Morgunblaðið - 16.02.1963, Síða 6

Morgunblaðið - 16.02.1963, Síða 6
6 MORCV1SBLAÐIÐ Laugardagur 16. febrúar 1963 * * ' I Arnessýslu UMBOÐSMENN Morgunblaðs ins í eftirtöldum fimm hrepp- um Árnessýslu eru: Gunnar Sigurðsson Seljatungu, fyrir Gaulverjabæjarhrepp, Karl , >órarinsson á Kjartansstöð-] um fyrir Hrungerðis- og Vill- i ingahoitshreppa. Róbert Ró- i bertsson fyrir Biskupstungna hrepp og í Hrunamannahreppi Jón Sigurðsson í Skollagróf. 1 Umboðsmennirnir munu framvegis annast alla inn- heimtu áskriftargjalds; til þeirra ber að snúa sér varð- andi umkvartanir vegna van skila. Til þeirra, eða beint til skrifstofu Morgunblaðsins, Ígeta menn einnig snúið sér ef þeir óska að gerast áskrifend- ur að blaðinu. MORGUNBLAÐIÐ hafði spurnir af því að tii landsins væri kom- ið eitthvað furðu-farartæki á vegum Gunnars Ásgeirssonar h.f. Sneri blaðið sér því til Gunn- ars og fékk heimild til að skoða farartækið, sem reyndist vera ný torfærubifreið frá Volvo bila smiðjunum í Svíþjóð. • Slæmt að vera fimmtán ára „Tvær sárar“ stöllur senda Velvakanda eftirfarandi bréf, sýnir ljóslega, hve erfitt er fyrir unga fólkið að komast á skemmtistaði við sitt hæfi. „Kæri Velvakandi! Okkur langar til að spyrja þig álits á atviki, sem henti okkur í gær- kvöldi. Við fengum leyfi for- eldra okkar til að fara á ungl- ingadansleik, þar sem við höf- um skemmt okkur áður með jafnöldrum okkar. Foreldrar okkar ætluðu að sækja okkur eftir dansleikinn. Við höfðum verið þar frá kl. 10 — 12, þegar kvenlögreglan kom og spurði okkur um vegabréf. Við sögð- umst ekki eiga neitt vegabréf. Þá spurði hún okkur um aldur, nafn og heimili, og sögðum við henni sannleikann. Svaraði ------------—------------------ hún okkur með því, að við hefð um ekki aldur til að vera þar, og með hjálp dyravarðarins, sem áður hafði hleypt okkur inn í húsið, var okkur vísað á dyr. Við erum 15 ára, Og önnur okkar verður 16 ára í næsta mánuði. Hvað erum við full- orðnari eftir fjórar vikur? — Við spurðum kvenlögregluþjón inn, hvar við mættum skemmta okkur, og var svarað: í skól- unum. Við erum hins vegar í hálfgerðum kvennaskóla, og þar er mjög lítið félagslíf og engin skólafélög starfandi. — Við könnuðumst við flesta þarna inni og vissum, að meiri hlutinn var ekki orðinn nógu aldraður og sumir jafnvel yngri en við. En lögreglan rak aðeins okkur tvær, þótt við hög- uðum okkur vel, enda reykjum við hvorki né drekkum. Við álít um, að lögreglan hefði átt að reka alla, er hefðu ekki náð þessum aldri. Við voum, að þú viljir svara þessu fyrir okkur. Með fyrirfram þakklæti, tvær sárar“. Velvakandi getur lítið um þetta sagt. Auðvitað verður að miða við eitthvert ákveðið aid- urstakmark upp á dag, því að annars væri allt eftirlit ófram- kvæmanlegt. Hins vegar er allt af leiðinlegt, þegar lögunum er stranglega fylgt í einu tilviki, meðan aðrir sleppa. Slíkt veld- ur eðlilegum sárindum og virð- ingarleysi fyrir lögutn, en stund um er ekki auðvelt að varna því. Það er og slæmt, að lítið sem ekkert félagslíf skuli vera í sumum skólum, því að ungt fólk vill hópast saman og gerir það þá utan ramma skólalífsins, e. t. v. í ríkari mæli en heppilegt er. En stúlkur góðar; bráðum verðið þið sextán ára og fáið passa. Þá getið þið skemmt ykkur með jafnöldrum ykkar á hinum forboðnu stöðum. — Bifreið þessi kom fyrst fram á síðast ári eftir langvar- andi tilraunir við hin erfiðustu skiiyrði. sagði Gunnar Ásgeirs- son forstjóri, og ber hún verk- smiðjuheitið Volvo L-3314. Vakti bifreiðin strax feikna athygli, og barst Volvo-smiðjunum þá þegar pöntun á tvö þúsund bif- reiðum frá norska hernum. Til að anna þessu var sett upp sér- stök samsetningarverksmiðja í Noregi. Einnig hefur sænski her- inn keypt mikinn fjölda af þess- um bílum. — Annars er bezt að þið tal- ið við hann Sigurð Gunnarsson, því hann fór reynsluferð • í bif- reiðinni um síðustu helgi. Við hinkruðum við meðan Sigurður var að ljúka símtali við Volvo í Svíþjóð, og spurð- um hann svo frétta úr ferðinni. íór beint • Aðvörun í alvöru Kjartan Ólafsson sendir Vel- vakanda bréf með þessari fyrir- sögn um efni, sem áður hefur verið getið um í þessum dálk- um, en að því er virðist án ár- angurs. „í Hljómskálagarðinum stend ur hin fagráP stytta myndhöggv- arans Bertels Thorvaldsens, sem hann sjálfur gerði. Styttunni er komið fyrir á fögrum undirstöð- um og í umhverfi, sem hæfir þessu fagra listaverki. Nú hefur það gerzt, að styttan hefur losn- að og færzt til á stöplinum. Er ekki hægt að fortaka nema snarpur vindsvipur gæti feykt henni niður í grjótið fyrir neð- an. Væri það hörmulegt og óbætanlegt slys, sem aldrei yrði fyrirgefið. Þyrfti að lagfæra það, sem þarna hefur farið af- laga, hið bráðasta, og ganga frá festingu myndarinnar. Þetta má ekki dragast stundinni lengur. • Letrið á legsteini Jóns Sigurðssonar í þessu sambandi vil ég vekja athygli á öðru, sem þarf lagfær- ingar við. Það er letrið á leg- steini forsetahjónanna, Jóns Síg urðssonar og Ingibjargar Einars dóttur. Letrið hefur verið nær ólæsilegt um langan tíma og marmaraplatan, sem letrið á að geyma, mjög illa farin. Er opin- berum aðiljum, sem þetta gæti heyrt undir, hér með bent á, að óafsakanlegt er annað en láta lagfæra þetta og lagfæra letrið á legsteininum a. m. k. fyrir 17. júní nk., áður en hin árlega hyllingarathöfn fer fram við leg stað forsetahjónanna. — Kjartan Ólafsson“. Ný torfærubifreið — Jú, við fórum sex saman s.l. sunnudag. Áður hafði ég rætt við starfsmenn hjá Landssím- anum um það hvaða torfærur ætti helzt að reyna við. Þeír sögðu mér að ef bíllinn færi upp á Skálafell í Mosfellssveit, væri hann góður. Var því ákveðið að halda þangað. Vegur liggur á fjallið. og fórum við austan við hann og síðan beint af augum upp hlíðina í vaxandi bratta og yfir snjóskafla upp á topp, eins og að drekka vatn. Þið viljið máske koma í ökuferð, spurði svo Sigurður. Sýningarbíllinn, sem kominn er til landsins, er byggður fyrir átta manns, en einnig má fá þessa gerð með sætum fyrir tíu. Bíllinn er frambyggður, og situr ökumaður við hlið vatnskassans. en hreyfillinn er fyrir aftan framsætið. Er þetta sérstaklega gert til að færa þyngdarpunkt- inn aftur og dreifa þunganum milli öxla. Við ókum af stað eftir Suður- landsbrautinni og héldum norð- ur undir Golfvöllinn. Þar eru háir og brajtir moldarbakkar, og í þessu sumarveðri, sem var i gær, eru þeir vart færir öðrum en fuglinum fljúgandi. Skóhlífa- djúpt lag af forarleðju er ofan á jarðklakanum, og hvergi fót- festu að fá. Ólafur Ijósmyndari kom sér fyrir á jafnsléttu og valdi torfærurnar, sem fara skyldi. Sigurður var hinn hróð- ugasti, en fréttamaðurinn hálf myrkfælinn á þetta. Svo var lagt í brattann. jafnvel stoppað í snarbröttum brekkunum til að taka myndir, og haldið af stað að nýju. Yfir urð og grjót, svell- bungur og snarbrött börð. Einn okkar var kominn með sjóriðu þegar öllum þessum æf- ingum var lokið, og það var ekki Sigurður Gunnarsson. Var ákveðið að halda heimleiðis. Leiðin heim að moldarbökkun um við Golfskálann er ekki bedn- línis greiðfær venjulegum bíl- um, og það vakti sérstaka at- hygli farþeganna í Volvo- inum augum upp af Volvo L-3314 inn við Golfvöll á Skálafel! frá Volvo komin til landsins hve þýður hann var. Og þegar út á þjóðbrautina kom var eins Og setið væri í þægilegri fólks- bifreið. Skammt frá stórhýsi Gunnars Ásgeirssonar við Suðurlands- braut, stytti Sigurður sér leið, ók yfir braggarústir á háum, steypum pallj, yfir snarbratt malarbarð. kargaþýfi og stór- grýti upp að dyrum. — Takk fyrir kærlega, við erum sannfærðir. Gunnar Ásgeirsson sagði okk- ur frá því á eftir að ástæðan fyrir því hve þýður bíllinn er, sé fyrst og fremst fjaðrabúnað- urinn. Bifreiðin er á stórum (8.90x16”) lágþrýstihjólbörðum, og tvöföldu fjaðrakerfi, þ.e. bæði blaðfjöðrum og holum gúmmí- fjöðrum. Að sjálfsögðu er drif á öllum hjólum. og í aftara drif- inu er innbyggður, sjálfvirkur mismunadrifslás, sem kemur í veg fyrir að bifreiðin „spóli“ á öðru hjólinu. Til að sjá sýnist þessi tor- færubifreið mjög stór, en það er bæði vegna þess að hún er frambyggð og vegna hinna stóru hjóla. í rauninni er bifreið- in tæplega fjögurra metra löng og vegur um 1500 kg. Vélin er 75 ha. SAE toppventla benzínvél, eyðslan, í venjuleum akstri, að- eins um 10—12 lítrar á hundrað kílómetra, og hámarkshraði rúml. 100 km/klst. Læst drif, eins og á þessari torfærubifreið, sagði Gunnar að mætti fá í allar gerðir Volvo bifreiða. Hafa nokkrir Volvo- eigendur reynt þetta á venju- legum farþegabílum með mjög góðum árangri. ★ Þegar við fórum að skoða mynd irnar hans Ólafs K. af ferðinni. kom okkur saman um að þær, sem bezt sýndu getu bifreiðar- innar, væru svo ótrúlegar, að enginn tryði nema sá, er reynt hefði. Völdum við því meðfylgj- andi mynd. sem tekin var þegar Volvo:inn var að koma upp á jafnsléttu. Við gengum þarna út úr bifreiðinni og horfðum yfir farinn veg. Förarleðjan rann nið ur snarbratta brekkuna, og eftir var aðeins glerháll jarðklakinn. To«arasölur « / BV SKÚLI Magnússon seldi á mánudag í Þýzkalandi 220 tonn af sild fyrir tæp 64 þús. mörk. 39 tonn seldust ekki. Bv Júpíter seldi á þriðjudag i Bremerhaven 106 torn af fiski fyrir 84.500 mörk. Saoma dag seldi bv Askur í Cuxhaven 100 tonn af fiski fyrir 84.637 mörk. Á miðvikudag seldi bv Karls- efni 150 tonn af fiski fyrir 105.000 mörk í Cuxihaven. Sama dag seldi bv Úranus síldarfarm í Bremerha ven. Áætlunarbíll veltur Á MIÐVIKUDAGSMORGUN hvolfdi áætlunarbíl vestur í Miklaholtshxeppi. Bíllinn var á leið til Reykjavíkur frá Sandi, óg valt sökum svellhálku á veg- inum. Engin slys urðu á mönn- um, og komu þeir með áætlun- arbílnum frá Ólafsvík í bæinn. Bílnum, sem valt, var náð upp á veginn síðar um daginn, og mun hann eitthvað skemmdur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.