Morgunblaðið - 16.02.1963, Qupperneq 12
12
MORCVNBL4ÐIÐ
Laugardagur 16. febrúar 1963
Utgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Valtýr Stefánsson.
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen,
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Auglýsingar: Arm Garðar Kristinsson.
Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Askriftargjaid kr. 65.00 á mánuði innanJ'""’'
1 lausasölu kr. 4.00 eintakiö.
ERU DANIR FJAND-
MENN ÍSLENDINGA?
T|ag hvem birtir Tíminn nú
** árásargreinar á þjóðir
þær, sem okkur eru skyldast-
ar og standa næst. Einkum
beinast árásir þessar að Bret-
um, og eru nú byggðar á því,
að þeir séu mestu fláttskap-
armenn og ódrengir. Þeir hafi
heimilað útboð skuldabréfa-
lánsins í þeim tilgangi að fá
í staðinn fiskveiðiréttindi á
íslandi o.s.frv.
En Bretar eru ekki þeir
einu, sem verða fyrir barðinu
á þeirri hugsýki, sem grafið
hefur um sig meðal manna
þeirra, sem nú ráða Fram-
sóknarflokknum. Röðin er
komin að Dönum og þeim eru
ekki vandaðar kveðjurnar.
Tíminn segir, að það sé
ekki nóg með að Danir vilji
gera Færeyingum allt til
bölvunar, sem þeir megna,
heldur séu þeir líka driffjöðr-
in í árás, sem þeir ásamt
Bretum, hyggist gera á hend-
ur íslendingum til að tryggja
Bretum réttindi til fiskveiði í
íslenzkri landhelgi.
Þegar Tíminn ræðir af-
skipti danskra stjórnarvalda
af fiskveiðimálefnum Fær-
eyinga og þá afstöðu þeirra
að vilja fara hægar í sakim-
ar en Færeyingar, segir blað-
ið m.a.:
„Er það kannski vegna þess
að hún (danska stjómin) hafi
hugboð um, að Bretar ætli að
reyna að fá undanþágur við
ísland framlengdar og telji
það spilla fyrir slíkum til-
mælum ef undanþágumar
við Færeyjar hafa áður verið
felldar úr gildi?“
Þama er það sagt, að vísu
í spumarformi eins og róg-
bera er háttur, að Danir séu
fjandskaparmenn íslendinga,
sem sitji á svikráðum við þá
og hafi sérstaka löngun til að
efna til ófriðar milli íslands
og Bretlands.
MINNIMÁTTAR-
KENND
FRAMSÓKNAR
'C'f Framsóknarmenn í raun
réttri trúa því, sem þeir
halda fram, að nágrannaþjóð-
ir okkar sitji allar á svikráð-
um við okkur, vilji helzt
svipta okkur frelsi eða a.m.k.
skerða landsréttindi okkar, þá
fer að verða skiljanleg sú af-
staða þeirra til utanríkismála,
að við eigum að þegja og loka
okkur inni. Þá fara menn líka
að skilja, hvers vegna þeir
hafa rofið samstarf við ríkis-
stjórnina í Efnahagsbanda-
lagsmálinu og halla sér þess
í stað að kommúnistum.
Ef vestrænum lýðræðis-
þjóðum væri stjórnað af ó-
bótamönnum og þær aðhyllt-
ust yfirgangsstefnu í garð
smáríkja, væri eðlilegt að leit
ast við að hafa sem minnst
skipti við þær, á þann veg
sem ritstjóri Tímans óskar.
En sem betur fer er þetta yf-
irgangseðli nágrannaþjóð-
anna ekki til annars staðar
en í hugum Framsóknar-
manna, sem virðast þjást af
einhvers konar ógnarlegri
minnimáttarkennd.
í Efnahagsbandalagsmál-
inu kemur þessi minnimáttar
kennd fram í því, að enda
þótt Framsóknarmenn viður-
kenna að svonefndur aukaað-
ildarsamningur geti tekið til
1 til 99% af skuldbinding-
um Rómarsamningsins, þá
megi undir engum kringum-
stæðum gera slíkan samning,
jafnvel þó við fengjum öllu
því framgengt sem við æskt-
um. Þetta er rökstutt með
því, að hinar Evrópuþjóðirn-
ar mundu þá færa sig upp á
skafið og ekki linna látum
fyrr en þær hefðu þurrkað
ísland út af landabréfinu sem
sjálfstætt ríki.
Var vítisvél í flugvélinni,
sem fórst í Florida?
EINS Og skýrt var frá í blað-
inu fórust 43 menn í flugslysi
í Bandaríkjunum 12. febr.
sl. Flak flugvélarinnar fannst
að kvöldi hins 12. um 75 km
suðvestur af Miami í Florida
og var strax ljóst að enginn,
sem með flugvélinni var hafði
komizt lífs af.
Flugvélin, sem var þota af
gerðinni Boeing 720-B, var á
leið frá Miami til Chicago.
Skömmu eftir að hún hóf sig
á loft frá Miami hætti að
heyrast frá henni og ekki náð-
ist samband við hana þrátt
fyrir ítrekaðar tilraunir. Var
þá hafin umfangsmikil leit.
Brakið úr flugvélinni var
dreift yfir 5 ferkílómetra-
svæði og það eina heillega
var partur af væng, hluti
stélsins og sætin, en flestir
farþeganna höfðu látizt í
sætunum sínum.
Sérfræðingar. sem sendir
voru á slysstaðinn, segja að
ekkert bendi til þess að flug-
maðurinn haíi reynt að nauð-
lenda. Segja þeir að enn sé
ekkert hægt að segja um
hver hafi verið orsök slyss-
ins. Þetta er fyrsta flugvélin
af gerðinni Boeing 720-B sem
ferst.
Maður einn, sem rekur veit-
ingahús í rúmlega 30 km.
fjarlægð frá slysstaðnum, seg
ist hafa heyrt gífurlega
sprengingu, þegar flugvélin
hrapaði til jarðar.
Komizt hefur á kreik orð-
rómur um að vítisvél hafi
verið í flugvélinni.
Frú Chaplik og tvær dætur hennar 17 og 4 ára fylgdu
móður sinni og ömmu til flugvallarins í Chicago þar
sem hún steig upp í Boeing þotuna á leið til Miami.
Skömmu síðar var tilkynnt að flugvélarinnar væri sakn-
að og á myndinni sjást frú Chaplik og dætur hennar bíða
fregna af afdrifum flugvélarinnar og farþeganna.
I
í
!
Við íslendingar sóttum
frelsi okkar í hendur Dana,
og þá var tíðum grunnt á því
góða milli þessara þjóða, en
síðan við öðluðumst frelsi
okkar hafa Danir sannarlega
ekki komið fram við okkur á
þann veg, að réttlætanlegar
séu dylgjur og árásir eins og
þær, sem Tíminn leyfir sér.
Danir hafa sýnt okkur marg-
háttaða vinsemd og enga ó-
vinsemd. Þess vegna eru árás-
ir á borð við þessa fyllsta sið-
leysi, sem fordæma ber.
EKKI
TREYSTANDI
TClönnum, sem þjást af minni
máttarkennd á borð við
þá, sem einkennir afstöðu
Framsóknarflokksins til ut-
anríkismála, er sannarlega
ekki treystandi til þess að
fara með æðstu völd á ís-
landi. Það er slæmur sjúk-
dómur, þegar menn fá það á
heilann, að verið sé að of-
sækja þá, en verra er þó, ef
þjóðarleiðtogar telja að allar
þjóðir aðrar séu haldnar
glæpahneigð og þess vegna
ríði á mestu að forðast sam-
skipti við þær.
Slíkur hugsunarháttur
kynni að hafa verið skaðlaus
fyrir svo sem eins og einni
eða tveim öldum, en á síðari
helmingi 20. aldarinnar er
hann sannprlega mjög skað-
samlegur. Vestrænar lýðræð-
isþjóðir hafa lagt sig fram
um það að bæta samskipti
sín á milli og leitast við að
auka velvilja og skílning milli
þjóðanna almennt. Við ís-
lendingar höfum verið þátt-
takendur í þessu starfi innan
vébanda Sameinuðu þjóð-
anna og utan.
Rétt er það, að þessi við-
leitni hefur ekki borið jafn
mikinn árangur og menn
vonuðust til, en hitt er frá-
leitt, að aftur eigi að snúa
til baka til þess tíma, þegar
þjóðrembingur ríkti og eng-
inn þótti maður með mönn-
úm nema hann gæti svívirt
annarra þjóða menn. Þetta
er sem betur fer liðin tíð,
sem ekki verður endurvak-
in í vestrænum lýðræðis-
ríkjum, enda ber að forðast
að fela þeim mönnum völd,
sem haldnir eru slíkum
þankagangi.
í kosningunum í vor
gefst íslenzku þjóðinni tæki-
færi til að sýna það, að hún
er ábyrg, frjáls þjóð, sem ekki
þarf á því að halda að ráðast
með aðdróttunum að öðrum,
og hún mun þess vegna ekki
fela þeim mönnum forystu,
sem reyna að spilla milli
hennar og vinveittra * ná-
grannaþjóða.