Alþýðublaðið - 24.12.1929, Qupperneq 3

Alþýðublaðið - 24.12.1929, Qupperneq 3
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 9 Erfðaskrá Gottskálks grimma. Ekki óskemlí'.eg sága írá óskemíiiegri öld. Elíir Guðbrand Jónsson. Þeir voru margir útlendingarn- Sr á íslenzku biskupsstólunum iram ab siðaskiftum, og allra landa lits og blands. Þar höfðu setið Danir, Norðmenn, Þjóðverj- ar, Italir, Hollendingar og Bretar. Fæstir höfðu peir látið gott af' sér stafa bg flestir verið yfir- gangsmenn. Sumir 'þeirra höfðu verið sæmilegir, flestir vand- ræðamenn um eitthvaö, og ein- stöku veriö óþvegin fúlmenni, en sumir þeirra aldrei til landsins komið, og höfðu þeir af skiljah- legum ástæðum reynst bezt. Og þó að tilviljunin hefði geit það að gamni sinu að hafa þá jafn- xnarga, þrettán talsins, á hvor- sim stólanna Skálholti og Hólum, hafði hún sett þá er skaðminst- ir voru á Hólastól, en eins og mokað hinum saman í syðra biskupsdæminu. Tilviljunin hafði þó verið gam- ansöm um fleira en þetta. For- sjónin og sparsöm kirkjuyfírvöld faafa eins og allir vita lagt þá krassbyrði á hold káþólskra klerka að þeir skuli lifa í ó- kyæni, og hefir þetta haldist fram á þenna dag, þrátt fyrir það að hátterni klerka alveg til þessa nefir sýnt það mjög vel, að þessi fyrirskipan aldrei hefii verið þeim að skapi. Hvað sem klerkunum þykir, megum vér, sem nú lifum fagna þessari ráð- stöfun, því ef hún hefði ekki ver- ið, hefði hvert biskupsdæmi vafa- llaust gengið að erfðum frá föður til sonar, og fær engmn séð yfir þær afleiðingar, sem það hefði getað haft í bráð og lengd. Þó »ð biskupserfðir væru engar, af fjví að synina í orði kvieðnu vant- *ði, lék forsjónin sér stundum að þvi að láta biskupsdóminh ganga riddaragang í sömu ætt stöku sinnum. Og svo vor uro skeið á Sfólum i Hjaltadal, þvi frá miðri 15- öld og nokkuð fram á 16. sáty þxír frændur norskir, hver eftir annan, á stóli þar. Fyrstur þeirra var Gottskálk Kájnikason, sem talinn var gæf- lir maður og guðhræddur. Eru |>eir kostir lítt líklegir til frægð- jar, enda vita merin fátt um hann annað en þaö, að hánn andaðist í blómagai’ðinum ó Hólurn, og sagði deyjandi: „Drottinn minn, tórkjan mín." Annar þeirrg frænda var Ólafur biskup Rögn- vaidsson, mikill maður og íastur, og eiris réttlátur og frekast var íhægt í þá daga, ef bann átti kost é' að vera það ókeypis. Hinn þriðji í röðinni þeirra frænda var Gottskálk biskun Nikulásson, og af honum er þessi saga. Biskup var hniginn á efri ár, jmu 4r ‘þegar menn ekki framar aeekja kraft og framtak ! það, mm fmmundan er. eða sækjast eftir því, sem við muni bera með græðgi. Hann var á þeim árum þegar hrörnaður bústaður ándans leitar sér hinstu stoðar í því, sero á dagana hefir drifið, og þegar menn eru að ganga frá því, sem þeir hafa afrekaö, svo að það verði sem frambærilegast á efsta dómi. Sá undirbúnirgur manna vill verða ærið misjafn eftir þvi hvernig mennirnir eru gerðir. Sumir sjá vel hvað miður fór og reyna að fegra það, svo að það verði ekki eins ferlegt á- sýndum, en aðrir bíta á jaxlinn með því, sem þar til hlýðir, og hafa það eins og góður guð 3 sjötta degi skCpunarinnar, — þeir líta yfir alt og segja: „Það var harla gott.“ í tölu hinna síð- arnefndu var virðulegur faðir biskup Gottskálk. Herra Gottskálk hafði á yngri árum verið karlmenni mikið til líkamsburða, og ekki hafði karl- menskan til andarinnar verið minni, enda hafði hann að laun- um hlotið viðurnefni, og var kall- aður hinn grimmi. Hann hafði eins og menn voru allir i þá daga, verið trúaður. Ekki af því að hann hefði komist að þeirri niðurstöðu að kenningarnar væru sannar, heldur af hinu, að þá efaðist tíðarandinn ekki. Fæstir nú á dögum gera sér neina grein fyrir því, hvers vegna tveir og tveir eru fjórir, eða hugsa frekar út í það; það eru sannindi 20. aldarinnar, sem allir trúa, og flestir án þess að staðreyna það, íivað sem seinni aldir kunna að segja. Eins var kirkjutrú mið- aldanna og herra Gottskálks, svo að ekki var nema eðlilegt að hugur hans snérist að því sem áþreifanlegra, en þó jafnframt fallvaltara var — kirkjuvaldinu. Þaö var að vonum að hann reyndi að auka það, þvi við það óx vald sjálfs hans, og hann skildi þau afgömlu, og þó enn barnungu sannindi, að peningar séu afl þeirra hluta, sem gera skal. Það voru sannindi, sem kirkjan hafði verið fljót að læra eftir að hún var farin að ganga fjrrir afli vanans. Miöaldakirkjan hafði valið sér annað starf en það, sem beinast virðlst við hafa legið, nefnilega að gerast leiðtogi mannanna, mildur og þýður, á yeginum, sero liggur íil góðs. Hún gerðist stirð- ur 0g ólaginn hirtari manna til þess að reka þá með vendi ótt- ans inn í kvíar sínar. Það voru nokkurs konar andleg lögreglu- störf, sem kirkjan vann, og það mátti segja að hún lifði á sekt- um fyrir brot á ærið nærskorinni andlegri lögreglusamþykt. En fá- ír höfðu gengið eins ríkt éftir þvl, að hún, ef svo mætti segja, Einar Jónsson væri brotin, eins og biskup Gott- skálk. Á hans dögum var gengið ríkar eftir þvi að menn gyldu fyrir brot sín en nokkru sinni áður; það var öll sú handieiðsla, sem kirkjan þá hafði að bjóða. Það var á Allra heilagra messu 1519, sem var á þriðjudegi, að biskup Gottskálk sat í parlorn- um á Hólum ásamt klerlri sín- um og söng prímalestur, og gekk það óliðlega. Biskup, sem annars var allra manna fastastur við sitt verk, hvert sem það var, virtist að þessu sinni vera annars hug- ar, því í hvert sinn er klerkur andstefjaði honum leit herra biskup upp úr breferinu og tók ekki til aftur fyrri en klerkur var biiinn að ræskja sig nokkr- um sinnum. Biskup sat gneipur í bekk sin- um. Andlitið var með arnarsvip, og eins og meitlað í stein. En augun, sem að jafnaði voru snör og sem logandi eldur, voru nú eins og dregin móðu. Biskup var hniginn á efri ár, og það hafði -Jarið fyrir honum eins og mörg- um rosknum mönnum, að hann hafði enga eftirtekt veitt því að hann eltist. En í dag í hámess- unni hafði sett að honum' undar- lega deyfð, honum hafði verið eifltt um sönginn og röddin hafði titrað, og er hann hélt upp guðs líkama hafði hugurinn verið á alt öðrum stað. Það hafði alt S einu opnast sjónum hans að 'iann var orðinn gamall maður, og honum, hafði fyrst orðið litið niður fyrir sig ofan af grafar- baklranum, sem hann stóð á, og þó.tt þar, eins og flestum, fát* fýsilegt að sjá. Þá hafði hann tii þess að gleyma þvi litið und- an og um öxl á það, sem liðið ■ var. Og þegar hann leit á mann- dómsskeiðið létti aftúr, er hann hugsaði til þess, sem hann þá hafði afiað heilgari kirkju. Það var með stolti að biskupinn lifðj upp aftur í huganum þá stund, er hann á prestastefnunni á Víðd- völlum 1510 taldi það upp fyrir klerkum sínum, að hann hefði autóð eignir Hólakirkju um 9 : Refsinornin 9 hundruð hundraða í lausafé um sína biskupstíð. En gleðin dvin- aði aftur er hann leit yfir þap 9 ár, sem síðan voru liðin. Kirkj- unni hafði ekki fénast mjög mik- ið ó þeim órum. Það voru elli- mörkin. Hann fann nú að harro /ar orðinn gamall, og að hann hafði verið það lengi, þó að hann hefði ekki af þvi vitað. Og hugs- unin fanst honum ætla að sliga sig, sig Gottskálk — grimma — já, þvi varð ekki neitað, að hann hefði fengið þetta viðumefni, sem andaði 'heldur kalt. Og það var satt að hann hafði við fáuro mönnum brosað og engum hleg- ið. En hvernig átti réttlætið — réttlæti guðs, sem hafði tekið ó sig hans mynd — biskups Gott- skálks —- að geta brosað með léttúðgu fasi veraldarmanna. Rétt á litið væri viðurnefnið líklega loísamlegt, vottur þess að hann hefði haldið á ósveigjanlegu rétt- læti guðs eins og vera átti. Hann hafði ait af samið sig að dæmi- sögunni um pundin og líkt eftir herranum stranga, sem tók það út, sem hann ekki haföi selt á geymslu, og uppskar það, sem hann ekki hafði sáð. Og hann hafði hvorki falið það pund, sem hann fékk með Hóladóm- kirkju, i jörðu eða í sveitadúk. og gat þvi búist við að sagt yrðj við sig á efsta degi: „Gakk inn til fagnaðar herra þíns," ef ekkl hefðu verið seinustu 9 árin. Or þtó þurfti að bæta, og það skyldj aldrei verða að ellin gerði hann að mannleysu; hann vildi deyja standandi eins og Gottskálk bisk- up Kænikason frændi hans, lof- ligrar minningar. Það voru þessar hugsanir, og kviðinn fyr'r því að sér myndl ekki ganga betur en Þór í við- ureigninni við kerlingu Elli, sem gerðu hann viðutan undir tíða- lestrinum. Og þegar biskup heyrði sjálfan sig ljúka tíðinni og segja: „Drottinn blessi oss og verndi oss af öllu illu og leiði oss, til eifífs lífs, og andir framliðinna hvílist fyrir guðj miskun í friði,“ heyrðist honum sín eigin Tödd koma iangt, langl

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.