Morgunblaðið - 02.03.1963, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 02.03.1963, Blaðsíða 12
12 r MORCUNBLAÐ I Ð Laugardagur 2. marz 1963 Útgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson, Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen, , Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Að\lstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 65.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 4.00 eintakið. BYGGINGARSJÓÐUR ALDRAÐS FÓLKS l>íkísstjóriiin hefur lagt fyr- ir Alþingi frumvarp til laga um byggingarsjóð aldr- aðs fólks. Tilgangur þessa sjóðs er að veita lán eða styrki til þess að reisa hent- ugar íbúðir handa öldruðu fólki. í framsöguræðu sinni fyrir frumvarpinu komst fé- lagsmálaráðherra m.a. að orði á þá leið, að í þeim löndum, sem bezt búa að öldruðum borgurum sé reynt að gera þeim kleift að búa að sínu og bjarga sér sjálfir, svo lengi, sem heilsa þeirra leyfir. Væri það talið eitt grundvallarskil- yrði þess að starfsorká'manna nýtist sem lengst. Mörgu öldruðu fólki yrði það ofraun að skipta um umhverfi og starf eða láta af starfi, sem það hefur lengi stundað. Það færi að sjálfsögðu eftir heilsu fari og heimilishögum ein- staldinganna hvaða ráðstaf- ana væri þörf þeim til að- stoðar. Frumvarp þetta er undir- búið af nefnd, sem frú Ragn- hildur Helgadóttir, alþingis- maður var formaður í. Ræddi þessi nefnd ýmsar hliðar á málinu eny árangurinn af starfi hennar ' er það frum- varp, sem ríkisstjómin hefur nú lagt fram á Alþingi. Hér er um merkilegt ný- mæli að ræða í byggingarmál um hér á landi. Til þessa hef- ur aðallega verið gert ráð fyr- ir, að aldrað fólk, sem ekki getur dvalið á heimilum sín- um eða venzlamanna sinna og ættingja eyði sínum efstu árum á elliheimilum. Elli- heimilin eru að sjálfsögðu nauðsynlegar og gagnlegar stofnanir, en mörgu fólki sem á þeim dvelst finnst það losna tun of úr tengslum við lífs- starf sitt og samfélag með því að flytjast þangað. Margt af þessu aldraða fólki kysi held- ur að geta búið í sínum eigin íbúðum og neytt þar starfs- orku sinnar. Vonandi verður þetta frum varp Viðreisnarstjórnarinnar samþykkt. Sú hugsun sem bak við það liggur er í senn mannúðleg og hagnýt. Hinir öldruðu borgarar þjóðfélags- ins, sem hafa unnið því vel á löngum starfsdegi ,verð- skulda vissulega skilning og stuðning til þess að lifa sjálf- stæðu og hamingjusömu lífi á sínum efstu árum, v KVEINSTAFIR KOMMÚNISTA IZommúnistar kveinka sér *■• nú mjög undan því, að ábyrgð hefur verið lýst á hendur þeim vegna njósna- starfsemi Rússa hér á íslandi. En hversu mjög sem komm- únistar og málgagn þeirra barma sér komast þeir ekki fram hjá þeirri staðreynd, að það hefur sannazt á áþreifan- legan hátt, að náin tengsl eru milli rússneska sendiráðsins og njósnara þess annars veg- ar og manna úr kommúnista- flokknum hins vegar. Sá mað- ur ,sem Rússarnir reyndu að fá til samstarfs við sig, hefur í fimm ár verið stjómarmeð- limur í Dagsbrún, sem íslenzk ir kommúnistar telja höfuð- vígi sitt og vanda jafnan til forystu í. Þessi maður hefur verið framarlega í flokkssam tökum kommúnista, honum hefur verið boðið til Sovét- ríkjanna í skjóli MÍR, og það er einmitt í framhaldi • af þeirri heimsókn sem Rússar fara að sækja á hann um nj ósnasamstarf. Það hefur bæði komið fram í frásögn Ragnars Gunnars- sonar og oftlega áður, hversu náið sambandið er milli rúss- neska sendiráðsins og for- ystumanna kommúnista- flokksins hér á Islandi. Það sýnir þess vegna mikla forherðingu, þegar kommún- istablaðið reynir að sverja af sér alla ábyrgð á hinum rúss- nesku njósnum. Sannleikur- inn er líka sá, að um allan heim stunda kommúnistar í hinum einstöku löndum njósn ir fyrir Rússa. Það er marg sönnuð saga. Það sem gerzt hefur út í heimi getur gerzt úti á íslandi og hefur gerzt á íslandi. Kommúnistadeildin hér á landi getur þess vegna ekki lengur treyst því, að Is- lendingar séu þeir einfeldn- ingar að trúa því, að umboðs- menn Moskvuvaldsins hér séu saklausir eins og dúfur af hinum rússnesku njósnum, ÞJÓÐHATTA- DEILD aldarafmæli Þjóðminja- safnsins ákvað ríkis- stjómin að í safninu skuli á næstunni sett á stofn þjóð- háttadeild. Mun ríkisstjórnin beita sér fyrir fjárframlagi til framkvæmda þessari víkkun ! I EINS og skýrt var frá hér í blaðinu urðu miklir jarð- skjálftar í Líbýu á norður- strön’d Afríku aðfararnótt laug'ardags s.l. Ekki er enn vitað hve margir fórust í jarð skjá.lftunum, en fundizt hafa um 300 lik og hundruð manna er saknað. Verst úti varð borg in Barce, og lagðist um 80% borgarinnar í eyði. Þetta er mjög gömul borg, og bjuggu þar um 10 þúsund manns, en í næsta nágrenni borgarinnar um 35 þásund. Þegar síðast fréttist höfðu 265 lík verið grafin þar upp úr rústununt«. Mefffylgjandi tvær myndir eru báffar teknar í Barce eftir jarffs^ílftana. Sýnir önnur leitarmenn grafa í rústunum í leit aff einhverjum, sem kynnu aff vera á lífi undir grjóthrúgunni. Hin myndin er af smábarni, sem situr í rústum heimilis síns. Jarðskjálftarnir í Líbíu á starfssviði Þjóðminjasafns- ins. Þjóðminjavörður taldi þessa ákvörðun mjög mikils virði og þakkaði ríkisstjóminni þann stuðning sem í henni fælist. Reykjavíkurborg gaf Þjóðminjasafninu einnig myndarlega afmælisgjöf til þess að efla myndadeild safns ins. Hátíðahöldin á aldarafmæli Þjóðminjasafnsins báru þess greinilegan vott, hve ríkan hljómgrunn þessi þjóðlega stofnun á í hugum ailra lands manna. Það fer því vissulega vel á því að þessi tímamót hafa verið notuð til þess að veita safninu bætta aðstöðu til þess að rækja sitt mikil- væga hlutverk. — Saknaði.... Framhald af bls. 10. var svo geysimikil þröng í ölluim búðum, alls staðar fullt af fólki. Eina sem ég veit er að kvenskór kostuðu 50—70 rúblur eða 2400—2800 krón- ur. — Það finnst okkur hér niókkuð dýrt. Hvað ætli það sé samanborið við laun? Þær hljóta að fara vel með skóna sína í Rússlandi, þegar þær hafa eignast aðra eins dýr- gripi. — Ég veit ekkert um launin annað en að leigúbíl- stjórar munu hafa 130 rúlbl- ur á mlánuði, sem er um 6 þús. kr. Og þæc fara vissu- lega vel með skóna sína stúlik- urnar. Þær hafa þá með sér í poka þegar þær fara í leik- / hús eða annað og fara úr stíg- yélunum frarnmi. — Annars er það efcki mik- ið að hafa komið í tvær stór- borgir í þessu stóra landi, sagði dr. Selma að iokum, og ég vil gjarnan fá tæki- færi til 'að koma þangað aftiur með manninum mínuim og faía þá lengra suður eftir. Ferðin var mjög athyglisverð. Landslag er ákaflega fagurt i þessu mikla vetrarfrosti 15—35 stiga frosti. T.d. er mér minnistætt hve hrifin ég var er ég leit fyrst út um hótel- gluggann í Leningrad, að sjá þessi mjalllhvítu tré me<3 þykku lagi af frosnum snjó og fólikið alit dúðað og svart- klætt eins og spýtukulbha hera við snjóinn. Það var á« kaflega eérkennileg mynd. Eins er mér sérstaklega minn isstætt, er við boraum heim á hótelið okkar í Moskvu. úr leikhúsi og þrjú rússnesk pör buðu okkur að sitja hjá sér í veitingasalnum, þar eð ■allt var fullt. Og allt í einu þaut maður fram á gólfið og 'byrjaði að dansa í stemmn'. ingu. Þetta reyndist vera sóló« dansari frá Grúsiu, sem var í svona góðu skapi, og gerðl þetta dásamllega. Þetta var svo óvænt i þeim drunga, sem virðist hvila yfir ölliu. Ef til vilil er láitara yfir þeim suðurfrá. Slíkar ^jemmtiLegar myndir á ég frá Awffinni,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.