Morgunblaðið - 16.02.1963, Qupperneq 5
Laugardagur 16. febrúar 1963
M on CT' v p r 4 f) 1 Ð
5
Steggur í óskilum
svartur með hvítar hosur
og hvítan blett á hálsinum.
Upplýsingar í síma 10853.
Skellinaðra
Victoria ’60 til sölu. Uppl.
í síma 18108 og Hringbraut
. 90, 1. hæð til vinstri.
SímastúSka
Heildverzlun óskar að ráða símastúlku. Aðeins
minnug og örugg stúlka kemur til greina. Vinsam-
legast sendið nafn og heimilisfang til afgr. MbL
merkt: „Reglusömu — 6142“.
Einhieypur maður
óskar eftir 1—2 herb. sem
næst Miðbænum eða í
Norðurmýri. Uppl. í síma
10454 eftir kl. 2 í dag.
Eldri maður
óskar eftir léttri innivinnu.
Tilb. sendist Mbl., merkt:
„6022“ fyrir þriðjudags-
kvöld.
Á Risö nærri Hróarskeldu
á Sjálandi, hafa Danir reist
mikla kjarnorkutilraunastöð.
Stöðin fjölgar sífellt sínum
starfssviðum eftir því sem
- mannvjrkjunum fjölgar. Nú
nýlega hfa verið hafnar rann-
sóknir á tönnum barna á Norð
urlöndum, til þess að komast
að geislavirkni í mannslíkam-
anum.
Þúsundir af barnatönnum
• munu á næstu árum verða
rannsakaðar á Risö, en barna-
tennurnar er það eina, sem
getur komið í staðinn fyrir
bein við rannsóknir á geisla-
virkni mannslíkamans.
Tennurnar eru sendar til
Risö úr skólum, sem fyrir-
fram hafa verið valdir í Dan-
mörku, Grænlandi, íslandi og
Færeyjum, og nú þegar eru
komnar nokkur þúsund tenn-
ur til Risö, þar sem þær eru
geymdar í lokuðum plastílát-
um.
Orðrómur komst á kreik í
Danmörku um að rannsóknar
stöðin keypti barnatennur,
og greiddi 50 aura danska fyr
ir hverja tönn. Þessi orðróm-
ur hefur að undanförnu verið
borinn til baka af stjórn stöðv
arinnar, og lögð áherzla á að
tennurnar séu aðeins teknar
úr fyrirfram völdum skólurn,
og þessi leið dugi ekki hjá
börnum, sem eru að missa sín í
ar barnstennur, til þess að
drýgja vasapeninga sína.
Á myndinni til vinstri sézt
hvar forstöðumaður þessara
rannsókna er að athuga upp-
lýsingar frá .sérstöku tæki
sem mælir geislvirkni tanna,
en á myndinni til hægri er
verið að lesa sundur tennurn-
ar frá hinum ýmsu löndum og
héruðum eftir aldri barnsins
og gerð og tegund tannanna.
Ráðgert er að safna 5—10
þús. tönum á ári um nokkurt
árabil, til þess að fá heildar-
mynd af breytingum á geisla-
virkninni.
Höfum kaupenilur uð
2ja—3ja herb. íbúðum. Útborgun frá 150 þús — rúm
300 þús. 4ra—5 herb. nýlegum hæðum. Útborganir
frá 250 — 450 þús. 6 herb. hæðum, helzt í Vestur-
bænum og 6 herb. raðhúsum við Hvassaleiti. Út-
borganir frá 400 — allt að 700 þús.
Ennfremur að góðum einbýlishúsum. Háar út-
borganir. • -
Einar Sigurðsson
Ingólfsstræti 4
Sími 167 og eftir kl. 7 sími 35993.
Loffpressa
Tekið á móti
tilkynningum
trá kl. 10 12 t.h.
Aldarskrá 1900
Ort af Guðmundi Scheving,
héraðslækni á Hólmavik í
Strandasýslu. Beðið birtingar
af Kristni Indriðasýni á
Skarði.
Nú er þessi enduð öld
ísland man ég slíka
allir dagar eiga kvöld
og árhundruðin líka.
Þegar öldin elli þreytt
er nú hætt að lifa,
nítján hundruð ár og eitt
ýtar fara að skrifa.
Á þessum nýja aldarhring
í öilum heimsins löndum
verður ógnar umbreyting
en allra mest á Ströndum.
Rotuð þjóðin raknar við
rímar í hverjum hamri
loftið fyllist feikna klið
af framfaranna glamri.
Síldar blindfull sérhver vík
Selá brúuð verður,
ávallt pexa um pólitík
piltar og menja geróur.
Kaffið aura kostar þrjá
í krónu ullin stendur,
allir bændur eru þá
orðnir jarðeigendur.
Enginn myrðir meri úr hor,
mörhljóð er í dorra
haustið verður hlýtt sem vor
og hásumar á þorra.
I Söludeildin rokna rík
, reisir hallir stórar,
herleg verður Hólmavík
I með höndlanirnar fjórar.
Framför sú, þó mest fær met
| í manna skrifi og ræöu,
að haft sé eintómt hrossaket
1 höfðingjum að fæðu.
fir vorri ættar þjóð
árdags geislar skína,
| þar meö læt ég enda óð
og aldarspána mina.
| Lukku háa um lönd og mar 1
lengi fái Ströndungar,
Aldarspáin endar þar
I úti tjái ég visurnar.
Eimskipafélag Reykjavíkur h.f.:
Katla er á leið til Reykjavíkur. Askja
er í Bilbao.
Loftleiðir h.f.: t>orfinnur karlsefni
er væntanlegur frá NY kl. 06:00. Fer
til Luxemborgar kl. 07:30. Kemur
tilbaka frá Luxemborg kl. 24:00. Fer
til NY kl. 01:30. Leifur Eiríksson er
væntanlegur frá Hamborg, Kaup-
mannahöfn, Gautaborg og Osló kl.
23:00. Fer til NY kl. 00:30.
Skipaútgerð ríkisins: Hekla fer frá
Rvík kl. 13:00 í dag austur um
land í hringferð. Esja er væntanleg
til Vestmannáeyja kl. 16:30 í dag á
leið til Rvíkur. Herjólfur fer væntan-
lega frá Hornafirði í kvöld til Vest-
mannaeyja og Rvíkur. Þyrill er í Rvík.
Skjaldbreið er í Rvík. Herðubreið fer
frá Rvík kl. 22:00 annað kvöld vestur
um land í hringferð.
Hafskip h.f.: Laxá er á leið frá
Skotlandi til íslands. Rangá er í
Klaipeda.
H.f. Eimskipafélag íslands: Brúar-
foss fór frá Dublin 7. þm. til NY.
Dettifoss fór frá NY 12. þm. til Dubl-
in. Fjallfoss fer frá Siglufirði annað
kvöld 16. þm. til Faxaflóahafna. Goða
foss fór frá Grimsby 13. þm. til
Fáskrúðsfjarðar. Gullfoss fór frá Ham
borg 14. þm. til Kaupmannahafnar.
Lagarfoss fór frá Hafnarfirði 13. þm.
til Hamborgar. Mánafoss fór frá Kaup
mannahöfn 11. þm. til Akureyrar.
Reykjafoss kom til Rvíkur 10. þm.
frá Hamborg. Selfoss fór frá NY 13.
þm. til ' Rvíkur. Tröllafoss kom til
Hamborgar 13. þm. fer þaðan til Ant-
werpen. Tungufoss fór frá Akranesi
15. þm. til Ólafsvíkur.
H.f. Jöklar: Drangjökull er á leið
til Rvíkur frá London. Langjökull
er í Glouster fer þaðan til Rvíkur.
Vatnajökull er 1 Rvík.
Skipadeild S.Í.S.: Hvassafell fór í
gær frá Gdynia til írlands. Arnarfell
er í Middlesborough. Jökulfell er í
Rvík. Dísarfell kemur til Húsavikur'
á morgun. Litlafell er væntanlegt til
Rvíkur á morgun. Helgafell fer 18.
þ.m. frá Odda áleiðis til islands.
Hamrafell fór í gær frá Aruba áleiðis
til Rvíkur. Stapafell er væntanlegt til
Siglufjarðar 17. þ.m. frá Manchester.
Flugfélag íslands h.f. Millilandaflug:
Hrímfáxi fer til Bergen, Osló, Kaup-
mannahafnar og Hamborgar kl. 10:00
í dag. Væntanleg aftur tii Rvíkur kl.
16:30 á morgun.
Innanlandsflug: í dag er áætlað að
fljúga til Akureyrar (2 ferðir), Húsa-
víkur, Egilsstaða, Vestmannaeyja og
ísafjarðar. A morgun er áætlað að
fljúga til Akureyrar og Vesunanna-
eyja.
+ Gencjið +
13, febrúar
Kaup Sala
1 Enskt pund 120,40 120,70
1 Bandaríkjadollar .... 42.95 43,06
1 Kanadadollar 39.89 40,00
100 Danskar kr 621,50 623,10
100 Norskar kr. 602.89
100 Sænskar kr 828,35 830,50
100 Pesetar 71,60 71,80
l\T Finnsk mö :k .... 1.335.72 1.339,)
100 Franskír fr 876,40 878,64
100 Belgiskir fr 86,28 86,50
100 Svissn. frk .... 992,65 995.20
100 Vestur-Þýzk mörk 1.073,42 1.076,18
100 Tékkn. krónur .. ...... 596,40 598,00
Áheit og gjafir
Til sporhundsins NONNA:
NN 100; NN 20; frá nafna NONNA 1
Rvík 30; frá Ingu, Gústu, Axel og
Magga Val Hafnarf. 50; ónefndur 100;
frá EH 100; frá Gunnari og Ragnhildi
100; frá Rannveigu 50; frá Hönnu og
Hans 2000. — Samtals kr. 2.550,00.
Hafnarfirði, 5. febrúar 1963.
F.h. Hjálparsveitar Skáta Hafnarfirði,
Jóhannes Reykdal
til leigu á bi: með vökvakrana.
Tökum að okkur fleyga ög sprengivinnu.
Vélsmiðjan KYNDILL sími 32778.
Pennavinir
Ástralska stúiku langar að komast
í bréfasamband við íslenzka stúlku
á aldrinum 16—17 ára. Heimilisfangið
er:
Christine Randall.
14 Madel Avenue,
Strathmore W—6.
Victoria
Australia.
18 ára frönsk stúlka, menntaskóla-
nemandi, sem ekki treystir sér til að
skrifa nema á frönsku, óskar eftir að
komast í bréfasamband við 18 til 21
árs stúlku. Heimilsfang hennar er:
Annick Poirier
63 Rue de la Bastille
NANTES — (L.A.) —
FRANCE.
JON H. JONSSON
Og
KARLAKVARTETT
syngja.
A L L I R
VELKOMNIR.
ELÍ/V
SPAM/LDJR
Haínarfjörður —
Vorboðafundur
Sjálfstæðiskvennafélagið Vorboði heldur aðalfund
í Sjálfstæðishúsinu mánudaginn 18. febrúar kr. 8,30.
Fundarefni:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Hafsteinn Baldvinsson, bæjarstjóri
talar urr< bæjarmál.
3. Kaffidrvkkja.
SXJÓRNIN.
Sjötug verður í dag Guðrún
Ólafsdóttir, Selvogsgötu 18 í
Hafnarfirði.
í gær, föstudag, voru gefin
saman í hjónaband í Neskirkju
ungfrú Hrafnhildur Jónsdóttir,
Sigurgeirssonar, skólastjóra á
AkUreyri, og Jóhann Pálsson,
leikari, Reykjavík. Heimilisfang
brúðhjónanna er Austurbrún 2,
12 hæð.
9. þm. voru gefin saman í Ár-
bæjarkirkju af séra Þorsteini
Björnssyni ungfrú Anna Bryn-
jólfsdóttir og Þór Aðalsteinsson,
verkfr. Heimili þeirra er að Leifs
götu 9.
nefnist erindi, sem
JÚLÍUS GUÐMUNDSSON
flytur í Aðven*’.irkjunni
sunnudaginn 17. febrúar
kl. 5 e.h.