná hrájárni úr flakinu á Mýrum Peir Viggó Pálsson og Sigurður L. Magnússon, sem reka fyrir- tækið Jarðvinnuvélar í Reykja- vík, hafa nýlega fest kaup á elzta skipi íslenzka flotans, Vísundi, byggðum 1875, og vinna nú að því að breyta skipinu með það fyrir augum að bjarga járnbal- lest franska skipsins Pourquoi Bifreiðaárekstrar og brunar á Akureyri AKUftEYRI, 30. jan.: —• Á Akur- eyri og nágrenni, svo og á öllu Norðurlandi mun vera snjólaust, en nokkur storka og hálka á veg um. Af þeim orsökum hafa orðið noíkkrir árekstrar, en það hefur ekki valdið slysum, en allmiklu tjóni á bifreiðum. Frá því um áramót hafa mjög margar bifreiðir skemmzt vegna árekstra á Akureyri og nágrenni. Stálvík smíðar tvo olíu- pramma SKIPASMÍÐASTÖÐIN Stál vík h.f. hefur gert samning við Olíufélagið h.f. annars veg ar og Skeljung hins vegar, um smíði á tveimur olíuflutninga- prömmum, sem ætlaðir eru til að afgreiða olíu til skipa á höfnum inni. Bátarnir eru 35 rúmlestir að stærð og er byrjað að byggja þá í skipasmíðastöðinni Stál- vík við Vífilsstaðalækinn. Eiga þeir að afgreiðast í vor. Þetta eru fyrstu bátarnir, sem Stálvík h.f. smíðar. Eldur í Aðalstræti 28. Kl. 16.22 í dag var slökkviliðið á Akureyri kvatt út og hafði komið upp eldur í húsinu Aðal- stræti 28, en það er tveggja hæða hús, byggt úr steinsteypu, en þilj að innan með timbri. Eldurinn kom upp á neðri hæð. Allmiklar skemmdir urðu á húsinu, einkum vegna vatns og reyks. Slökkvilið ii}u tókst fljótt að ráða niður- lögum eldsins. Þetta er 12. útkall slökkviliðsins frá áramótum og mun í þessu tilfelli vera mesti skaðinn. KÓPAVOGUR FÉLAGSVIST I Sjálfstæðis- húsinu, Kópavogi, föstudaginn 1. febrúar nk. hefst kl. 20,30. Fyrsta kvöld í framhalds- keppni. Skemmtinefndin. Metið stendur enn LOFTVOGIN komst aldrei upp í 1050 millibar í ggpr og var því metið frá í fýrra ekki slegið út. í Reykjavílk mældist þó yfir 1049. Er blaðið spurðist fyrir um loft- vogina á Veðurstofunni seint í gærkvöldi sýndi loftvogin þá enn svipaða tölu. Pas, sem á sínum tíma fórst við Hnokka á Mýrum. Viggó Skýrði Mbl. svo frá í gær, að þeir félagar hefðu farið til Bretlands í desember sl. til þess að kanna um kaup á skipi til þessa. Hefðu þeir gert tilboð í ferju, sem brezki flotinn hefði verið að selja, en ekki fengið hana. Hefðu þeir þá keypt Vís- und. Unnið er nú að því að breyta Vísundi í hentugt skip til þess- ara hluta. Jarðvinnuvélar hafa köfun sem aukagrein starfsemi sinna-r, og fundu flakið af Pour- quoi Pas? við skerið Hnokka fyrir tveimur árum. Viggó sagði að í skipinu væri talsvert af hrá- járni í ballest, og væri ætlunin að reyna að bjarga því „Þetta eru að vísu loftkastala-r hjá okkur ennþá, en málið er þó komið á þann rekspöl, að við erum búnir að kaupa skip, og vinnum að breytingu-m og viðgerðum á því.“ Viggó taldi að breytingarnar myndu taka um þrjá mánuði og björgunartilraunirnar hæfu-st því ekki fyrr en á sumri komanda. Eirrn nýr tannlækn ir, tveir prestar EMBÆTTISPRÓF stand-a nú yfir í Hóskóla íslands. í gær luku tveir prófi- í guðfræði, þeir Felix Ólafsson og Bjarni Guð- jónsson. Áður hafði ein-n lokið prófi í tannlækningum, Kristján Ingólfsson. En frá nýjum lög- fræðingum var sagt í blaðinu fyrir nokkrum dögum. Fjórir hafa lokið prófi í við- skiptafræði, þau Björn Matthias- son, Höskuldur Jónsson, Sverrir Ólafsson og Nína Sveinsdóttir. Læknisefni eru enn í prófum. svæðí en fyrir vestan opið, þar sem bátarnir mega veiða upp að 6 mílna línunni og liggur Hn an á göml-um togaramiðum. Bát arnir fimm voru í hólfinu aust an við, einn þeir-ra rétt innan við línuna. Fréttamaður blaðsins átti tal við Þór-arin Björnsson, skip- herra á Óðinn, í gærkvöldi. Hann vildi lítið u-m málið segja að svo komnu máli. Sagði þó að skip- ^jórarnir hefðu allir brugðist vel við fyrirmælum hans. En kvað-st ekki hefði náð þeim öll- um, ef Óðinn væri ekki þetta miklu hraðskreiðari, því þeir hefðu verið í hnapp og dreift sér. Óðimn k-om til Vestm.eyja í gær kvöldi og bátarnir voru að koma á eftir honum hvex af öðrum. Voru afli þeirra og veiðafæri at- -huguð, en mó-lið tekið fyrir rétt í dag. Háskólaritari að‘ hætta eftir þrjátíu og þriggja ára starf f NÝÚTKOMINNI kennsluskrá Háskóla íslands eru skráðir tveir háskólaritarar. Þetta kemur af þvi að Pétur Sigurðsson, sem gegnt hefur þessu starfi síðan 1929 mun nú vera að láta af störfum, hættir um næstu ára- mót. Umgur lögfræðingur, Jóhnnes L. Helgason, hefur því verið ráð. inn háskólaritari með honum fram til ársins 1964. Starfssvið háskólari-tara mun vera til athug unar o-g ýmsar hugleiðingar um að breyta því. Háskólarektor kvað ekki tímabært að ræða það mál, er blaðið spurðist fyrir um þ-að í gær, og sagði að ekkert væri afráðið í því efni. Pétur Sigurðsson hefur, eins og áðux er sagt, gegnt þessu em- bætti í 33 á-r. Hann tók við af Ól- afi Rosinkranz, en fyrsti há- skólaritari var Jón Rósinkranz. Ekki botulineitrun í síld hér Eitt tilfelli í súrsuðum mat í BLAÐINU í gær var sagt frá hættulegri matareitrun í síld í Svíþjóð, en henni olli baktería er nefnist clostridium botulinum. Mbl. sneri sér til Arinbjarnar Kolbeinssonar, læknis, sem er sérfræðingur í sýklafræði, og fékk hjá hon- um eftirfarandi upplýsingar um bakteríu þessa og eitrun af hennar völdum: Clostridium botulinum er fyrst og fremst jarðvegsbakter ía, sem myndar mjög sterkt eitur og lífseigt gró, er þolir m.a. suðu og eru matareitran- ir af hennar völdum vel þekkt ar, sérstaklega í sambandi við grænmeti, sem hefur verið niðursoðið við slæm skilyrði, t. d. í heimahúsum. í þeim löndum, sem mikið er um slíka niðursuðu koma á hverju ári fyrir nokkur tilfelli af þess ari eitrun og jafnvel stund- um dauðsföll. Hins vegar á þetta ekki að Jcoma fyrir þar sem niðursuða er framkvæmd á réttan hátt í verksmiðjum. Eitra í súrefnislausu. í fréttinni er um að ræða síld, sem ekki er niðursoðin og því ekki hituð, en geymd í sérstökum salt- eða kryddlegi, þar sem gró eða sporar geta lifað. Bakteríunar geta ekki vaxið nema allt súrefni sé burtu eytt úr dósinni, en það getur orðið við geymslu ef viss skilyrði eru fyrir hendi. Sé niðursuðarí gerð á réttan hátt drepast allar bakteríur og sporar, og þá myndast þetta eitur að sjálfsögðu ekki þótt dósirnar geymist lengi, jafn- v-el við óhagstæð skilyrði. Hættulegt vegna sýkla- hernaðar. Bakteríur þessar eru ekki sjálfar hættulegar og valda ekki smitandi sjúkdómum, en þær framleiða sterkasta eitur, sem vitað er um. Sagði Arin- björn að líklega gæti það nokk urn vegin staðizt sem skýrt var frá í fréttum í gær, að eitt gramm gæti drepið alla Svía, sem eru IVz milljón. Mikil leynd er yfir rannsóknum með þetta efni, því það er eitt af þeim efnum, sem alltaf hefur verið óttazt í sambandi við sýklahernað. Dauðstilfelli fyrir rúmum 10 árum. Aðspurður um hvort þessi baktería hefði orðið að fjör- tjóni hér á landi, sagði Arin- björn að fyrir liðlega 10 árum hefði orðið dauðsfall hér af völdum þessarar eitrunar og var þá um súrsaðan mat að ræða. En slík eitrun hefur aldrei komið fyrir í síld hér á landi, hvorki í sambandi við niður- soðna síld eða síld, sem lögð hefur verið í dósir og virðist engin sérstök ástæða til að óttast þessa tegund af eitrun í síldarvörum hér.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.