Morgunblaðið - 23.02.1963, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 23.02.1963, Blaðsíða 15
Látt^árdagiir 23. íc'brúar 19B3 MORCUNBLAÐ 1 Ð 15 Jóhænnes MSarkússon, flugsljórí: rúun flugmálanna má ekki stöðvast I r i i n f Hugleiðingar um fiugvaSlamál JÓHANNES Markússon, flug-- stjóri, hóf starf hjá Eoftleið- um fyrir 17 árum, eða 1946, og hefur síðan verið starfandi flugmaður. Árið 1957 varð hann yfirflugrstjóri Loftleiða , og hann á nú að baki 14 þús- uiul flugstunda. ’ SÍÐAN Reykjavíkurflugivöllur var byggður hefur hann. sífellt verið til umræðu vegna staðsetn- ingar hans og eru uppi ýmsar ekoðanir með tilliti til framtíð- armöguleika hans. Eins og kunn- ugt er var flugvöllurinn byggður af Bretum á stríðsárunum og miðaður við hernaðarþarfir, en ekki sem framtíðarmannvirki, eins og hann ber ljóslega vott um, enda við það miðað að ljúka honum á sem skemmstum tíma til notkunar í þeim mikla hild- arleifc er þá stóð yfir. Staðsetning flugvallarins í Vatnsmýrinni hefur frá upphafi eætt mifcilli gagnrýni, en svæði jþetta hafði áður verið notað sem vísir að flugvelli fyrir þær litlu flugvélar er þá voru komnar til eögunnar hér á landi og ekki varð »éð fram á þá öru þróun, er síð- an hefur orðið í fluginu og flest- ir harma nú, að flugvellinum ekuli ekki hafa verið valinn betri Staður me'ö tilliti til framtíðar- innar. Less ber þó einnig að minnast að betra var að fá flug- völlinn þar sem hann er nú en eð fá engan flugvöll því að hann hefur verið mikil lyfti- ítöng fyrir flugið hér á landi og crðið til þess að almenningur hér hefur verið fljótari að not- færa sér flugvélarnar sem sam- göngutæki en víða erlendis. SÚ þróun sem átt hefur sér *tað í fluginu með stærri og hraðfleygari flugvélum krefst etærri og fullkomnari flugvalla og nú er svo komið, að flestum er að verða Ijóst að Reykjavíkur flugvöllur stenzt ekki þær kröf- wr, sem gerðar eru til miililanda flugvala almennt og hefur ekki ekilyrði til þeirra endurbóta er gera þyrfti á honum svo að hann gæti talizt fullnægjandi. Auk þess skapar hann ónæði og jafnvel hættu fyrir borgarbúa og er staðsettur á landssvæði sem borgin þarfnast vegna stækk unar og skipulagningar sinnar. wÓgerlegt að lengja. . . . Fluigbrautir Reykjavíkurflug- vallar eru þrjár, þar af er ein, eú er liggur í norðaustur-suðvest- ur ónotlhæf að mestu leyti Vegna jþess hve sigin hún er á Norð- «ustur hlutanuiii. Hinar tvær, eem liggja í norður-suður og suð eustur-norðvesiur eru hvorugar uægilega löng til að t.d. DC-6B geti hafið sig til flugs á þeim fullhlaðin í logni, en hún þarf tæpa 2000 metra braut, enda verða flugvélar Loftleiða að lenda mjög oft á Keflavíkurflug velli, einkum á vesturleið vegna takmarkana Reykjavíkurflug- Vallar. Ógerlegt má telja að lengja þessar brautir að ráði nema með uppfyllingu út í Skerjafjörð, en elíkt yrði erfitt og kostnaðar- eamt og hætta á að sjógangur epillti þannig uppfyllingum. Auk þess er vafasamt að flugbrautir ©g undirstöður þeirra, sem þegar eru farnar að gefa sig og láta á sjá, þyldu þyngri flugvélar en jþær sem flugbrautirnar eru nú takmarkaðar við. t Það hefur háð mjög Reykja- víkurflugvelli áð ekki sfculi vera nothæf braut í norðaustur-suð- vestur því að eins og kunnugt er þá eru þessar áttir oft ríkj- »ndi hér á landi. Þar sem tak- markað er hvað hliðarvindur má vera mikill í flugtaki og lend- ingu, en hann má t.d. mest vera 26 hnútur á DC-6B og svipað á Visoount og takmarkast enn meir ef brautir eru hálar, þá kemur oft fyrir að ólendandi er á Reykjavíkurflugvelli af þess- um sökum. Þá er mjög æskilegt að aðflugsljós séu að flugbraut- um, sérstaklega blindflugsbraut- um og auð svæði eða öryggis- brautum, sérstaklega blindað- flugsbrautum og auð svæði eða öryggisbraut (overrun) framan við enda á flugbrautum og eyk- ur þetta mjög á öryggi flugvalla, en þessu er ekki hægt að koma fyrir á Reykjavífcurflugvelli nema að mjög litlu leyti vegna umhverfis hans og þess hve að- krepptur hann er. Flugsfcýlin á flujfvellinum, sem öxl voru byggð á stríðsár- unum, eru flest orðin mjög léleg og úr sér gengin og ekkert þeirra nógu stórt til að rúma DC-4 eða DC-6 flugvélar fyllilega. Aðrar byggingar vallarins, fyrir utan hina nýju byggingu flugmála- stjórnarinnar, eru bráðabirgða- byiggingar, en Loftleiðir hófu fyrir nokkru að. reisa skrifstofu byggingu á flugvellinum, sem er aðkallandi fyrir félagið að eign- ast og miðað er við að falli inn í skipulag borgarinnar, ef flug- völlurinn yrði takmarkaður eða lagður niður. Minnzt hefur ver- ið á þann möguleika að leggja nýja suðaustur-norðvesturbraut á flugvöllinn, er lægi sunnan við núverandi braut í þessar átt- ir, meðfram Öskjuhlíðinni að sunnanverðu og yrði talsvert lengri en sú sem fyrir er. Braut sem þessi myndi ekki bæta úr nema að litlu leyti og alls ekki leysa vandamál flugvallarins. „Fugvöllur á Álftanesi að takmörkuðum notum. . .“ Þá hafa komið fram tillögur um að athuga möguleika á að byggja fullkominn innanlands- og millilandaflugvöll fyrir Reyfcjavilk á Álftanesi. Slíkur flugvöllur, ásamt kaupum á lóð um og húsum, myndi kosta hundr uð milljóna króna með öllum mannvirkjum sem honum þyrfti að fylgja. Auk þess hefur mynd azt byggð í kring um Álftanesið þar sem eru Kópavogur, Garða hreppur og Hafnarfjörður, sem á eftir að aukast mjög á næstunni og ná saman með tímanum og yrði því flugvöllur á Álftanesi umkringdur byggð að miklu leyti þegar hann yrði fullgerður. Það er því álíka óviturlegt að byggja flugvöll á Álftanesi og að stækka Reykjavíkurfluigvöll. Einnig kæmi flugvöllur á Álfta- nesi að takmörfcuðum notum sem varaflugvöllur fyrir Kefla- vífcurflugvöll, þar sem veðurlag á þessum stöðum er yfirleitt svipað. Nú vill svo til að 50 kíló- metra frá Reykjavík er stað- settur stór og fullkominn flug- völlur, Keflavíkurflugvöllur, og verið er að steypa veg á milli þessara staða, sem þýðir, að akst ur á milli þeirra mun taka um 35 mínútur þegar vegurinn er fullgerður. Má það teljast gott, því að óviða erlendis tekur styttri tíma að aka frá helztu borgum á flugvelli og talið heppi legast að flugvellir séu ekki stað settir of nærri borgum vegna sí- aukinna kvartana af hávaða frá flugvélum, sérstaklega eftir að þotur komu til sögunnar. Eftir nokkur ár megum við fslend- ingar búast við að eignast þotur til millilandaflugs. Þotur þurfa yfirleitt lengri flugbrautir en þær flugvélar sem nú eru í notkun hér. Ef miðað er við DC- 8 þotu þá vegur hún fullhlaðin 144 tonn og er því nærri því þrisvar sinnum þyngri en DC-6B og þarf til flugtaks rúmlega 3000 metra braut í logni. Mesti leyfi- legur hliðarvindur í flugtaki og lendingu er 34 hnútar miðað við auða 'og þurra braut, en aðeins 15 hnútar ef hálka er á braut- inni. Hér á landi er aðeins ein flugbraut, austur-vestur brautin á Keflavikurflugvelli nægilega löng fyrir flugvélar eins og DC-8 og Boeing 707 þotur, sem mest eru notaðar á flugleiðum yfir Atlantshafið. Áður en við fslendingar getum eignast slíkar flugvélar þarf því að vera til fleiri en ein braut fyrir þær hér á landi. Æskilegt væri því að lengja norður-suðurbraut Kefla víkurflugvallar nokkuð, svo að hann takmarkist ekki í þeim vind Júhannes Markússon áttum, eða þegar snjór eða krap er á flugbrautunum, sem krefst talsvert lengri brauta. Að öðru leyti er Keflavíkurflugvöllur mjög fullkominn og uppfyllir öll skilyrði sem framtíðarflug- völlur. Það er því sjálfsagt að miða framtíðaráætlanir okkar í millilanda- og jafnvel innanlands fluginu við hann. Það skal viðurkennt, að það hefði að sumu leyti auKinn kostn að í för með sér að allt flug okkar færi fram um Keflavíkur- flugvöll, sérstaklega fýrir innan landsflugið. Hinsvegar drægi það úr kostnaði að flug um Keflavik- urflugvöll yrði reglulegra vegna betri aðflugsskilyrða, aðflugs- tækja og fleiri flugbrauta enda eru kröfur um lágmarksskyggni og skýjahæð fyrir aðflug að Keflavikurflugvelli allt að helm ingi læigri en fyrir Reykjavíkur- flugvöll af bessum sökum. „Erlend flugfélög viðurkenna ekki Reykjavíkurflugvöll. . .“ Sá möguleiki er einnig fyrir hendi að nota Réykjavíkurflug- völl íyrir innanlandsflugið í nokk ur ár enn, á meðan hægt er, án þess að gera endurbætur á hon- um, sem ekki myndi svara kostn aði, þar til séð verður hvaða þró- un á sér stað í flugtækninni, en mögulegt er að flugvélar sem þurfa lítið svæði til flugtaks og lendinigar, svokallaðar VTOL, (Vertical take-off and landing), sem nú er verið að gera tilraun- ir með og ætlp^ðar eru fyrir styttri flugleiðir, verði full-komn- aðar. Einnig eru þyrlur víða not aðar til farþegaflugs og hugsan legt að þær verði einnig notaðar hé,r. Myndi þá nægja svæði í nágrenni borgarinnar fyrir þess- ar flugvélar, sem yrði aðeins brot af stærð Reykjavíkurflug- vallar. Ekki er óalgengt að flugfélög og herflugvélar hafi aðsetur á sama flugvelli og mætti benda á marga flugvelli í því sambandi, sem hafa meiri umferð en Kefla- víkurflugvöllur, enda hefurhann verið notaður sem slíkur um árabil. Það er því augljóst að Kefla- víkurflugvöllur gæti vel annað þeirri auknu umferð, sem yrði samfara því að íslenzku flug- félögin hefðu aðsetur þar fyrir flugrekstur sinn, en helzt þyrftu bækistöðvár flugfélaga og hers- ins að vera aðskilin og flugfélög- in að hafa flugstöð og flugskýíi útaf fyrir sig með séraðkeyrslu, enda nóg landrými fyrir hendi ef stækka þyrfti þær byggingar er fyrir hendi eru eða reisa nýj- ar. Undanfarið hefur umferð á vegum erlendra flugfélaga um Keflavíkurflugvöll farið minnk- andi og stafar það aðallaga af því að lanigfleygari og hraðfleyg- ari flugvélar hafa verið teknar í notkun, sem flogið geta milli meginlanda Evrópu og Ameríku án þess að millilenda. Einnig hef ur það takmarkað notkun Kefla víkurflugvallar, að ekki er full- kominn varaflugvöllur fyrir hann hér á landi, en varaflug- völlur verður að vera tiltækur í hverri flugferð ef veður hamlar lendingu á ákvörðunarstað. Er- lend flugfélög viðurkenha ekki Reykjavíkurflugvöl né flugvell- ina á Sauðárkróki, Akureyri og Egilsstöðum sem varaflugvelli vegna þess að þeir eru of litlir fyrir stærri flugvélar auk þess sem þrír þeir síðasttöldu eru malarvellir og aðflug að þeim þröngt og erfitt fyrir ókunnuga. Núlæigasti varaflugvtöllur fyriir Koflavíkurflugvöll og sá sem oftast er notaður af erlendum flugfélögum er Prestwiokflug- völlur í Skotlandi, en vegalengd- in þangað er 750 sjómílur. Það er því augljóst, að hér á landi vantar tilfinnanlega vel stað- settan varaflugvöll fyrir Kefla- víkurflugvöll svo að ekki þurfi að fljúga alla leið yfir hafið ef veður hamlar lendingu hér sunn anlands, enda ekki alltaf hægt að hafa nægan eldsneytisforða til þess. „Ein flugbraut norðanlands. . .“ Veðurlagi er þannig háttað hér á landi, að í norðlægum vind- áttum, þegar dimmviðri er norð anlands þá er bjartviðri á suður- landi. í suðlægum áttum hins- vegar, þegar dimmviðri er sunn- anlands, þá er yfirleitt betra veður norðanlands og skiptist þetta nokkurn veginn um há- lendi landsins. Það væri því heppilegast að hafa varaflugvöll fyrir Kefla- víkurflugvöil norðanlands, senni- lega aústan EyjafjarSarhálendis. Þyrfti slíkur flugvöllur ekki að hafa nema eina flugbraut, sem yrði að vera steinsteypt, þar sem þotur geta ekki notað malar velli vegna hættu á að möl sogist inn í hreyflana og skemmi þá. Plugvöllur sem þessi yrði að vera staðsettur þar sem væri rúmt fyrir aðflug, sérstaklega frá norðri og suðri, en brautin þyrfti að liggja í þær áttir og sfcilyrði að vera til að koma fyrir aðf'ugs vitúm og Ijósum. Æskilegt væri að hafa hann staðsettan eigi all- fjarri kaupstað þar sem væri aðstaða til að veita farþeigum og áhöifnum máltíðir og gistingu ef á þarf að halda. Þessi flugvöllur myndi þá einnig verða notaður sem inn- anlandsflugvöilur fyrir það byggðarlag sem hann væri stað settur í. Msétti benda á Aðal- dal í Suður-Þingeyjarsýslu sem hugsanlegan stað, er uppfyllti þessi skilyrði, en þar er fluig- völlur sem er að vísu aðeins stutt malarbraut, fyrir Húsavík og nærliggjandi sveitir. Virðist sem þessi staður sé að mörgu leyti hentugur og byggja mætti þar góða braut á jífcisléttu hraunL Ennfremur yrði refmagn fáan- legt frá Laxárvirkjuninni, sem er þarna í nokkurra kílómetra fjarlægð. Mögulegt er að fleiri staðir komi tii greina í þessu sambandi og þyrfti að fara fram athugun á því. Ein flugbraut norðanlands og það sem henni þyrfti að fylgja, yrði mörgum sinnum ódýrari en flugvöllur á Álftanesi og tæp- lega hefur okkar fátæka þjóðfé- lag efni á að byggja báða þessa flugvelli auk Keflavíkurvegar- ins og notfæra sér ekki Kefla- víkurflugvöll. Það er orðið aðkallandi fyrir flugmálin okkar að hafinn sé undirbúningur að framtíðarskip- an þessara mála, svo að flugið geti haldið áfram að þróast hér á íslandi eins og annarsstaðar. Úánægja ríkjandi innan COMECON? Fulltrúar Búlgariu sag&ir gagnrýna „not" Sovétríkjanna af landinu Moskva, Belgrad, 20. febrúar AP — NTB. KRÚSJEFF, forsætisráðherra Sovétríkjanna, hélt í dag fund með framkvæmdanefnd COMECON — efnahagsbanda lags kommúnistaríkjanna. Er þetta fjórði fundur nefndar- innar, sem haldinn er í Moskvu. Fréttir þaðan herma, að blær vináttu og skilnings hafi sett svip sinn á fundinn. Frétt ir frá Belgrad herma hins vegar, að mikil óánægja og ósamkomulag ríki innan COMECON. Er skyndiferð júgóslavnesfca forsætisráðherrans, Todor Sjivk- os, til Moskvu í gær, talin standa í sambandi við það ástand. Júgó- slavía er ekki í COMECON, en samkomulag Júgóslavíu við So- vétríkin hefur þó mjög batnað i seinni tíð. Fundur framkvæmdanefndar- innar hófst á föstudag og átti, eftir því, sem áður hafði verið skýrt frá, aðeins að standa í þrjé daga. Tæp vika er nú liðin, og stendur fundurinn enn. Hei-ma óstaðfestar fregnir, að fulltrúar Búlgaríu hafi haldið því íram, að verið væri að gera landjð að útjörð Sovétríkjanna, og gæfist því ekki tækifæri til að sinna iðnaðarmálum fyrir vikið. • Ólöglegur liagnaður- dauðarefsing Mosk\-u, 21. febr. (NTB-AP) í DAG skýrði blaðið Sovéz- skaja Rossija frá því, að hæsti réttur i Rússlandi hefði dæamt fimm menn til dauðo fyrir að !hafa hagnazt ólöglega á því að framleiða penna, iinappa og blýanta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.