Morgunblaðið - 16.02.1963, Side 10

Morgunblaðið - 16.02.1963, Side 10
1C MORCVHBLAÐIÐ tiaugardagur 16. febrúar 1963 Launauppbótdkeríi eftir afköstum vinsæit í Eyjum Rætt við starfsfólk í fryslihúsum ) og ráðunaut um vinnuskipu- skipulagningu ÞAÐ nýmæli hefir nú verið upp tekið í frystihús unum í Vestmannaeyjum. að þar séu laun greidd eftir afköstum, þannig að þeir sem vinna meira, en sem nemur „normalafköst- um“ fá uppbót á laun sín. Enginn fær þó lægri laun en sem nemur tímakaupi því er gildir á hverjum tíma. í annan stað er svo greitt eftir nýtingu þ.e. eftir því hve fólkið skilar góðri vinnu. Fréttamaður blaðsins kynnti sér þessa nýjung er hann var staddur í Eyjum fyrir skemmstu. Pétur Jónsson er starfsmaður frystihiúsanna í Eyjum og ráðunautur þeirra um vinnuhagræðingu og skipu ■ lag á launauppbótarkerfinu. Við ræðum nokkra stund við er framkvæmd hér er mjög víða þekkt í heiminum og hefir verið framkvæmd um langt árabil. Hvarvetna hefir hún getið sér vinsældir og fer því stöðugt vaxandi og nær til sífellt- fleiri starfs- greina. Á Norðurlöndum tek- ur fyrst og fremst að bera á ákvæðisvinnu eftir stríð. Raun ar er ekki allskostar rétt að nefna þetta ákvæðisvinnu heldur. uppbótarkerfL Venju- Pétur Jónsson kveðnu magni af hráefni. Þar kemur því bæði til greiðsla fyrir afköst og \ vandvirkni. Það var Sölumdðstöð hrað- frystihúsanna, sem innleiddi þetta skipulag í fiskiðnaðin- um. Hefir framleiðnideild sam takanna það innan síns verka- hrings. Þrjár blómarósir kePpast við að pa kka. — Ljósm.: Sigurg. Jónass. Sigurjón Auðunnsson legt tímakaup er alltaf tryggt, hversu lítið sem einhver kann að afkasta. Uppbæturnar eru greiddar eftir athugunum, sem gerðar hafa verið á hverjum vinnustað fyrir sig. Aðstaðan á hverjum stað hlýtur að ráða því hver afköstin verða hjá hverjum og linúm. Eftir þess um athugunum er fundinn svonefndur „afkastanormall". Venjulegt tímakaup er svo greitt þar til þessum afkasta- normal er náð, en þá hækkar kaupið um 10%, svo dæmi sé tekið, og síðan stig af stigi eftir þar til gerðiun launa- stiga, sem ákveðinn hefir ver ið fyrirfram. Við sum verk- anna kemur einnig til nýting vörunnar. Þá er ekki einasta farið eftir afköstunum heldur einnig eftir því hve mikið að nýtanlegri vöru hver starfs- maður skilar af sér úr á- Eftir fyrirsögn norsks sérfræðings. Þetta hófst með því að hing að til lands var fenginn norsk ur sérfræðingur til leiðbein- ingar. Þetta felst ekki aðeins í því að greiða fólkinu eftir afköstum heldur 6inni,g að bæta alla vinnuaðstöðu, koma tækjum og vélum, sem unnið er með, fyrir á sem haganleg- astan hátt og nýta þau sem bezt, og svo loks að gera at- huganir er leiddu til þess að hægt væri að greiða hærra kaup fyrir meiri afköst og betri meðferð á hráefninu. Allt leiðir þetta til hagnaðar bæði fyrir framleiðendur og starfsfólk. Öll vinnuhagræð- ing og betri nýting er að sjálf sögðu gróði, sem öllum kem- ur til góða, og sem áður fór í súginn engum til hagræðis. Með aukinni tækni og vinnu hagræðingu er þvi Verið að bjarga verðmæti, sem áður rann burt eins og skólp. Pétur um þetta mál og fáum skýringar hans á því, en göng um síðan með honum milli frystihúsanna og hittum þar nokkuð af starfsfólkinu og spyrjum um álit þess. Pétri fórust orð eitthvað á þessa leið: Eftir afköstum og nýtingu. Ákvæðisvinna eins og hún Jón Reykjalín er fljótur flakari. Hér í Vestmannaeyjum hafa fyrst og fremst verið teknir fyrir tveir liðir í framleiðsl- unni og færðir í ákvæðis eða uppbótarkerfið. Er það hand- flökun og pökkun fisks. Við flökun ræður bæði flýtir og nýting hráefnisins. Fiskurinn er talinn og veginn handa hverjum flakara og síðan eru flökin sem frá honum koma vegin. Greiðslan fer nokkuð eftir stærð fisksins og þvi er talið hve margir fara t.d. í hver 100 kg. Eftir þessu sést svo í hvaða afkastaflokk vinna flakarans fer. Þetta er fljótséð á línuritum en þar Ingibjörg Guðlaugdóttir eru dregin sam.an þau atriði sem afkastaflokknum ráða þ.e. stærð fisksins og gerð, flökunaraðferð, tími fyrir á- kveðnar stærðir og loks nýt- ing. Þess má geta að þegar til útreiknings kemur á kaupupp bót ræður meiru aukning í nýt ingu en aukning í hraða. Þrjár stúlkur saman. Þegar um er að ræða pökk- un og kaupuppbótargreiðslu í sambandi við hana, vinna 3 stúlkur saman á hverju vinnu borði, þar sem tvær skoða og snyrta flökin og ein pakkar. Þær skipta svo um verk eftir því sem þeim sjálfum þykir henta. Hér ræður því einunigis hraði. Haft er strangt eftirlit með því að verkið sé rétt og vandlega unnið/ í heild verður ljóst hivert þetta skipulag stefnir, en það er að betri skipulagningu fram leiðslunnar, sem síðan orsakar hagkvæmari rekstur, sem bæði fyrirtækin og. eins þeir, sem hjá þeim vinna njóta góðs af og síðast etn ekki sízt þjóðar- búið í held. Þanng fórust Pétri Jóns- syni orð. Að loknu rabbi við hann er haldið í heimsókn í frystihúsin og leitað álits þess fólks, sem eftir þessu kerfi á að vinna. í Fiskiðjunni hitt- um við fyrstan að máli flak- ara, Jón Reykjalín að nafni. Hann er þekktur að því að vera afkastamikill. Jón lætur vel yfir þessu nýja kerfi en segir í lok samtals okkar: — Ég lít svo á að dálítið þurfi að lagfæra fyrirkomu- lagið, ef þetta á að haldast til frambúðar. Mín skoðun er sú að bónusgreiðslan sé enn mið uð við of mikinn hraða. Kvenfólk flakar. Næst hittum við að máli Ingibjöngu Guðlaugsdóttur sem einnig flakar. Við höfum til þessa litið á það verk fremur sem karlmannasstarf. — Mér þykir eins gott að .flaka af og til, eins og vinna hvað annað. Það er ek'ki síður skemmtilegt en vinna við borð in, segir Ingibjörg. — Ég næ stundum bónus en til þess verð ég að auka talsvert hrað- ann. Næst snúum við okkur að Björgvin Pálssyni verkstjóra og fáum álit hans. — Ég kann vel við þetta nýja skipulag og ég vona að það fái að haldast. Það er að sjálfsögðu eitt og annað sem þarf að lagfæra. Þetta þarf að þjálfast og kannske þarf að bæta aðstöðuna. En mér finnst hafa skapazt meira líf og fjör í vinnunni. Þetta eins og lyftir drunganum af. Það kemur fram meira kapp og vinnugleði. Menn geta svo far Anna Erlendsdóttir ið sér hægt ef þeir vilja ekki nema tímakaupið. Það er þeim algerlega í sjálfsvald sett. í þessu heyrðist barið óþol- inmóðlega í börð eða bakka. Björgvin kallar til unigs pilt og biður hann að láta stúlk- una hafa það sem hana vantar. Við könnumst eitthvað við Framhald á bls. 22. I I

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.