Morgunblaðið - 16.02.1963, Side 3

Morgunblaðið - 16.02.1963, Side 3
Laugardagur 16. febrúar 1963 MORCVISBLAÐ1Ð 3 10 tonn af pósti komu með Dr'>ttningunni. Hér sést er verið er að skipa honum upp. Kye Jörgensen, skipstjóri, í brúnni á Dronning Alexandrine. i Hefur siglt til Rsykjavíkur 687 sinnum spjallað við Rye Jörgensen, skipstjóra á Dronning Alexandrine BLAÐAMAÐUR og ljósmynd ari Morgublaðsins brugðu sér í heimsókn um borð í Dronn- in>g Alexandrine, sem ligigur nú í R-eykja víkurhöfn. Upp skipuin stendur sem hæst- og er hvert pósthlassið á faetuir öðru híft í land. I brúnni hittum við fyrir skipstjórann, Rye Jörg ensen. — Hafið þér siglt til ís- lands lengi? — Saimfleytt síðan 1925, að undanteknum stríðsárunum. Fyfst var ég á íslandinu, síðan á Botní-u og svo kom ég hing að á Drottningunni strax 1 fyrstu ferð hennar, 1927. ■— Þér sögðuð samfleytt síð an 1925. Höfðuð þér þá komið hér áður ? — Já, ég kom hingað fyrst árið 1915 á 400 tonn-a seglski-pi frá Álabor-g. Við sigldum hing að af og til frá 1915—1918. Við fluttum hing-að vörur frá Dan mörku og síðan hlóðum við skipið íslenzku grjóti og si-gld um m-eð það til A-meríiku. — Hvað voruð þið að g-e-ra við þetta grjót? Nú hlær skipstjórinn íbygg inn, en segir svo: Við notuð- um þáð bara í kjölfestu. Því var hent í sjóinn, er til Ame- rík-u kom. ■— Hvernig k-om yður R-eykjavík fyri-r sjónir 1915? — Húh var ósköp lítil, bar-a fáein hús. Mér hefur alltaif þótt mjög gott að korna til Reykjavíkur, enda á ég hér marga góða vini. — Siglið þið all-taf sömu leiðina? — Já, við förurn til Reykja víkur frá Kaupmannahöfn m-eð viðkomu í Færeyjum í báðum leiðum. — Þér h-afið þá komið hi-ng að æði oft. — Já, ætli það sé ekki ð- hæ-tt að slá því föstu. Þetta er 687. ferðin mín hingað. Jörgensen býður okkur nú inn í káetu sína, Veggirnir eru alsettir myndum meðal anna-rs aif Drottningu-nni í Reykjavíku-rhöfn og Akureyr arhöfn . — Hér er mynd af konunni minm, hún bíður í Kaup- mannahöfn. Hún er vön að bíða eftir mér. Eg Var í sigl- i-ngum í Austurlön-dium 1939 til 1945 og komst ekki h-eim. Konan var ennþá á sínum stað þegar ég loksihs mætti. Við höf-um verið gift í 38 ár. Við áttum börn, en þa-u eru dáin og við erum orðin ein, gömlu hjóni-n. — Hvar var Drottni-ngin í stríðinu. — Hún lá bundi-n í Flens- borg allt stríðið. Þjóðverjar lögðu hald á hana. — Eru fleiri skipverjar á Drottningunni, sem hafa siglt til Islands áratugum sam-an? Harry Jacobsen og Paul Erik Skinbjerg á þilfari Drottningar- — Nei, þeir gömlu eru allir hættir, eða komnir á önnur skip. Eg held að enginn skips manna hafi komið hér svo oft, að orð sé á geran-di. Nú kveðjum við skipstjór- ann, en á þilfarinu mætum við tveimnm un-gum piltum, mess-astráknum, Hardy Jacob sen 16 ára og þjóni yfirmanna, Paul Erik Skinbjerg 18 á-ra, Þeir eru hressir í bra-gði og segjas-t eiga frí um kvöldið, og ætla að skoða sig um í bænum. Þetta er í ann-að sinn, sem þeir koma til Reykjavík- ur. Lyfsöluleyfi til Vímsóknar TVÖ lyfsöluleyfi hafa nú verið eugýst aus til umsóknar. Er ann- að á Húsavík, en lyfsali þar, Helgi Hálfdánarson, hefur sagt leyfi sínu lausu fiá 1. ágúst n.k. að telja. Hitt eyfið er á Dalvík, en þar er verið að stofna lyfja-verzlun að ósk sveitarstjórnar þar. IUM hádegi í gær var víð-áttu1 I mikil læ-g-ð yfir hafinu suður 7 a-f ísl-an-di en hæð yfir NA- S Grænlamdi. Breytingar voru l|hægfa-ra. Við Suðúrströmd ís- lands var alilhvasst á A c-g 5—6 st. hiti, en no-rðan lands stillt og'gott veður með væg-u frosti í innsveitum. í Lundún um v-ar hiti um frostmark og snjóslitrin-giur, í Kaupmamna -höifn 4 st. frost, 7 í Osló og 8 í Stokkhólmi. í Finnlandi iV-air 11—16 st. frost. Ellefti fundur Norðurlandaráðs Norðurlandaráð kemur saman til 11. fundar síns í Osló í dag. Sitja þingið 35 ráðherrar frá öli- um Norðurlöndunum og 65 þing- menn frá löggjafarþingum land- anna. Verða þar til umræðu fjöl- mörg mái, er varða norræna sam vinnu. M. a. má gera ráð fyrir að efnahagssamvinna Norðurlanda og Vestur-Evrópuþjóða beri þar mjög á góma. En eins og kunnugt er hafa ný viðhorf skapazt í þeim málum, eftir að Frakkiand hefur stöðvað umræðurnar um aðild Breta að Efnahagsbandalagi Evrópu. Norðurlandaráð hefur þann rúma áratug, sem það hefur starf að fjallað um fjölmörg mál, er varða norræna samvinnu. Það hefur átt ríkan þátt í að færa hina norrænu þjóðir saman og gera samvinnu þeirra raunhæf- ari og gagnlegri. Það er t. d. óhætt að fullyrða, að þátttaka ís- lands í Norðurlandaráði hafi átt mestan þáttinn í því að til sam- komulags hefur dregið milli Dana og íslendinga um heimflutning íslenzku handritanna. f því máli þafa bæði danskir stjórnmála- menn og danska þjóðin sýnt mik- inn drengskap og víðsýni. Þeir sem sitja Norðurlandaráðs fundinn af hálfu íslands eru m.a. þeir Ólafur Thors, forsætisráð- herra, og Gylfi Þ. Gíslason, við- skiptamálaráðlierra. Framsókn ber höfðinu við steininn Alþýðublaðið birtir í gær for- ystugrein um þá forherðingu Framsóknarmanna að neita því nú, að þeir hafi barizt á móti umbótum á tryggingarlöggjöfinni árið 1945, þegar nýsköpunar- stjórnin flutti frumvarp og til- lögur um stórfelda eflingu trygg- inganna. Kemst Alþýðublaðið í gær m. a. að orði um þetta á þessa leið: „Fyrir nokkrum dögum benti Alþýðublaðið á, að Tíminn hefði með hreinum Iygum reynt að hreinsa Framsóknarflokkinn af þeirri skömm, að hann barðist gegn tryggingarlöggjöfinni 1945. Færðum við rök að því, að sú ástæða fyrir afstöðu Framsóknar var ekki nefnd 1945, sem Tíminn nú tilgreinir. En svo fór um ritstjóra Tím- ans, að slík sönnun hefur engin áhrif á hann. Hann endurtók alla lygina í ræðu á Alþingi sama dag, enda þótt hann geti ekki hrakið orð af því sem Alþýðu- blaðið sagði“. Erfiðleikar kommúnista Alþýðublaðið ræðir í gær um að kommúnistar eigi í erfðileik- um vegna framboða sinna. Kemst blaðið m. a. að orði á þessa leið: „Kommúnistum gengur ilia að koma saman framboðslistum sín- um. Stafa þau vandræði ekki að- eins af minnkandi gengi flokks- ins og loðinni afstöðu til mála, heldur af hinu furðulega skipu- lagi fylkb-garinnar. Það var ætl- unin 1956, þegar Alþýðubanda- iagið var stofnað, að gera það að flokki og leggja Sósíalista- flokkinn niður. — Kommúnistar hafa svikið Hannibal í þessum efnum og haldið flokki sínum við lýði. Al- þýðubandalagið er í rauninni ekki flokkur og enginn veit, hvernig forráðamenn þess eru kosnir, eða af hverjum“. Þetta er vissulega rétt, því hið svokallaða „Alþýðubandalag“ er hvorki fugl né fiskur. Það er einna helzt sauðargæra til þess að breiða yfir Moskvustimpilinn á Sósíalistaflokknum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.